Dagur - 22.12.1988, Side 19

Dagur - 22.12.1988, Side 19
íþróttir Lyftingar: „Árangurimi hefur komið mér á óvart“ - segir Haraldur Ólafsson Lyftingamaður íslands 1988 Körfuknattleiksmennirnir ungu úr Tindastól sem fengu verðlaun fyrir síðasta keppnistímabil. Frá vinstri: Örn Sölvi Halldórsson, Jón Óskar Júlíusson, Pétur Vopni Sigurðsson, Hilmar Hilmarsson, Sigurður Levy, Ómar Sigmarsson, Ragnar Pálsson, Atli Freyr Sveinsson, Halldór Halldórsson, Hinrik Heiðar Gunnarsson og Ingvar Ormarsson. Mynd: -bjb 22. desember 1988 - DAGUR - 19 Knattspyrna: Aftnælismót KA haldið milli jóla og nýárs - markmaður með á stærri velli Haraldur Ólafsson Lyftingamaður íslands 1988. Mynd: GB Lið KA, sem sigraði á Laugamótinu í innanhússfótbolta verður að sjálfsögðu með á afmælismóti félagsins. Mynd-. óþ Það er LFA sem er fram- kvæmdaaðili að mótinu og líklegt að mikið mæði á manni í sam- bandi við skipulagningu og fram- kværnd mótsins. Ég býst þess vegna ekki við neitt sérstökum árangri hjá mér á því móti. En ég vil láta koma hér fram þakklæti til íþróttaráðs bæjarins fyrir að styðja við bakið á okkur því án velvildar þeirra myndi þetta Norðurlandamót ekki vera hald- ið hér á Akureyri.“ - Nú ert þú 26 ára og hefur verið með fremstu lyftingamönn- um hér á landi í nokkur ár. Hvað getur lyftingamaður verið á toppnum lengi? „Það veltur mikið á því hvort maður sleppur við meiðsli eða ekki. Ef maður er blessunarlega laus við þann fjanda, þá er hægt að vera á toppnum allt fram að 35 ára aldri. Það er yfirleitt talað um að lyftingamenn geti verið í topp- keppni frá 25-35 ára aldurs. Þetta veltur líka á því hvort maður fer út í þjálfun og kennslu samhliða keppni, en það getur haft áhrif á árangur. Én að öllu óbreyttu má búast við mér í keppni í 4-6 ár í viðbót.“ - Hvernig standa lyftingarnar núna á Akureyri? „Þær standa nú bara nokkuð vel. Það er t.d. allt annað ástand en fyrir tveimur eða þremur árum þegar ég kom aftur heim frá Svíþjóð. Endurnýjunin hefur verið ágæt síðan þá og nú er kominn harðsnúinn 10-12 manna keppniskjarni fyrir utan marga sem æfa einungis sér til heilsubót- ar. Það er því búið að koma fótun- um undir lyftingarnar aftur hér á Akureyri og allt tal um að þær séu að deyja út er út í hött. í þessu sambandi vil ég þakka stjórn ÍBA fyrir að leggja mér lið í baráttunni við að halda þessari íþrótt gangandi en þeir voru boðnir og búnir að aðstoða mig þegar ég byrjaði að æfa aftur hér á Akureyri.“ - Hvernig líst þér á framtíð- ina? >>Ég er þokkalega bjartsýnn. Það eru margir efriilegir strákar að æfa núna og ég er þess fullviss að innan fárra ára verður kominn upp öflugur hópur hér lyftinga- manna á Akureyri á landsmæli- kvarða,“ sagði Haraldur Ólafs- Knattspyrnudeild KA stendur miklu afmælisknatt- spyrnumóti í íþróttahöllinni milli jóla og nýárs. Leikið verður á stærri velli en venju- lega, með markmanni og skor- un alls staðar af vellinum. Ásamt tveimur liðum frá KA er Þór, Reyni, Dalvík, Magna, Tindastól og Leiftri boðið að taka þátt í mótinu. Mótið þefst kl. 14 á miðviku- daginn og verður leikið í tveimur riðlum. Sigurvegararnjr komast síðan áfram og keppt verður um veglegan bikar en mótið er liður í 60 ára afmælishátíð KA. íslandsmótið innanhúss verður leikið eftir þessum nýju reglum og verður gaman að sjá hvernig nörðanliðunum líkar að leika eftir þessum breyttu reglum, enda er þetta góð æfing fyrir íslandsmótið í janúar. Flest þessara liða tóku þátt í Laugamótinu í innanhússfótbolt- anum og þar sigruðu KA-menn eftir hörkukeppni við Magna og HSÞ-b. Þingeyingarnir eru nú ekki með í þessu móti en Magna- menn mæta í mótið galvaskir. Mótið er góð æfing fyrir íslandsmótið en það verður núna í fyrsta skipti leikið með breyttu