Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 22.12.1988, Blaðsíða 20
TEKJUBREF• KJARABRÉF FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR Akureyri, fimmtudagur 22. desember 1988 FJARFESTINGARFEIAGID Ráðhústorgi 3, Akureyri Ofnasmiðja Norðurlands: Vaxandi umsvif utan Akur eyrar - mikið að gera hjá ONA í ofnaframleiðslu og pípulögnum „Starfsemin er á fullu hjá okkur, við erum með mörg verkefni, ekki síst í pípulögn- um,“ sagði Guðbjörn Garðars- son hjá Ofnasmiðju Norður- lands á Akureyri. Að sögn Guðbjörns gengur starfsemin vel og skilaði þátttaka fyrirtækisins í sýningunni Veröld ’88 góðum árangri. Sem dæmi um árangurinn þá eru Keflavík og Suðurnes nú annar stærsti við- skiptaaðili ONA fyrir utan Akur- eyri. „Petta er breyting frá því sem áður var, við erum farnir að selja mikið út fyrir bæinn eftir að við fórum að flytja inn ofna frá Hollandi auk eigin framleiðslu," sagði Guðbjörn. Þrír menn starfa eingöngu við að smíða Runtal-ofna hjá ONA en auk þess flytur fyrirtækið inn hollenska ofna af gerðinni Bruik- mann. Vegna verðmismunar á íslensku og erlendu framleiðsl- unni var samkeppnin við inn- flutninginn orðin erfið. Því var það ráð tekið af eigendum ONA að hefja innflutning til að treysta stöðu fyrirtækisins á íslenska markaðnum. En er ekki erfitt að vera í samkeppni við sjálfan sig, ef svo má segja? „Nei, þetta gengur mjög vel því innfluttu ofnarnir eru bundnir við ákveðn- ar stærðir. Við smíðum Runtal ofna eftir óskum og þörfum hvers og eins. Við seljum oft ofna í hús þar sem allir ofnarnir nema einn eða tveir eru innfluttir. Stofuofn- inn verður þá stundum að vera 4- 5 metra langur og hann verður að sérsmíða," sagði Guðbjörn. EHB Starfsmaður Ofnasmiðju Norðurlands með sýnishorn af framleiðslunni. Frá og með birtingu reglugerðar í dag: FuUvirðisréttur ekki lengur söluvara milli framleiðenda í dag verður gefín út reglugerð sem kveður á um breytingu á gildandi ákvæðum um sölu á fullvirðisrétti í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu. Frá og með birtingu reglugerðarinnar verður framleiðendum óheim- ilt að höndla sín á milli með framleiðslurétt. Hvað sauð- tjárframleiðsluna varðar mið- ast breytingin við verðlagsárið 1989/1990 en í mjólkurfram- leiðslu við yfírstandandi verð- lagsár. Með setningu reglu- gerðarinnar er þó ekki lagt bann við skiptum bænda í þessum framleiðslugreinum á fullvirðisrétti. Til þessa hefur framleiðendum verið heimilt að ráðstafa fram- leiðslurétti sín á milli að því til- skildu að viðkomandi búnaðar- samband eða -sambönd sam- þykktu en með reglugerðinni í dag er tekið fyrir þetta. Jón Höskuldsson, hjá landbúnaðar- ráðuneytinu, segir rétt að taka fram að þessi reglugerð breyti í engu réttarstöðu framleiðenda gagnvart Framleiðnisjóði og ríkisvaldi. Þannig geti þeir áfram selt eða leigt Framleiðnisjóði fullvirðisrétt. í samtali við Dag í gær sagði Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, að með reglu- gerðarbreytingunni væri verið að “frysta núverandi ástand.“ Hann s'agði það ætlun ráðuneytis’ að skoða á næstunni fullvirðisréttar- málin í heild. „Ég tel að þegar framleiðslustjórnunin verður skoðuð í heild sinni, hljóti menn að velta fyrir sér hvaða tilfærslur á framleiðsluréttinum eigi að leyfa og hvaða reglur eigi að gilda um þær,“ sagði Steingrímur. Hann sagði það ætlun ráðuneyt- ismanna að kryfja þessi mál eftir áramót „ef einhver vinnufriður verður til þess.“ Aðspurður sagðist ráðherra ekki hafa látið kanna í hve mikl- um mæli hafi verið verslað með fullvirðisrétt. Hins vegar hafi hann heyrt þess nokkur dæmi. „Ég set stórt spurningamerki við réttmæti þess að framleiðslurétt- urinn safnist á fárra hendur. Slíkt kann að hafa neikvæð félagsleg áhrif í þeim sveitum þar sem það gerist þótt vitanlega í sumum til- vikum sé það óhjákvæmilegt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. óþh/JÓH Sjónvarp Akureyri: Fjölbreytt dagskrá um hátíðamar Að undanförnu hefur starfs- fólk Eyfirska sjónvarpsfélags- ins unnið hörðum höndum við tökur á norðlensku efni sem senda á út yfir hátíðarnar. Þeir sjónvarpsáhorfendur sem ná útsendingum