Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 11. febrúar 1989 11. febrúar 1989 - DAGUR - 9 Eg þarf að tala um þetta við hann Snæ. - Þannig hefur rökræðum um kaup og kjör oft lokið á Húsavík á síðustu árum, og svo fer viðkomandi til Snæs og ber upp við hann óánægju sína, vanda- mál eða vafamál sem flækjast fyrir á vinnustað. Og Snær hlustar og gefur ráð, eða fer á vinnu- stað og athugar og ræðir málið, og síðan er það leyst. Þessi Snær, sem svo margir launþegar leita til, er Snær Karlsson, starfs- maður verkalýðsfé- laganna á Húsavík. Atvinnuleysi, kom- andi kjarasamningar og margt fleira; Dagur fór og talaði um þetta við hann Snæ. Sérstaklega er mér minnisstæður, Páll heitinn Kristjánsson sem var mjög góður vinur minn þó að mikill aldursmunur væri á okkur. Hann átti heima í Snælandi þar sem ég ólst upp og hans fjölskylda bjó þá, þess vegna var mikill samgangur við það heimili og þau hjón sem bæði voru einstak- lega indæl og mjög skemmtileg. Hús- ráðandi var Benedikt heitinn Snædal sem var mikill spekingur og skemmtilegur gamall maður. Hann var mikill uppalandi og hafði gaman af að taka barnahópinn sem þama var í húsinu og halda smáfyrirlestra yfir honum um lífið og tilveruna, og sérstakleg um hvernig börnin ættu að hegða sér. Ég kynntist þessu fólki sem fremst var í verkalýðsbaráttunni þegar ég var barn og unglingur og það smitaði mann af þeim áhuga sem maður hefur alltaf haft á málefnum verkafólks. Maður veit sjaldan hvað veldur en getur ímyndað sér að þessi umræða hafi haft veruleg áhrif, en hún var mjög mikil á heimili foreldra minna og þeim heimilum sem ég kom oftast inn á, þar var nánast alltaf ver- ið að tala um verkalýðsmál og sósíal- isma.“ - Hvernig voru kjör fólks hér á Húsavík á eftirstríðsárunum? „Pegar ég var barn voru kjörin . auðvitað misjöfn, þau voru yfirleitt frekar kröpp hjá verkafólki. Pað var tímabundið atvinnuleysi og menn fóru mikið héðan á vertíðir, síðan komu auðvitað dauðir kaflar í tilveru fólks. Peir sem stunduðu landbúnað höfðu eitthvað við að vera allan árs- ins hring, en samt sem áður var það þannig að þegar haustdagar voru liðnir kom ákaflega rólegur tími í þetta þorp, sem þá var. Menn höfðu góðan tíma til að koma saman, spjalla og sinna félagslegum efnum. húsasmíði. Ég var ekki alveg búinn að ljúka iðnnámi þegar ég var settur í það verkefni, ásamt tveimur ágæt- um iðnaðarmönnum, að undirbúa stofnun félags í byggingariðnaði. Ég varð síðar formaður þessa félags, ekki í upphafi en uppúr 1968 varð ég formaður Byggingafélagsins Árvak- urs og hef verið það síðan að undan- skildum 2-3 árum er ég fékk einn ágætan félaga minn til að taka þetta verkefni að sér. Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei talið æskilegt að menn sætu mjög lengi í svona stöðum, frekar en annars staðar í félagslegu starfi, og ég hef í mörg ár reynt að aka þessu af mér yfir á ein- hvern annan góðan félaga en það hefur ekki gengið." - Vannstu ekki við fleira en húsa- smíði fyrr á árum? „Jú, ég hef gert ýmislegt. Ég fór til sjós daginn eftir að ég fermdist, á bát sem hét Svanur og var yfirleitt kall- • aður Svarti Svanur, vegna þess að hann var bikaður á bolinn. Skipstjóri á þeim bát var Helgi Bjarnason, sem nú um skeið hefur verið formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Pannig