Dagur - 17.12.1988, Page 20
Rafgeymar
í bílinn, bátinn, vinnuvélina
ViÖhaldsfríir
Veljiö rétt merki
þÓRSHAMAR HF.
Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700
Björgvin EA-311 kom til Akureyrar í gær og lagöist aftan við Mánaberg ÓF-42 frá Ólafsfirði en bæði skipin munu
liggja við bryggju á Akureyri yfir hátíðarnar. Mynd: gb
Útgerðarfélag Dalvíkinga hf.:
Verður Björgvin EA-311
gerður að alfrystiskipi?
- „menn vilja leita annarra leiða“ segir Valdimar Bragason
Jólatré á Akureyri:
Gegndarlaus
peruþjófnaður
Á einni viku hafa á annað
hundrað ijósaperur horfið af
jólatrjám á Ákureyri og er
hér um tilfinnanlegt tjón að
ræða. Ekki hafa perurnar
verið mölvaðar, eins og
stundum hafa verið brögð að,
heldur er þeim hrcinlega stol-
ið þrátt fyrir aðvaranir um þá
hættu sem af þessum Ijósa-
perum stafar.
Þetta er vægast sagt ljótur
leikur og óskiljanlegar hvatir
sem liggja að baki hjá þeim sem
þessu tjóni valda. Er þar ekki
bara átt viö fjárhagslegt tjón því
þessi iðja vekur upp ýmsar
spurningar varðandi jólaskreyt-
ingar á Akureyri og er ekki góð
afspurnar.
Garðræktin vill hvetja al-
menning til að vera á veröi og
sýna samstöðu um jólin. Það
hljóta að vera vitni að þessum
peruþjófnaöi í einhvcrjum til-
fellum og er sjálfsagt að menn
leggist á eitt til að sporna gegn
þessari hvimleiðu óhæfu. SS
Þrotabú Sæbliks hf.:
Tilboðsfrestur
rann út í gær
Á hádegi í gær rann út frcstur
tii að skila inn tilboðum í
eignir þrotabús Sæbliks hf. á
Kópaskcri. Örlygur Hnefill
Jónsson, bústjóri þrotabús-
ins, kvaðst í gær ekki vilja
gefa upp hversu mörg tilboð
hafi borist í eignirnar. Hann
sagðist telja eðlilegt að hlut-
aðeigandi aðilar skoðuðu
málin áður en tilboðin yrðu
kunngerð í fjölmiðlum. „Þeir
sitja fyrir,“ sagði Örlygur.
Þær eigur þrotabús Sæbliks
hf. sem unt ræðir eru í fyrsta
lagi rækjuverksmiðja fyrirtækis-
ins á Kópaskeri, í öðru lagi
verbúð Sæbliks hf. og í þriðja
lagi 230 tonna skip, Árni á
Bakka ÞH-380.
Örlygur Hnefill segir að
mönnum hafi verið frjálst að
gera tilboð í allar eigur þrota-
bús Sæbliks hf. á einu bretti eða
hluta þeirra. óþh
Loðnuveiðar:
Súlan með
800 tonn
Ágætt veður var á loðnumið-
unum á fimmtudag en í gær
var konún bræla og héldu
skipin flest í land.
Hjá loðnunefnd fengust þær
upplýsingar að Súlan EA 300
væri á leið til Krossaness með
800 tonn, en aðeins fjögur skip
höfðu tílkynnt um afla í gær-
morgun. Skipin verða öll að
vera komin í land í heimahöfn
19. desember og mega ekki fara
út aftur fyrr en á miðnætti 2.
janúar. EHB
Komið hefur til tals að gera
Björgvin EA-311 á Dalvík út á
næsta ári sem alfrystiskip.
Valdimar Bragason, útgerðar-
stjóri Útgerðarfélags Dalvík-
inga hf., segir að menn leiti
ailtaf hagkvæmustu leiða í
útgerð skipa iélagsins. Einn
þeirra möguleika sem nefndir
hafi verið sé að þorskur verði
flakaður og frystur um borð í
Björgvin. „Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um þetta.
Menn vilja leita annarra leiða
til þess að halda skipinu áfram
á ísfiski,“ segir Valdimar.
„Vegna tollalagabreytinga um
síðustu áramót var rekstrar-
grundvellinum kippt undan
plastiðjunni með stjórnvalds-
aðgerðum. Síðastliðið vor
sáum við að dæmið gekk ekki
upp fjárhagslega og þurftum
við því að segja upp starfs-
mönnum á verndaða vinnu-
staðnum. Á þessu ári hefur
þeim verið fækkað um tíu,“
sagði Tryggvi Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóri Sjálfsbjarg-
ar á Akureyri.
Tryggvi sagði að viðræður
hefðu farið fram við stjórnvöld
undanfarna mánuði vegna fram-
tíðar Plastiðjunnar. Rætt hefði
verið um aðgerðir til að snúa
dæminu við, t.d. með endurnýj-
un á mótum og öðrum búnaði,
aukinni vöruþróun og sölustarf-
semi. í framhaldi af þessum við-
ræðum hefur sú afstaða verið tek-
in að halda rekstrinum ekki
áfram nema að fullvissa fengist
fyrir því að hann væri tryggður og
jafnframt að ríkissjóður tæki þátt
í þeim hallarekstri sem varð á
Sem stendur er búnaður um
borð í skipinu til heilfrystingar á
karfa og grálúðu. Til að unnt sé
að frysta þorsk og aðrar botnfisk-
tegundir um borð þarf að festa
kaup á ýmiss konar vélabúnaði,
þ. á m. flökunarvél. Valdimar
áætlar að þessar vélar muni kosta
á bilinu 10-15 milljónir króna.
