Dagur


Dagur - 22.12.1988, Qupperneq 2

Dagur - 22.12.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 22. desember 1988 Bæjarstjórn Akureyrar: Framsóknarmenn vildu lægri útsvarsprósentu (Jtsvarsprósenta Akureyringa hækkar á næsta ári úr 6,7% í 7,2%, samkvæmt tillögu nieiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarsjórn. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins í Bæjarstjórn Akur- eyrar gerðu breytingartillögu um lægri útsvarsprósentu fyrr í þessum mánuði og var sú til- laga felld, eins og áður hefur komið fram. í greinargerð með tillögu bæjarfulltrúanna Sigurðar Jóhannessonar og Úlfhildar Rögnvaldsdóttur segir á þessa leið: „í tillögu meirihluta bæjarráðs er gert ráð fyrir raunhækkun útsvarsálagningar Um 7,4% frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjárhagsstaða bæjarsins sé erfið vegna mikillar skuldasöfnunar teljum við ekki rétt að íþyngja bæjarbúum með svo mikilli raunhækkun útsvars sem meirihlutinn leggur til. Sýni- legt er að kaupmáttur á næsta ári muni fara eitthvað minnkandi og gera má ráð fyrir tekjuskerðingu bæjarbúa vegna minnkandi vinnumagns eins og fram kemur í þeim forsendum sem liggja fyrir Jólasöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar: Framlögum veitt móttaka á Þorláksmessu Á Þorláksmessu mun Æskulýðs- félag Akureyrarkirkju, fyrir ltönd Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, selja kerti og veita gjafabauk- um og öðrum framlögum mót- töku í göngugötunni í Hafnar- stræti og við Hagkaup í Norður- götu. Þá tekur Æskulýðsfélagið einnig við framlögunt í Akureyr- arkirkju frá og með hádegi á Þorláksmessu til kl. 23 þann dag. Leiðrétting í fyrirsögn greinar í gær um rjómaflutninga til höfuöborg- asvæðisins vantaði eitt núll í magntöluna. Fluttir hafa verið 18000 lítrar suöur en ekki 1800 lítrar. Pá seljast auðvitað 13-15 þúsund lítrar á svæði Mjólkur- samlags KEA fyrir jólin en ekki 13-15 lítrar! um framreikning álagningarstofns 1988, en þar er gert ráð fyrir minnkandi vinnumagni um 2-5% og rýrnun kaupmáttar um 8%. Við slíkar aðstæður er ekki rétt að Akureyrarbær gangi á undan með svo auknum álögum á bæjarbúa sem fyrir liggja í tillögu meirihlutans. Bæjarfulltrúar Frámsóknar- flokksins munu styöja tillögu meirihlutans um álagningu fast- eignagjalda, enda er þar farið að tillögu okkar frá síðasta ári um að fella niöur álag á fasteigna- skatt af íbúðarhúsnæði sem meirihlutinn taldi ekki þá ástæðu . til að samþykkja." Breytingartillagan var felld nteð 7 atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum flutn- ingsmanna. Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins sátu hjá. EHB. Sjálfsbjörg á Akureyri hefur aö undanförnu kynnt starfsmönnum fyrirtækja á Akureyri líkamsræktina og veggbolt- ann að Bjargi. Hér má sjá starfsmenn Rafveitunnar skoða veggboltasalina. Mynd: TLV Bifreiðaskoðun íslands hf.: „Emmeimingsstöð“ í athugun á Sauðárkróki óákveðið með framkvæmd bílprófa Hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. er í athugun að koma upp svokallaðri einmenningsstöð á Sauðárkróki, þ.e. skoðunar- stöð með einum starfsmanni sem myndi taka öll almenn ökutæki til skoðunar, nema stór ökutæki. Að sögn Karls Ragnars framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar Islands er verið að byrja athugun á hús- næði á Sauðárkróki, en ekkert hefur verið ákveðið hvort skoðunarstöð