að við Helgi höfum unnið saman, bæði þegar ég var ungur og eins höf- um við verið í nánu samstarfi undan- farin ár að verkalýðsmálum. Mér fannst ákaflega gaman þetta sumar sem ég var á sjó þó lítið aflaðist. Að sjálfsögðu byrjaði ég að vinna mikið fyrr eins og öll önnur börn í svona þorpum þar sem stunduð var sjósókn og landbúnaður. Faðir minn átti lítinn bát sem hann gerði út, maður var að snúast í kringum línu- stampana og þóttist vera að gera eitthvað. Eins stundaði faðir minn landbúnað og maður var í heyskap og í kring um skepnur líka og mér fannst þetta allt saman ákaflega tíska litrófi, eins og foreldrar mínir, og hef haldið mig þeimmegin ennþá og sé ekki fyrir neina verulega breyt- ingu á því. Éftir að ég varð fullorðinn helgast þetta af því að þeir flokkar sem hafa talið sig til vinstri hafa stað- ið verkalýðshreyfingunni, og þeim baráttumálum sem ég hef borið fyrir brjósti, mikið nær en aðrir flokkar. Þó finnst manni svona stundum að þeir hafi gleymt uppruna sínum, en í flokkspólitík eiga flokkar erfitt með að halda sig á mjög þröngri línu og verða meira og minna að sækja sam- starf við aðra. Þá verða menn að slá eitthvað af baráttumálunum og það ber ekki að lasta það ef menn gleyma ekki sínum langtímamarkmiðum í þessari baráttu." Atvinnuleysi er erfið lífsreynsla Snær lauk námi í húsasmíði eftir 1960 og 1962 kynnist hann lífsföru- nautnum, Guðmundu Þórhallsdótt- ur. Þau giftust og síðan eignuðust þau þrjú börn og í dag eru barna- börnin orðin þrjú. „Eftir heimilisstofnunina fór maður að hugsa um að byggja sér húsnæði. Ég byggði mér hús á Uppsalavegi 29, og þar höfum við búið síðan 1967. Árin eftir 1960 voru ekki mjög erfið hér en þegar kom fram á 1967 fór að minnka vinna og 1968-9 var hér veru- legt atvinnuleysi. Mig minnir að 1969 eða 1970 hafði aðeins verið byggt eitt hús hér á Húsavík, það er ein mesta lægð sem hér hefur komið í bygging- ariðnaði. Síðan lagaðist þetta ástand og eftir kosningarnar 1971 var mjög góður tími í atvinnulífi hér á Húsa- vík og annarsstaðar úti á landsbyggð- inni. Sú pólitíska stefna sem þá var framfylgt í atvinnumálum gerði það að verkum að það var mjög hröð ekki. Oftast voru það sömu mennirn- ir sem fengu vinnuna og það þótti mjög ósanngjarnt. Kaupfélagið sá um skipaafgreiðsluna. Samvinnu- hreyfingin er að sjálfsögðu félagslegt fyrirbæri og með merkilegustu félagslegu hreyfingum og kaupfélag- ið hluti af henni, og menn töluðu um að það væri skrýtið að menn, sem allavega í orði kveðnu, segðust bera félagslegar hugsjónir fyrir brjósti skyldu mismuna verkafólki á Húsa- vík í atvinnulegum efnum. Pað var tekin upp skipting á skipavinnunni og það voru Árnór Kristjánsson og Arnviður Ævar, sem mig minnir að beittu sér sérstaklega í þessu máli, sem voru settir af Verklýðsfélaginu í að skipta þessari vinnu. Báðir þessir menn hafa sagt mér að þetta hafi ver- ið erfitt hlutverk og ég hef grun um að þeir hafi orðið einna afskiptastir um þessa vinnu sjálfir." - Var þessi mismunun af pólitísk- um toga eða voru menn valdir eftir atgervi? „Ég held það hafi ekki verið atgervið, eða það að menn væru ekki vinnuhæfir. Auðvitað eru kunningja- tengsl sterk og þeir menn sem þarna réðu hverjir fengju vinnu hafa sjálf- sagt átt sína kunningja og viljað þeim