Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 6
é' ÐÍM&tö* - fí'.^febföáí'^í 1 sakomálasaga Leitin að morðingjanum hófst tafarlaust. Stjórnandi hennar var Acott deildarstjóri hjá Scotland Yard. Þann sama dag hringdi maður nokkur til lögreglunnar og til- kynnti, að bíllinn væri við Avondale Crescend í Ilford, 60 km frá þeim stað, þar sem morð- ið hafði átt sér stað. Sá, sem hringdi, gaf upp nafn og heimilis- fang, sem síðar kom í ljós að voru fölsk. En bíllinn stóð, þar sem hann hafði sagt, og í fram- sætinu var blóð. Morðvopnið fann ræstinga- maður undir aftasta sætinu í strætisvagni, sem ók leið 36 í London. Byssan var hlaðin og hjá henni lágu fimm öskjur af skotfærum. Ungfrú Storie lá á Bedford General sjúkrahúsinu.’Hún var mjög illa farin og það liðu margir dagar áður en lögreglunni var leyft að yfirheyra hana. Þann 29. ágúst gat þó Scotland Yard sent út tvær andlitsmyndir, gerðar eft- ir svokallaðri identity aðferð. Sú aðferð er í því fólgin, að vitni er af myndum látið velja ólíkar gerðir andlitshluta, til dæmis höku, nef, enni, háralag o.s.frv., sem síðan er raðað saman í andlitsmynd af þeim, sem lýsa á eftir. Fjöldi manna, sem Iíktust myndunum, var yfirheyrður. Seinni hluta septembermánaðar var ungfrú Storie komin á Guy- sjúkrahúsið til aðgerða. í sal á sjúkrahúsinu voru nokkrir menn látnir raða sér upp, meðal þeirra einn, sem mjög líktist myndinni, sem lögreglan hafði sent út. Sá náungi var ákærður fyrir ofbeldi gagnvart konum. Ungfrú Storie lýsti því yfir, að maðurinn væri sláandi líkur morðingja Gregstens, en hún þorði ekki að fullyrða að þetta væri sami maður. Þann 6. október hringdi maður, sem kvaðst heita Jimmy Ryan, til Acotts. Þetta samtal beindi rannsókninni inn á nýjar brautir. Raunverulegt nafn Jimmy þessa Ryans var James Hanratty. Hann var 25 ára gamall og vel þekktur af lögreglunni. í skóla var hann talinn vonlaus. Fimm- tán ára gamall gat hann hvorki lesið né skrifað. Árið 1952 hafði hann verið úrskurðaður andlega vangefinn. Iðja hans síðan hafði að mestu leyti verið innbrot. Nítján ára gömlum var honum komið fyrir á geðdeild fangelsis. Ári síðar reyndi hann að fremja sjálfsmorð í fangelsinu. Læknir- inn þar taldi geðveilu hans á háu stigi. Mánuðina áður en Greg- sten var myrtur, hafði James Hanratty brotist víða inn á Stan- more-Harrow svæðinu. í símtalinu við Acott sagði Hanratty, að hann hefði heyrt, að lögreglan grunaði hann um morðið á Gregsten. Hann sagði einnig: „Ég vil gjaman tala við þig, til þess að fá þetta á hreint. En ég get ekki komið til ykkar. Ég er mjög hræddur og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég veit að það er fjöldi fingrafara eftir mig hingað og þangað. Ég hef gert ýmislegt og ég veit að lögreglan vill ná mér. En eitt ætla ég að segja þér, herra Acott: Ég hef ekkert með morðin á þjóðvegin- um að gera.“ Seinni hluti Acott reyndi að fá Hanratty til að halda áfram að tala, en hann hafði fengið nóg. „Ég er svo hræddur, að ég veit tæplega hvað ég geri og segi. Mér líður illa í höfðinu og ég þjáist af minnisleysi. Nú verð ég að fá að velta þessu fyrir mér.“ Þegar Acott gerði ennþá eina tilraun til að fá Hanratty til að koma til Scotland Yard, var svarið: „Ég hringi í kvöld milli klukk- an 10 og 12 og segi þér, hvað ég hef ákveðið. Nú verð ég að fara. Það snýst allt í hringi í hausnum á mér. Ég verð að hugsa.“ Hann talaði með cockney- framburði, en það gera raunar margir Lundúnabúar. Síðan hringdi Hanratty, undir nafninu Ryan til dagblaðs eins og útskýrði málið og vandræði sín fyrir einum blaðamannanna. Hann var að leita ráða. Hann fullyrti, að hann hefði fjarvistar- sönnun fyrir morðnóttina. Hann hélt því fram við blaðamanninn, að hann hefði verið í Liverpool þessa nótt. En hann vildi ekki blanda kunningjum sínum, sem hann hafði verið með, í málið. Blaðamaðurinn ráðlagði honum að snúa sér til lögreglunnar. Hann hringdi aftur í Acott, en samtalið varð án árangurs. Hanr- atty lagði á eftir að hafa sagt: „Nú verð ég að hætta. Ég vil tala við þig, en þið viljið bara læsa í mig klónum. Nú er ég hættur.“ Daginn eftir hringdi hann aftur, í þetta skipti frá Liverpool. Hann fullyrti, að þrír vina hans gætu borið um það vitni, að hann hefði verið í Liverpool morðnótt- ina, en þeir neituðu að hjálpa honum. „Það er nú ekki hægt að lá þeim það, því þeir versla með stolinn varning. Þú skilur hvað ég á við, er það ekki? Ég veit satt að segja ekki hvað ég á að gera.