komi þar upp eða ekki. A fundi bæjarstjórn- ar Sauðárkróks í síðustu viku var þetta mál til umræðu og kom fram eindregin andstaða hjá bæjarfulltrúum hvernig Bifreiðaskoðun íslands ætlar að haga sínum málum í fram- tíðinni. Mun málið verða tekið fyrir á fundi bæjarráðs Sauðár- króks á næstunni. Á bæjarstjórnarfundinum lýstu bæjarfulltrúar yfir miklum áhyggjum með hvernig fyrir- komulagi á skoðun bifreiða verð- ur háttað, svo og framkvæmd bílprófa. Fannst þeim að verið væri að stíga stórt skref aftur á bak og með tilkomu Bifreiða- skoðunar Islands væri eingöngu verið að flytja fleiri störf suður á höfuðborgarsvæðið. Varð einum bæjarfulltrúanum að orði að ástandið nú minnti hann á hvern- ig það var fyrir 30-40 árum, þegar Skagfirðingar urðu að fara til Akureyrar eða Reykjavíkur til að taka bílpróf. Karl Ragnars var spurður álits á þeirri gagnrýni að verið væri að flytja fleiri störf til höfuðborgar- innar. „Það er ekki verið að stefna í þá áttina. Ég held þvert á móti, að stefnt sé að því að auka þessa þjónustu í heild, úti á lands- byggðinni, frá því sem verið hefur,“ sagði Karl. Búið er að ákveða 4 skoðunar- stöðvar á landinu og verið er að athuga með fleiri, þ.á m. á Sauð- árkróki og víðar á Norðurlandi. Þær sem búið er að staðsetja verða í Reykjavík, Keflavík, Selfossi og á Akureyri. í byrjun verða það einu stöðvarnar sem geta tekið stór ökutæki til skoðunar, þannig að t.d. margir vörubílstjórar munu þurfa að fara drjúga spotta með bíla sína til skoðunar. Bifreiðaskoðun íslands mun eingöngu sjá um skoðanir á bifreiðum og mun ekki sjá um framkvæmd bílprófa. Að sögn Karls Ragnars hefur ekki verið ákveðið hvernig þeim málum verður háttað. Bifreiða- skoðun íslands verður með fær- anlega skoðunarstöð sem verður á ferðinni um dreifbýlið, en ekki hefur verið ákveðið á hve mörg- um stöðum sú stöð verður með viðkomu. -bjb Mál Landsambands lögreglumanna gegn sýslumanni Húnavatnssýslu enn hjá saksóknara: Þór Gumilaugsson, lögreglumaður enn í úflegð á Skagaströnd Mál það sem Landsamband lögreglumanna höfðaði gegn Jóni Isberg, sýslumanni Húna- vatnssýslu vegna þess hvernig var tekið á málum Þórs Gunn- laugssonar, lögreglumanns eft- ir að hann tjáði sig við Dag þegar sýslumaðurinn lét skila Nefndarálit um ^árhagsvanda Ríkisútvarpsins skilar af sér: Vangoldin útistandandi afnota- gjöld um 200 milljónir króna - lagt til að afnotagjöld hætti 1. mars 1989 um 22,8% Um 200 milljónir króna eru útistandandi í vangoldnum afnotagjöldum Ríkisútvarps ins. Þetta kemur fram í áliti nefndar sem undanfarnar vik ur hefur haft slæma fjárhags stöðu stofnunarinnar til athug unar. Leggur nefndin til að starf innheimtudeildar verði eflt og að stofnunin í heild nýti tekjustofna sína betur. Með þessum hætti megi auka skil til stofnunarinnar á næsta ári um 40 milljónir króna. Nefndin, sem skipuð er af menntamálaráðherra, hefur lagt til að afnotagjöld hækki 1. mars næstkomandi um 28,2%, í 1500 kr. á mánuði. Þessi hækkun skil- ar um 180 milljónum króna til Ríkisútvarpsins miðað við heilt ár. Önnur tillaga nefndarinnar er sú að fjármögnun útvarpsgjalds elli- og örorkulífeyrisþega verði breytt þannig að greiðsla fyr- ir þessa hópa komi frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Upphæð sem hér um ræðir er um 90 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður yfirtaki skuldir stofnunarinnar að upphæð um 60 milljónir króna og gerðar verði, eins og áður segir, breytingar á innheimtu sem miði að betri skilum. Alls mun þessar breytingar geta skilað stofnuninni um 380- 420 milljónum króna. Ríkisstjórn- inni hefur verið kynnt þessi niðurstaða nefndinnar og hefur hún fallist á niðurstöðu nefndar- innar hvað varðar fjárhag næsta árs. Nefndin tók einnig fyrir í starfi sínu hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva og aðflutnings- gjöld. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra hefur óskað eftir að nefndin skili áliti um Ríkis- útvarpið í janúar og í kjölfarið skoði nefndin útvarpslögin í heild og skili um þau áliti áður en þing verður úti en menntamálaráð- herra segist vonast til að endur- skoðun útvarpslaga nái fram á yfirstandandi þingi. JÓH aftur smygluðu áfengi og bjór liggur enn óafgreitt hjá ríkis- saksóknara. Hefur margt undarlegt komið fram í sam- bandi við það mál svo ætla má að dómskerfin í landinu séu nú orðin tvö, annað fyrir sýslu- menn og aðra háttsetta starfs- menn ríkins og hitt fyrir hinn almenna borgara. Sú fregn hefur flogið þótt ekki hafi hún fengist staðfest að Jóni ísberg, sýslumanni hafi verið gef- inn kostur á að skila inn greinar- gerð vegna þessa máls og það er nokkuð sem sakborningum er almennt ekki boðið upp á. Stjórn L.L. hefur ekki fengið þetta staðfest og því síður hvort sýslumaðurinn hefur nýtt sér þessi fríðindi. Lögreglumaðurinn Þór er enn í „stofufangelsi“ á Skagaströnd og sviptur lyklavöldum að aðal- stöðvum lögreglunnar á Blöndu- ósi. Þetta mun kosta ríkið éitt- hvað aukalega í greiðslum vegna aukavinnu þar sem aðrir lögreglu- menn eru frekar kvaddir út á aukavaktir, á Blönduósi ef með þarf, heldur en að Þór sé kallaður þangað til starfa á sínum vöktum. Ákvæði mun vera í kjarasamn- ingum lögreglumanna þar sem svo er kveðið á að reynt sé eftir megni að jafna tilfallandi auka- vinnu niður á fastráðna lögreglu- menn innan embættanna. Þór tel- ur sig vera hlunnfarinn á þessu sviði og er það reyndar ekki í fyrsta sinn sem það hefur gerst síðan núverandi aðalvarðstjóri í húnvetnsku lögreglunni komst í þá stöðu, að lögreglumönnum hafi verið mismunað í auka- vinnu. Fleira hefur undarlegt gerst í seinni tíð við embætti sýslumanns Húnvetninga. Dagur hefur fengið staðfest að á sl. hausti hafi réttindalausum lögreglumanni sem ekki hafi sótt Lögregluskóla ríkisins verið falið það trúnaðarstarf að halda nám- skeið fyrir þá sem vildu öðlast leyfi til að fara með og eignast skotvopn. Meðferð skotvopna er kennd í Lögregluskóla ríkisins og það er örugglega ekki ætlað öðr- um en þeim sem sótt hafa skól- ann að gefa fólki heimild til að meðhöndla skotvopn. Það hvílir mikil ábyrgð á þeim sem annast þessa kennslu og hlýtur að þurfa að gera þá kröfu til þeirra að þeir hafi hlotið meiri menntun í þess- um fræðum en hinn almenni skotveiðimaður hefur. Aðalvarðstjórinn ungi er dugn- aðarpiltur og tekur þátt í radar- mælingum með mönnum sínum og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Hitt þykir mörgum dálítið undarlegt að hann undir- ritar einnig sektarboð vegna hraðakstursbrota og mun hafa umboð til að ákveða sektir í þeim málaflokki. Það að sami maður skuli kæra ökumenn og síðan ákveða sektir mun vera fátítt eða líklega öllu heldur einsdæmi sem betur fer. fh * 'W" n» ti *»■« fcFt lWJ U U M;

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.