Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 4
 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÓRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skynsamleg markmiö Á næstu dögum mun skýrast hvaða kröfur laun- þegasamtökin munu setja í forgang í komandi kjarasamningaviðræðum. Ályktun fundar fram- kvæmdastjórnar Verkamannasambands íslands og formanna svæðasambanda ASÍ frá því á þriðjudag vekur vissulega vonir um að áhersl- urnar verði aðrar en oft áður og kröfugerðin raunsærri og skynsamlegri. í fyrrnefndri ályktun kemur fram að Verka- mannasamband Islands telur að leggja beri megináherslu á fjögur atriði: í fyrsta lagi að atvinnuöryggi verði tryggt, í öðru lagi að verð- bólgu verði haldið í skefjum og í þriðja iagi að lífskjör verði sem jöfnust í þjóðfélaginu. Fjórða atriðið, sem nefnt er í ályktuninni, er síðan verndun kaupmáttar. Þótt verkalýðsforystan sé ekki enn farin að móta kröfur um launahækkanir, kveður óneitan- lega við nokkuð annan tón í þessari ályktun en oft áður. Árum saman hefur aðaláherslan í kjarasamningaviðræðunum verið lögð á að ná fram svo og svo hárri prósentuhækkun launa. Oftast hafa þær hækkanir síðan verið teknar af launþegum skömmu síðar, með gengisfellingu eða öðrum efnahagsráðstöfunum stjórnvalda. Fullyrða má að þessi markmiðssetning fram- kvæmdastjórnar VMSÍ og formanna svæðasam- banda ASÍ sé afar skynsamleg, með tilliti til aðstæðna í þjóðfélaginu. Umframeftirspurn eftir vinnuafli heyrir sögunni til og víða er atvinnu- leysis tekið að gæta í nokkrum mæli. Þess vegna er krafan um fulla atvinnu tímabær. í annan stað er ljóst að verðbólga hefur ávallt þau áhrif að kaupmáttur launa rýrnar. Þess vegna er mikil kjarabót í því fólgin ef verðbólgu verður haldið í skefjum. Krafan um launajöfnun er einnig sjálfsögð. Launamunur er allt of mikill hér á landi og kannanir sýna að hann fer vaxandi. Nauðsynlegt er að draga úr þessum mun með markvissum aðgerðum. Það stendur launþega- forystunni næst að hafa frumkvæði að slíkum aðgerðum. Ef þessi markmið nást fram í megin- atriðum hefur mikið áunnist. Síðast en ekki síst hljóta komandi kjara- samningaviðræður að snúast um verndun þess kaupmáttar sem þegar er fyrir hendi. Það er tómt mál að tala um aukinn kaupmátt eins og nú árar. Verkalýðsforystan á varnarbaráttu fyrir höndum og það er mjög mikilvægt að hún búi sig skynsamlega undir þann slag. Fyrrnefnd ályktun bendir til þess að raunsæissjónarmið verði látin ráða ferðinni að þessu sinni. BB. Þorrastríðni ísalands „Þetta er ísland,“ er haft eftir gamla, góða rokkbrýninu Fats Domino, þá hann steig út úr vélinni á Akureyrarflugvelli hér um árið, og sá þennan fallega bæ í drifhvítum faðmi Snæ- drottningarinnar, en af þeirri göfugu frú mun hann fremur lít- ið hafa séð á suðvesturhorninu, og væntanlega furðað sig mikið á nafni landsins. Líklega hefði þessu nú verið öðruvísi varið, ef hann hefði gist land okkar nú í byrjun þorra, það er að segja ef hann hefði náð að lenda í Kefla- vík, þar sem flugvöllurinn lok- aðist vegna veðurs ekki einu sinni, heldur tvisvar í sömu vik- unni. Ekki einsdæmi Þessi þorrastríðni ísalands er svo scm ekkert einsdæmi, og jafn- veí a “Suðvesturhorninu hefur það oft hent að þorri gamli hafi sýnt á sér klærnar með tilheyr- andi röskun á samgöngum, skólahaldi og dansiböllum, að ekki sé minnst á sýningum Þjóðleikhússins, sem kvað eiga aö fara að lappa upp á, á kostn- að hins tóma ríkiskassa okkar, eða öllu heldur út á krít í útlönd- um. eins og bygging skoppara- kringlunnar hans Davíðs á að fjármagnast. Umrædd skopparakringla sem næsta eða þarnæsta kynslóð verður látin borga, þjónar ein- mitt þeini tilgangi að geta lokað nokkurn hóp fólks af, burt frá íslenskri þorrastríðni, og leitt inn í veröld suðrænna veiga, og suðrænna pálmalunda, vonandi langlífari en fíkjutrén góðu í Leifsstöð urðu, og verður þetta að sjálfsögðu að teljast hið göfugasta markmið í Ijósi frétt- anna sem berast út um landið af allri ófærðinni og óáraninni fyrir sunnan, frétta sem á stundum ná að ýta burt jafnvel hinum sérpöntuðu fréttum þeirra stall- systra Ingu Jónu og Sigurveigar um alít ósamkomulagið á stjórnarheimilinu, eða bölvuðum matarskattinum, og eignaskatti á eyri ekkjunnar. Makalaust annars að heyra það í fréttum að vandræði séu vegna vanbú- inna, fastra bíla eftir margra daga hríðargusur, eða það að smástelpur úr firðinum skuli sendar landshorna milli í rútum, til þess eins að spila handbolta, þegar