Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 7
- DtAGMft - 7 Skákfélag Akureyrar 70 ára - merkileg saga sem hófst með stofnun taflfélags um síðustu aldamót Skákfélag Akureyrar varð 70 ára föstudaginn 10. febrúar. Saga félagsins nær þó lengra en 70 ár aftur í tímann og er raunar lengri en svo að henni verði gerð nokkur skil hér. Hins vegar er ætlunin að kynn- ast þessu félagi dálítið með stuttu spjalli við þrjá stjórnar- menn, þá Pál Hlöðvesson formann, Ingimar Friðfinnsson ritara og Albert Sigurðsson meðstjórnanda. Fyrstu heimildir sem Ingimar sagðist þekkja um félagslegt skákstarf á Akureyri er að finna í gerðabókum frá 1901. Þar segir eftirfarandi: „Mánudaginn þann 24. nóv- ember 1901 komu 6 menn saman hjá Boga veitingamanni Daníels- syni á Barðsnefi, til þess að ræða um stofnun taflfélags. Eftir nokkrar umræður, varð niður- staðan sú að samþykkt var, að stofna skyldi áðurnefnt félag og gjörðust þessir 6 menn stofnend- ur félagsins. Ákvæði var tekið um að fundir skyldu haldnir 1-2 á viku. í stjórn félagsins voru kosnir: Jón Jóns- son söðlasmiður á Oddeyri, ísak Jónsson íshússtjóri, Steinback Stefánsson tannlæknir.“ Undir þetta skrifa stofnendur taflfélagsins, þeir Jón, ísak, Steinback, Ásgeir Pétursson, Kr. Guðmundsson og Jakob Frí- mannsson. Tafl- og tímaritafélag Akureyrar Fyrsta fundargerðin var rituð í bók fyrir „tafl-klúbb Akureyrar" en síðan er félagið ávallt nefnt Taflfélag Akureyrar, til ársloka 1903. Þá er samþykkt að sameina taflfélagið og Tímarita- og blaða- félagið. Á hið nýja félag að heita Lestrar- og taflfélag Akureyrar. „Við samruna þessara félaga lýkur ritun fundargerða Taflfé- lags Akureyrar og er mér ekki kunnugt um fundargerðir eða aðrar upplýsingar um Lestrar- og taflfélag Akureyrar eftir það, að undanteknu slitri af reiknings- haldi félagsins og nær það til árs- ins 1907. Þá er félagið ýmist nefnt Tímarita- og taflfélag Akureyrar eða Tafl- og tímaritafélag Akur- eyrar,“ sagði Ingimar. Skákfélag Akureyrar var síðan stofnað 10. febrúar 1919. Ingimar sagði að hvatamenn að stofnun félagsins hafi ekki verið tilgreind- ir en í íslensku skákblaði frá 1925 er Ari Guðmundsson frá Þúfna- völlum sagður aðalhvatamaður að stofnun Skákfélags Akureyr- ar. Hann var formaður þess í 5 ár og fyrsti forseti Skáksambands íslands. Fyrsta stjórn Skákfélags Akur- eyrar var þannig skipuð: Ari Guðmundsson formaður, Hálf- dán Halldórsson ritari og Þor- steinn Thorlacius gjaldkeri. Skákfélagið stofnaði Skáksamband Islands á fundi á Blönduósi Þetta er í stuttu máli forsagan að stofnun Skákfélags Akureyrar. Það félag leggur síðan grunninn að Skáksambandi íslands, eins og Albert Sigurðsson greinir okkur frá: „Já, það má segja að Skákfélag Akureyrar hafi stofnað Skáksam- bandið og undirbúið fyrstu lög sambandsins. Það var stofnað á Blönduósi árið 1925 og var Ari Guðmundsson fyrsti formaður þess. Það væri ekki úr vegi að minnast þess að á næsta ári eru liðin hundrað ár frá fæðingu Ara frá Þúfnavöllum. Reykvíkingar voru á móti þessari stofnun og tóku ekki þátt í starfi sambands- ins fyrstu árin.“ - Hvenær komst þú inn í Skákfélagið Albert? „Það hefur líklega verið 1940. Ég var í stjórn til margra ára og þrisvar formaður, fyrst 1957-58, en nú er ég meðstjórnandi." - Manstu hvernig skáklífinu var háttað á Akureyri þá? „Já, það var dálítið frábrugðið því sem er í dag. Við í félaginu héldum fund tvisvar í viku, lengi vel í Gránufélagsgötu 9, og síðan víða í bænum. Má þar nefna Túngötu 2, þar sem nú er geymsla fyrir Augsýn en var matsölustaður. Þá vorum við nokkur ár í Skjaldborg og ekki Teflt í félagsheimilinu í Þingvallastræti. Tilkoma þess hefur hleypt nýju blóði í skáklífið á Akureyri. Mynd: tlv Pf Páll Hlöðvesson, formaður Skákfélags Akureyrar, og Albert Sigurðsson, meðstjórnandi. Mynd: ehb má gleyma vörubílastöðinni Stefni. Þar var mikið teflt og skákmót haldin, allt frá stofnun Ungu skákmennirnir í Skákfélagi Akureyrar hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár. Mynd: tlv | stöðvarinnar og þangað til hún fluttist úr Strandgötunni." Sá sem tapaöi varö að borga kaffið! Þáttur Stefnis í skáklífi bæjarins er auðvitað kapítuli út af fyrir sig eins og svo margt annað í sögu Skákfélags Akureyrar, en Albert heldur áfram: „Fólkið í Gránufélagsgötunni og Skjaldborg útbjó handa okkur kaffi og meðlæti og við höfðum það þannig að sá sem tapaði skákinni þurfti að borga kaffið! Svoleiðis var þetta nú í gamla daga.