vel. Hvort pólitík hefur eitthvað blandast inní man ég ekki. Á þessum tima var Pöntunarfélag verkamanna í einhverri samkeppni við kaupfélagið, þó það væri ekki stórt. Sumir voru pöntunarfélags- menn og aðrir kaupfélagsmenn en þó held ég að flestir pöntunarfélags- menn hafi verið kaupfélagsmenn líka. Ég held að sósíalistum hér á Húsavík hafi yfirleitt verið mjög vel til kaupfélagsins, allavega heyrði ég það ekki á tali manna að þeir hefðu - segir Snær Karlsson starfsmaður verkalýðsfélaganna á Húsavík „Ég er fæddur hér á Húsavík 1940, í stríðsbyrjun þess mesta stríðs sem gengið hefur yfir þessa veröld. Ég man auðvitað ekki mikið eftir fyrstu árunum, en þó man ég eftir Bretun- um, vera þeirra hafði í sjálfu sér ekki mikil áhrif á mig en hefur sjálfsagt aukið fjölbreytnina fyrir okkur krakkana. Við fylgdumst með umstanginu hjá þeim, sem var þó ekkert sérstaklega mikið hérna. Síðar, þegar maður fór að eflast af einhverjum þroska, og kannski ein- hverju viti líka, þá fór maður að mynda sér skoðanir. Hvort sem það stafar af einhverjum áhrifum af veru bretanna hérna eða ekki, hef ég æfin- lega verið ákaflega mikill friðarsinni, þar af leiðandi hef ég verið andstæð- ur hernaðarbandalögum, hvort sem þau hafa heitið Varsjárbandalag eða Atlantshafsbandalag. í sjálfu sér hefur það ekki skipt máli nema hvað Atlantshafsbandalagið hefur verið meira í kallfæri, en ég hef líkar skoðanir á báðum þessum bandalög- um.“ Man eftir fjörugum fundum og hörðum átökum „Móðir mín heitir Guðrún Jónas- dóttir og hún er af svokallaðri Fóta- skinnsætt. Ég og Guðmundur Bjarnason, núverandi heilbrigðisráð- herra og þeir bræður allir, erum ná- frændur. Bjarni, faðir þeirra er afabróðir minn, bróðir móðurföður míns. Faðir minn er sonur Bjargar Pét- ursdóttur sem mjög margir eldri Húsvíkingar þekkja. Faðir hans, Sig- tryggur var einnig Þingeyingur, ætt- aður vestast úr þessari sýslu, í raun af eyfirskum ættum en ekki þingeysk- um. Ég man eftir mörgu ágætu fólki í mínum uppvexti. Ég þekkti mjög vel , alla þá Kristjánsbræður, svokallaða. Ég man eftir að verkalýðsfélög hér voru með töluvert þróttmikið starf á þessum tíma. Segja má að verkalýðs- hreyfingin hafi alltaf verið í töluvert mikilli nálægð við mig, foreldrar mínir voru bæði virk í verkalýðsfé- lögum, móðir mín í Verkakvennafé- laginu Von og faðir minn í Verka- mannafélagi Húsavíkur. Það var ekkert óalgengt að börn færu með foreldrum sínum á verkalýðsfélags- fundi og ég var ungur þegar ég fór að sækja fundi með föður mínum. Ég man eftir mjög fjörugum fundum og hörðum átökum þegar átök voru milli krata og komma. Það gekk mik- ið á og manni var svona ekki alveg sama stundum. Ef ég hefði verið örlítið eldri hefði ég sjálfsagt haft gaman af, en fyrir mér eru þetta tölu- vert hávaðasamir fundir þar sem menn töluðu alveg tæpitungulaust. Föðursystir mín, Þorgerður Þórð- ardóttir var formaður verkakvenna- félagsins og fyrstu minningar mínar um einhver verkefni í þágu verka- lýðshreyfingarinnar var það að ég var að hlaupa um bæinn með fundarboð fyrir hana og ganga um meðal verka- kvenna í bænum og innheimta félags- gjöld. Þá var ég innan við tíu ára svo í sjálfu sér hef ég byrjað nokkuð snemma. Það getur verið að þetta hafi haft áhrif á að maður hugsaði frekar um þessa hluti en ella. Það var ákaflega gaman að innheimta árgjöld fyrir Verkakvennafélagið Von, yfir- leitt var manni vel tekið og það var ómælt sem ég fékk af kökum, mjólk og góðgæti við innheimtustörfin. Og þetta eru einna bestu og skemmtileg- ustu verkalaun sem ég man eftir.