Dagur - 04.01.1989, Side 15

Dagur - 04.01.1989, Side 15
4. janúar 1989 - DAGUR - 15 íþrótfir Handknattleikur: Karfa: Friðjón og félagar verða í eldlínunni í kvöld gegn FH. Þórsarar með „kóngamót“ - fyrir 40 ára og eldri Körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir „Kóngakeppni“ í körfubolta á Akureyri 25. febrúar. Keppnin er ætluð lið- um skipuðum leikmönnum 40 ára og eldri. Hún er opin hvort sem er formlegum liðum eða áhugamannahópum sem tekið hafa sig til og æfa körfubolta. Jón Már Héðinsson, sem hefur veg og vanda að undirbúningi þessarar keppni, segir að margir hafi lýst áhuga að taka þátt í „Kóngakeppninni" og búist sé við að þó nokkuð mörg lið frá Reykjavík taki þátt í þessari keppni. Að lokinni keppninni verður vegleg verðlaunaafhending og lofa Þórsarar því að hún muni verða eftirminnileg. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í keppninni eða fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag hennar er bent á að snúa sér til Jóns í síma 25486 eða Kristínar í vinnusíma 26777 eða heimasíma 26256. Sigurður Matthíasson spjótkastari frá Dalvík og aðrir félagar hans í UMSE njóta leiðsagnar Jóns Sævars Þórðarsonar a.m.k. fram yfir landsmótið 1990. Frjálsar íþróttir: Jón Sævar þjálfar UMSE - næstu tvö árin Jón Sævar Þóröarson hefur verið ráðinn Irjálsíþróttaþjálf- ari hjá UMSE til næstu tveggja ára. Hann kennir nú á Egils- stöðum en kemur til starfa í byrjun maí. Að sögn Kristins Kristinssonar framkvæmdastjóra UMSE er mikill hugur í Eyfirðingum og búast þeir við góðu af starfi Jóns á Eyjafjarðarsvæðinu. Kristinn segir að ekki hafi margir af fé- lagsmönnum UMSE skipt yfir í hið nýja félag á Akureyri. UFA, og viti hann ekki um marga sem hyggi á slíkt. „Við höfum sett stefnuna á Landsmótið í Mos- fellsbæ árið 1990 og teljum að með ráðningu Jóns Sævars muni UMSE geta sent öfluga sveit á það Landsmót," segir Kristinn Kristinsson framkvæmdastjóri UMSE. „Þetta verður mjög erfitt“ - segir Friðjón Jónsson fyrirliði KA um leikinn gegn FH í kvöld KA leikur sinn fyrsta leik í 1. deild á nýja árinu í kvöld í íþróttahöllinni kl. 20.30. And- stæðingarnir eru ekki af verri endanum, FH-ingar, sem hafa verið í mikilli sókn að undan- förnu. KA sigraði í fyrri leikn- um með einu marki og vilja Hafnfirðingar því sjálfsagt hefna harma sinna. Það má því búast við spennandi leik í Höll- inni í kvöld. Friðjón Jónsson fyrirliði KA- liðsins segir að leikurinn við FH sé mjög mikilvægur. „Við lékum ekki vel undir lok fyrri umferðar- innar og það er tími til kominn að við hristum af okkur slenið og sýnum hvað í okkur býr. Hins vegar er því ekki að leyna að FH- liðið er mjög sterkt og þetta verð- ur mjög erfiður leikur," segir Friðjón Jónsson fyrirliði KA- liðsins. Nokkur röskun verður á íslandsmótinu vegna þáttöku íslendinga í B-heimsmeistara- keppninni í Frakklandi í febrúar og var m.a. umferðinni sem leik- in er í kvöld flýtt um eina viku. Aðrir leikir í kvöld eru Fram og Valur, Grótta og Breiðablik, IBV og Víkingur, og Stjarnan og KR. KA spilar síðan við Víking í Reykjavík á sunnudagskvöldið en síðan verður ekki leikið í 1. deildinni fyrr en í mars. Þetta er því seinasta tækifærið í þó nokk- urn tíma fyrir Norðlendinga