Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 4. febrúar 1989 „Keifisþrœlkun og taktgöngu- rœlsnótlur eru aauðadómur yfir öllum sönnum húmanisma" — Guðmundur Sigurður Jóhannsson QBttfrœðingur ó Sauðórkróki í helgarspjalli um lífið og tilveruna, cettfrceði og sjólfan sig og taiar Guðmundur tœpifungulaust jmm ttfræöi er grein sem sí- VI fellt fleiri og fleiri ís- lendingar fá áhuga fyr- # !■ ir og undanfarin ár hafa vinsældir hennar stöðugt farið vaxandi. Fróðir menn segja að sú löngun hafi löngum blundað með Islendingum að forvitnast um uppruna sinn og skyggnast inn í heim forfeðra sinna. Sumir menn eru þeim hæfileika gæddir að geta þulið upp ættir sínar langt aftur, án þess að skeika. Aðrir ganga enn lengra og sökkva sér niður í að rekja ættir manna, af einskær- um áhuga. Blaðamaður Dags vissi af einum slíkum og ákvað að mæla sér mót við hann. Það er Guðmundur Sigurður Jó- hannsson á Sauðárkróki, sem undanfarin ár hefur unnið á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga við skráningu Skagfirskra ævi- skráa. Guðmundur hefur unnið að fjórum bindum af fimm, og er að vinna að sjötta bindinu um þessar mundir. En það er ekki bara ættfræði sem er hjart- ans mál Guðmundar, hann á mörg önnur áhugamál og talar tæpitungulaust í þessu viðtali. Mynd og texti: Björn Jóhann Björnsson Er blaðamaður hitti Guömund á Héraðsskjalasafninu fyrir skömmu var hann önnum kafinn við störf sín, en gaf sér þó tíma til að ræða við komumann. Eins og öll góð viðtöl byrja á, þá skulum við fyrst fá upp- runa Guðmundar og gefum honum orðiö: Snemma gerðist ég kjaftfor og stríðinn „Ég er fæddur suöur í Keflavík 15. júlí 1958, en mest af norðlensku og vestlensku bergi brotinn. Foreldrar mínir slitu samvistum þegar ég var fárra ára, én höfðu áður eignast sam- an annað barn, stúlku, sem nú er búsett í San Diego í Kaliforníu. Föðurforeldrar mínir, Guðmundur Halldórsson og Klara Lárusdóttir. tóku rnig í fóstur þegar pabbi og mamrna skildu og ólst ég upp hjá. þeim að öllu lcyti eftir það og hef reyndar svo til alla ævi átt heimili hjá þeint. Snemma gerðist ég baldinn og uppátækjasamur, skapstór og þrjóskur, kjaftfor og stríðinn, og var oft erfiður mínum góðu fósturfor- eldrurn. í Keflavík sleit ég barns- skónum og lauk þar landsprófi með ósköpum árið 1974. Næsta ár stund- aði ég nám í Menntadeild Gagn- fræðaskóla Keflavíkur undir handar- jaðri þess mæta manns, Péturs Gauts Kristjánssonar. Ég hafði reyndar verið rekinn úr þeinta sama skóla rétt fyrir vorpróf árið áður vegna mjög mergjaðrar skammargreinar, sent ég ritaði um skólameistara. Ég lærði svo í Menntaskólanum við Hamrahlíð næstu þrjá vetur, en þaðan útskrifað- ist ég á vorönn árið 1978 af svoköll- uðu fornmálasviði, þar sem uppi- staðan í nántinu var gríska og latína. Eftir stúdentspróf vann ég almenn störf til sjós og lands á Suðurnesjum, m.a. í því sálaða Hraðfrystihúsi Keflavíkur. „Störu-Milljón", og uni hríð kenndi ég af bölvun ntinni íslensku við þann sania skóla sem ég hafði verið rekinn úr fimm árum áður, þ.e. Gagnfræðaskóla Keflavík- ur.‘‘ Hverjum manni hollt að breyta um umhverfi - Hvað varð til þess að þú ílentist hér í Skagafirði? „Ég kom hingað í sumarleyfi með afa mínum og ömmu árið 1981. Við héldum til á tjaldstæðinu á Sauðár- króki og er iíða tók að verslunar- mannahelgi var ég orðinn blankur og sá þá frant á tvo valkosti, annan þann að neyðast til þess að vera edrú yfir helgina, sem er voðalegur hlutur, og hinn þann, að ganga til verks. Tók ég betri kostinn, labbaði út á Eyri og fékk vinnu í Fiskiðjunni. Með því var mér ljóst að hverjum manni er hollt að breyta um umhverfi öðru hverju og kynnast nýju fólki, en ég, búinn að lifa og starfa í Keflavík alla mína ævi, tók