Dagur


Dagur - 22.12.1988, Qupperneq 18

Dagur - 22.12.1988, Qupperneq 18
18 - DAGUR - 22. desember 1988 Opio til kl. 22.00 Blönduos: Verslimareigendur telja versl- unina vera að flytjast til stórmarkaða í Reykjavík ★ Kertaskreytingar ★ Hyasintuskreytingar ★ Aðventuskreytingar ★ Skreytingaefni ★ Túlípanavendir ★ Afskorin blóm ★ Blómaskreytingar ★ Gjafavörur- AKUR KAUPANGIV/ MÝRARVEG 602 AKUREYRI SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 Leikandi og létt! Upplýsingasími: 68511 I kvöld fimmtudag HAGKAUP Akureyri - er verslun Mikið hefur verið um það rætt og ritað að verslunin af lands- byggðinni sé að færast í aukn- um mæli til stórmarkaðanna í Reykjavík. Sú góða færð sem hefur verið um vegi landsins það sem af er vetrinum hefur trúlega stuðlað að því á sinn hátt að fólk hefur ekki talið á landsbyggðinni að líða undir lok? eftir sér að sækja verslunina um langan veg ef það hefur tel- ið sér fjárhagslegan hag í því. — ‘GJ^t : •• wfe, Dregið á morgun, Þorláksmessu! ■Á-mmm Dagur kannaði hjá verslunar- eigendum á Blönduósi hvort þeir teldu að verslunin væri að færast út úr byggðarlaginu. Einar Þorláksson sem rekur Verslunina Vísi sagði að greini- legur samdráttur væri í verslun- inni þótt aðeins hefði verið líflegra síðustu dagana. Hann taldi engan vafa á að verslunin væri að færast úr héraðinu. „Pað er ekki orðið svo lengi skroppið 'til Reykjavíkur. Það er hægt að fara suður að morgni til að versla og koma til baka að kvöldi," sagði Einar. Ingunn Gísladóttir deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Húnvetn- inga sagði að greinilegur sam- dráttur væri í versluninni. Það virtist hreinlega vera orðin tíska að sækja verslunina lengra til, ýmist til Reykjavíkur eða jafnvel til annarra landa. Að sögn Ingunnar er áberandi hvað fólk hylltist nú meir en áður til að kaupa nytsama hluti til jól- agjafa heldur en skrautmuni. Hjá KH hefur sala í málningu og gól- fteppum dregist saman og það bendir ótvírætt til að fólk hafi minni peninga handa á milli til að laga til í híbýlum sínum fyrir jólin. „Ég held að lítill hagnaður sé af þessum verslunarferðum og þegar til lengra tíma er litið þá er hreinlega verið að grafa undan atvinnu í héraðinu með því að flytja viðskipti og þar með fjár- magn í burtu. Þeir sem versla hér eru fyrst og fremst að kaupa eitthvað gagnlegt. Svo er fólk oft alveg undrandi á að við skulum ekki hafa til vöru sem það hefur ekki getað fengið annars staðar,“ sagði Ingunn. I tískuvöruversluninni „Búðin sérverslun,,, sagði Margrét Skúladóttir að samdrátturinn væri greinilegur og hún fullyrti að það stafaði að stærstum hluta af því að verslunin væri sótt út fyrir héraðið. Skást var hljóðið í Elínu Grímsdóttir í húsgagnaverslun- inni Ósbæ. Hún sagðist að vísu verða vör við að verslunin hefði dregist saman ef miðað væri við sl. ár sem hefði verið algjört met- ár í allri verslun. Hún hefur ein- nig á boðstólum ljós og gjafavöru sem hún sagði að væri góð sala í, sérstaklega þeirri gjafavöru sem ekki væri boðið upp á hjá öðrum verslunum í bænum. Elín kvaðst þó hafa heyrt mikið talað um verslunarferðir fólks til Reykj- avíkur og taldi að hagnaður fólks af slíkum ferðum væri oft ekki mikill. Það að sækja verslun um lang- ann veg hlýtur alltaf að vera kostnaðarsamt og hætt er við að fólk geri meiri innkaup en það nauðsynlega þarf til að kostnað- urinn af ferðinni skiptist niður á meira vörumagn. Sennilega ósk- ar enginn eftir því að verslunin úti í dreifbýlinu líði undir lok og færist alfarið til stórmarkaðanna. fh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.