Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 4
 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verðstöðvun í orði en ekki á borði Margir óttast að verðhækkanaskriða fari af stað þegar verðstöðvunartímabilinu lýkur þann 1. mars nk. Þessi ótti er ekki ástæðulaus því vitað er að fjöl- margar hækkunarbeiðnir liggja fyrir hjá Verðlags- stofnun. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði í samtali við Dag fyrr í vikunni að þegar sé ljóst að búvöruverð verði tekið til endurskoðunar svo og verðlagning ýmissa orkufyrirtækja. Einnig sagði hann fyrirtæki innan samgöngugeirans hafa beðið með hækkanir fram yfir verðstöðvunartímabilið. Hækkanir á þessum liðum koma til með að vega þungt í útgjöldum heimilanna. Vafalaust fylgja mun fleiri hækkunarbeiðnir í kjöl- farið. Þær eru þó ekki helsta áhyggjuefni hins almenna neytanda. Miklu alvarlegra er að fjölmarg- ar verslanir og þjónustufyrirtæki hafa sýnilega leyft sér að hækka verð á vörum og þjónustu á sjálfu verðstöðvunartímabilinu. Þarna er um mismiklar hækkanir að ræða og sumar þeirra eiga sér eflaust eðlilegar skýringar, s.s. breytingu á gengi íslensku krónunnar o.fl. En oftar hefur verð hreinlega verið hækkað í skjóli takmarkaðs verðlagseftirlits og lélegs verðskyns almennings í landinu. Allar verð- kannanir, sem gerðar hafa verið á verðstöðvunar- tímabilinu, staðfesta þetta. Sú spurning er áleitin hver þróunin komi til með að verða þegar verðstöðvunartímabilinu lýkur. Ríkisstjórnin hefur boðað hert verðlagseftirlit á þeim „umþóttunartíma" sem við tekur í verðlags- málum eftir 1. mars. Verðlagsráði og Verðlags- stofnun er falið að hafa yfirumsjón með þeim aðgerðum sem í hönd fara. Þær felast m.a. í því að fyrirtækjum verður skylt að tilkynna verðhækkanir og ástæður fyrir þeim til fyrrnefndra aðila, sem hafa heimild til að beita ýtrustu ákvæðum verðlagslaga ef þeim sýnist þörf á. Viðurlög við vanrækslu á þessari tilkynningaskyldu verða hert. Verðlags- stofnun er falið að fylgjast sérstaklega með verð- ákvörðunum einokunar- og markaðsráðandi fyrir- tækja, hvort sem um er að ræða einkafyrirtæki eða opinber þjónustufyrirtæki. Einnig er stofnuninni fahð að sinna verðkönnunum af árvekni og kynna niðurstöður þeirra rækilega. Síðast en ekki síst er Verðlagsstofnun falið að taka upp samstarf við verkalýðs- og neytendafélög um aðhald að verðlagi. Þessar aðgerðir eru ágætar í sjálfu sér, en því miður duga þær ekki til. Þegar verðlag var gefið frjálst á sínum tíma var dregið verulega úr starf- semi Verðlagsstofnunar. Þessi ágæta stofnun hefur því engan veginn bolmagn né mannafla nú til að halda uppi eins virku verðlagseftirliti og nauðsyn- legt er. Þess vegna er mjög brýnt að almenningur gangi til liðs við stofnunina og herði eigið verðlags- eftirht til mikiha muna og hiki ekki við að tilkynna til réttra aðila ef vart verður við óeðlilegar verðhækk- anir. Það er nefnilega staðreynd að opinbert verð- lagseftirht, hversu gott sem það er, getur aldrei’ komið í staðinn fyrir árvekni neytenda. BB. myndbandarýni Þrjár góðar og ferskar Iiér koma þrjár ferskar ræmur fyrir myndbandaglápara og all- ar falla þær í flokk með betri myndum. Kannski hafa margir séð Frantic og Wall Street í kvikmyndahúsum en hinum skal bent á myndbandaleigurn- ar. Þá gefur Time after Time hinum