Dagur - 22.12.1988, Side 11

Dagur - 22.12.1988, Side 11
22. desember 1988 - DAGUR - 11 munksins sem er falið að rannsaka dularfullt Jack Nicholson leikur aðalhlutverkið í Heiðri Prizzis ásamt Kathleen Turner. Linda Kóslowski og Paul Hogan í Krókódíla Dundee. ittursonur skáldsins, í hlutverkum skáldsins og psmvndin Bjargvættir jólanna er á dagskrá 'psins föstudaginn 23. desember. hlutverk fara þau Edda Heiðrún Bachmann, Pröstur Leó Gunn- arsson og Jóhann Sigurðarson. Loks er My Fair Lady á dagskrá og víst er að margir munu kætast yfir þessari sígildu söngvamynd. Þetta er bandarísk uppfærsla frá árinu 1964 með Rex Harrison og Audrey Hep- burn í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sögu Bernards Shaw, Pygmalion, og fjallar um hefð- armann sem veðjar við vin sinn um að hann geti gert hefðarkonu úr blómasölustúlku. Djákninn í nútímabúningi Mánudaginn 26. desember, ann- an dag jóla, er Svikaprinsinn á dagskrá Sjónvarpsins. Þetta er þýsk ævintýramynd frá 1986, byggð á sögu eftir William Hauff. Eftir blessaðan kvöldmatinn, fréttir og Nonna, kyrjar Leonard Cohen nokkur þekkt lög í Laug- ardalshöll í þætti er nefnist „Það er gott að vera hér“. Einnig er brugðið upp svipmyndum frá dvöl Cohens á íslandi og Hrafn Gunnlaugsson ræðir við skáldið og tónlistarmanninn. Loks er Djákninn á dagskrá. Þetta er ný íslensk sjónvarps- kvikmynd eftir Egil Eðvarðsson,- byggð á hinni þekktu þjóðsögu um Djáknann á Myrká. Hér er um að ræða nútímamynd sem gerist í Reykjavík á okkar dögum, en þó eiga persónur og atburðarásin sjálf sér beinar hlið- stæður við bióðsöguna. Aðalpersónurnar eru Dagur og Gugga, ungt og ástfangið fólk. Eitt kvöld ætla þau saman á grímuball og þótt Dagur farist af slysförum kemur hann samt og sækir hana. Með aðalhlutverk fara þau Valdimar Örn Flyger- ing, María Ólafsdóttir og Guð- rún Ásmundsdóttir. Á undan sýningu myndarinnar ræðir Ólaf- ur Ragnarsson við Egil Eðvarðs- son leikstjóra. Þættir um Jóhann Hjálmarsson og Guðmund Kamban I öðrum draumi nefnist þáttur um Jóhann Hjálmarsson skáld, sem er á dagskrá Sjónvarpsins þriðjudaginn 27. desember. Á miðvikudaginn verður Lilja, mynd eftir sögu Halldórs Laxness endursýnd og þá verður fylgst með tökum á Kristnihaldi undir jökli. Guðný Halldórsdóttir, dóttir skáldsins, leikstýrir þeirri mynd. Á fimmtudag verður sýnd heimildarmynd um leikritaskáld- ið Guðmund Kamban, sem Viðar Víkingsson og Hallgrímur H. Helgason gerðu fyrir Sjónvarpið. Á föstudaginn 30. desember hefst nýr teiknimyndaflokkur um Gosa og um kvöldið verður bein útsending frá leik Islands og Danmerkur í handknattleik. Á gamlársdag hefst dagskráin kl. 13 með fréttum og síðan tekur við barnaefni til kl. 15. Þá verður bein útsending úr ensku knatt- spyrnunni og því næst íþrótta- annáll. Kvölddagskráin hefst með ávarpi forsætisráðherra og síðan koma innlendur og erlendur fréttaannáll. Klukkan 21.30 verð- ur þátturinn Á því Hermanns ári á dagskrá, en þar er á ferðinni skemmtiþáttur með Hermanni Gunnarssyni og Elsu Lund. Atriði úr eldri þáttum Hermanns eru skoðuð og gestir koraa í sjón- varpssal, má þar nefna íþrótta- Bjarna, Saxa lækni, Þórð húsvörð og Ómar Ragnarsson. Hefðbundin efnistök í Áramótaskaupi Um klukkan 22 verður þátturinn Úr söngvaseið endurfluttur, en þar syngja Egill Ólafsson, Krist- ján Jóhannsson og fleiri áramóta- lög. Þá kemur Áramótaskaupið sívinsæla. Að þessu sinni sér Gísli Snær Erlingsson um skaup- ið, sem verður með hefðbundnu sniði. Stjórnmál og ýmis atvik þjóðlífsins eru skoðuð í spé- spegli. Að skaupinu loknu flytur Markús Örn Antonsson kveðju frá Ríkisútvarpinu og laust eftir miðnætti hefst kvikmyndin Leik- húsbraskararnir (The Produc- ers). Þarna er á ferðinni gaman- mynd sem háðfuglinn Mel Brooks gerði árið 1968. Á nýársdag hefst dagskrá Sjón- varpsins með beinni útsendingu frá nýárstónleikum í Vínarborg. Þar verða spilaðir valsar eftir Jóhann Strauss. Óperan Don Giovanni verður síðan flutt upp úr klukkan hálf þrjú. Hér er um að ræða flutning Scala óperunnar á þessari kunnu óperu eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Um kvöldmatarleytið er Graceland á dagskrá. Þetta eru tónleikar með Paul Simon og 25 blökkumönnum í Suður-Afríku. Eftir fréttir verður ný sjón- varpsmynd á dagskrá. Hún heitir Pappírs-Pési og er eftir Herdísi Egilsdóttur. Næst kemur Jökull, heimildar- mynd sem Sigmundur Arthurs- son gerði þegar Jöklarannsókna- félag íslands byggði skála og fór með hann á Grænafjall í fyrra- vor. Dagskránni lýkur með bíó- myndinni Stundvísi (Clockwise), með sprelligosanum John Cleese í aðalhlutverki. Á þessari upptalningu má sjá að Sjónvarpið og Stöð 2 láta ekki sitt eftir liggja til að'hafa ofan af fyrir fólki um jólin og nú verður aðalvandamálið að velja og hafna. Verði ykkur að góðu. SS Til sölu 86,6 fm iðnaðar- húsnæði við Frostagötu Húsnæði þetta er nýfrágengið, ónotað og til afhendingar strax. Símsvari tekur við skilaboðum allan sól- arhringinn. Opiðfrá kl. 17-19. Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur. Félag fasteignasala Auglýsendur athugið! Fyrsta blað eftir jól kemur út miðvikudaginn 28. desember. Skilafrestur auglýsinga er til kl. 11.00 þriðjudag- inn 27. desember nema um stærri auglýsingar sé að ræða, en þær þurfa að berast fyrir kl. 16.00 föstudaginn 23. desember. auglýsingadeild, sími 24222. v ______________________/ Tj\ 111 j lifllllll 7t 1111 j nm\ mumm 'wuHIISmi ífijm ••• Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.