Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 4. febrúar 1989 V - öI >'\AH íRi'iinoí & poppsíðon Umsjón: Valur Sæmundsson. Gott aö vita um hljómtæki - 1. hluti: Mikilvægi hátalara í hijómtækjakeðjunni Ég hef hugsað mér að fara út í dálít- ið aðra sálma en popp með þessum greinaflokki sem hér hefst. Það að hlusta á tónlist krefst nefnilega þar tilgerðra tækja og tilað njóta tónlist- arinnar sem best þurfa tækin að vera góð og ekki síður rétt staðsett. I þessum greinaflokki verður fjallað svolítið um algengustu hljómtæki, þ.e. hátalara, magnara, plötuspil- ara, geislaspilara, snældutæki og útvarpsviðtæki, svo og um uppsetn- ingu þeirra, meðferð á hljómplötum o.fl. Mér er bæði Ijúft og skylt að geta þess að greinaflokkurinn er byggður á bæklingi nr. 1 í röðinni „Gott er að vita“ sem fræðsludeild Sambands íslenskra samvinnu- félaga gaf út. Bæklingurinn fjallar um hljómtæki og kom út árið 1985. Ég vona bara að einhverjir hafi gagn af þessum greinum. Hentugt væri t.d. að klippa greinarnar út og safna í möppu. Greinarnar verða mislangar, sennilega alls 8 og mun sú síðasta væntanlega birtast um miðjan maímánuð. Á velflestum heimilum í landinu eru til hljómtæki af einhverju tagi, enda þykja sjálfsögö þægindi að geta notiö tónlistar þegar tími gefst til frá erli dagsins. Hljómtæki eru mjög misjöfn aö gæöum og þaö getur i fljótu bragði verið erfitt aö henda reiður á hvaö ákvaröi hljómgæöi þeirra. Því miður er þaö svo aö þegar dæma á um gæöi einstakra tækja veröa þaö oft ýmis aukaatriði sem mest áhrif hafa á niðurstöðuna en aðalatriðin gleymast. Aðalatriðið er hvernig tónlistin hljómar í ÞÍNUM eyrum. Glæsilegt útlit tækjanna, mikið auglýstur framleiðandi eða hátt verð er engin trygging fyrir gæðum. Hlutverk hljómtækja er í stuttu máli: Að koma til skila efni, tali og tónlist, líkast þvl sem var við upp- haflegan flutning. Eins og áður segir ert það þú sem dæmir um hvernig til hefur tekist hjá framleiðandanum og hvort hljóm- tækin eru þeirra peninga virði sem seljandinn setur upp. Það er nefni- lega enginn dómbærari en þú um það hvernig þér líkar það sem úr hljómtækjunum heyrist. Þessir þættir geta því eðli málsins samkvæmt ekki gefið nein endan- leg svör við þvl hvaða hljómtæki séu best, þau svör eru einfaldlega ekki til. Aftur á móti er hér reynt að benda á nokkur atriði sem auðveld- að geta valið, einnig eru gefin góð ráð um uppstillingu hljómtækjanna og bent á nokkra þætti sem sannar- lega hafa áhrif á hljómgæðin. Hátalarar Heppilegast er að velja hátalara fyrst, því val á þeim ákvarðast m.a. af stærð herbergisins sem þeir verða I og magnarann ereinfaldara að velja þegar hátalararnir eru þekktir. Til þess að hátalari geti skilað lægstu tónum sem mannsheyrnin skynjar þarf a.m.k. þrennt að vera til staðar: í fyrsta lagi stór hátalara- kassi. í öðru lagi lágtíðniseining (bassahátalari) með stórri keilu og öflugum segli. Og í þriðja lagi stórt hlustunarherbergi. í herbergi sem er minna en 10 nT og er t.d. 3,5 m á lengri veginn heyrast ekki lægri tón- ar en 50 rið (Hz). Það þarf reyndar meira en 40 m' stofu til þess að lægstu tónarnir komi fram. Þar fyrir utan eru stórir hátalarar ekki endi- lega góðir hátalarar en hátalarar sem bæði eru góðir og stórir eru alltaf dýrir. Hversu mörg vött hátalarinn er eða réttara sagt hve mörg vött hann þolir, og hvort hann þess vegna passi við þennan eða hinn magnar- ann eru vangaveltur sem engu máli skipta. 100W magnari og 40W hátalarar geta vel gengið saman og engin ástæða er til að óttast það að hátalararnir eyðileggist þrátt fyrir lægri vattatölu. Næmi hátalarans (Sensitivity) er aftur á móti mælikvarði á hve öflug- an magnara þarf til þess að keyra hann. Næmið er þannig fundið að mælt er hve hár hljómstyrkurinn er, 1 m frá hátalaranum þegar hann fær eitt vatt frá magnaranum. Mælieiningin er dB SPL. Flestir hátalarar líggja á bilinu 85-92 dB SPL. Ef talan er lægri en 87 þarf stóran magnara til þess að fá fram sama hljómstyrk, en ef hún er hærri en 92 hefur einhverju af hljómgæð- unum verið fórnaö. Hámarks óbjagaður hljómstyrkur hátalarans er mælikvarði á hve „kraftmikill" hann er. Algengast er að þessi tala sé um 105 dB SPL 1 m. Hvorki fjöldi eininga í hátalara- kassanum (2way/3way) né hvort hann er opinn (með loftröri) eða lok- aður, tryggja I sjálfu sér hljómgæði. En