“ Acott spurði að sjálfsögðu að því, hvað þessir vinir hétu, en Hanratty neitaði að segja honum, hverjir þeir væru. Fimm dögum seinna náðist Hanratty í Blackpool. Hann harðneitaði að segja hverjir vin- irnir væru. Acott varaði hann við og sagði honum frá því að fundist hefðu tveir kassar af skotfærum í hótelherbergi, sem Hanratty hafði leigt kvöldið fyrir morðið. „Ég hef aldrei snert á vopni,“ sagði Hanratty. „Ég hef aldrei skotið úr byssu. Ég er haldinn spilafíkn. Ég ætla aldrei að segja ykkur nöfnin á þessum þrem náungum. Ég bjarga mér án þeirra.“ Það var ekki rétt hjá honum. Morguninn eftir morðið höfðu tveir vegfarendur við Ilford tekið eftir gráum Morris Minor, sem braut allar umferðarreglur. Báðir höfðu séð andlit ökumannsins og þeir fullyrtu að það hefði verið Hanratty. Þegar hér var komið sögu hafði ungfrú Storie verið flutt til Stoke Mandville-sjúkrahússins til með- ferðar hjá sérfræðingum. Þann 14. október var raðað þar upp 13 mönnum, meðal þeirra Hanratty. í þetta skipti var sérhver mann- anna látinn segja: „Taktu það rólega. Leyfðu mér að hugsa.“ Eftir 15 mínútur benti ungfrú Storie á Hanratty og fullyrti, að hann væri morðingi Gregstens. Daginn eftir var ákæra á hendur honum lögð fram. Þann 22. janúar 1962 hófust réttarhöldin í Bedfordshire Assizes. Þau stóðu í 22 daga. Hvort heldur nú James Hanr- atty var andlega vanheill eða hreinn kjáni, verður að geta þess, að hann hegðaði sér mjög undar- lega. Væri hann sekur, og margar líkur bentu til þess, þá gerði hann starf saksóknara auðveldara en þurfa þótti. Væri hann aftur á móti saíclaus, þá létti hann ekki undir með þeim, sem átti að verja hann. Það má með sanni segja, að framkoma hans hafi verið bein orsök þess, að hann var dæmdur sekur. Framburður hans um vinina þrjá í Liverpool var afsannaður. Gegn betri vitund reyndi þó Hanratty að halda þessum fram- burði til streitu, en að lokum viðurkenndi hann, að hann færi með ósatt mál. Þá sagði hann, að á morðnóttina hefði hann búið á gistiheimili í Rhyl í Norður- Wales, en hann gat ekki munað nafnið á gistiheimilinu né nafn eigandans. Aðspurður um það, hvers vegna hann hefði logið, svaraði hann, að það væri vegna þess að hann hefði hlotið dómsrefsingu áður. „Ég veit hvernig fer fyrir þeim sem breyta framburði sínum. En einhvers staðar í Rhyl eru ein- staklingar, sem geta borið þess vitni að ég var þar. Þeir hljóta að koma og bjarga mér.“ Eftir þrotlausa vinnu tókst vörninni að finna gistiheimiliseig- anda í Rhyl, sem bar þess vitni, að hugsanlega hefði Hanratty búið þar morðnóttina. Sem svör við spurningum ákærandans, sagði hún, að hún fyndi á sér, að sá ákærði hefði búið hjá henni. Þetta þótti nú ekki merkilegur vitnisburður. Og gestabók með nafni Hanrattys gat hún ekki sýnt. „Gestabókin er ónýt,“ sagði hún. Tilraunir ákærandans til að tengja morðvopnið Hanratty heppnuðust illa. Rétt var að skot- færi höfðu fundist í herberginu, þar sem hann hafði búið. En hóteleigandinn var náungi með langan syndahala. Ákærandinn átti þó einn ás uppi í erminni. Á áttunda degi réttarhaldanna kallaði hann til vitni, 24ra ára gamlan mann, sem setið hafði í sama fangelsi og Hanratty. Sá fullyrti við réttar- höldin að Hanratty hefði viður- kennt, að hafa framið morðin á þjóðvegi A-6. Hanratty átti einnig að hafa sagt, að það hefði verið fávitalegt af sér að þyrma ungfrú Storie. Verjandinn hélt því fram, að væri svo, að vitnið segði satt, þá þýddi það það eitt, að Hanratty hefði notað þessa atburði til þess að gera sig merkilegan í augum sam- fangans. í yfirlitsræðu sinni bað dómar- inn kviðdóminn að vega og meta nákvæmlega öll rök og mótrök. Kviðdómurinn þingaði í rúma 10 tíma. Nokkrum sinnum sendu þau til dómarans beiðni um skýringar á ýmsum atriðum. Kviðdómendurnir virtust vægast sagt ekki vera öruggir með sig, Þrátt fyrir þetta úrskurðuðu þeir James Hanratty sekan. Hann var hengdur í apríl 1962. Allt til hinstu stundar neitaði hann því, að hann hefði myrt Gregsten. Allt frá þessum tíma hafa verið gefnar út margar bækur um mál Hanrattys. Margt bendir til þess, að bresku réttarfari hafi í máli hans orðið á sorgleg mistök. lil FRAM5ÓKNARMENN Ifail AKUREYRI IHII Bæjarmálafundur verður mánud. 13. febrúar kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. Fjárhagsáætlun bæjarins rædd. Félagar fjölmennið. e .. . RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni - fiskeldi - upplýsinga- og tölvutækni - líf- og lífefnatæki - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu - matvælatækni - framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda - líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.