Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 1
fjArmál ÞlN SÉRGREIN OKKAR TJARFESTINGARFELAGID, Ráðhústorgi 3, Akureyri Aðstandendur „Ein með öllu ’88“ í vondu máli: Söluskattur af aðgöngumiðum á Mel- gerðismelum í sumar í vanskihun Mál sem snertir einstakling ana sem stóðu að útihátíðinni að Melgerðismelum í sumar „Ein með öllu“ er nú til rann- sóknar hjá skattrannsóknar- stjóra ríkisins. Hér er um að ræða mál vegna vangoldins söluskatts sem bæjarfógetinn á Akureyri sendi ríkissaksókn- ara til meðferðar og hann hef- ur nú sent skattrannsóknar- stjóra til frekari umfjöllunar. Framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar kannast ekki við þetta mál, en vararíkissaksóknari, Bragi Steinarsson er ekki á sama máli. „Þetta er hreint og klárt sölu- skattsmál og ekki deilt um annað, þar sem ekki hefur verið staðið í skilum á innheimtum söluskatti. Okkur voru sendar lögregluskýrslur um þetta frá Akureyri og hér var um einhverj- ar fúlgur að ræða, að mig minnir á þriðju milljón króna. Á þessu móti höfðu verið innheimtar fé- fúlgur sem ráðstafað var með öðrum hætti en að skila því á þann stað sem það átti að fara. Þetta sætir skattalegum viðurlög- um samkvæmt söluskattslögum. Málið fór, að við teljum, rétta leið til skattrannsóknarstjóra eins og skattalög kveða á um og bæj- árfógetinn á Akureyri fékk afrit af bréfi þess efnis.“ - ríkissaksóknari hefur vísað málinu til skattrannsóknarstjóra Skattamál eru sérvettvangur, bæði hvað varðar rannsókn og viðurlög. Skattrannsóknarstjóri er úrskurðaraðili, eða nokkurs konar dómstóll í skattamálum sem kveður á um skattaviðurlög eins og hver annar dómstóll. Síð- an geta báðir aðilar kært úrskurð skattrannsóknarstjóra til ríkis- skattanefndar ef þannig ber við. Um 4000 manns lögðu leið sína á útihátíðina í suniar og greiddu tæþlega 3000 manns fullt að- göngumiðaverð, að sögn að- standenda. Miðaverðið var 4500 krónur og samkvæmt því áttu aðstandendur að greiða um 2,7 miljónir króna til bæjarfógetans á Akureyri fyrir 25. september 1988. Ómar Pétursson framkvæmda- stjóri hátíðarinnar segist ekkert kannast við að má! þetta hafi ver- ið sent ríkissaksóknara til umfjöllunar. Hann segir ekkert til í því að söluskattur hafi ekki verið greiddur, þó þeir séu enn í einhverri skuld. „Það er verið að leysa þetta og það verður leyst. Þetta fer aldrei það langt að þetta 'verði eitthvert mál,“ sagðiómar. Almennt mun farið með mál af þéssu tagi þannig, að ef skuldir til fógeta eru ekki greiddar eru reyndar allar hugsanlegar inn- heimtuleiðir. Heimilt er að gera lögtak vegna vanskila á söluskatti auk ýmissa annarra leiða sem lög leyfa að séu notaðar til inn- heimtu. Ef slíkar aðferðir bera ekki árangur og engu er að ná, getur athæfið verið refsivert, það er þá sent saksóknara til frekari rannsóknar eða meðhöndlunar. VG Athugun Hollustuverndar á þorrablótsmat á Dalvík og Árskógsströnd: Matareitrun vegna Oostrídium Perfiringens og BaciDus Cerius - fundust í sýni sem tekið var úr hangikjötsafgöngum Athugun Hollustuverndar rík- isins á þorramatssýnum frá þorrablótum á Dalvík og Árskógsströnd um síöustu helgi hafa leitt í Ijós aö í hangi- Einn á báti. Mynd: TLV kjöti sem boðið var þar upp á hafi verið bakteríurnar Clostri- dium Perfringens og Bacillus Cerius. Báðar þessar bakteríur geta valdið matareitrun og eru af svipuðum toga. Heilbrigðis- eftirlit Eyjafjarðar fékk stað- festingu um þessa greiningu frá Hollustuvernd í gær. Tekin voru nokkur sýni úr mat frá veitingastaðnum sem útbjó þorramatinn. Um er að ræðasýni úr hangikjötsrúllum, sem voru óhreyfðar í kæli, og súrmat. Þá voru tekin sýni úr hangikjötsaf- göngum á einu blótanna. Sam- kvæmt athugunum Hollustu- verndar reyndist ekkert athuga- vert við óhreyfðu hangikjötsrúll- urnar eða súrmatinn. Nefndar bakteríur fundust hins vegar í hangikj ötsafgöngunum. Valdimar Brynjólfsson, hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar, segir að þessar niðurstöður stað- festi að bakteríurnar tvær eigi sök á matareitruninni sem fjöldi þorrablótsgesta fékk. „Við mun- um því reyna að leita skýringa á því hvernig þetta hefur getað gerst. En eftir stendur að kæling- in á kjötinu hefur ekki verið nægileg í þetta skipti, og er reyndar sjaldan á þorrablótum, kjötið er sett í bakka og er of lengi geymt í herbergishita. Rétt er að taka fram að þó að svona bakteríur finnist í matvöru þurfa þær ekki endilega að leiða til matareitrunar, nema að fjöldi þeirra sé verulegur. Við ónóga kælingu getur slíkt skeð,“ segir Valdimar. Hann segir hugsanlegt að bakteríurnar hafi borist á milli með þeim hníf sem var notaður til að sneiða rúllurnar niður. Þá er mögulegt að þær hafi verið á skurðarborðinu, „en þetta viljum við ekki staðfesta ennþá,“ segir Valdimar. Hollustuvernd mun gera nán- ari athugun á sýnunum, m.a. skoða hversu mikið er af bakterí- unum í hverju grammi af kjöt- inu. Síðan munu fulltrúar Heil- brigðiseftirlitsins kynna sér með eigendum og starfsmönnum veit- ingahússins hver sé hugsanleg skýring á því að bakteríurnar hafa borist í þorrablótshangikjöt- ið. óþh Stærsti bátur Bakkfirðinga: Sökk í höfninni Seifur, 26 tonna eikarbátur á Bakkafirði, sem lagt hefur upp afla sinn hjá Útveri hf., sökk í höfninni á Bakkafirði um kl. 4 í fyrrinótt. Foráttuveður var er báturinn sökk en um hádegis- bil í gær var veður orðið mun skaplegra þar eystra. Seifur slitnaði af legufæri og sökk með það sama við bryggj- una. Óvíst er um skemmdir á bátnum, en óttast er hann kunni að vera ónýtur. Ekki verður reynt að ná bátnum upp fyrr en fulltrúar viðkomandi trygginga- félags, Skipatryggingar Aust- fjarða á Höfn, hafa kynnt sér aðstæður. Ekki var ljóst um miðjan dag í gær hvenær trygg- ingarmenn myndu koma til Bakkafjarðar. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hvílíkt rothögg óhappið er fyrir Bakkfirðinga. Seifur er langstærsti báturinn á staðnum og hefur einn báta róðið frá ára- mótum. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.