Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 11. febrúar 1989 Heil og sæl, eða bara hæ! Ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja en hitt veit ég að ég hef frá ýmsu að segja. Það er sannarlega tími til kominn að kona tjái sig um þjóðmálin. Við erum engir eftir- bátar karlanna í þeim efnum fremur en öðrum. Mér er sagt að konur séu ragar við að láta ljós sitt skína á opinberum vettvangi og því miður er það satt og rétt og ekki við neinn að sakast nema okkur sjálfar. Við verðum að taka okkur saman í andlitinu ef okkur á að takast að breyta við- teknum viðhorfum í þjóðfélaginu og komast til valda. Lítið þið bara á hvala- og lag- metismálið. Svona hefði aldrei farið ef konur hefðu fengið að ráða. Það er mín einlæg skoðun að best sé að láta berast með hvalavinastraumnum um stund- arsakir. ísland myndi losna und- an þessum þrýstingi, við myndum leggja áherslu á okkar fersku sjávarafurðir úr ómenguðum sjó og fljótiega yrði mönnum ljóst hve mikilvægar fiskveiðar íslend- inga' væru fyrir mannkynið allt. Mengun vex um heim allan og við eigum að fylgja þeirri stefnu að vera friðunar- og verndarsinn- ar. Eftir nokkra mánuði væri síð- an hægt að leggja fram tölur sem sýndu að fjölgun hvala við íslandsstrendur væri ógnun við fiskistofna og þar með kæmi fram kraf^ frá þjóðum heimsins að þess|r skaðvaldar yröu veiddir. Þetta er kannski ekki nein kvennapólitík, heldur bara almenn skynsemi sem einkennir íslenskar húsmæður. Við vitum að börn hafa ekkert gaman af því að stríða öðrum börnum nema þau sýni sterk andsvör. Á sama hátt myndu Grænfriðungar hætta að jagast í okkur ef við kinkuð- um kolli og hættum hvalveiðum um stundarsakir, rétt til að lægja öldurnar og snúa vörn í sókn. En stolt, dramb og þvergirðingshátt- ur hins íslenska karlmanns leyfir ekkert slíkt. Þrjóski strákurinn fer alltaf í fýlu þegar honum er strítt, grenjar jafnvel, og þess vegna halda börnin áfram að stríða honum. Með þessu móti getur ástandið aðeins versnað. Stjórnun þessa lands er og hef- ur ávallt verið gegnsýrð af karla- pólitík. Nú vilja Borgarar fara í stjórn, þykjast vera ofsalega góð- ir bara til að geta krækt í tvo ráð- herrastóla. Þetta snýst allt um völd og peninga hjá þessum blessuðum karlmönnum okkar. Stólar, neyti, stöður, sjóðir, nefndir og annar hégómi er meira virði en hagur fjölskyldunnar. Sjálf get ég ekki kvartað. Ég bý í stóru einbýlishúsi í Glerár- hverfi á Akureyri, á hreint ágæt- an eiginmann sem hefur skaffað vel og tvo indæla syni, vel gerða og góðlynda. Ég þarf ekki að vinna úti en hef þó stundum grip- ið í vinnu hálfan daginn til að auka sjálfstraustið og sjálfstæði mitt sem konu. Ég er iðin við að sækja ýmis námskeið til að halda við menntun minni og ég get bjargað mér á flestum sviðum. En ég vil ekki bara hugsa um sjálfa mig. Þess vegna þáði ég boð um að skrifa hugleiðingar í þennan fjölmiðil og segja frá skoðunum mínum. Við bjóðum Önnu Ýr velkomna til leiks á ritvellinum. Hún skrifar jafnt um hvali sem mýkri mál. Talandi um fjölmiðla þá er það svakalega áberandi hve konur fá þar lítið rúm. Það er alltaf verið að taia við karla um hin og þessi málefni og börnin sem alast upp límd við sjónvarpsskjáinn halda einfaldlega að karlar séu æðri verur en konur og þeir einir séu færir um að gegna ábyrgðarstöð- um. Þetta er meinlegur misskiln- ingur sem við