“ - Var skákin kannski frekar leikur en keppnisíþrótt á þessum tíma? „Já, það má eiginlega segja að þetta ,hafi aðallega verið leikur, ekki þessi keppnisharka í kring- um þetta eins og núna.“ „Þá voru engin ELO-stig,“ bætti Páll Hlöðvesson við. Þeir minntust á gamalkunna félaga í Skákfélagi Akureyrar sem voru framarlega í skákinni á sínum tíma, jafnvel í allra fremstu röð á landinu. Þetta voru kappar á borð við Ara Guð- mundsson, Jón Þorsteinsson, Ingimar Jónsson, Jón Sigurðsson og Júlíus Bogason. Albert sagði að fram til 1937- 38 hefði þótt mjög fínt að vera í Skákfélagi Akureyrar og menn klæddu sig upp á þegar þeir fóru að tefla. Eftir það breyttist við- horfið og menn mættu í vinnu- fötunum í skákina. Hann gat þess einnig að Skák- félag alþýðu og Skákfélag Akur- eyrar hefðu sameinast upp úr 1935 og þá kom Jón Ingimarsson til skjalanna en hann átti eftir að koma mikið við sögu hjá Skákfé- lagi Akureyrar. Unglingarnir hafa staðið sig vel Við snúum okkur þá til nútíðar og að formanninum Páli Hlöð- vessyni. Hve sterka skákmenn á félagið í dag? „Á síðustu árum höfum við átt a.m.k. einn í landsliðsflokki, sem , hefur þá verið í fyrsta eða öðru sæti í áskorendaflokki. Þetta eru þeir Jón Garðar Viðarsson, Áskell Örn Kárason, Gylfi Þór- hallsson og Ólafur Kristjánsson.“ - Hafa yngri skákmennirnir ekki vakið jafnvel enn meiri athygli? „Jú, það má kannski segja sem svo. Sveitir Gagnfræðaskólans og síðar Menntaskólans á Akureyri hafa staðið sig mjög vel og flestir í þessum sveitum hafa verið meðlimir í Skákfélagi Akureyrar. Þessir strákar hafa teflt fyrir hönd íslands í sínum aldursflokk- um. Af þeim sem hafa keppt fyrir íslands hönd má nefna Pálma Pétursson, Smára Ólafsson (Kristjánssonar), Arnar Þor- steinsson, Tómas Hermannsson, Boga Pálsson (Hlöðvessonar), Rúnar Sigurpálsson og Þórleif Karlsson.“ - Hvað er á döfinni hjá Skák- félaginu núna? „Skákþing Akureyrar stendur nú yfir og síðan munum við halda íslandsmótið í áskorendaflokki ef við uppfyllum viss skilyrði. Við héldum alþjóðlegt skákmót í fyrsta sinn á síðasta ári og svo gæti verið að við héldum annað í haust í framhaldi af Reykjavíkur- mótinu. Mótið í fyrra vakti inikla athygli og örvaði mjög skákáhug- ann í bænum.“ Húsakaupin 1986 hleyptu lífí í starfsemina - Hefur tilkoma félagsheimilisins í Þingvallastræti breytt miklu fyr- ir Skákfélag Akureyrar? „Jú, húsakaupin 1986 hafa hleypt miklu lífi í starfsemina. Að vísu hefur þetta verið þungur baggi því við höfum ekki fengið styrk úr félagsheimilasjóði, en Akureyrarbær hefur stutt okkur dyggilega. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt. T.d. má nefna að á unglingaæfingum á laugardögum hafa verið upp í 40 þátttakendur, enda byggist árangurinn á því að| búa vel að ungdómnum. Þarna eru krakkar alveg niður í 6 ára og þessi aðstaða bætir úr brýnni þörf. Aldurslega séð eru eyður hjá skákmönnum okkar því að- staða til unglingástarfs var lengi vel ekki fyrir hendi.“ - Að lokum Páll, hvers óskar formaðurinn sér á þessum tíma- mótum í sögu Skákfélags Akur- eyrar? „Óskalistinn er auðvitað langur. En hvað skákinni sjálfri viðkemur þá vona ég að skáklífið dafni og fjárhagurinn batni hjá félaginu þannig að við getum far- ið að gera meira fyrir okkar upp- rennandi skákmenn. Þeir sýna ekki árangur fyrr en eftir nokkur mót á erlendri grundu, þeir þurfa að öðlast reynslu. Mér sýnist á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar að hann ætli að hugsa vel um okkur á þessu af- mælisári og það má segja að á seinni árum hafi bæjaryfirvöld sýnt skákinni skilning og er það ve!,“ sagði Páll að lokum. SS UTIHURDIR Trésmiöjan Fjalar hf. Húsavík Pósthólf 50. Simí 96-41346. Sérsmlði Viðhaldsverkefni Leitiö til okkar meö sérsmíöina og viðhaldsverkefnin. Trésmiðjan Fjalar hf. • Húsavík Sími 96-41346. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.