Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 9
4. febrúar 1989 - DAGUR - 9
að íslendingar eru allir meira og
minna skyldir og einangrun landsins
hefur haft það í för með sér, að er-
lend kynblöndun hefur verið ákaf-
lega lítil hér, þar til á þessari öld.“
Hef ekki gaman af að
umgangast fólk sem er
hlekkjað í viðjar vana
og smáborgaraháttar
- Hvað með önnur áhugamál en ætt-
fræði, er eitthvað annað sem kemst
að?
„Eitt af mínum helstu áhugamál-
um eru neysla áfengis, hass og amfeta-
míns á góðurn stundum. í vímunni
skapast líkamleg vellíðan og andlegt
upphafningarástand, sern gerir það
að verkum að maður nýtur betur
ýmissa andlegra gilda. svo sem tón-
listar, kveðskapar og þess sem augað
gleður, svo og mannlegra samskipta.
Pá kynnist maður gegnunr framan-
sagt taugakerfisföndur fjöldanum
öllum af skemmtilegum og litríkum
persónuleikum, sem maður myndi
trauðla komast í kynni við ella. Enn-
fremur hef ég gaman af tónlist, þá
einkum popp- og rokktónlist, svo og
þjóðlögum og ættjarðarlögum, sem
oft eru tekin við skál í réttum og á
hestamannamótum. Einnig hef ég
gaman af hefðbundnum íslenskum
kveðskap og set reyndar stundum
saman sjálfur, þegar andinn kemur
yfir mig. Þá má tína það til, að ég hef
gaman af ferðalögum og því að
umgangast hresst fólk, og þá fólk
sem sker sig eitthvað úr, ekki fólk
sem hlekkjað er í viðjar vana og
smáborgaraháttar.“
Búum við besta
almannatryggingakerfi
í heimi
Hvað með þjóðmál, hefur þú ein-
hverja skoðun á íslensku þjóðfélagi?
„Aður en ég fer að setja út á það,
sem miður er, vil ég byrja á því að
geta þess sem vel er um íslenskt
þjóðfélag. Við búum hér við ein-
hverja bestu samtryggingu og
almannatryggingakerfi í heimi og
hygg ég að engin þjóð standi okkur
framar í þessu efni, nema e.t.v.
Svíar. Þetta er ekki svo lítill hlutur.
ef gerður er samanburður við önnur
lönd. Víða erlendis er það fólk sett á
guð og gaddinn - eða svo til - sem
sakir elli eða örkumlunar getur ekki
framfært sig, og það er leitun að því
landi þar sem læknisþjónusta er
greidd eins mikið niður og hér. Þetta
mætti nrargur íhuga, sem prísar dýrð
útlandanna, en finnst allt að öllu hér
heima. Vitaskuld eru greiðslur til elli-
lífeyrisþega og einstæðra foreldra
smánarlega lágar, en betra er þó að
fá einhvern lífeyri en engan.“
Það að taka áhættu
er mjög þroskandi
En livað með það slæma í þessu
þjóðfélagi?
„Já, þá vil ég víkja að ranghverf-
unni. Ber þar fyrst að nefna mjög
ískyggilega þróun sem á sér nú stað
um allan hinn vestræna heim. Hún
felst í þe.irri viðleitni möppudýra
kerfisins að steypa okkur öll í staðl-
aða mynd og líða lítil frávik til orðs
og æðis, en gefa því fólki sjúkdóms-
stimpil, sem lætur eftir ástríðum
sínum. Það eru grundvallar mann-
réttindi, að hver einstaklingur hafi
rétt til lífs og rétt til þess að ráðstafa
lífi sínu að eigin geðþótta og leita
hamingjunnar eftir þeim leiðum, sem
hann sjálfur kýs, að því tilskildu að
hann geri ekki á hluta annarra eða
stofni þeim í ótvíræða hættu. í þessu
felst að einstaklingurinn hefur fullan
rétt á því að taka þá áhættu, sem
hann vill, á eigin lífi og limum. Það
að taka áhættu er mjög þroskandi,
því sá tekur litlum framförum sem
aldrei reynir neitt á. Því miður eru
framansögð mannréttindi þverbrotin
í íslensku þjóðfélagi. í fyrsta lagi eru
hér leyfðar fóstureyðingar á „félags-
legum forsendum“. í öðru lagi er
fólki bannað að neyta annarra vímu-
gjafa en áfengis, svo sem hass og
amfetamíns, sér til gleði og jákvæðra
hughrifa. Og fyrir það þriðja eru
menn skyldaðir til þess að tjóðra sig
eins og hunda þegar þeir ferðast urn í
bifreiðum. En það þarf kannski eng-
an að undra þótt hérlendir valdhafar
hafi forgöngu um slík mannréttindi,
þar sem þeir háu herrar virðast ekki
telja sér skylt að virða mannréttinda-
ákvæði stjórnarskrárinnar nema eft-
ir dúk og disk, sbr. bók Jóns Steinars
Gunnlaugssonar „Deilt á dómar-
ann“.
