Dagur - 04.02.1989, Side 2

Dagur - 04.02.1989, Side 2
2 - DAGUR - 4. febrúar 1989 Hvaða fyrirbærí er keyplingur? Einvígi er nýr þáttur sem verð- ur á dagskrá annan hvern laug- ardag. Hér er um að ræða keppni milli tveggja einstakl- inga, yfirleitt spurningakeppni en þó mega keppendur búast við óvenjulegum leikjum og þrautum. Formið á einvíginu er hugsað þannig að fyrst leiða 16 þátttakendur saman hesta sína, sigurvegararnir 8 halda áfram í undanúrslit og loks verða tveir eftir í úrslitum. Ekki er meiningin að fólk taki þetta einvígi of alvarlega held- ur líti á spaugilegu hliðarnar. Til að ríða á vaðið fengum við tvo káta pilta, þá Erling Sig- urðarson menntaskólakennara og Þórarin E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóra. „Menn eru alltaf að biðja mig um að taka þátt í spurninga- keppni og ég skil ekkert í því vegna þess að ég vinn aldrei," sagði Erlingur þegar við föluð- umst eftir kröftum hans. Þórar- inn sagðist vera til í allt, a.m.k. flest, og hann sá ekkert því til fyrirstöðu að „hafa sig að fífli,“ eins og hann orðaði það. Greini- lega hógværir menn þarna á ferð. Vindum okkur þá í leikinn. Spurningarnar eru 9 en þær gefa alls 18 stig. Keppendur fá ríflega 15 sekúndna umhugsunartíma á hvert stig þannig að þeir geta brotið heilann í hálfa mínútu yfir spurningu sem gefur tvö stig, svo dæmi sé tekið. Lítill kaupmaður eða ungur seiskópur? Fyrst var spurt um nöfn bæjar- stjóra Akureyrar frá upphafi, sex stig í pottinum. Erlingur beitti sérstakri tækni, sneri tímanum við, og í öfugri tímaröð gat hann þulið upp nöfn bæjarstjóranna sex án erfiðleika. Þórarinn hugð- ist beita sömu tækni en honum þótti fjarlægðin vera fullmikil eft- ir að hann hafði nefnt þrjá síð- ustu bæjarstjórana og lét þar við sitja. Staðan því 6:3 kennaranum frá Grænavatni í vil. Rauðhærði riddarinn vafðist mjög fyrir þeim. Erlingur skaut á Blóðbræður en Þórarinn sagðist ómögulega geta munað svona langt aftur í tímann! Hvorugur fékk stig. Þegar kom að niðursuðuverk- smiðjunni á Húsavík lyftist á þeim brúnin og Erlingur svaraði hiklaust „Hik.“ Þórarinn vissi um leið að Helgi Helgason væri aðal- maðurinn í fyrirtækinu en eftir smá vangaveltur um ætt og upp- runa Helga var Tóti búinn að týna nafninu á verksmiðjunni og fann það ekki aftur. Erlingur þá kominn með fjögurra stiga for- ystu, 7:3. Keyplingur? íslenskumaðurinn Erlingur fór út í málssögu, hljóð- fræði og ýmsar teoríu'" og taldi sig finna lausnina í kaupa-keyp. „Þetta hlýtur að vera lítill kaup- maður eða einhver andskotinn svoleiðis, lingur er þá smækkun- arending, þetta er smákaupmað- ur,“ sagði kennarinn og strauk skeggið. Mjólkursamlagsstjórinn bretti upp ermarnar. „Án þess að ég viti nokkuð um það þá myndi ég giska á að þetta væri eitthvað skylt selum, komið af kópur. Ég hef samt ekki hugmynd um það. Er þetta kópur, ungur selskóp- ur?“ Jú, Þórarinn fékk stig fyrir þetta og forysta Erlings þá komin niður í þrjú stig, 7:4. Handboltinn á hreinu „Á ég bara ekki að þylja upp liðið,“ sagði Erlingur galvaskur þegar hann var spurður um hand- boltstrákana í KA. Síðan taldi hann upp fastamenn sem vara- menn en við látum fjóra duga. Þórarinn var líka langt kominn með liðið þegar við stöðvuðum hann. í ljós kom að báðir eru þeir miklir áhugamenn um hand- knattleik og vissulega hefur mað- ur séð þá í Höllinni, æpandi og hoppandi. Létt fyrir báða og staðan 11:8. „Farðu ekki frá mér burt,“ orgar Alda Ólafsdóttir, en titill- inn Bless sagði keppendunum ósköp lítið og þeir skutu yfir markið. Höfundurinn er Sverrir Stormsker. Erlingur kunni vísu Káins afturábak og áfram, en Þórarinn var að gæla við Davíð, Jónas og Bólu-Hjálmar en vildi síðan öngvu svara þegar eftir honum var gengið. Munurinn fjögur stig á ný og sigurvíma farin að síga á kennarann. í fátinu rambaði Erlingur á rétt ártal varðandi Blönduvirkjun