Upphaflega var gert ráð fyrir
að Björgvin yrði á heilfrystingu
og ísfiski, annað hvort til skiptis
eða samtímis. Vegna lágs verðs á
karfa undanfarið þykir ekki góð-
ur kostur að heilfrysta hann um
borð. Valdimar bendir á að
ákvörðun um að gera Björgvin út
síðasta ári.
„Staðan er sú í dag að félags-
málaráðuneytið hefur málefni
plastiðjunnar til umfjöllunar. Þá
verður sótt um framlag til Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra vegna
nýframkvæmda en Sjálfsbjörg á
Akureyri fékk ekkert fé úr sjóðn-
um á þessu ári. Málefni plastiðj-
unnar eru á tímamótum því
„Þaö veröa sömu umhleyping-
arnir áfram,“ sagði Guðmund-
ur Hafsteinsson veðurfræðing-
ur um helgarveðrið á Norður-
landi, „og þið eruð sem sé ekki
búin að fá jólasnjóinn.“
Gert var ráð fyrir að í dag
hlýnaði og færi að rigna. Á morg-
un snýst í vestanátt, e.t.v. nokk-
uð hvassa og éljagang vestan til.
Á mánudag kólnar aftur með
sem alfrystitogara snerti bæjar-
félagið í heild. Ekki megi gleyma
því að skipið hafi aflað hráefnis
fyrir fiskvinnsluna á Dalvík og
haldið þannig uppi atvinnu. Síð-
an megi ekki gleyma margfeldis-
áhrifum af vinnslu afla í landi.
Ætla má að ársverðmæti
frystra afurða Björgvins, miðað
við frystingu þorsks um borð,
yrðu á bilinu 200-250 milljónir
króna. Á næsta ári eru afborganir
og vaxtagreiðslur af Björgvin
áætlaðar upp á um 30 milljónir
króna, miðað við núverandi
verðlag og vaxtastig. óþh
Sjálfsbjörg treystir sér ekki til að
reka þennan verndaða vinnustað
að óbreyttu ástandi,“ sagði
Tryggvi.
I lögum um málefni fatlaðra
segir að ríkinu sé skylt að greiða
niður halla sem verður vegna
rekstrar verndaðra vinnustaða.
Að sögn Tryggva Sveinbjörns-
sonar eru vonir bundnar við að fé
norðanátt og á þriðjudag hlýnar á
ný. „Þetta er eilífur hringlandi,“
sagði Guðmundur. Hann sagði
hitastigið verða upp og niður sitt
hvorum megin við frostmarkið.
Hjá Vegaeftirlitinu fengust
þær upplýsingar að allir vegir
væru færir, en eins og veðurspáin
gefur til kynna, borgar sig að
kynna sér færð á vegum áður en
lagt er af stað í langferðir. VG
Loðnubræðslur á
Þórshöfn og Raufarhöfn:
Unnið á
vöktum allan
sólarhringinn
Mikið er um að vera hjá loðnu-
bræðslunum á Raufarhöfn og
Þórshöfn og er unnið á vöktum
allan sólarhringinn á báðum
stöðunum. Á Raufarhöfn hef-
ur nú verið tekið á móti 25 þús-
und tonnum af loðnu en 14.500
tonnum á Þórshöfn frá því í
október.
Árni Sörensson, verksmiðju-
stjóri hjá SR á Raufarhöfn, sagði
að afkastageta verksmiðjunhar
væri um 800 tonn af hráefni á
dag. Keflvíkingur, Höfrungur,
Svanur, Harpa, Dagfari, Guð-
mundur Ólafur og Erling eru
meðal þeirra skipa sem oftast
hafa landað hjá verksmiðjunni.
„Verksmiðjan hefur aldrei verið
eins afkastamikil og núna, við
tókum í notkun ný soðkjarnatæki
sem breyttu miklu. Þróarrými
verksmiðjunnar er um tíú þúsund
tonn, hérna vinna 22 menn á tví-
skiptum vöktum en 35 starfs-
menn eru hér á launaskrá,“ sagði
Árni Sörensson.
„Þetta gengur vel hjá okkur,“
sagði Hilmar Þór Hilmarsson hjá
loðnubræðslunni á Þórshöfn.
Verksmiðjan hefur tekið á móti
14500 tonnum af loðnu frá upp-
hafi vertíðarinnar. Björg Jóns-
dóttir frá Húsavík hefur landað
mestu af afla sínum á Þórshöfn,
einnig hafa Þórshamar, Gullberg
og Víkurberg landað miklu á
Þórshöfn. Afkastageta verksmiðj-
unnar á Þórshöfn er 500 til 550
tonn af fiskeldisfóðri á sólar-
hring, þróarrými er 2700 tonn.
„Við viljum fá ferskt hráefni,
helst annan hvern dag, því við
eru að framleiða gæðamjöl fyrir
fiskeldismarkaðinn," sagði
Hilmar. EHB
fáist úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra. Mótakaup fyrir plastiðjuna
eru dýr fjárfesting en um leið
nauðsynleg andlitslyfting á fram-
leiðslunni. Þó er fyrirsjáanlegt að
sú fjárfesting mun ekki auka
söluna það mikið að hún standi
undir stofnkostnaði að öllu leyti
og verður því að sækja um styrk
vegna kaupanna. EHB
Plastiðjan Bjarg á Akureyri:
Tíu starfsmöunum sagt upp á árínu
Helgarveðrið:
„Eilífiir hringlandi“
- segir Guðmundur Hafsteinsson