fyrirkomulagi. Að vísu verður gólfstærðin sú sama í Laugardals- höllinni og áður en fjölgað verð- ur um markmanninn þannig að 5 leikmenn verða inn á vellinum í hvert skipti. Mörkin eru 2x5 metrar en það er sú stærð sem notuð er þegar leikið er þvert á knattspyrnuvelli. Afmælismótið er því kærkom- in æfing fyrir þetta breytta fyrir- komulag og verður alveg örugg- lega þess virði að bregða sér í Höllina á miðvikudaginn. Haraldur Ólafsson lyftingamað- ur var útnefndur Lyftingamaður íslands af LSÍ fyrir árið 1988. Hann náði mjög góðum árangri á árinu og má þar helst nefna að hann margbætti Islandsmet- ið í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. Einnig sigraði hann á alþjóðlegu Iyftingamóti í Danmörku í haust. Dagur ræddi við Harald um titilinn og árangur hans á árinu. Nú valdi Lyftingasambandið þig sem lyftingamann ársins. Kom þessi útnefning þér á óvart? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Árangurinn í ár hefur verið mjög góður hjá mér og þar má t.d. nefna að ég bætti 15 ára gamalt met Guðmundur Sigurðs- sonar í samanlögðu, setti íslands- met í snörun og sigraði á alþjóð- legu móti í Danmörku í haust. Hins vegar verð ég að viður- kenna að árangur ársins hefur komið mér frekar á óvart. Þetta er fyrsta árið síðan 1984 sem ég næ að bæta mig verulega og það er dálítið sérstakt því ég hef verið að þjálfa og leiðbeina samhliða því að æfa sjálfur. Þjálfun og keppni fer yfirleitt ekki vel saman, en það virðist hafa gefið góða raun hjá mér. Eina skýringin sem ég get gefið er sú að ég hef æft vel í ár, sam- hliða því að leiðbeina öðrum. Einnig má segja að stífar æfingar undanfarinna ára séu nú að skila sér.“ - Hvernig hefur árangurinn verið hjá þér í tölum? „Á íslandsmótinu í apríl snar- aði ég 138 kg og bætti þar sex ára gamalt met Baldurs Borgþórs- sonar. í jafnhendingu tók ég 174 kg og í samanlögðu lyfti ég 310 og bætti þar met Guðmundur Sigurðssonar frá 1972. Á mótinu í Danmörku jafn- henti ég 175 kg og á Akureyrar- mótinu nú fyrir skömmu bætti ég íslandsmetið í samanlögðu og lyfti 312 kg.“ - Hvaðerframundanhjáþér? „Það er fyrst og fremst að æfa fyrir íslandsmótið sem er skömmu eftir áramótin. Síðan er það auðvitað stóra verkefnið, Norðurlandamótið, sem haldið verður í íþróttahöllinni hér á Akureyri í apríl. Karfa: Tindastóll heiðrar yngriflokkaleikmenn í síðustu viku fór fram síðbúin verðlaunaafhending hjá körfu- knattlciksdeild Tindastóls til handa ungum körfuknattleiks- mönnum sem stóðu upp úr á síðasta keppnistímabili, vetur- inn 1987-’88. Það voru leik- menn úr minnibolta-flokki, 5., 4. og 3. flokki sem fengu verð- laun að þessu sinni, alls 11 ungir og efnilegir körfuknatt- leiksmenn. Það var Matthías Viktorsson frá körfuknatt- leiksdeildinni sem afhenti verðlaunin. í minniboltanum var það Ómar Sigmarsson sem hlaut gullið, Halldór Halldórsson hlaut silfur og bronsið fékk Hilmar Hilmarsson. Leikmaður 5. flokks í fyrra var Jón Óskar Júlíusson, Ingvar Ormarsson var með bestu ástundun og Hinrik Heiðar Gunnarsson sýndi mestu fram- farir. Pétur Vopni Sigurðsson var leikmaður 4. flokks og jafnframt hlaut þessi efnilegi körfuknatt- leiksmaður framfaraverðlaun yngri flokkanna að þessu sinni. Sigurður Levy var með bestu ástundum í 4. flokki og mestu framfarirnar í þeim flokki sýndi Ragnar Pálsson. Atli Freyr Sveinsson hlaut gull í 3. flokki, Örn Sölvi Halldórsson fékk silfur og enginn annar en Sigurður Levy fékk bronsið, en hann lék með tveim flokkum síðasta vetur. Að sögn forráðamanna körfu- knattleiksdeildar Tindastóls er síðan stefnt á að afhenda verð- laun í yngri flokkum fyrir þetta keppnistímabil á réttum tíma, þ.e.a.s. skömmu eftir að mótið er búið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.