þá ákvörðun að setjast að á Sauðárkróki um tíma og reyna að vinna mér þar sess. Það sem stuðlaði hvað mest að því að ég tók þessa ákvörðun, var hversu geysigóð aðstaða til fræðiiðkana er hér á Hér- aðsskjalasafni Skagfirðinga, en ég var búinn að ganga með ættfræði- bakteríuna í mörg ár og þar ofan á mikið kynjaður héðan úr Héraðinu. Fyrstu vikurnar sem ég vann í Fisk- iöjunni, hafðist ég við í tjaldinu og' var heldur en ekki gert grín að mér fyrir vikið. Síðar fékk ég til afnota húsnæði að Suðurgötu 1, í gömlu Síberíu, sem nú er búið að færa upp á Skógargötu, og enn síðar tóku afi og amma sig upp og fluttust hingað tiorður og fékk ég þá inni hjá þeim, eins og áöur hafði verið. Vann ég í fiski fyrstu árin hér og grúskaði í frístundum mínum í eigin ætt hér á Safninu, en síðar þróuðust málin á þann veg, að Sögufélag Skagfirðinga réði mig til þess að rita Skagfirskar æviskrár. Hef ég síðan haft þann starfa á vetrum, auk þess sem ég hef haldið ættfræðinámskeið við Öld- ungadeild Fjölbrautaskólans á Sauð- árkróki, en á suntrin og haustin hef ég yfirleitt stundað verkamanna- vinnu suður með sjó. þar sem ég á fjöldan allan af vinafólki, enda fædd- ur þar og uppalinn." Var kominn á kaf í ættfræði um fermingu - Hvernig er þessi ættfræðiáhugi kominn íil hjá þér, er þetta eitthvað sem hefur lifað með þér alla tíð? „Ég fékk þennan áltuga ntjög snemma. Eins og ég sagði ólst ég upp hjá föðurforeldrum mínum og þar á heimilinu var einnig gömul kona, systir ömrnu. Þetta fólk sagði mér oft sögur af fólki sem þau þekktu eða heyrðu talað um á fyrri tíð, þá ekki síst sínum eigin ættmennum. Þetta varð kveikjan að mínum ættfræði- áhuga. Þá unigekkst ég mikið á ungl- ingsárum langömmusystur ntína, Guðnýju Sveinsdóttur, sem var fróð kona og minnug og hið mesta val- kvendi í alla staði, svo og heiðurs- manninn Ólaf Sigurjónsson frá Litla- Hólmi j Leiru, fróðan mann og glöggan og engan veifiskata, sem alla stund hefur verið ntikiil áhugamaður um ættfræði. Urðu kynni mín af þessum gamalmennum til þess að glæða áhugann enn meira. Það sýnir raunverulega hversu snemma ég var kominn á kaf í ættfræði og þjóðlegan fróðleik. að skömmu eftir fermingu var ég farinn að taka sögur eftir Guðnýju og Óla upp á segulband. Þá spillti ekki fyrir að ég komst ungur í kynni við Skúla Þór Magnússon fræðavíking í Keflavík, sent er mikill unnandi allrar þekkingar. Það mun hafa verið seinnipart árs 1973, að ég kom fyrst á Landsbókasafn og Þjóð- skjalasafn í leit að ættfræðilegri vitn- eskju og upp úr því fór ég að venja þangað komur mínar, skjalavörðum til mikillar hrellingar. Þá vetur sem ég var við nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð grúskaði ég þar öllum stundum, þegar næði gafst frá drykkju og nánti. En það er fyrst nú, þegar ég er orðinn innanbúðarmaður hér á Héraðsskjalasafni Skagfirð- inga, að ég er kontinn í hið sanna gósenland ættfræðinnar, því það mun vera eitthvert best útbúna hér- aðsskjalasafn á landinu og er þar aragrúi ættfræðiheimilda saman kominn. Þá spillir ei, að bókavörður og héraðsskjalavörður eru hinir alúðlegustu og rækja embætti sín af hugsjón fullkominni.“ Ættfræðin húmanísk og aðlaðandi - Hvað er svona heillandi við ætt- fræðina, hvað er það sem dregur fólk til að fara að grúska í ættfræði? „Aðaldriffjörðin í ættfræðiáhuga manna mun vera löngunin til þess að leita uppruna síns og vita hvaða fólk það var, sem að þeim stendur, og hvernig það var. Þetta hefur verið kallað að rækta tengslin við fortíð- ina. „Að fortíð skal hyggja, ef fagurt skal byggja/án fræðslu hins liðna sést ei, hvað er nýtt", kvað Einar skáld Benediktsson, og manni sem glatað hefur tengslum við uppruna sinn, hefur verið líkt við mann sem misst hefur