myndunum ekkert eftir. Af öðrum tíðindum úr heimi myndbandanna má nefna að Videoland er að flytja úr portinu í Brekkugötu niður í Strandgötu, nánar tiltekið í hús sem kallast Alaska. Þar er Maggi að hreiðra um sig á neðri hæðinni og er hann þá orðinn nágranni Dags á nýjan leik. Nýlega fékk ég tilkynningu frá Steinum hf. um myndbandaút- gáfu í febrúar og mun ég greina frá þeirri útgáfu við tækifæri. Forsvarsmenn annarra útgáfufyr- irtækja mættu líka láta í sér heyra. Að lokum óska ég ykkur góðrar myndbandahelgi. SS Þessi geislandi fantasía verður mjög spennandi á köflum en húmor og hlýleiki H.G. Wells er þó jafnvel yfirsterkari. Malcom McDowell er afburða góður í þessu hlutverki og David Warner er líka virkilega sannfærandi morðingi. Hin prýðilega leikkona Mary Steenburgen fer með hlut- verk Amy, en hún lék einmitt á móti Malcom McDowell í leikrit- inu um Rauðhettu sem Stöð 2 sýndi um jólin. Þetta er úrvalslið og Time after Time er hreint ekki galin mynd. §§ Hreint ekki galin mynd Videoland: Time after Time Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Nicholas Meyer Aðalhlutverk: Malcom McDowell, David Warner, Mary Steenburgen Aldurstakmark: Bönnuð yngri en 16 ára Time after Time er mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Eftir söguþræðinum að dæma gat mað- ur búist við dæmalausu rugli en annað kemur á daginn. Myndin er bæði fyndin og spennandi, vel leikin og hin besta í alla staði. Staðreyndum og skáldskap er blandað saman á óvenjulegan hátt og útkoman er Nicholas Meyer leikstjóra og hans fólki til sóma. Myndin hefst í London árið 1893. H.G. Wells er að kynna tímavélina sína en úti leikur Kviðristu-Kobbi (Jack the Ripper) lausum hala. Dr. Steven- son kemur í kynningarboðið til Wells en hann er grunaður um að vera hnífafimi morðinginn sem ræðst á vændiskonur. Stevenson tekst að flýja í tímavélinni fram til ársins 1979, lendir í San Francisco, en H.G. Wells eltir hann. Það er kostulegt að sjá þessa gömlu bresku gauka frá 19. öld- inni í hringiðu stórborgar árið 1979. Hreint dásamleg atriði. H.G. Wells kynnist Amy og nú fer ást og spenna að koma í spilið. Dr. Stevenson heldur áfram fyrri iðju, vændiskonur eru myrtar hvarvetna í borginni, og Wells einsetur sér að koma þess- um brjálæðingi aftur til ársins 1893 og láta draga hann fyrir rétt í London. Skrambi góð spennumynd Videoland: Frantic Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Roman Polanski Aðalhlutverk: Harrison Ford, Emanuelle Seigner, John Mahoney Sýningartími: 115 mínútur Aldurstakmark: Bönnuð yngri en 16 ára Roman Polanski hefur brallað margt um ævina. Meðal annars hefur hann tekið ungar stúlkur upp á sína arma og gert þær að leikkonum. í Frantic teflir Polan- ski fram nýjustu uppgötvuninni, hinni bráðfallegu Emanuelle Seigner. Þessi þokkagyðja minnir reyndar um margt á aðra upp- götvun Polanskis, nefnilega Nast- ösju Kinski. Roman Polanski er einnig góð- ur leikstjóri og í Frantic koma helstu kostir hans vel fram. Til að leika á móti krúttinu sínu hefur hann fengið ævintýraleikarann Harrison Ford, sem hér sýnir á sér nýjar hliðar, eða svipaðar hliðar og í Vitninu. Frantic fer rólega af stað. Dr. Richard Walker (Harrison Ford) og kona hans, Sandra (Betty Buckley), koma til Parísar til að taka þátt í læknaráðstefnu. Þau höfðu einmitt