Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 13
15.00 Fettur og brettur. íþróttatengdur þáttur í umsjá Einars Brynjólfssonar og Snorra Sturlusonar. Farið verður yíir helstu íþróttaviðburði vikunnar. 18.00 Topp tíu. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Þráinn Brjánsson 24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar. 04.00 Ókynnt tónlist til morguns. Sunnudagur 5. febrúar 09.00 Haukur Guðjónsson Hress og kátur á sunnudagsmorgni. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Pétur Guðjónsson sér um að hafa góða skapið í lagi á sunnu- degi. 16.00 Hafdís Eygló Jónsdóttir spilar og spjaUar. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 íslenskir tónar. Mánudagur 6. febrúar 07.00 Réttu megin framúr. 23.00 Þráinn Brjánsson kveldúrlfurinn mikli, spilar tónlist sem á vel við á kvöldi slíku. 01.00 Dagskrárlok. 09.00 Morgungull. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Perlur og pastaréttir. 17.00 Síðdegi í lagi. Umsjón Þráinn Brjánsson. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Pétur Guðjónsson með Rokkbitann á mánudagskvöldi. 23.00 Þráinn Brjánsson tekur síðasta sprettinn á mánudögum. 01.00 Dagskrárlok. Stjarnan Laugardagur 4. febrúar 10.00 Ryksugan á fullu. Jón Axel léttur á laugardegi. Fréttir kl. 10 og 12. 14.00 Dýragarðurinn. Gunnlaugur Helgason sér um sveifluna. Fréttir kl. 16. 18.00 Ljúfur laugardagur. Tónlist fyrir alla. 22.00-03.00 Næturvaktin. Stjömustuð fram eftir novtu. Kveðjur og óskalög í síma 681900. 03.00-10.00 Næturstjömur. Sunnudagur 5. febrúar 10.00 Líkamsrækt og næring. Jón Axel sér um morgunleikfimina. 14.00 ís með súkkulaði. Gunnlaugur Helgason með tónlist fyrir sunnudagsrúntinn. 18.00 Útvarp ókeypis. Góð tónlist, engin afnotagjöld. 21.00 Kvöldstjörnur. 01.00-07.00 Næturstjörnur. Tónlist fyrir nátthrafna. Mánudagur 6. febrúar 7.00 Egg og beikon. Morgunþáttur Þorgeirs. Fréttir kl. 8. 09.00 Níu til fimm. Lögin við vinnuna. Gyða Dröfn og Bjarni Haukur. Heimsóknartíminn, (tómt grin) klukkan 11 og 17. Fréttir klukkan 10, 12, 14 og 16. 17.00 ís og eldur. Fréttir kl. 18. 18.00 Bæjarins besta 21.00 í seinna lagi. Tónlistarkokkteill sem endist inn í draumalandið. 01.00-07.00 Næturstjörnur. Fyrir vaktavinnufólk, leigubílstjóra, bakara og nátthrafna. Bylgjan Laugardagur 4. febrúar 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Góð helgartónlist sem engan svíkur. 14.00 Kristófer Helgason. Léttur laugardagur á Bylgjunni. Góð tónhst með helgarverkunum. 18.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hinn eldhressi plötusnúður heldur uppi helgarstemmningunni. 22.00 Næturvakt Bylgjunnar. 02.00 Næturdagskrá. Sunnudagur 5. febrúar 10.00 Haraldur Gíslason. Þægileg sunnudagstónlist. 13.00 Margrét Hrafnsdóttir. Lífleg stemmning hjá Margréti. 16.00 Ólafur Már Björnsson. Góð sunnudagstónlist. Óskalagasíminn er 611111. 21.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Þægileg tónlist á sunnudegi. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Mánudagur 6. febrúar 07.30 Páll Þorsteinsson. Fréttir kl. 8 og Potturinn kl. 9. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Fréttir kl. 10, 12 og 13. - Potturinn kl. 11. Bibba og Halldór á Brávallagötu 92 kíkja inn milli kl. 10 og 11. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Síðdegið tekið létt á Bylgjunni. - Óskalög- in leikin. Síminn er 611111. Bibba og Halldór aftur og nýbúin milli kl. 17 og 18. Fréttir kl. 14 og 16. Potturinn kl. 17. 18.00 Fréttir. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Steingrímur Ólafsson spjallar við hlust- endur. Síminn er 611111. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri músík minna mas. 20.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Þægileg kvöldtónlist. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Ólund Laugardagur 4. febrúar 17.00 Barnalund. Hildigunnur og Helga Hlín sjá um þátt fyrir yngstu hlustendurna. Leikrit, söngur, glens og gaman. 18.00 Enn á brjósti. 20.00 Gatið. 21.00 Fregnir. 30 mínútna fréttaþáttur. Litið í blöðin og viðtöl að venju. 21.30 Sögur. Hildigunnur Þráinsdóttir hefur umsjón. Smásögur. 22.00 Formalínkrukkan. Árni Valur spilar kvikmynda- og trúar- tónlist. 23.00 Krían í læknum. Rögnvaldur kría fær gesti í lækinn. 24.00 Alþjóðlegt kím. Rúnar og Matti fá fólk i heimsókn og spila ýmsa tónlist. 01.00 Næturlög. Næturvakt Ólundar. 04.