en Þórarinn fullyrti að virkjunin yrði tekin í notkun 1992, einmitt vegna þess að áætlanir gerðu ráð fyrir árinu 1991. Staðan 13:8 en Tóti herti sig í lokm, enda spurn- ing sem allir starfsmenn KEA verða að kunna skil á. Erlingur reyndist eigi ófróður unt KEA, hafði ártalið rétt en staðinn aðeins of norðarlega. Erlingur fékk því 14 stig en Þórarinn 10. Takk. SS motarkrókur F Erlingur Sigurðarson Þórarinn E. Sveinsson 1. Nefnið bæjarstjóra Akureyrar frá upphafi. (6) Sigfús Jónsson Sigfús Jónsson Helgi Bergs Helgi Bergs Bjarni Einarsson Bjarni Einarsson Magnús E. Guðjónsson Steinn Steinsen Jón Sveinsson Rétt svör Jón Sveinsson Steinn Steinsen MagnúsE. Guðjónsson Bjarni Einarsson Helgi Bergs Sigfús Jónsson 2. Hvaða leikrit eftir Mark Medoff frumsýndi Leikfélag Akureyrar í janúar 1987? (1) Blóðbræður Man það ekki Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? 3. Hvað heitir niðursuðuverksmiðjan á Húsavík, sem var í fréttunum nýverið? (1) Hik Helgi Helgason er í forsvari en 4. Hvaða fyrirbæri er keyplingur? (1) Smákaupmaður Ungur selskópur Hik sf. Nýgotinn selskópur 5. Nefnið 4 leikmenn með 1. deildarliði KA í handknattleik. (4) Axel Stefánsson Friðjón Jónsson Rétthjábáðum Pétur Bjarnason Erlingur Kristjánsson keppendum Friðjón Jónsson Þorleifur Ananíasson JakobJónsson Pétur Bjarnason o.s.frv. o.s.frv. 6. Eftir hvem er lagið Bless, sem höfundur raular ásamt kröftugri söngkonu? (1) Jakob Magnússon Bjartmar Guðlaugsson Sverri Stormsker 7. Hver orti: Kæra foldin kennd við snjó,/ hvað ég feginn yrði, / mætti holdið hvfla í ró / heima í Eyja- firði? (1) Káinn Ég gata á þessari Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson). 8. Hvenær er áætlað að taka Blönduvirkjun í notkun? (1) 1991 1992 Haustið 1991 9. Hvar og hvenær var Kaupfélag Eyfirðinga (Pöntunarfélag Eyfirðinga) stofnað? (2) Á Hrafnagili árið 1886 Á Grund í Eyjafirði Á Grund í Eyjafirði 19. júní 1886 19. júní 1886 Stig samtals: 14 10 18 Túnfiskur og tilbrigði við lamb Matarkrókurinn hefur nu göngu sína að nýju og munum við birta ykkur girnilegar uppskriftir hálfsmánaðarlega í Helgarbtaðinu. íslendingum veitir ekkert af því að ylja sér dálítið í frosthörkunum og í því skyni er tilvalið að dvelja um stund í eldhúsinu. Hér verður þó aðallega lögð áhersla á einfalda rétti og ódýra (þótt erfitt sé að nota hugtakið „ódýrt“ þegar matur er annars vegar). Uppskriftirnar sem við birtum eiga það sammerkt að hafa verið reyndar með góðum árangri og getum við því kinn- roðalaust sagt: Verði ykkur að góðu. Túnfiskréttur (frá Svíaríki) 3 dl soðin hrísgrjón 2 dósir túnfiskur 1 púrrulaukur 'A dós sveppir Sósan: 3 dl þeyttur rjómi 2 dl mayonnaise 1 dl chilisósa Hrísgrjónin eru sett í botninn á eldföstu móti. Túnfisknum, lauknum og sveppunum blandað saman og sett yfir hrísgrjónin. Þá snúum við okkur að sósunni; hrærum rjóma, mayonnaise og chilisósu saman og hellum sós- unni síðan yfir það sem komið var í mótið. Rétturinn er bakað- ur í ofni í u.þ.b. 15 mínútur og borinn fram með ristuðu brauði og smjöri. Þetta er virkilega spennandi forréttur en hentar einnig sem aðalréttur, þá með salati og brauði. Síðast en ekki síst er þetta mjög góður gestaréttur og viðeigandi að skola honum niður með öli við slík tækifæri. Laukjafningur með lambakjöti 5 laukar 2 msk smjör 'A msk hveiti 'A dl kaffirjómi salt, pipar Laukjafningur er skemmtileg tilbreyting með lambakjöti. Hérna er skemmtilegt tilbrigði við íslenska fjallalambið. Laukurinn er brytjaður og látinn malla í smjöri í lokuðum potti í ca. 10 mínútur. Hrært af og til. Hveiti stráð yfir og kaffirjóminn hrærður saman við. Kryddað. Þykkar sneiðar af soðnum gul- rófum eru settar á disk. Ofan á þær kemur steiktur lambakjöts- biti ásamt soðnum kartöflum og auðvitað má ekki gleyma lauk- jafningnum. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.