Dagur - 22.12.1988, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 22. desember 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÚTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Veljum íslenskt!
Félag íslenskra iðnrekenda hefur síðustu vikur
staðið fyrir auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt
til að velja íslenskar vörur fremur en erlendar. Iðn-
rekendur hafa í þessum tilgangi fengið ýmsa þekkta
menn úr þjóðlífinu til að sitja fyrir í auglýsingum
þar sem þemað er „Veljum íslenskt", enda er talið
að slíkur áróður geti haft tilætluð áhrif.
Nokkur ár eru síðan iðnrekendur voru með sams
konar auglýsingaherferð í gangi og því sannarlega
tími til kominn að minna neytendur á þýðingu þess
að þeir velji innlent fremur en innflutt. Flestum er
ljóst að auka þarf markaðshlutdeild íslenskrar
framleiðslu innanlands og auglýsingaherferð sem
þessi er liður í þeirri baráttu. Hins vegar þyrfti
áróður sem þessi að heyrast jafnt og þétt allan árs-
ins hring og það eru ekki einungis iðnrekendur sem
ættu að standa fyrir framkvæmdinni. Staðreyndin
er sú að allt of fáir hugsa það til enda hvaða
afleiðingar það hefur ef neytendur hundsa inn-
lenda framleiðslu. Sérhver íslendingur hefur það
nefnilega að hluta til á sínu valdi hvernig íslensk-
um framleiðendum reiðir af frá ári til árs og hvort
viðskiptajöfnuðurinn við útlönd er okkur hagstæð-
ur eða óhagstæður. Allt of lengi hefur linnulaus
innflutningur verið við lýði og verslunarferðir til
útlanda eru vinsælli en nokkru sinni fyrr. Á sama
tíma berjast mörg fyrirtæki, sem framleiða varning
til sölu á innanlandsmarkaði, í bökkum og verða að
mæta samdrætti með uppsögnum og öðrum óynd-
isúrræðum. Við gleymum því allt of oft að við sjálf,
sem neytendur, höfum vopn í höndum til að draga
úr þessum samdrætti og byggja þar með upp
traustara og betra atvinnulíf - jafnframt því að
sporna við erlendri skuldasöfnun. Viðskiptahallan-
um við útlönd er vel hægt að eyða ef allir leggjast á
eitt.
En það er ekki bara við hinn almenna neytanda
að sakast þótt erlendar vörur séu á stundum tekn-
ar fram yfir íslenskar. Verslunareigendur eiga
mikla sök á því hversu útbreiddur þessi „ósiður"
er. Oft á tíðum er það miklum erfiðleikum bundið
að nálgast íslenskan varning í verslunum. Inn-
kaupastjórar, sérstaklega í stórverslunum, sjá sér
nefnilega oft á tíðum hag í því að kaupa fremur er-
lendar vörur en íslenskar, og þá gjarnan frá löndum
þar sem vinnuaflið er ódýrara en hér heima. Þannig
ná verslunareigendur hærri álagningu en geta
samt sem áður selt vöruna á sambærilegu verði og
þá íslensku. Þetta stafar m.a. af því að gengis-
skráningin hefur verið innlendum framleiðendum
óhagstæð og þar með veikt samkeppnisaðstöðu
þeirra.
Neytendur eiga tvímælalaust rétt á að geta valið
íslenskt og verslunareigendur verða að virða þann
rétt. Það er tvímælalaust hljómgrunnur fyrir því
meðal almennings að auka veg innlendrar fram-
leiðslu. Það er þjóðarhagur og kemur öllum lands-
mönnum til góða þegar til lengri tíma er litið. BB.
síðustu viku útskrifaoi VMA sjukraliöa af endurmcnntunarnáinskeiði. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn býður upp
á slík námskeið og var áhugi fyrir þeim svo mikill að ákveðið hefur verið að halda fleiri sams konar námskeið ■ fram-
tíðinni. Hér eru sjúkraliðar ásamt kennurum sínum og skólameistara. Mynd: gb
- „Alltaf stór stund þegar menn kveðja skólann,“
segir Baldvin Bjarnason skólastjóri
Útskrift í VMA
Það hafa verið stórir dagar í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri. Á laugardaginn síðasta
útskrifaði skólinn 28 nema við
hátíðlcga athöfn. Skömmu
áður höfðu 16 sjúkraliðar á
endurhæfingarnámskeiði út-
skrifast frá skólanum. Um var
að ræða sjúkraliða sem lokið
höfðu námi fyrir árið 1974 og
hafa þeir nú lokið sambærilegu
námi við það sem VMA býður
í dag.
Stærsti hópur þeirra sem
útskrifðuðust á laugardaginn
voru þeir sem luku meistaprófi
rafiðna, en í þeim hópi voru 13
piltar. Þá luku 4 prófi í hárgreiðslu
frá skólanum, en sveinsprófið er
eftir, og tveir hárskerar luku
prófi. Þeir voru einnig tveir sjó-
kokkarnir sem fögnuðu prófalok-
um á laugardag, en sjókokkar
geta þeir orðið sem stunda eins
árs nám á matvælabraut skólans.
Einn vélvirki útskrifaðist, einn
sjúkraliði og einn húsasmiður. Þá
lauk og einn öðru stig vélstjóra-
náms. Að lokum voru 3 stúdent-
ar útskrifaðir, en þeir voru af við-
skiptasviði, uppeldissviði og
heilsugæslusviði.
„Það er alltaf stór stund þegar
menn kveðja skólann,“ sagði
Baldvin Bjarnason skólameistari
í samtali við blaðið.
Hann sagði að einnig hefði ver-
ið ánægjulegt að útskrifa sjúkra-
liða af endurmenntunarnám-
skeiðinu, en nemarnir 16 hafa frá
því í haust mætt á hverjum
fimmtudegi og stundað nám við
skólann. Dagurinn var nokkuð
strangur, bókleg kennsla frá kl.
8.00 á morgnana og til klukkan
Hárgreiðslufólk og hárskerar voru útskrifaðir frá skólanum og hér eru þeir
ánægðir með lokaverkefni sín. Mynd: kk
að ganga 6 á daginn. Að hluta til
voru nemarnir í skólanum með
sjúkraliðum á þriðja ári.
var mikill áhugi fyrir þessu nám-
skeiði, en rúmlega 50 manns
sóttu um. Við gátum hins vegar
ekki tekið á móti nema þessum
16,“ sagði Baldvin.
Hann sagði að fyrirhugað væri
að halda sams konar námskeið
næsta haust og síðan ár hvert þar
til þeir sjúkraliðar sem þess óska
hafa lokið námi þessu. Nemarnir
voru á öllum aldri og sagði
Baldvin þá hæst ánægða að lok-
inni útskrift. Verkmenntaskólinn
bauð upp á kaffi og rneð því í
tilefni dagsins og að því loknu var
farið í skoðunarferð um skólann.
mþþ
Glæsileg þessi, hún myndi sóma sér
Ijómandi vel í kvöldverðarboði að
Bcssastöðum! Mynd: KK
Frá útskrift VMA á laugardaginn. Stærsti hluti þeirra sem útskrifuðust voru þeir sem hlutu meistarapróf rafiðna, en
einnig voru útskrifaðir stúdentar, hárgreiðslufólk og hárskerar, sjókokkar og ýmsir iðnmenntaðir menn. Mynd: gb