“ A sjó á Svarta Svaninum „Þegar maður óx upp, fór að horfa í kring um sig, og þurfti að fara að vinna fyrir sér, þá voru kringumstæð- urnar þannig að ég fór í iðnnám í skemmtilegt. Síld var hér sumar og sumar en mismunandi mikil. Móðir mín var að salta og maður var að snúast á síldarplönunum, síðan fór maður að velta tunnum og svo fékk maður vinnu dag og dag, og eftir því sem maður eltist var maður talinn verkhæfari og fékk þá vinnu heilu sumrin. Sem unglingur stundaði ég því línuvinnu, vinnu við síld og ég man eftir því að fyrir sláturtíð á haustin fékk maður vinnu við að þvo upp ýmsa hluti sem notaðir voru á gamla sláturhúsinu. Þetta var vinnuhringur- inn hjá unglingum þá.“ Sá víða fátækt - Manstu eftir kröppum kjörum verkafólks sem höfðu varanleg áhrif á þig? „Víða þar sem ég kom í hús sá ég að var fátækt, kannski ekki neyð en fátækt, og þetta hafði auðvitað áhrif á börn sem eru frekar viðkvæm á þessu aldursskeiði. Manni fannst þetta auðvitað óskaplega ósann- gjarnt þegar maður sá, sem betur fer, að mun fleiri höfðu vel fyrir sig.“ - Skipuðu unglingarnir sér fljótt í flokka eftir pólitík? „Börnin skiptust ekki mikið eftir pólitískum línum. Það var frekar nánasta umhverfi sem réði því í hvaða félagsskap maður var. Ég ólst upp á sjávarbakkanum, í húsi sem heitir Snæland. Það var margbýlt í því húsi, mig minnir fimm fjölskyld- ur þegar ég man fyrst eftir. Börnin í Snælandi voru afskaplega góðir vinir, við lékum okkur saman, héldum mikið saman og enn er það svo að margt af þessu fólki telur maður með betri vinum sínum. Á unglingsárunum fór maður að skynja pólitíkina betur en áður og auðvitað varð maður pólitískur. Ég skipaði mér til vinstri í þessu póli- uppbygging úti um land, í fiskiðnaði og sjávarútvegi og allir nutu góðs af, því þetta er nú einu sinni sú lífæð sem færir okkur flest það sem við höfum. Þegar erfiðleikar eru í þess- um atvinnugreinum þá koma þeir fram annars staðar í atvinnulífi þjóð- arinnar, þjónustugreinarnar lenda í erfiðleikum og þó verkefnin séu kannski fyrir hendi þá vantar fjár- magnið. Það ríkir það ástand hér á Húsavík í dag að það er veruleg lægð í at- vinnulífinu. Ég vil meina að hér sé mikið atvinnuleysi, mesta sem verið hefur hér á þessum árstíma. Margir eru í dag í fyrsta skipti að kynnast því að vera atvinnulausir og það er mjög erfið lífsreynsla.“ Horfði á mennina standa og bíða - Hvað er verst við að vera atvinnu- laus? „Ég get ekki sagt um það af eigin raun, var aldrei atvinnulaus nema nokkra daga í einu á árunum 1968- ’70. En ég gæti vel trúað að það sem er erfiðast sé hve öryggistilfinningin, sem fylgir atvinnunni, veikist í atvinnuleysi. Menn verða óöruggir um afkomu sína og sinna, og það er mikið álag á fólk. Ég man eftir atvinnuleysi hér á Húsavík sem barn og unglingur, en það var öðruvísi, eitthvað sem menn bjuggust við að kæmi, árstíðabundið. Menn tóku því á annan hátt, enda þær kröfur sem fólk gerði til lífsins á þeim tíma með öðrum hætti en nú. Á veturna var skipavinna nánast eina vinnan sem var hér að hafa. Aðeins fáeinir af þeim sem atvinnulausir voru komust í skipavinnuna og ég man eftir að maður stóð frammi á bryggju og horfði á mennina sem stóðu þar og biðu eftir hvort þeir fengju vinnu eða horn í síðu kaupfélagsins þegar ég var barn.