Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 11
 Kvikmyndasíðan Jón Hjaltason Blökkumenn hvíta tjaldsins Pað er víst ekki ofsögum sagt að peningamenn Hollywood elska fáai. heitar um þessar mundir en grín- arann Eddie Murphy. Pessi þel- dökki gamanleikari, sem enn er réttu megin við þrítugsaldurinn, er að því er best verður séð vin- sælasti gamanleikari hvíta tjalds- ins síðan Chaplin var og hét. Beverly Hills Cop er í níunda sæti yfir arðsömustu kvikmyndir allra tíma. Framhald hennar númer tvö sló einnig í gegn og halaði strax inn tugmilljónir fæð- ingarsumarið 1987. í Raw, sem Akureyringum gafst færi á að sjá ekki alls fyrir löngu, gekk Murphy um leiksvið og reytti af sér brandarana. Engin „sviðs- göngumynd" hefur halað inn neitt í líkingu við Raw. Nýjasta mynd Murphys, Coming to America, er sú fyrsta af fimm sem Murphy hefur skuldbundið sig til að gera á vegum Para- mount Pictures. í tilefni af þessari ótrúlegu vel- gengni Murphys skulum við hyggja nánar að sögu svartra leikara í Hollywood á liðnum árum og áratugum. Að geðjast hvítum Við skulum fyrst átta okkur á þeirri staðreynd að svertingjar eiga ekki nema einn leikara á borð við til dæmis Dustin Hoff- man eða Jack Nicholson. Þá er ég ekki endilega að tala um leik- hæfileika heldur miklu fremur orðsporið sem fer af þessum mönnum, það er þá ímynd sem þeir eiga sér meðal bíófara. Það er nefnilega svo að værum við beðin að velja svertingja í alvar- legt hlutverk þá kæmi varla nema eitt nafn upp í hugann, Sidney Poitier. Þetta er í raun lýsandi dæmi um hlutskipti negra í bíó- myndum, annað hvort létta þeir hvítum lífsbaráttuna með lauf- léttum bröndurum eða þeir eru sori götunnar sem miskunnar- lausir lögreglumenn, eins og óhreini HaTry (Clint Eastwood), mana til að giska á skotafjölda 45 magnum byssunnar áður en hún er látin gata svart skinn. Allt fram undir lok fimmta ára- tugarins voru svertingjar bíó- myndanna ákaflega einfaldir að skapgerð. Þeir voru annað hvort góðir eða vondir. Góði sverting- inn var góður vegna hlýðni sinnar við hvíta manninn og á móti var sá vondur er gerði á hlut hvíta mannsins. Þetta minnir ákaflega á hlut- skipti indíánanna sent ég var van- ur að lesa unt í barnæsku minni. Léttfeti, Valsauga og aðrir slíkir kappar börðust nteð hvítum og voru góðir fyrir vikið. Ef hins vegar hvítur maður gekk í lið með indíánum var sá hinn sami uppmálaður sem versta illmenni og fantur. Munurinn á svertingj- um bíómyndanna og indíánum æskubókmennta minna varsá að indíáninn var hetja en sverting- inn heimskt kjötflykki notað til uppfyllingar. Unt 1950 ákváðu Hollywood- stjórarnir að reyna svolítið þró- unarverkefni á góða negranum. Gera hann svolítið vitibornari og stoltari. Útkoman varð engu að síður að geðjast hvítum áhorf- endum sem hún og gerði því nú varð til svertingjahetjan sem hafði það eitt að markmiði að vinna traust og vináttu hvítra. Þessi nýja ímynd svartra ruddi Sidney Poitier brautina. Árið 1950 lék hann í No Way Out og á einu svipleiftri varð hin geðfellda og t'riðelskandi persóna Poitiers að uppáhalds ímynd svartra í hugum hvítra, hetjan sem fórn- aði sjálfum sér í þágu hvítra bræðra og leiddi hjá sér kyn- þáttafordóma þeirra. Poitier var fyrsta svarta stjarn- an í Hollywood. Og í tvo áratugi átti hann