Farið að skilgreina
allar mannlegar ástríður
sem sjúkdóma
í Sovétríkjunum var lengi lenska að
úrskurða þá menn geðsjúka, sem
sýndu 'sjálfstæði í hugsun og breytni,
en neituðu að undirgangast kerfis-
þrælkun og taktgönguræfilshátt.
Sömu aðferð var og reynt að beita
við Jónas Jónsson dómsmálaráð-
herra frá Hriflu, þegar hann gerðist
áhrifamönnum þungur ljár í þúfu.
Öll var þessi „sjúkdómsgreining",
jafnt hér sem í Rússíá, að sjálfsögðu
í fyllsta máta læknisfræðileg og
hávísindaleg í úttali þeirra manna
sem vildu klína á hina sjúkdóms-
stimplinum í þeim tilgangi að fá þá
svipta almennum mannréttindum. í
Rússlandi var reynt að „lækna" hinn
„sjúka" með heilaþvotti. Fæstir
skyldu víst ætla að sjúkdómasmíð
hliðstæð þessari ætti sér stað í vest-
rænum þjóðfélögum, en þannig er
því þó einmitt varið. Stöðugt færist í
vöxt að skilgreina allar mannlegar
ástríður sem sjúkdóma, sem þurfi
meðfcrðar við. Ef fólk hefur mann-
rænu á því að nytja boðefnaforða
taugakerfis síns og láta sér líða vel
við nautn áfengis, hass og amfeta-
míns, er það brotalaust flokkað und-
ir sjúkdóm og kveður svo rammt að,
að nærri liggur að þetta sé orðinn
hluti af trúarjátningu landsmanna.
Hitt mun ekki eins kunnugt, að er-
lendis er nú farið að skilgreina það
fólk sjúkt, sem hneigist til ofáts, og
ennfremur það fólk sem hneigist
mikið til kynlífs. Eru þessum „sjúkl-
ingum" settar meðferðir í stíl við þær
sem neytendunr áfengis og annarra
vímuefna er boðið upp á, að því að
nrér er tjáð. Með sama áframhaldi
verður ekki til sú hegðun eða mann-
vera, sem sérfræðingastéttin getur
ekki auðveldlega sjúkdómsgreint
sem óeðlilega eða sjúka, ef hún sýnir
frávik frá því staðlaða móti sem
þjóðféiagskerfið vill troða upp á
jafnt háa sem lága, sbr. bók Jóhann-
esar Björns Lúðvíkssonar; „Skákað í
skjóli Hitlers,” bls. 95. En kannski er
þessi sjúkdómasmíð sérfræðinganna
vcl skiljanleg í Ijósi þess, að menn
hrinda ekki að öllu jöfnu af stað
þeirri þróun sem fækkar atvinnutæki-
færum þeirra. heldur einmitt það
gagnstæða.
Mannorðsþjófnaður
framinn á
fíkniefnaneytendum
Á undanförnum árum er búið að
fremja slíkan mannorðsþjófnað á
fíkniefnaneytendum, aö engu tali
tekur. Búiö er að innræta almenningi
að útilokað sé að neyta hass og
amfetamíns í hófi, að allri neyslu
vímuefna hljóti alltaf að fylgja mis-
notkun og vandamál og að vímuefna-
neytendur séu allir með tölu, eða að
minnsta kosti upp til hópa, veik-
lundaðir og óábyrgir einstaklingar,
trassar, ónytjungar, sjúklingar,
ofbeldismenn og yfir höfuð niðurrifs-
menn í mannlegu samfélagi. Þessu er
sannarlega á hinn veginn farið. Það
er aðeins örlítil prósenta af kannabis-
og amfetamínsneytendum sem þessi
lýsing gæti átt við, eða hlutfallslega
jafnlítil prósenta og sú sem sama lýs-
ing gæti að einhverju leyti átt viö í til-
vikum áfengisneytenda. Meirihluti
amfetamíns- og kannabisneytenda,
sem og áfengisneytenda, hefur góða
heildarstjórn á neyslu sinni, sem
hann viðhefur með góðri tempran á
góðri stundu, stundar lýtalaust
atvinnu sína, er efnahagslega sjálf-
bjarga, lifir meinlauslega við sam-
borgara sína og rækir vel uppeldi
barna sinna.