verið í París fyrir fimmtán árum, þá í brúðkaups- ferð. Á hóteli í París gerast þeir dularfullu atburðir að Sandra hverfur meðan Walker er í sturtu og eftir það hefst flækja sem stig- magnast og erfitt reynist að greiða úr. í leit sinni að eiginkonunni kemst Walker í kast við eitur- lyfjasala, morðingja og alls kyns óþjóðalýð, en hann kynnist einn- ig hinni fögru Michelle (Emanu- elle Seigner) sem hefur afgerandi áhrif á gang mála. Fyrir utan spennuna í kringum glæpamenn- ina þá skapast innri spenna í myndinni í kringum þennan þrí- hyrning og tekst Harrison Ford mjög vel að túlka þessa togstreitu sem eiginkona hans og Michelle vekja. Bætir hann þar upp til- þrifaleysið þegar konan hverfur, en lengi vel bólar ekkert á þeirri örvæntingu sem ætti að hrjá hann. Á bakhlið spóluhulstursins er Frantic líkt við verk Hitchcocks og víst má finna líkingu. Roman 'Polanski nostrar við ýmis atriði, jafnvel smáatriði, spennan hleðst hægt upp og útkoman verður skrambi góð mynd. SS Hinn gjör- spillti íjár- málaheimur Videoland: Wall Street Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Oliver Stone Aðalhlutverk: Michael Douglas, Charlie Sheen, Martin Sheen, Daryl Hannah Sýningartími: 120 mínútur Hér er á ferðinni mynd sem ber flest einkenni stórmyndar. Fræg- ur leikstjóri, úrvals leikarar, andi Óskarsverðlauna, langur sýning- artími, mikið lagt upp úr samtöl- um og öll tæknivinna slétt og felld. Sumum þykir Wall Street kannski lítt spennandi, engin morð og lítill hasar, en spenna getur verið af öðrum toga. Ég þekki auðvitað lítið til fjármálaheimsins í Wall Street en ég tel að myndin gefi raunsæja mynd af þessum heimi, þar sem sumir verða ríkir en aðrir fátæk- ir. Þetta er mjög ógnvekjandi veröld og tímabært að hugsa hvort slík verðbréfaviðskipti með allri spillingunni og ógeðinu muni tröllríða íslandi innan skamms. Bud Fox (Charlie Sheen) er ungur verðbréfasali á uppleið sem leggur allt í sölurnar til að ná á toppinn. Fyrirmynd hans er fjármálasnillingurinn Gordon Gekko (Michael Douglas) og Fox svipar æ meira til þessa manns, sem hikar ekki við að yfirtaka fyrirtæki og leggja líf manna í rúst ef hann græðir á því. Græðgin er einmitt það sem allt snýst um í lífi Gekkos og Fox heldur að hún sé höfuðdyggðin, þangað til málið fer að snerta flugfélagið þar sem pabbi hans (Martin Sheen) vinnur. Faðirinn er óbreyttur alþýðu- maður, andstæða við hinn glæsta peningaheim yfirstéttarinnar. Sonurinn lætur sér hins vegar ekki segjast. Hann verður æ spilltari og með fallegt heimili, ríkulegan gróða og fallega kær- ustu (Daryl Hannah) að baki heldur hann að honum séu allir vegir færir. Oliver Stone hefur deilt á stríðsrekstur í Víetnam en hér deilir hann á annars konar stríðs- brölt og tekst ekki síður vel upp. Þegar gróðasjónarmiðið verður sett ofar hinum mannlega þætti er ekki von á góðu. Wall Street er víti til varnaðar. Michael Douglas fékk Óskar- inn fyrir leik sinn og vissulega er hann sannfærandi, sem og feðg- arnir Charlie og Martin Sheen. Hins vegar eru þeir allir mjög lík- ir í framgöngu og fasi og hefði ég ekki valið þá til að leika í sömu mynd. Að lokum: Wall Street snertir okkur kannski ekki sér- staklega og myndin er full lang- (dregin á köflum, en hún vekur mann til umhugsunar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.