félagsins og sakn- að hafa útsendinga þess ættu því að fara að hlakka til. Dag- ur hafði samband við Bjarna Hafþór Helgason sjónvarps- stjóra og bað hann að gefa okkur upp hvað í vændum sé. „Fyrsta útsendingin verður á aðfangadag og hefst kl. 17.00 með lestri jólakveðja. Að þeim loknum mun sr. Pálmi Matthías- son flytja jólahugvekju," sagði Bjarni Hafþór. Þann 29. desember kl. 21.35 verður þáttur sem fjallar um notkun flugelda. Verður farið í helstu atriði sem ber að varast við meðferð þeirra. Á gamlársdag hefst dagskrá Sjónvarps Akureyrar kl. 14.00 og stendur til klukkan að verða sex. Á boðstólum verður blandað efni fyrir alla aldurshópa, m.a. sýnt frá nemendasýningu Dansstúdíós Alice, Myndlistaskólinn á Akur- eyri verður heimsóttur og vegna fjölda áskorana, endursýndur þáttur sem Eyfirska sjónvarps- félagið lét gera um Eðvarð Sig- urgeirsson. Þá verður litið inn f Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins á Akureyri, rætt við nokkra framámenn í norðlenskum fyrirtækjum og að lokum munu nokkrir mætir menn segja stuttar sögur í léttari kantinum sem tengjast hátíðunum. VG Jólatréssalan lífleg í ár: í gegmim jólatréð upplifir fólk gamlar minnmgar jólanna Jólatré seljast nú sem aldrei fyrr. Hallgrímur Indriðason hjá Skógræktarfélagi Eyfirð- Ár líðið frá brunannm í Kringlimiýri 4 í gær var liðið eitt ár frá brunanum í Kringlumýri 4 á Akureyri en þá brann íbúðar- hús Stefáns G. Jónssonar, háskólakennara, til kaldra kola. „Það er full ástæða til að hvetja fólk til að slökkva á jólaskreyt- ingum þegar það yfirgefur hús sín því eldurinn getur kviknað og breiðst út á örskammri stund. Þá veit ég til þess að margir fóru að hugsa sitt ráð betur með tilliti til innbús- og brunatrygginga eigna sinna eftir eldsvoðann hjá mér,“ sagði Stefán. Talið er að eldurinn í Kringlu- mýri 4 hafi komið upp í jólatrés- seríu eða jafnvel í sjónvarpstæki. Eldurinn læsti sig í gluggatjöld í stofunni og komst í loftklæðn- ingu. Sonur Stefáns gekk um stofuna 20 mínútum áður en elds- ins varð vart og slökkvilið kom á staðinn. Varð hann ekki var við reyk eða neitt óeðlilegt svo skömmu áður. Því er full ástæða til að beina þeim tilmælum til fólks að það hugi vel að skreyt- ingum og öðru sem getur leitt til eldhættu því sá möguleiki er allt- af fyrir hendi að kviknað geti í út frá rafmagni. Jafnframt hefur margoft verið bent á að alltof algengt er að brunatryggingar séu of lágar og í ósamræmi við raun- verulegt verðmæti innbús. EHB Inga segir trén renna út og aukning í sölunni sé talsverð miðað við fyrra ár. Algengasta stærðin er um metri og upp í einn og hálfan metra og kostar tré af þeirri stærð einn bláan, þ.e. eitt þúsund krónur. Hallgrímur gerir ráð fyrir að selja á milli 1300 og 1500 jólatré fyrir þessi jól og segir hann vel flesta skreyta híbýli sín með lifandi trjám. Trén segir hann óvenju- góð að þessu sinni og fallegri en áður. „Við kunnum betur að fara með trén en áður, menn læra af reynslunni.“ Tréin eru af öllum stærðum og gerðum, frá um 70 sentímetrum og stærsta selda tréð í ár er urn 10 metra hátt. Algengasta stærð trjáa til heimabrúks er þó um einn og hálfur metri og kostar það 1050 krónur. Sumir velja þó tré sem eru allt að tveir og hálfur metri til nota í stofum sínum. „Fólk er mjög íhaldssamt í stærðarvali. Ætli menn séu ekki að reyna að upplifa gamlar minningar um jól- in í gegnum jólatréð. Það er ekki óalgengt að menn skoði úrvalið um stund og komi svo aftur til að finna örugglega rétta tréð.“ Hallgrímur segir þá skógrækt- armenn leggja sig fram unt að eiga tré handa öllum, líka þeim sem síðastir koma á Þorláks- messu, en úrvalið sé óneitanlega ekki eins fjölskrúðugt undir lokin. Sveiflur segir hann nokkrar í sölunni og spili veður og færð þar stórt hlutverk, en þegar færð sé góð komi fólk víða af Norður- landi og kaupi jólatré af Skóg- ræktarfélaginu, enda sinni félagið ræktunarstarfi svo til öllum sveit- arfélögum sýslunnar. Jólatrén eru seld í miðbæ Akureyrar og einnig er útsölu- staður í Kjarna þar sem fólk get- ur valið tré sín inni í gróðurhúsi. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.