allra veðra er von, og klykkt svo út með því að segja í útvarpsþætti, að best sé að hætta að hafa norðan- pakkið með, þó svo hann Broddi minn Broddason hafi að vísu látiö hjá líða, að minnast á það, að stúlkur að norðan lítið eldri en litlu dúllurnar úr Hafn- arfirðinum, komust í rútu líka, bara að norðan og suður, þenn- an sama dag. Allt um það. Það er sjálfsagt miklu auðveldara að aka suður Holtavörðuheiðina en norður hana. Hagræðing Það felst vafalítið mikil hagræð- ing í því að kippa öllum norð- lenskum liðum útúr íslandsmót- um yngri flokka í handbolta, að ekki sé nú talað um farg það seni af öllum verður létt, þegar ekki er lengur verið að ana með blessuð börnin út í allskyns ófærur, það er að segja „út á land“. Líklega best þau fái aldrei vitneskju um það að þau búi í þessu voðalega landi sem kallast ísland. Það þarf raunar engin börn til. Staðreyndin vefst nefnilega fyrir mörgum fullorðnum líka, eins og raunar dæmið um bílinn á sumardekkj- unum sem böðlast um í snjó- sköflunum sýnir svo glögglega. í þessu sambandi er einmitt vert að minnast á hina svoköll- uðu hagræðingu, en hagræðing er sem kunnugt er mjög í tísku um þessar mundir. Vissulega á hagræðing oft á tíðum mikinn rétt á sér. Þannig á maður til að mynda bágt með að skilja nauð- syn þess að á Ólafsfirði, svo dænii sé tekið, sé verið að reka tvö fyrirtæki á sviöi frystingar, þegar eitt niyndi nægja, spar- andi þannig þann kostnað sem hlýst af tvöfaldri yfirstjórn, tvö- földu bókhaldi og svo framveg- is. Eitt stórt almenningshluía- félag myndi þarna vera mun arðbærara. Slík hagræðing á mjög víða við, og gæti átt veru- legan þátt í því að þróa landið í átt til blandaðs hagkerfis nútíma- samfélagsins í stað þess að vera eins og Jón Baldvin kallaði það „tæknivætt veiðimannasam- félag“, frumstæður, ríkisrekinn fjölskyldukapítalismi með ofvaxna höfuðborg í stíl þróun- arlandanna sem iðnríkin fá hráefni'sín frá á spottprís. Hagræðiöfgar En góðir hlutir eins og hagræð- ing geta oft gengið út í öfgar. Það er réttilega bent á að hér á Akureyri séu ellefu bankastofn-- anir, þó það gleymist að taka fram að hér er enginn banki, bara útibú að sunnan. Vel má vera aö þessum stofnunum megi fækka, en hins ber að gæta, að þessar bankaafgreiðslur gegna mjög mikilvægu þjónustuhlut- verki ekki síst úti í hverfunum. Má þar nefna meðal annars greiðslu tryggingabóta, sem ætla má að erfitt verði fyrir margt gamalt eða fatlað fólk að nálgast í alla vegana veðri og færð, til dæmis ef fara þyrfti utan úr Þorpi og inn í miðbæ, og þykjast víst Þorparar ekkert of sælir með sína þjónustu nú, hvað þá ef enn á að skerða hana. Þess er vart að vænta, að þeir útlendu aðilar sem hann Sverrir í Ögurvík ætlar að fá til að hagræða hjá sér og kosta til einhverjum milljónum af vaxta- gróða banka allra landsmanna, skilji slíkar aðstæður, enda má líklega telja að þeim verði lítið af landinu sýnt ef þeir þá sjá ástæðu til að heimsækja það, nema ef vera skyldi Miðfjarð- aráin og næsta umhverfi hennar. Hið sama má líka segja um Fluglciðir, verkalýðsvinina miklu, sem einnig hafa fengið útlendinga til að hagræða hjá sér fyrir einhverjar milljónir seni við fáum væntanlega að sjá á fargjaldareikningunum okkar. Vitaskuld geta þessir útlending- ar aldrei skilið íslenska byggða- stefnu og það hvernig flugið tengist henni. En vitanlega er þeim vorkunn. Því hvernig eiga útlendingar að geta skilið Island og íslenska staðhætti, ef inn- fæddir skilja þessa hluti ekki sjálfir, eða öllu heldur skilja, en vilja ekki horfast í augu við. Það eru hvítir sandar og græn pálmatré undir brennandi sól aðeins í fjögurra klukkustunda ferð héðan. Þangað getum við leitað ef svo ber undir. En það er ekki veruleiki hins íslenska þorra. Hann Denni okkar sem heldur sig enn við hin grænu ljósin meðan aðrir eru á rauðu, hefur verið að byggja einhverj- ar skýjaborgir sem ganga útá það að gera ísland að heilsu- miðstöð heimsins eða hvað það nú heitir, og hyggst auðvitað fá útlendinga með í púkkið. Þetta er óþarfi. ísland er þegar hrein- leikamiðstöð. Við þurfum bara að selja útlendingunum þessa fínu ómenguðu þorrastríðni Isalandsins, og akureyrskbrugg- aðan Löwenbrau í kaupbæti. Að sannfæra útlendinga um þetta, og í leiðinni okkur sjájf er okkar eiginn höfuðverkur. Hér geta engir utanaðkomandi hjálpað ef við ekki hjálpum okkur sjálf. En fyrst verðum við að horfast í augu við landið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.