Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 16
Kveikjuhlutir í úrvali þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700 Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga á Þórshöfn í erfiðleikum: Skuldar félagið röskar 500 milljónir? - Enn á ný deila menn um réttmæti breytinga Stakfellsins í frystiskip Miklir erfiðleikar blasa nú við Utgerðarfélagi Norður-Þing- eyinga á Þórshöfn. Atvinnu- tryggingarsjóður hefur hafnað umsókn félagsins um lán úr sjóðnum og segir Gunnar Hilmarsson formaður sjóðsins að óöruggur rekstrargrund- völlur skipti mestu þar um. Hann segir félagið of skuldugt og eigið fé þess of lítiö tii að réttlætanlegt hafi verið að lána Útgerðarfélaginu fé. Reikningar fyrir árið 1988 hafa ekki verið lagðir fram, þannig að heildarskuldir fyrirtækisins eru enn óskrifað blað. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þær þó rösklega 500 milljónir króna, en við gengisfellinguna í ársbyrjun hækkuðu skuldir félagsins um 30 milljónir króna. Stærstu skuldu- nautar félagsins eru Landsbank- inn, Ríkisábyrgðarsjóður og Helgarveðrið: Snjókoma af öllum áttum - kaldir vindar Byggðasjóður. Útgerðarfélagið gerir út tvö skip, Stakfellið, sem er frystiskip, og Súlnafellið sem keypt var til að afla hráefnis fyrir fiskvinnsluna. Að Útgerðarfélaginu standa Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn, sem á 52% hlut í fyrirtækinu, Þórshafnarhreppur sem á 23%, Hraðfrystistöð Þórshafnar á einnig 23% hlut og Svalbarðs- hreppur 2%. Þegar Stakfellinu var breytt í frystiskip, í apríl-maí árið 1987, risu um það allnokkrar deilur og voru heimamenn ekki á einu máli um breytingarnar. Þeir sem fiskvinnslumegin standa töldu stefnuna ranga og bentu á að upþhaflega hafi skipið verið keypt til að afla hráefnis fyrir vinnsluna, en meirihluti stjórnar ÚNÞ - kaupfélagsmcnn, töldu útgerðina tapa stórfé vegna skorts á alfrystibúnaði. Nú deila menn enn um réttmæti breyting- anna, og sagði einn heimildar- manna blaðsins að tímaspursmál væri hvenær staðurinn missti báða togarana. Þórólfur Gíslason stjórnarformaður ÚNÞ sagði lín- ur skýrast eftir örfáar vikur varð- andi hvað gert yrði í málum félagsins, en vildi að öðru leyti ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. mþþ Gestur Davíðsson og Ingólfur Gíslason, bakarar hjá Brauðgerð KEA, með fullan bakka af bollum, hreyknir á svip. Mynd: TLV Bolludagurinn framundan: Hundrað þúsund bollur ofan í Akureyringa Þá er bolludagurinn framund- an og á mánudaginn mun land- inn llykkjast í bakaríin. Undir- búningur bolludagsins hófst sl. miðvikudag hjá flestum brauð- gerðum og verður unnið stans- laust yfir helgina. Hjá Brauðgerð KEA verða bakaðar 35-40 þúsund bollur og er það öllu meira en í fyrra. Að sögn bakarameistara KEA eru bollurnar alltaf að stækka ár frá ári og að sjálfsögðu einnig betri og betri ár frá ári. Hjá Kristjáns- bakarí verða bakaðar um 40 þús- und bollur, sem er svipað magn og í fyrra. Einarsbakarí ætlar að baka um 20 þúsund bollur, þann- ig að gera má ráð fyrir að Akur- eyringar og nærsveitamenn inn- byrði hátt í 100 þúsund bollur að þessu sinni, svo ekki sé minnst á allar heimabökuðu bollurnar. Það þarf svo vart að taka það fram að bakarameistarar sögðust nota ekta rjóma og ekta súkku- laði í bollurnar, þannig að enginn ætti að verða vonsvikinn. Svo er bara ykkar að dæma, en að lok- um: Verði ykkur að góðu. -bjb Akureyri: Nokkur fyrirtæki og einstakl- ingar kaupa Hótel Varðborg - Miklar endurbætur framundan á hótelinu sem fær nafnið Hótel Norðurland „Það munu kaldir vindar blása um Norðlendinga um helg- ina," sagði Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur, aðspurð- ur um helgarveðrið. Á laugar- dag verður all hvöss noröanátt meö snjókomu eða éljum. Á sunnudag snýst