“ Ekki vakað nema í 49 tíma - Hvenær gerist þú starfsmaður verkalýðsfélaganna og hvað kom til? „Ég fékk ofnæmi fyrir ákveðnu efni sem er mikið notað í byggingar- iðnaði, í fúavarnarefni og ýmis lökk, svo mér var ráðlagt að fá mér aðra vinnu í það minnsta um tíma. Ég átti ekki margra kosta völ því ofnæmið olli mér gífurlegum óþægindum, ég bólgnaði kringum augun, þau urðu fyrir þrýstingi og andlitið hljóp allt upp. Það var auglýst eftir manni í þetta starf um haustið 1981 og ég var hvattur til að sækja um. Ég var í nokkrum vafa, þar sem ég var for- maður í byggingarmannafélagi fannst mér það nokkuð nóg, en svo fór það þannig að ég sótti um þetta starf og var ráðinn til þess. Síðan hef ég unnið við þetta og lát- ið mér detta í hug oftar en einu sinni að skipta um atvinnu. Þetta er ein- hver sú erfiðasta vinna sem ég hef unnið, en þetta er ekki svo mjög lík- amlegt erfiði, nema þá miklar vökur í samningaviðræðum, ég hef að vísu ekki vakað ennþá nema í 49 klukku- tíma samfleytt. En þessi vinna er ákaflega krefjandi, það er ekki alltaf verið að fara með mál heilla félaga sem slíkra, heldur er maður mikið meira með vandamál einstakl- inga og það er að sjálfsögðu mikið álag. Það er nú einu sinni svo að fólk verður fyrir ýmsu, og leitar þá til síns stéttarfélags. Maður vill að sjálf- sögðu liðsinna fólki og er þarna í vinnu til þess og það útheimtir að maður setji sig vel inn í hlutina. Maður vill og væntir þess að ná árangri en er ekki alltaf viss um að það takist, því ráða ýmsar kringum- stæður. Oft er maður að sækja hluti ■ ■ Sllllfess,,. „Sé ekki ástœðu til að hen sem fólk telur sig hafa verið hlunn- farið um hjá einstaklingum og fyrir- tækjurn. Ég er ekki þannig gerður að mér finnist eftirsóknarvert að lenda í illindum, og held í sjálfu sér að ég hafi aldrei lent illindum, mér hefur raunar tekist í þessu starfi að sleppa við það. Ég persónugeri yfirleitt ekki þau viðfangsefni sem ég er að fást við, þannig að ég held að ég hafi ekki eignast neina fjandmenn í þessu starfi. Þó ég hafi oft orðið að gera ansi harðar og erfiðar kröfur á ýmsa aðila hef ég ekki fundið að það skap- aði neina erfiðleika fyrir mig í sam- skiptum við þessa aðila á öðrum svið- um um önnur efni. En þetta er auð- vitað ákveðin jafnvægislist og hún útheimtir, bæði að menn séu gætnir og eins það að verði þeim á mistök gangist þeir við þeim mistökum án undanbragða. Þetta er mjög mikil- vægt ef þú ætlar að halda trausti í svona starfi. “ - Ertu notaður sem grýla á at- vinnurekendur? „Ég tel mig í sjálfu sér ekki mikla grýlu á þá. Ég hef átt vinsamleg sam- skipti við fólk í verkalýðsfélögunum og eins við atvinnurekendur hér á staðnum. Ég held að það sé ekki síst fyrir að mér hættir til að segja alltaf meiningu mína og þess vegna er ekk- ert sem liggur eftir þegar málin hafa verið rædd.