Hef stundað neyslu á hassi
og amfetamíni í 10 ár
Þetta get ég fullyrt með góðri sam-
visku, með því að nota þá fjölmörgu
kannabis- og amfetamínsneytendur
sem ég þekki persónulega, sem við-
miðunarhóp. Þetta fólk hefur hlotið
ranglátan dóm hjá almenningsálitinu
fyrir það eitt, að vilja láta sér líða vel
að eigin vali á góðum stundum og í
friði við alla menn. Þó svo að sum
dæmi minnihlutahóps fíkniefnaneyt-
enda scu hörmuleg, þá cinkunr
þeirra sem stunda sprautuneyslu. er
það fráleitt að láta meirihlutann
gjalda þess. Eða hvernig mundi
mönnum lítast á, að öllum þeim, sem
eitthvað fengjust viö áfengisncyslu á
lífsleiðinni, væri gefinn Hafnarstrætis-
rónastimpill af almenningsálitinu,
svo samanburöardæmi sé tekið?
Sjálfur hef ég stundað neyslu á hassi
og amfctamíni liátt í tíu ár, jafnhliða
áfcngisneyslu, vel að merkja í höfi,
og cr ég því hér ekki fjarri fregn, en
það er meira heldur en hægt er að
segja um marga þá, sem fjallað hafa
um þessi mál í fjölmiðlum.
Neysla á hassi
og amfetamíni
hcldur áfram að aukast
Stórskáldið Stephan G. Stcphanson
tók fyrir á eftirminnilegan liátt, til-
hneigingu almenningsálitsins til þess
að „stimpla" og brjóta þá niður sem
skera sig úr og fara sínar eigin leiöir.
í kvæði sínu um Jón hrak dregur
hann þar upp átakanlega. en því
miður raunsanna mynd, af því
hversu geysilegan niðurrifsmátt
almenningsálitiö hefur. Stórskáldið
Bólu-Hjálmar tekur og fordóma og
stimplagjafir skemmtilega fyrir í
þessari stöku:“
Lastaranum líkar ei neitt, ■
lætur hann ganga róginn,
finni hann laufhlað íölnad eitt.
pá fordæmir hann skóginn.
- Hvcr finnst þér að verði fram-
tíðin á íslandi, hvað varðar fíkni-
efnamál?
„Þaö er nú svo, þrátt fyrir fimbul-
famb fíkniefnalögreglu og lieila-
þvættinga, að fólk heldur sínu*itriki
og lætur ekki hræra í sér og segja sér
fyrir verkum. Neysla á hassi og
amfetamíni heldur áfram aö aukast á
íslandi, sem og annars staðar í hinum
menntaða heimi. Sannast þar hið
fornkveðna, að það kenrur fyrir lítið
að níða góðu hlutina niður, því þeir
mæla með sér sjálfir. Og ckki er ég
frá því, að niðjár okkar muni eftir
þrjú hundruð ár líta þá til fíkniefna-
löggjafar, sem við búum við í dag,
hliðstæðunr augum og við nútíma-
menn hrossakjöts- og hórdómslög-
in, sem forfeður okkar urðu að búa
við fyrir þrjú hundruð árum síðan.”
Það sem einum hæfír vel,
hæfír öðrum miður
Eitthvað að lokum, Guðmundur?
„Að lokum vil ég segja þetta, í
framhaldi af framansögðu. Einstakl-
ingar eru ekki steyptir í sama mót frá
náttúrunnar hendi og eru meira og
minna ólíkir innbyrðis. Það sem ein-
urn hæfir vel, hæfir öðrum miður
o.s.frv. Því það er einhver mesta fá-
sinna, sem fæðst hefur í mannlegum
heila, að reyna að steypa alla ein-
staklinga í sama staðlaða rnótið, en
skilgreina þá sjúku eða óeðlilegu.
sem ekki falla inn í þann ramma. Svo
verður mannlífið fegurst og tilbreyt-
ingaríkast, að hver og einn fái að
njóta sinna sérkenna, en kerfisþrælk-
un og taktgönguræfilsháttur eru
dauðadómur yfir öllum sönnum
húmanisma."