það sem getur stórlega dregið úr gæðum ágætra hátalara er lélegur magnari, grannir og langir hátalara- vírar og umfram allt röng staðsetn- ing hátalaranna. Staðsetning hátalara Tilgangurinn með stereo er að endurskapa í heimahúsum eigin- leika tónlistarsalar og upptöku- herbergis. Ef vel tekst til skynjar hlustandinn ekki bara breidd heldur einnig dýpt og jafnvel hæð. Þegar hlustað er á klassískt tónverk flutt af sinfóníuhljómsveit með hefðbund- inni hljóðfæraskipan á hlustandinn að geta staðsett hljóðfærin í stereo- myndinni. T.d. eiga fiðlur að vera framarlega og vinstra megin við miðju o.s.frv. Einföld regla er til um afstöðu hlustanda og hátalara. Samkvæmt henni er bilið milli hátalaranna haft jafn stórt og fjarlægð hlustanda frá hátölurunum. Hlustandinn situr því í einu horni jafnhliða þrihyrnings, mitt á milli hátalaranna. Helst á bilið milli hátalaranna að vera lengra en tveir metrar, en nú koma til atriði sem taka verður tillit til. Fjarlægð hátal- ara frá hliðarveg má ekki vera minni en 60 sm og frá bakvegg helst ekki minni en 80 sm. Hæð hátalarans verður að miða við að hann sé í sömu hæð og eyru hlustandans (þ.e. þegar hann situr í stól). Þar sem fæstir heimilishátalarar eru svo stórir eru hátalarastandar (fætur) nauðsynlegir. Nú er það svo að erfitt getur reynst að fara I einu og öllu eftir þessum ráðum, enda er það ekki skilyrði. Aftur á móti má fullyrða að ef vikið er verulega frá þeim t.d. með því að hafa hátalarana klessta úti í horni eða bak við þung hús- gögn færist hljóðmyndin öll úr skorðum, hátíðnin dofnar, bassinn verður ýktur og mjög óskýr og borin von um að hægt sé að framkalla stereomynd. Það er bæði einfalt og fljótlegt að sannprófa þetta. Eitt er það sem oft vil gleymast í baráttunni við að ná auknum hljóm- gæðum, en það eru hátalaravírarn- ir/kaplarnir. Sérhannaðir hátalarakaplar eru tífalt dýrari en grannar lampasnúr- ur. Oft er því spurt: Er hljómgæða- munurinn í samræmi við þetta? Sem svar við þessari spurningu er rétt að benda á að hátalaravírar eru enn einn hlekkurinn í hljómtækja- keðjunni, jafnmikilvægur og aðrir með tilliti til hljómgæða, en hundraðfalt ódýrari en t.d. hátalar- arnir og magnarinn. I næsta þætti veröur fjallað um magnara. Hér er ekkert hrafnaþing... ...en hins vegar erum við fús að veita ÞÉR góða þjónustu Við bjóðum: Tölvuprentun Blaðaprentun Tímaritaprentun Bókaprentun Bókband Dagsprent Strandgötu 31 • Akureyri • S 96-24222 Vinsældalisti Rás 2 - vikuna 27/1-3/2 1989 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (7) Angel of Harlem U2 2. (5.) (5) Waiting for a star to fall Boy meets girl 3. (3.) (6) Last night 4. (2.) (10) Þig bara þig Sálin hans Jóns míns 5. (4.) (7) Bless 6. (17.) (2) Smooth criminal Michael Jackson 7. (21.) (2) You got it Roy Orbison 8. (8.) (3) Crystal nights Ornamental 9. (9.) (5) Neistinn Sálin hans Jóns míns 10. (16.) (3) All she wants is ÐuranDuran 11. (6.) (9) Hólmfríður Júlíusdóttir Ný-dönsk 12. (10.) (7) Elísa Sú Ellen 13. (7.) (14) Handle with care .... Traveling Wilburys 14. (11.) (4) She makes my day Robert Palmer 15. (-) H Baby, I love your way/freebird Will to Power 16. (14.) (5) Svo marga daga 17. (13.) (10.) Frostrós 18. H H As long as you follow Fleetwood Mac 19. (12.) (5) Er ást í tunglinu? Geiri Sæm & Hunangstunglið 20. (15.) (8) Missing you Chris De Burg ísienski listinn - vikuna 29/1-03/2 1989 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (3.) (4) Smooth criminal Michael Jackson 2. (1.) (9) Þig bara þig Sálin hans Jóns míns 3. (4.) . (8) Angel of Harlem U2 4. (2.) (7) Hólmfríður Júlíusdóttir Ný Dönsk 5. (7.) (51 Waiting for a star to fall Boy meets girl 6. (6.) (6. Bless Sverrir Stormsker 7. (5.) (6) Neistinn Sálin hans Jóns míns 8. (16.) (3) Back on holiday Robbie Neyil 9. (15.) (2) All she wants is Duran Duran 10. (9.) (5) Take me to your heart Rick Astley 11. (26.) (2) Shake for the seik Escape Club 12. (18.) (3) Einfaltmál Síðan skein sól 13. (13.) (4) Stæltir strákar Jójó 14. (14.) (3) As long as you follow Fleedwood Mac 15. (10.) (5) Dagar .. Eyjólfur Kristjánsson 16. (-•) (1) Jackie Blue Zone 17. (12.) (8) Glugginn 18. H (1) You got it RoyOrbison 19. (19.) (3) Last night Traveling Wilburys 20. (-) (1) Four letter word KimWilde

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.