ntinnið. Þá má einnig segja að ættfræðigrúsk sé eins konar söfn- unarárátta. Ættrakningamenn safna að sér þekkingarbrotum og raða þeim upp í fastmótað aðgengilegt kerfi. Því hefur verið slegið fram, að ættfræðin sé móðir sagnfræðinnar, og víst er um það, að ættfræði og per- sónusaga eru það nátengdir hlutir, að erfitt er að slíta annað frá hinu, svo vel fari. Um leið og persónusagan kemur inn í mýndina, fara þessi fræði að verða ntjög húmanísk og aðlað- andi. Mannskepnan er alltaf söm við sig og í frásögnum af lífi og starfi eldri kynslóða sjáum við hliðstæður úr mannlífinu allt í kringunt okkur. íslendingar eru nú einu sinni sagna- þjóð og hafa á öllum öldum verið snillingar í að beita penna, og það eru alveg frábærlega spaugilegar klausur sem maður getur rekist á í ættfræðiheimildum. Skal ég nefna hér eitt dæmi. Það er úr Eyrarannál, en þar stendur þessi klausa við árið 1651: „Kom út Jón Jónsson frá Skinnastöðum í Norðursýslu, sonur séra Jóns þar, hafði varla með góð- um prís í Kaupinhafn verið og komst þar í slæmt mál, einnig síðar hér á íslandi. Átti mörg börn í frijlUlífi og sigldi síðast til Englands, gekk þar í hóruhús og var af þeim geltur.“ (Annálar 1400-1800, III, bls. 266.) Þá voru karlar hálshöggnir og konum drekkt fyrir hórdóm En það er ekki allt fyndið eða skemmtilegt sem maður rekst á í fræðunum. Eitt er það sem slegið hefur mig illilega við yfirlestur ætt- fræðiheimilda, en það er hversu gíf- urleg grimmd og harðneskja var á fyrri ölduin sýnd því fólki, sem vann sér það eitt til „sektar" að þjóna kalli mannlegrar náttúru utan stokka hjónarúmsins. Mann rekur í roga- stans, að lesa um það að karlar skuli hafa verið hálshöggnir, en konuni drekkt, í refsingarskyni fyrir ítrekað- an hórdónt, og ófáir karlmenn voru líflátnir fyrir það að barna systur eig- inkvenna sinna, þó f eingang væri. Voru þessar refsingar lagðar á eftir svokölluðum „Stóra-Dómi“, og er hætt við að víða flyti blóð á. íslandi, væri hann aftur í lög leiddur. En því miður hefur verið til fólk á öllum öldunt, sem fjandskapast gegn mann- legri vellíðan og er það á meðal vor enn þann dag í dag.“ - Segjum sem svo að einhver maður út á götu fái allt í einu brenn- andi áhuga á því að vita ættir sínar langt aftur í fornöld. Hvað á sá mað- ur að gera? „Því er fljótsvarað. Hann á að koma á ættfræðinámskeið til mín og mun ég þá kenna honum það sem hann þarf að vita.“ AUir núlifandi íslendingar komnir af tveimur mönnum - Hvað er hægt að komast langt aft- ur við ættrakningar? „Með lagni og heppni er hægt að rekja velflestar ættir aftur til 1703, en það ár var fyrsta allsherjar manntal tekið á íslandi. Sumar ættir er hægt að rekja allt aftur til landnámsmanna eftir skjallegum heimildum, og eftir ættartölum er hægt að rekja ættir allra núlifandi íslendinga til landnáms- manna og frá þeim til Adams þess sem Guð skapaði fyrstan allra manna. I þeirn liðum sem liggja þar á rnilli, má finna margt stórmennið, s.s. Óðinn kóng, Nóa arkarsmið og Príamus höfuðkonung í Tróju. En slíkar rakningar flokkast nú fremur undir afþreyingarbókmenntir en sagnfræði. Því hefur verið slegið fram, að allir núlifandi íslendingar séu komnir af tveimur mönnum, þeim Jóni Arasyni biskupi á Hólum og Einar Sigurðssyni presti og skáldi í Heydölum í Breiðdal, sem orti jóla- sálminn „Nóttin var sú ágæt ein“. í þeim tilvikum sem ég hef gert viða- niiklar ættartölur, þar sem rekið er aftur í 10. lið á alla vegu frá núlifandi rnönnum, hefur það ekki brugðist að einhverja leggi hefur mátt rekja upp til þessarra manna. Veit ég ekki til þess að framansögð kenning hafi ver- ið afsönnuð og hygg ég hana vera rétta. Fámennið gerir það að verkum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.