sér enga keppinauta. Hann var bókstaflega eini svert- inginn sem Hollywoodstjórarnir leyfðu að léki aðalhlutverk í bíó- mynd. Árið 1970 breyttist þetta snögglega og tveimur árum síðar staðhæfði bandaríska tímaritið Newsweek að af þeim um það bil 200 myndum sem kvikmyndaiðn- aðurinn í Bandaríkjunum fram- leiddi árlega væru nú ekki færri en 25 svertingjamyndir í fram- leiðslu. Sá sem reið á vaðið og hratt þessari öldu af stað var leikstjór- inn Melvin Van Peebles. Hann leyfði sér að breyta ímynd bíósvertingjans. Hinn mildi Poit- ier, sem sóttist eftir viðurkenn- ingu hvítra, hvarf og í staðinn kom vondi svertinginn, sá sem sótti sinn rétt í hendur hvítra hvað sem það kostaði. Þetta varð sem opinberun fyrir svertingja fátækrahverfanna, þarna sáu þeir drauntinn um að sigra „Mann- Howard E. Kollins var útnefndur tilÓskarsverðlauiia lyrir leik sinn í Ragtime. Sídan hcfur hann ekki birst í ncinni meiriháttar kvikmynd. inn" verða að veruleika - og pen- ingarnir flóðu í vasa Hollywood- stjóranna. Það stóð heldur ekki á þeim að svara kalli tímáns og svertingjamyndirnar urðu til á færibandi. Þetta varð gullöld þeldökku og vöðvamiklu leyni- lögreglumannanna. Þeir fluttust meðal annars upp til íslands í miklu magni og urðu til að sann- færa ofanskráðan um að hvíti kynstofninn væri að úrkynjast. Jafnvel Poitier skipti um ham og í Buck And The Preacher (1972) gerðist hann leiötogi strokuþræla í leit að nýju lífi. Fárið gengur yfir Árið 1977 kontu aðeins fjórar myndir um svarta úr smiðju Hollywood. Svertingjaæðið var gengið yfir, fátæklingarnir búnir að missa áhugann á ofurmennun- um og Sidney Poitier hafði lýst því yfir að hann vildi snúa sér að leikstjórn og leggja leikaraskap- inn á hilluna. Við þessar kringumstæður kom ný þeldökk stjarna fram á skoðunarplássið, Richard Pryor. Af þcim tveimur myndum, sem Eddie Murphy. Sidney Poitier er eini svarti kvikmyndaleikarinn sem tekist hefur að skapa sér nafn sem alvarlegur skapgerð- arleikari. Árið 1963 fékk hann Óskarinn fyrir leik sinn í Lilies Of The Field. svertingjar fengu að koma nálægt áriö 1977, lék hann lykilhlutverk í tveimur. En jafnframt því að Pryor tók viö hlutverki Poitiers var öðrum negrum steypt í gamla mótiö af góða eða vonda svert- ingjanum og þá eingöngu í auka- hlutverkum. Nýja útgáfan af góða og vonda svertingjanum varð nú hin trúfasta hjálparhella og illgjarni götukrimmi scm Clint Eastwood og Charlcs Bronson tóku höndum saman um að lumbra á. Annars er Eastwood einn af fáunt hvítum leikurum scm staðið hefur í ástarsambandi við þeldökka konu á hvíta tjald- inu. Það fór ekki hjá því að þetta breytta viðhorf hefði áhrif á frama Pryors. Hann hélt sínum hlut í nokkur ár, lék í gaman- myndum en reyndi þó að skapa sér ímynd sem alvarlegur skap- gerðarleikari. í Blue Collar (1978), sem er þrátt fyrir aldur sinn ein yngsta alvarlega myndin þar sent svartir fara með aðal- hlutverk, lék hann verkamann sem ásamt tveimur félögum sín- um stelur peningum frá spilltu verkalýðsfélagi. Blue Collarvarð ekkert dollaraævintýri og það má fullyrða að Pryor hefur ekki enn tekist að skapa sér sömu ímynd og Sidney Poitier tókst. Enda er slíkt erfiðara en margur hyggur. Um svipað leyti og skærasta stjarnan í dag, Eddie Murphy, var að byrja himnaklifur sitt kom myndin