að fylgjast með 1. deildar leik. Það er því um að gera að drífa sig í Höll- ina og fylgjast með heimastrák- unum úr KA eiga við létta og lipra fimleikadrengi úr Hafnar- firði. Þórsarar héldu innanfélagsmót í handknattleik milli jóla og nýárs. Það voru ineistaraflokkur, 2. flokkur, 3. flokkur og síðast en ekki síst öðlingaflokkur, sem þátt tóku í mótinu. Þorbjörn Jensson var „keyptur" sérstak- lega norður fyrir þetta mót og keppti hann að sjálfsögðu með öðlingaflokki og varð markahæsti maður mótsins í þokkabót. En það var meistaraflokkurinn sem sigraði á mótinu, en allar skýrslur uni árangur öðlinganna týndust. Svona í sárabót birtum við mynd af þessu síunga liði sem hyggur jafnvel á fleiri landvinninga á næst- unni. Þess má svo geta að það var vcrslunin JMJ scm gaf bikar og verðlaunapcninga í þessa keppni og þess vegna fékk Ragnar kaupmaður að vera fyrirliði og byrja inn á í öllum leikjunum. Hver verdur valinn “íþróttamaður Norðurlands“? - fyrir árið 1988 hlýtur „Iþróttamaður Norður- lands 1988“ glæsilegan farandbik- ar til varðveislu í eitt ár. I dag og næstu daga verður þátttökuseðill í blaðinu og eiga lesendur að skrifa fimm nöfn á hann og senda blaðinu fyrir 18. janúar næstkomandi. Þrír þátt- takendur verða dregnir út og hljóta eigendur þeirra hljóm- plötuvinning að launum. Það er því til einhvers að vinna urri leið og áhrif eru höfð á valið á „íþróttamanni Norðurlands 1988“. Lesendur eru hvattir til þess að bregðast skjótt við og senda seð- ilinn útfylltan til blaðsins fyrir 18. janúar. íþróttamaður Norðurlands 1988 Nafn íþróttamanns: íþróttagrein: 1. 2. 3. 4. 5. Eins og undanfarin ár mun Dagur útnefna „Iþróttamann Norðurlands“ og er þetta í fjórða skiptið sem blaðið stendur að þessari útnefningu. I fyrra hlaut Halldór Áskels- son knattspyrnumaður titilinn, en aðrir sem hlotið hafa þenn- an titil eru þeir Daníel Hilm- arsson skíðamaður frá Dalvík og Kári Elíson lyftingakappi frá Akureyri. Eins og áður hafa lesendur Dags áhrif á val „íþróttamanns Norðurlands" og gera þeir það með því að senda inn atkvæða- seðil sem fylgir með blaðinu. Fimm íþróttamönnum verður veitt viðurkenning og auk þess Nafn: Sími Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1988 c/o Dagur Strandgötu 31 600 Akureyri Skilafrestur er til 18. janúar 1989. Pétur sigraði á veggtennismóti - Bjargs og Sportbúðarinnar Jólaveggtennismót á vegum Sportbúðarinnar og Bjargs var haldið milli jóla og nýárs. Það voru 15 manns sem tóku þátt í þessu jólamóti og það var hinn fjölhæfi íþróttamaður Pétur Bjarnason sem stóð uppi sem sigurvegari. Pétur sigraði Guðmund Jóns- son í úrslitaleik og var það hin fjörugasta viðureign. Guðmund- ur Sigurðsson sigraði síðan Harald Ringsted í leik um 3. sætið. Eftir þetta mót var búinn til áskorendalisti og verður keppt á næstu mótum eftir þeim lista. Einnig er í bígerð að stofna sér- stakan veggtennisklúbb á Akur- eyri og mun stofnfundurinn verða auglýstur fljótlega. Það var Sportbúðin sem gaf bikar og verðlaunapeninga til keppninnar og stefnt er að því að Hinn fjölhæfi íþróttamaður Pétur þetta jolamot verði aö arlegum Bjarnason mundar hér spaðan af vtðburðt. snilld.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.