Dagur - 04.01.1989, Side 2

Dagur - 04.01.1989, Side 2
2 - DAGUR - 4. janúar 1989 Þrettándagleði Þórs: Bjartmar og Hemmi Gunn skemmta gleðinni og væntanlega sprellar hann eitthvað. Páll Jóhannesson tenórsöngv- ari mun syngja álfa- og áramóta- lög og að sjálfsögðu verður stig- inn dans. Brennan verður á sín- um stað og að lokum verður flug- eldasýning sem Þórsarar standa sjálfir fyrir að þessu sinni. Félag- ið keypti sérstakan pakka með stórum bombum og flugeldum og má því búast við að jólin verði kvödd á tígulegan hátt. Athygli áhorfenda skal vakin á því að auk bílastæða við Glerár- skóla er nóg af stæðuin norðan við völlinn, nánar tiltekið við Hamar, félagsheimili Pórs, en þangað er hægt að komast frá Skarðshlíð. SS , Hafnamálastofnun: Olfirskur saudburður greindur í smáatriðum - lokið við byggingu líkans af Ólafsfjarðarhöfn um næstu mánaðamót Hin árlega þrettándagleði Þórs verður haldin á íþróttasvæði félagsins við Glerárskóla næst- komandi föstudagskvöld kl. 20. Þar verða fastir liðir á dagskrá, auk þess sem söngv- arinn og alþýðuskáldið Bjartmar Guðlaugsson mætir á staðinn, „beyglar munninn“ og skemmtir áhorfendum með lögum sínum. Að sögn Skúla Lórenzsonar fengu Þórsarar einnig hinn fjöruga sjónvarpsmann Hermann Gunn- arsson, Hemma Gunn (veriði hress, ekkert stress, bless), til að slást í hópinn með álfum, tröllum, púkum og jólasveinum. Hemmi verður kynnir á þrettánda- Húsavík: Strákabandið með tónleika Strákabandið, ein af grúppunum í Harmónikufélagi Þingeyinga lék í aðalverslun Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík fyrir hátíðarnar og skapaði skemmtilega stemningu, meðan viðskiptavinir litu á jólavarninginn. Á myndinni eru: Jóel Friðbjarnarson, Kjartan Jóhanncsson, Hákon Jónsson, Karl Ingólfsson, Jósteinn Finnbogason og Olafur Þ. Kristjánsson. Sjöundi meðlimur Strákabandsins er Haraldur Björnsson sem ekki gat mætt til leiks að þessu sinni. Samanlagður aldur félaganna sjö eru 400 ár. IM Áhrif 4% gengisfellingar á vöruverð: Mótast af aðstæðum í hveiju fyrirtæki um sig - segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands í húsi Hafnamálastofnunar við Kársnesbraut í Kópavogi er nú unnið að því að byggja líkan af höfninni í Ólafsfirði í því skyni að fá sem gieggsta mynd af umhverfi hennar, sjávar- straumum og öðrum náttúru- farsþáttum í Olafsfirði. Hafnar- aðstaða í Ólafsfirði hefur löng- um verið mjög erfið sem helg- ast ekki síst af óvenjulega miklum og stöðugum efnis- burði inn Ólafsfjörð. Efnið safnast fyrir í innsiglingunni eða inni í höfninni og gerir skipum erfitt fyrir. Á undan- förnum árum hefur þurft að dæla ntiklu efnismagni upp úr höfninni og enn standa menn frammi fyrir því að þurfa að grípa til sanddælunnar. Að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns rannsóknardeild- ar Hafnamálastofnunar, er gert ráð fyrir að ljúka við að „byggja upp“ höfnina í þessunt mánuði og „hleypa“ vatni á hana um mánaðamótin janúar-febrúar. í febrúarmánuði verður öllum nauðsynlegum rannsóknartækj- um komið á sinn stað og með aðstoð hafnarvarða í Ólafsfirði er ætlunin „að kortleggja núverandi ástand." Mánuðunum mars og apríl verður síðan varið til eigin- legra rannsókna til úrbóta á hafn- araðstöðu í Ólafsfirði." Gísli segir að bygging líkansins sé nokkuð flókin og ekki reynist síður örðugt að „læra á það“. „Pað verður að segja eins og er að í Ólafsfirði eru öll þau vandamál sem eru hafnargerð samfara. Af þeim sökum eru þessar rann- sóknir margháttaðar og nokkuð flóknar." óþh Nokkurrar óvissu gætir með hvort 4% gengisfelling í gær leiði til hækkaðs vöruverðs. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs, segir að ekki sé hægt að segja almennt fyrir um hvort versl- unin taki á sig gengisfellinguna þannig að hún hlaupi ekki út í verðlagið. Hann segir það m.a. helgast af vöruflokkum og eðli fyrirtækjanna. Viðskiptaráðherra upplýsti í gær að frá og með 1. janúar 1989 geti innflytjendur nýtt sér 3ja mánaða greiðslufrest á vörum ef ekki kemur til bankaábyrgð. Auk þessa ákvæðis hefur fjármálaráð- herra fært eindaga á söluskatti af greiðslukortanótum aftur til sam- ræmis við uppgjör greiðslukorta- hafanna. Áður þurfti verslunin að gera upp söluskattinn af des- emberversluninni þann 25. janú- ar en samkvæmt nýútgefinni reglugerð er hægt að draga upp- gjörið til 2. febrúar. Vilhjálmur segir að vissulega stuðli þessar aðgerðir ráðherr- anna að lægra vöruverði en „niðurstaða úr því dæmi hvort þessi lækkunaráhrif vega upp hækkunaráhrif mótast af aðstæð- um í hverju fyrirtæki um sig og lfka hvaða vörur er um að ræða.“ Vilhjálmur bendir á að verslunin hafi að miklu leyti tekið á sig verðhækkunaráhrif síðustu gengis- lækkunar. „Það má síðan ekki gleyma því að með aukinni sam- keppni í versluninni er tilhneig- ing til þess að halda verðhækkun- um í skefjum.“ óþh Blönduóskirkja: Fermt við aítansöng á gamlársdag Forstjóri Álafoss, um 4% gengisfellingu: Er hænuskref í rétta átt - „Róm brennur ennþá!“ Við aftansöng I Blönduós- kirkju kl. 16 á gamlársdag voru tvö börn fermd. Það voru syst- urnar Lára og Hildur Sveins- dætur og hefði önnur þeirra samkvæmt hefðinni átt að „Áramótin brunnu út í róleg- heitum hjá okkur,“ voru orð lögreglunnar á Sauðárkróki er haft var samband við hana. Þrátt fyrir samkomur í sjö félagsheimilum og öldurhúsum í Skagafirði á nýársnótt átti lögreglan rólega og náðuga nótt. Á öllum þessum stöðum voru rúmlega 1000 manns samankomið, sem segir okkur að Skagfirðingar hafa mikið til haldið upp á nýárið í heima- húsum. Engin alvarleg óhöpp áttu sér fermast á sl. vori en hin næsta vor. Foreldrar þeirra Hildar og Láru voru við nám í Noregi og var fjölskyldan búsett þar sl. vor þegar Lára hefði átt að fermast. stað í kringum flugeldana, nema hvað á Sauðárkróki fékk ungl- ingsstúlka flugeld í höfuðið, þar sem hún stóð í krakkahópi fyrir utan Félagsheimilið Bifröst. Ffún fékk flugeld í hnakkann, þar sem hann festist í hárinu og brenndi það töluvert. Var hún send á Sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hennar. Pó nokkur fjöldi safnaðist sam- an við áramótabrennuna á suður- enda Nafanna á Sauðárkróki og fylgdist með henni brenna all myndarlega í sunnan vindinum. -bjb Var fermingunni frestað þar til fjölskyldan væri flutt heim en það gerðist einmitt á sl. hausti. For- eldrar stúlknanna eru Hólmfríð- ur Böðvarsdóttir og Sveinn Kjartansson. í samtali við Dag sagði Sveinn þetta tækifæri hefði verið notað vegna þess að fjöl- skyldan hefði öll verið saman- komin nú um jól og áramót og óvíst hvenær það yrði næst vegna þess að þriðja dóttirin, Anna, væri enn við nám úti í Osló. Sveinn sagði að þetta hefði orðið veruleg uppbót á áramótin því auðvitað hefði verið standandi veisla frá miðjum degi á gamlárs- dag og frant eftir nóttu eins og á að vera um áramót. Séra Árni Sigurðsson, sóknar- prestur á Blönduósi sagði að fermingin hefði verið mjög skemmtileg tilbreyting og óvænt að ferma um áramót því venjan væri að fermingar væru að vor- inu. Hann kvaðst ekki áður hafa fermt börn á gamlárskvöld. Séra Árni sagði að kirkjusókn í þeim kirkjum sem hann þjónar hefði verið mjög góð um jól og áramót. fh „Fjögurra prósenta gengisfcll- ing er hænuskref í rétta átt. Ég hlýt aö treysta því aö til komi frekari efnahagsráðstafanir því þetta eina skref er langt frá því að nægja útflutningsgreinun- um. Það er alveg sama um hverja verið er að tala,“ sagði Jón Sigurðarson, forstjóri Ála- foss hf., þegar hann var inntur álits á 4% lækkun á gengi íslensku krónunnar. „Það verður eitthvað meira að fylgja og það fljótt því að Róm brennur ennþá!“ Varðandi þau orð Víglundar Þorsteinssonar í Degi þann 30. desember sl. að 17% gengislækk- un sé nú aðalmálið en hliðar- ráðstafanir með gengislækkun aukaatriði, sagði Jón Sigurðarson að þeim sé hann ekki sammála, gengisfelling án hliðarráðstafana sé ekki eins gagnleg. „Hins vegar er ég sammála Víglundi í því að við þurfum að sjá 15-20% breyt- ingu á raungengi.“ óþh Skagafiörður: Óhappalaus áramót

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.