getum eytt með því að láta meira í okkur heyra, ekki bara um „mjúku málin“ heldur líka peninga- og stjórnunarmál. Fyrir nokkrum dögum kom ég inn í verslun þar sem tveir eldri menn ræddu málin, báðir fyrrver- andi kennarar. Þetta minnti mig á þróunina, eða öfugþróunina (slæmt orð) á síðustu áratugum. Nú eru fáir karlar eftir í kennara- stéttinni. Þeir eru allir orðnir ein- hverjir mikilvægir fræðingar. Þetta er óæskilegt. Ég vil ekki að karlar eða konur einoki vissar starfsgreinar, ég vil jafnari dreif- ingu kynja og launa, en læt hér staðar numið að sinni. Anna Ýr. heilsupósturinn I 'Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Ekkí með öUum mjaUa Tvisvar í viku gæti verið nóg Robert Hickson og Maureen Rosenkoeter sem starfa við íþróttadeild háskólans í íllinois gerðu könnun á því hve oft í viku fólk yrði að æfa ef það ætlaði að halda sér í góðu þolþjálfunar- formi. Fyrst þjálfuðu þau stóran hóp fólks 6 daga vikunnar í 10 vikur, 40 mínútur í hvert skipti. Þau byrjuðu á því að þjálfa þetta mikið til þess að byggja upp styrk og þol. Að loknum þessum 10 vikum var hópnum skipt í tvennt þegar kom að því að þjálfa ein- ungis til viðhalds. Þá fór annar hópurinn að æfa tvisvar í viku en hinn æfði fjórum sinnum í viku. Báðir hóparnir æfðu í 40 mínútur í hvert sinn. Eftir 15 vikur voru báðir hóparnir rannsakaðir aftur. Það reyndist enginn munur á hópunum og héldu þeir báðir sama líkamsástandi, þoli og styrk sem þeim hafði tekist að ná eftir 10 vikna uppbyggingatímabilið. Þannig að ef þú ert búinn að ná því formi sem þú vilt vera í og vilt einungis halda þér við, þá gætir þú sloppið með að æfa einungis tvisvar í viku 30-40 mínútur í senn. Það er því spurning hvort rannsóknin hefði ekki þurft að standa lengur en 15 vikur, því það er ekki mjög langur tími. Hlaupandi afturábak Það er ekki á hverjum degi sem maður sér skokkara hlaupa aftur- ábak, enda yrði sá skokkari ekki álitinn með öllum mjalla ef sæist til hans hlaupandi afturábak upp um holt og hæðir. Það er hins vegar að verða þróunin í Banda- ríkjunum þar sem það gerist sívinsælla. Nú halda sjálfsagt flestir að nú séu bandaríkjamenn endanlega orðnir klikkaðir. En nei, þeir eru ekki eins vitlausir og þeir líta út fyrir að vera. Með því að hlaupa afturábak er verið að styrkja magavöðvana, bakið, vöðvana framan og aftan á lærun- um, auk þess sem það stuðlar að meira samræmi milli vöðvanna. Það er ekki nóg nteð að afturá- bakskokk leggi minna álag á lík- amann heldur er einnig hægt að byrja að æfa mun fyrr eftir ýmis meiðsli svo sem tognun á ökkla, meiðsli í baki og eftir skurð- aðgerðir á hné. Samt sem áður í skaltu ekki reyna afturábak hlaup ef þú hefur hælsæri eða önnur álíka meiðsli á fótum. Eins og gefur að skilja er ekki sama hvar hlaupið er. Ágætt er að vera á einhverjum öruggum stað þar sem landslagið er þannig að ekki þarf að hafa augun hjá sér. Hins vegar er sennilega best að vera tveir saman þar sem þú hleypur afturábak og félagi þinn varar þig við því sem kann að verða á veginum, og síðan skipt- ist þið á. Það er einnig gott að byrja á því að hlaupa einungis stuttar vegalengdir til þess að losna við strengi í kálfunum og vera viðbúinn auknum áhorf- endafjölda! Eins og gefur að skilja er best að hlaupa á stöðum þar sem ekki þarf að hafa augun hjá sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.