Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 5
eeer iBúidaí 4. febrúar 1989 Leikfélag Akureyrar: Hver er hræddur við Virgmíu Wolf? Um næstu helgi, föstudaginn 10. febrúar, frumsýnir Leikfélag Akureyrar hið kröftuga verk Hver er hræddur við Virginíu Wolf. Verkið er eftir banda.ríska leikskáldið Edward Albee og var fyrst sýnt á Broadway 1962 við mikla hneykslun áhorfenda en jafnframt hrifningu. Leikritið fjallar um ástir hjóna, ekki samlyndra hjóna eins og Guðbergur skrifaði um heldur afár ósamlyndra hjóna. Georg og Marta rífast og berjast en þau eru samt bundin órjúfanlegum til- finningaböndum. Hjónin Richard Burton og Elizabeth Taylor túlkuðu Georg og Mörtu á hvíta tjaldinu á sínum tíma en Leikfélag Akureyrar hef- ur fengið hjónin Helga Skúlason og Helgu Bachmann til að kýta á sviði Samkomuhússins. Pau hafa verið gift í 30 ár og ættu því að þekkja vel til leyndardóma hjónabandsins. Ekki þarf heldur að orðlengja það að það er mikill fengur fyrir Leikfélag Akureyrar að fá þessa landsþekktu leikara til starfa. og jafnvel heimsþekktu þar sem Helgi Skúlason er. Með hlutverk ungu hjónanna, sem eru svo ógæfusöm að þiggja heimboð Mörtu um miðja nótt, fara þau Ellert A. Ingimundar- son og Ragnheiður Tryggvadótt- ir. Leikstjóri er Inga Bjarnason, Guðrún Svava Svavarsdóttir hannaði leikmynd og búninga og tónlist er eftir Leif Þórarinsson. SS Endurskoðun Akureyri hf. SAMEINING Fyrirtækin Endurskoöun Akureyri hf. og Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. hafa sameinað rekstur sinn í einu endurskoðunarfyrirtæki á Akureyri undir nafninu Endurskoðun Akureyri hf. NÝIR AÐILAR Frá síðastliðnum áramótum gerðust þeir Arnar Árnason og Björgólfur Jóhannsson, löggiltir endurskoðendur, aðilar að félaginu. NÝTT AÐSETUR Félagið hefur flutt starfsemi sína að Glerárgötu 24, III. hæð. FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA Við kappkostum að veita trausta og góða þjónustu og önnumst eftir sem áður: ★ Endurskoöun og reikningsskil. ★ Bókhald og reikningsskipulagningu. ★ Launabókhald og hvers konar tölvuvinnslu. ★ Ráögjöf í skattamálum og gerö skattframtala. ★ Stofnun og sameiningu félaga. ★ Rekstrarráögjöf og áætlanagerð. TENGSL Félagið er í tengslum við Endurskoðun hf. og Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. sem hafa starfsemi víðs vegar um land. Þá er félagið aðili að alþjóða endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. B1H9 Endurskoðun Akureyri hf. Þorsteinn Kjartansson, Arnar Árnason, Björgólfur Jóhannsson, löggiltir endurskoftendur Glerárgötu 24, Akureyri. Sími 96-26600 • Símfax 96-26601.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.