“ „Þegar ég hóf störf hjá Verkalýðs- félagi Húsavíkur var þar einnig Líf- eyrissjóðurinn Björg til húsa. Ég hafði viðfangsefni þessara aðila með höndum ásamt Kristjáni Mikkelsen sem var ákaflega góður og heiðarleg- ur vinnufélagi. Ég saknaði hans þeg- ar hann fór. Auk hans unnu þarna ágætar stúlkur með okkur sem ekki vinna á skrifstofunni í dag. Starfsemin hefur aukist, þarna var og er enn til húsa vinnumiðlun Húsa- víkur og síðan hafa bæst við önnur verkalýðsfélög, Byggingamannafé- lagið Árvakur, Verslunarmannafélag Húsavíkur og Sveinafélag járniðnað- armanna. Þannig að þarna eru fjögur verkalýðsfélög, einn Iffeyrissjóður og vinnumiðlunin svo þetta er umfangs- mikil starfsemi sem þarna fer fram. Segja má að maður sjái aldrei fram úr því sem þarna er að gera, því vinna fyrir stéttarfélög er þess eðlis að ef þú hefur einhvern áhuga fyrir þeim þá vantar aldrei viðfangsefni. Þess vegna er hægt að vera á skrif- stofunni allan sólarhringinn ef maður hefur þrek til. Konan mín hefur stundum stungið upp á því að ég flytti niður á skrifstofu verkalýðsfé- lagsins. Sagt að ég ætti ágætan svefn- poka og gæti haft hann með mér en kæmi svo mjög reglulega heim í mat, eins og ég hef alltaf gert, á tímabilinu frá sjö til elleftu á kvöídin. Þetta er nú svona í gamni sagt en mergurinn málsins er sá að þarna er gífurlega mikið starf að vinna. Því betur er ágætir vinnufélagar á skrifstofunni, því það er ömurlegt að vinna á vinnustað þar sem maður á ekki góða vinnufélaga. Mjög mikil- vægt er að hafa gott samstarf við stjórnir félaganna, aðilanna sem standa að skrifstofunni og ég hef ■ekkert undan því að kvarta. Þessari starfsemi er ákaflega þröngur stakkur sniðinn, þarna er til viðbótar Alþýðubankinn, sem er eign verkalýðshreyfingarinnar. Þó hann sé ekki í beinum tengslum við aðra starfsemi er hann sjötti aðilinn í húsnæðinu og þarna er orðið allt oí þröngt. Á síðastliðnu ári keyptum við neðri hæðina að Garðarsbraut 26 af Kaupfélagi Þingeýinga. Nú þegar höfum við fengið afhentan þann hluta sem Hrunabúð var í og reikn- um með að flytja starfsemina úr fé- lagsheimilinu í nýja húsnæðið núna í mars eða apríl. Við höfum haft hug á að bæta við starfsmanni í hálft eða heilt starf en það höfum við ekki get- að gert við núverandi aðstæður." - Nú hefur þú sjálfsagt hugsað mikið um áhrif atvinnuleysis á fólk. Hvaða ráð átt þú til að gefa þeim sem atvinnulaus er? „Ég hef svolítið hugleitt þetta. Ekki síst vegna þess að um rúmlega eins árs skeið gat ég ekki stundað atvinnu vegna þess að ég varð fyrir slysi í skipavinnu 1969. Ég höfuð- kúpubrotnaði er bóma datt og lenti á mér. Það leitaði ákaflega fast á mig að geta ekki unnið þó það væri ekki vegna atvinnuleysis. Ég gerði mér grein fyrir að þetta var eitthvað sem ég yrði að kljást við. Ég las geysilega mikið á þessum tíma og það held ég hafi verið gott, það kom ákveðinni ró á hugann og dreifði huganum því maður fékk um margt að hugsa við lesturinn. Samt sem áður var þetta erfiður tími og ég kann ekki önnur ráð að gefa fólki en að reyna að stunda einhver þau hugðarefni sem gefa því hugarró. Ráð við atvinnuleysi eru engin önnur en þau að reyna að halda uppi atvinnu og það verður pólitísk krafa. Oft skapast þær aðstæður í þjóðfélag- inu að þetta verðu erfitt en hinn pólitíski vilji skiptir þá enn meira máli en þegar betur árar. Nú eru að renna út þau lög er sviptu verkalýðs- hreyfinguna samningsrétti og skapast staða til að gera nýjan kjarasamning, sem er nauðsynlegt. Ég held að mjög fáir geri