Dagur - 22.12.1988, Page 15
I
8881 Tr'dmosob SS - FiUDAC ■ 8f
22. desember 1988 - DAGUR - 15
„Einn hélt á rós í hendi, tralla, lalla, la . . .“
Ju, það leikur ekki vafi á að hann er á undan að bjöllunni í spurningakeppninni.
Pau voru prúðbúin börnin í Grunnskóla Saurbæjar-
hrepps er þau mættu til Litlu-jólanna í skólann sinn að
morgni þess 20. desember. Úti var dimmt og kalt, en
inni ríkti mikil eftirvænting. Lessi skemmtun er sú eina
af fjórum stórum árlegum skemmtunum sem foreldrar
mæta ekki á, en börnin létu það ekki á sig fá og
skemmtu sér hið besta. í skólanum eru 33 nemendur á
aldrinum 6-12 ára, 3 kennarar í fullu starfi og 2 í
stundakennslu. Skólastjóri er Gunnar Jónsson.
Litlu jólin
Pað kom á daginn, að Gunnar
hafði rétt fyrir sér þegar við
spjölluðum við hann áður en
skemmtunin hófst, en þá sagði
hann að ekkert jafnaðist á við
litlu jóíin í -sveitaskólum.
Persónutengsl verða óneitanlega
meiri þegar allir þekkjast eins vel
og raun ber vitni.
Þegar allir höfðu komið sér
notalega fyrir var fyrsta atriðið
kynnt, en það var flutningur
yngstu nemendanna á lögunum
um Þyrnirós sem var besta barn
og þrjá litla hermenn, en sérhver
aldurshópur í skólanum sá um
sitt skemmtiatriði. Næst fluttu 1.
og 2. bekkur tvo leikþætti, um
Litla og Stóra og Prinsessuna á
bauninni sem fjallar um prinsinn
sem sendur var út til þess að
finna sér prinsessu að kvænast.
Þá var komið að 9 og 10 ára börn-
unum. Fluttu þau bráðskemmti-
legan leikþátt tengdan jólunum.
Voru þar saman komin hjúin þau
Grýla og Leppalúði ásamt fimm
óþekkum og frekum jólasvein-
um. Forskólabörnin fengu fm'
næst að spreyta sig á getraun,
sem fólst í því þekkja á lát-
bragðsleik nafn jólasveina. Eins
og búast mátti við, voru þau ekki
í vandræðum með það. Elstu
börnin luku dagskránni með
spurningakeppni milli stráka og
stelpna. Þeir sem vissu rétt svar
áttu að hlaupa að bjöllu á gólf-
inu, fyrr máttu þau ekki svara.
Vissulega gekk oft mikið á, en
strákarnir sigruðu með 10 réttum
svörurn gegn 7 hjá stelpunum.
Á milli atriða stjórnaði sr.
Hannes Örn Blandon fjölda-jóla-
söng og var að sjálfsögðu vel tek-
ið undir. Að skemmtiatriðum
loknum, kveiktu börnin á kertum
og sungu Heims um ból svo vel,
að jólastemmningin var í hámarki.
Segja má að engin séu jólin án
jólasveina. Börnin í Sólgarði eru
a.m.k. á þeirri skoðun og tóku
sig því til og sungu þá ofan úr
fjöllunum. Við héldum að þakið
myndi rifna af húsinu, svo hátt
var sungið enda bar það árangur
og þeir Hurðaskellir og Glugga-
gægir komu askvaðandi við mik-
inn fögnuð viðstaddra. Þeir eru
skrítnir kallar eins og flestum er
kunnugt og átti Gluggagægir
blessaður við þann heilsubrest að
stríða, að hann var orðinn hálf
sjónlaus af öllu glápinu. Það kom
þó ekki að sök á meðan þeir
félagar dreifðu jólapóstinum til
barnanna, en þar voru komin
jólakort þeirra hvers til annars.
Hátíðinni lauk með dansi og
söng í kringum jólatréð, en við
kvöddum og óskar Dagur öllum
sem þátt tóku gleðilegra jóla og
þakkar frábærar móttökur.
Myndir: TLV
Texti: VG
Jólasveinarnir runnu á sönginn og
komu askvaðandi til fagnandi barn-
anna.
Nútíminn hefur greinilega haldið innreið sína í helli Grýlu og Leppalúða, því
hann hefur lokið við að lesa Dag og svo er síminn við höndina ef með þarf.
Að lokum gengu allir kringum jólatréð en nú er skólinn væntanlega yfirgef-
inn og bíður þess að börnin mæti þangað kát og hress á nýju ári.
Hér eru komnir tengdaforeldrar
prinsessunnar á bauninni ásamt
hirðfífli sínu.
Allir í röð, því dýrindis ís bíður þess
að lenda í tómum mögum.
Sr. Hannes Örn Blandon stjórnaði fjöldasöng og lék undir ásamt unga
blokkflautuleikaranum.