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 5. febrúar 19.00 Þungarokksþátturinn. Tryggvi P. Tryggvason skrapar þunga- rokksskífur og hrellir hljóðnemann með þungarokksglefsum. 20.00 Gatið. 21.00 Fregnir. 30 mínútna fréttaþáttur. Atvinnulifið í bænum og nágrenni tekið til umfjöllunar. 21.30 Listaumfjöllun. 22.00 Gatið: Húmanistar á mannlegu nót- unum. Félagar í Flokki mannsins sjá um þáttinn. 23.00 Þokur. Jón Marinó Sævarsson. Hljómsveit eða tónlistarmaður tekinn fyrir. 24.00 Dagskráiok. Mánudagur 6. febrúar 19.00 Þytur í laufi. Jóhann Ásmundsson spilar uppáhalds pönkið sitt. 20.00 Gatið. 21.00 Fregnir. 30 mínútna fréttaþáttur. Fréttayfirlit síðustu viku. Fólk ræðir málin. 21.30 Mannamál. Islenskukennarar sjá um þáttinn. 22.00 Gatið. 23.00 Fönk og fusion. Ármann Gylfason og Steindór Gunn- laugsson kynna fönk- og fusiontónlist. 24.00 Dagskrárlok. Ijósvakarýni Samkeppnin hefur greini- lega orðið til góðs Það er jafnan sagt að samkeppni sé til góðs og miðað við þær breytingar til batnaðar sem orðiö hafa á Ríkisútvarp- inu, er ekki hægt annað en að taka undir það. Sérstaklega hefur dagskrá sjón- varpsins batnað til muna og í því sam- bandi má nefna íþróttaþættina, sem að mínu mati hafa algjöra yfirburöi yfir íþróttaþætti Stöðvar 2. Sjónvarpið hefur sjálfsagt yfir mun meira fjármagni að ráða en Stöð 2 og einnig eru íþrótta- fréttamenn Sjónvarpsins mjög hæfir í sínu starfi. Peningarnir sem Ríkisútvarp- ið hefur til að moða úr kemur úr vasa skattborgaranna á meðan Stöð 2 er rekin sem áskrifta- og auglýsingasjónvarp. En það kemur engu að síður einkar bjána- lega út að sjá íþróttafréttamenn Stöðvar Arnar Björnsson og félagar hans á íþróttadeild Sjón- varpsins hafa staöið sig vel síðustu vikur og mánuði. 2 auglýsa t.d. ryksugur í sínum íþrótta- þáttum. En einhver verður að borga vinnslu og útsendingu einstakra þátta því virðist m.a. þurfa að fara þessa leið. Sjónvarþið hefur gert nokkuð af því að sýna beint frá handboltalandsleikjum fyrir sunnan og fyrir okkur íþróttaáhuga- mennina úti á landsbyggðinni er þetta ómetanlegt og vonandi verður haldið áfram á sömu braut. Þá má ekki gleyma Bjarna Fel. og ensku knattsþyrnunni, sem ég þykist viss um að knattspyrnu- áhugamenn um allt land fylgjast með af miklum áhuga. Fréttaþjónusta Sjónvarpsins jókst til muna á síðasta ári, er byrjað var aftur á því að vera með seinni fréttir á kvöldin og^ eftir því sem ég kemst næst hefur það fallið í mjög góðan jarðveg hjá fréttaþyrstum íslendingum. Útvarpsrekstur hér á landi er gífurlega mikill og sennilega eigum við heimsmet t fjölda útvarpsstöðva, miðað við hina frægu höfðatölu. Eitthvað er þó farið að halla undan fæti víða og í einhverjum til- fellum er skuldinni skellt á Ríkisútvarpið. Rás 2 hefur tekið miklum stakkaskipt- um, enda hefur það komið á daginn að aðrar stöðvar eru farnar að fara í hjólför dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins, sem Stefán Jón Hafstein stjórnar af mikilli röggsemi. Þættir dægurmáladeildar byggjast upp á mun meira talmáli en var áður á Rás 2 og þar er tekið á öllu því helsta sem er að gerast í þjóðlífinu og það strax. Þetta hafa aðrar útvarps- stöðvar einnig tekið upp aö einhverju leyti og er það vel. Kristján Kristjánsson. ^..f.ebrúar 1989 - DAGUR - 1? S.Á.Á.-N. Almennur félagsfundur S.Á.Á.-N. verður haldinn að Hótel Varðborg laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Stjórnin. Aðalfundur Framsoknarfelags Eyjafjarðar verður haldinn í Hafnarstræti 90, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. HÁSKÓLI ÍSLANDS Námsstyrkur við háskólann í lowa Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Háskólans í lowa (Universi+y og lowa) veitir Háskólinn í lowa tveimur íslenskum námsmönn- um styrk til náms við skólann háskólaárið 1989/90. Annars vegar er um að ræða $1000 styrk til nemanda í grunnnámi (B.A.-B.S. námi). Hins vegar er boðið upp á styrk í formi niðurfellingar á skólagjöldum. Styrkurinn er ætlaður nemanda hvort heldur er á grunn- eða framhaldsstigi náms en skilyrði er að styrkþegi hafi stundað nám við Háskóla íslands og greiði þangað árlegt skráningargjald. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilað þangað í síðasta lagi 13. mars n.k. Háskóli íslands. ÞORRA* TJLBOÐ! Seljum næstu 10 daga alla loðfóðraða kuldaskó með 10-20% afslætti Stærðir 28-46.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.