vindur í suö- austan eða austanátt með snjókomu undir kvöldið. Hita- stig á laugardag veröur á bil- inu 4-10 stig í mínus en eitt- hvað hlýrra verður á sunnu- dag. -bjb Janúar afar úr- komusamur Úrkomu- og umhleypinga- samur janúarmánuður er að baki. Úrkoma í mánuðinum mældist 94.1 stig á Akureyri sem er tvöföld meðalúr- koma í janúar. Meðalhitinn mældist 1.1. stig og er aðeins yfir meðallag- inu. Trausti Jónsson í veður- farsdeild Veðurstofu íslands segist ekki hafa sólskinsstund- irnar á hreinu enn, en þær muni vera afar fáar. Vindhraði fór mest upp í 8 vindstig þann 7. janúar og sagði Trausti að mánuðurin hefði ekki verið hvassviðra- samur, en óhætt að fullyrða að umhleypingasamur hefði hann verið. Mest frost mældist 10.7 stig, en þó janúar væri mældist ein- nig 10.6 stiga hiti hinn 31. janúar. mþþ Nokkur fyrirtæki og einstakl- ingar í ferðamannaiðnaðinum á Akureyri hafa keypt Hótel Varðborg af fyrirtækjum IOGT á Akureyri. Á meðal kaupenda eru Ferðaskrifstofa Akureyrar og Flugfélag Norðurlands og að sögn Gísla Jónssonar hjá FA verður endanlega gengið frá stofnun hlutafélags um kaupin í næstu viku en hinir nýju eigendur hafa þegar tekið við hótelinu. „Við tókum bara við til að loka, því framundan eru miklar endurbætur á húsnæðinu, bæði að utan og innan. Það þarf að skipta um allt gler í húsinu, skipta um hurðir, innréttingar og teppi, mála og gera ýmsar þær bætur sem þarf til þess að þetta geti talist nútímalegt hótel. Þarna eru 30 herbergi en við stefnum að því að opna hótelið á ný um miðjan apríl og þá undir nafninu Hótel Norðurland, sem var nafn- ið á hótelinu áður en það fékk nafnið Hótel Varðborg," sagði Gísli ennfremur. Aðspurður sagði Gísli það ekki vera efst á óskalistanum að selja vín á hótelinu. „En við munum engu að síður sníða reksturinn eftir þeim kröfum og óskum sem koma upp þegar gest- irnir fara að streyma inn. Það er ekki meiningin að setja þarna upp matsölustað, heldur að þjóna fyrst og fremst stærri hóp- um sem vilja borða þarna og geta þá fengið léttvín og öl með matnum." Gísli sagði rekstur Hótels Norðurlands samræmast mjög vel rekstri Ferðaskrifstofu Akur- eyrar og auka möguleika skrif- stofunar til muna. „Við höfum nokkra reynslu í svona rekstri því við höfum rekið sumarhótel að Þelamörk undanfarin tvö sumur en það leggst nú af,“ sagði Gísli Jónsson. -KK Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, um fréttaflutning Dagblaðsins Vísis sl. miðvikudag: Yfírgengilegar rangfærslur og lygi í loðdýragrein DV Á fundi í Hlíðarbæ í fyrra- kvöld fór Steingrímur J. Sig- fússon, landbúnaöarráðherra, ófögrum orðum um frétta- flutning DV sl. miðvikudag af þeim aðgerðum sem ríkis- stjórnin hefur ákveðið til að styðja við bakið á loðdýra- ræktinni. DV segir í forsíðu- frétt af málinu að í þeim felist ríkisstyrkur upp á rúman hálf- an milljarð króna. Fyrirsögnin á forsíðu er eftirfarandi: „Styrkurinn nemur fjórföldum árstekjum greinarinnar.“ Landbúnaðarráðherra sagði svo grófar mistúlkanir í frétt DV af málinu að engu tali taki. „Blaðið hefur skrifað um þetta margar fréttir undanfarna daga og birt langa fréttaskýringu. um málið. I henni er meiru logið til en ég hef nokkru sinni áður séð. Þær 55 milljónir króna sem ákveðið hefur verið að ríkið leggi beint til loðdýraræktarinnar í formi niðurgreiðslu á fóðurverði eru í meðförum DV orðnar að hálfum milljarði króna. Þetta er satt best að segja svo yfirgengileg meðferð á tölum og svo margar rangfærslur í einni grein að mér er til efs að DV hafi getað ráðið sér svona vitlausan blaðamann. Það hljóta að læðast að mér nokkrar efasemdir um að maður- inn sé ekki svona gjörsamlega mislukkaður á sínu sviði og þetta geti allt verið óviljandi rangtúlk- að,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.