Ragtime fyrir augu áhorfenda. Þetta var árið 1981. Aðalhlutverkið var í höndum þeldökka skapgerðarleikarans Howard E. Rollins. Fyrir túlkun sína á hinum byltingarsinnaða Coalhouse Walker í Ragtime var hann útnefndur lil Óskarsverð- launa sem hann þó ekki hlaut. Myndin segir frá píanistanum Walker sem er í þann veginn að giftast, hann er þokkalega vel stæður, hefur fasta vinnu og á hraðskreiðan bíl. Allir framtíðar- draumar Walkers breytast einn daginn þegar hann verður fyrir heldur rætinni áreitni kynþátta- hatara. Walker er enginn Tómas frændi. hann vill fá leiðréttingu sinna mála hjá yfirvöldunum en þau virða allar óskir hans að vett- ugi. Barátta Itans er vonlaus frá upphafi en hún á engu að síður rétt á sér. Það var svo annað mál að Ragtime var engan veginn í takt við tímann. Alvarlegar svertingjamyndir eiga ekki upp á pallborðið hjá okkur bíóförum á níunda áratugi 20. aldra. Við vilj- um gamansama svertingja, ekki alvarlega. Þess vegna er Eddie Murphy frægur og ríkur í dag en Howard E. Rollins gleymdur. í gamla farið Eddie Murphy hefur á undan- förnum árum tekist að sameina í eitt mildi Poitiers í garð kyn- þáttahatara og gamansemi Pryors. Á yfirborðinu er persóna Murphys að sjá ólík kyrrlátri og virðulegri framkomu Poitiers. Murphy er grallarinn sem hefur unun af því að slengja tvíræðum gamanyrðum ;iö hvíta mannin- um. I 4S Hours er hann sakamað- urinn sem hlekkjaöur viö Nick Nolte fcr um götur stórborgar- innar í leit að morðingjum. í bcsta atriði myndarinnar kcmur Murphy inn á hvítra manna kúrckabar og tilkynnir furöu- lostnum kráargcstum: „Það er kominn nýr lögreglustjóri í bæinn." Þctta er háðskur brand- ari sem í einni svipan opnar okk- ur sýn inn í verstu martröð bleik- skinnanna og þá sem Hollywood hefur reynt að forðast af fremsta megni - martröðina um reiða svarta manninn sent hefur lögin á bak við sig. Þrátt fyrir þetta er Murphy góði svertinginn. Þegar hann fær tækifæri til aö flýja gríp- ur hann það ekki. Hann gefur frelsi sitt upp á bátinn til að hjálpa hvíta félaganum og þeir verða vinir. Þetta er sami rauði þráðurinn og gekk í gegnum /n The Heat Of The Night en þar lék Poitier leynilögreglumann sem neyðist til að vinna með fordómafullum hvítum lögreglu- stjóra. Smám saman lærist þeim að meta hvorn annan. The Defiant Oncs slær á svipaða strengi en þar er Poitier fangi sem strýkur úr fangelsi hlekkjað- ur viö Tony Curtis. í Trading Places vcrður svertinginn ekki aðcins að sanna sig í augum lág- stéttarlöggu heldur er um að tefla viröingu auðkýfmga. Murphy er fátatklingurinn sem vegna veð- máls er hafinn upp í æðstu stöðu til að sanna eða afsanna ákveðna hugmynd um mun erfða og áunn- inna eiginleika. Poitier mátti stríöa við svipaðan vanda í Guess Who's Coming To Dinner? Hann var þá læknirinn sem fór á fjör- urnar við dóttur ríks föður af hvíta kynstofninum. Þessar áðurnefndu myndir endurspegla svo ekki verður um villst að ímynd svertingja hvíta tjaldsins í dag hefur ekici breyst svo orð sé á gerandi frá því sem hún var fyrir 1970. Hann á sér ekkert keppikefli annað en að geðjast hvíta manninum. Annað hvort skal hann segja okkur brandara eða hjálpa lögreglu- stjóranum að ná vondu körlun- urn, sem stundum eru svartir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.