sér vonir um að draga mjög stóran feng að landi í komandi kjara- samningum og því hafa menn frekar velt fyrir sér að reyna að verja lífs- kjörin og reyna að sækja eitthvað fyrir þá sem lakast eru settir í þjóð- félaginu. Undanfarin ár hafa menn þótst vera að gera þetta og það í fullri alvöru, en ekki af neinum leikaraskap. Til þess hafa verið not- aðar ýmsar aðferðir, það að skera neðan af launatöxtunum er aðgerð sem er ágæt svo langt sem hún dugar, en engin grundvallarbreyting, því eft- ir því sem tíminn líður breikkar þetta bil aftur, og þeir sem neðstir voru verða neðstir aftur. Nú held ég að menn verði að gera eitthvað í máluni þeirra sem verst eru settir launalega í þjóðfélaginu. Þetta er mjög lítið þjóðfélag og það þarf enginn að búa við það að hafa ekki nóg fyrir sig. Launamunur í þjóðfélaginu er verulega mikill og hefur aukist hin síðari ár. Það hefur verið góðæri, að minnsta kosti 1986-7 og fram eftir ári 1988. Ákveðin þensla og eftirspurn varð á þessum tíma og þá notuðu atvinnurekendur þetta góðæri til að hygla fremur þeim sem hærra eru launaðir. Það kostar í rauninni minna að hækka kaupið við hálaunamenn en láglaunamenn því hálaunamennirnir eru svo miklu færri. Því er nauðsynlegt í dag að verkalýðshreyfingin berjist fyrir lífs- kjarajöfnun. Þetta skeður ekki nema þeir sem best eru settir láti eitthvað af sínum launum, þeir sem eru á miðjunni eða rétt neðan við miðjuna standi í stað en þeir sem lægstir eru fái eitthvað í sinn hlut. Þetta tel ég að sé hægt og það sem til þarf er póli- tískur vilji og faglegur vilji verka- lýðshreyfingarinnar. “ - Áttu von á löngum og ströngum samningaviðræðum? „Ég á von á að þetta taki einhvern tíma að koma sér niður á hvernig að þessu skuli standa. Ég á ekki von á langvinnum átökum, ef verkalýðs- hreyfingin og hin pólitísku öfl í þjóð- félaginu, og þá sérstaklega innan ríkisstjórnarinnar, verða sammála um að fara þessa leið. Ef þetta tekst ekki held ég að við getum búist við hverju sem er, held að þolinmæði margra sé orðin ansi lítil og það er því miður að verða þannig að stór hópur í þjóðfélaginu hefur ekki neinu að tapa. Hann mun krefjast leiðréttingar og menn verða að skynja það og kunna að bregðast við.“ - Áttu von á langtíma eða skammtíma samningum? „Ég hef æfinlega verið andvígur skammtímasamningi vegna þess að hann er vandræðalausn og ég er lítið fyrir vandræðalausnir. Það kann að vera að ýmsum finnist hagstætt að gera skammtímasamning en ég tel mikið æskilegra að semja til lengri tíma. Skammtímasamningar valda alltaf vissri spennu og því meiri spennu sem þeir eru til styttri tíma en við þurfum að kom á ákveðinni ró í þessu þjóðfélagi meðan við erum að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem við eigum í í dag. Sú ró skapast ekki nema við gerum einhvern sátt- mála til ákveðins langs tíma. Þau vandamál sem við er að kljást eru: Atvinnuleysi víða um land. Það þarf að knýja niður verðbólguna í þjóðfélaginu. Vextir verða að hjaðna. Ríkisstjórnin má ekki láta peningastofnunum haldast það uppi að ákveða að vextir skuli vera þannig að þeir standi undir því fjármagns- kerfi sem hér hefur verið komið upp og er eitthvað það dýrasta í veröld- inni. Við þurfum að halda niðri verð- lagi á nauðsynjavöru og þjónustu ríkis og sveitarfélaga.“ Lottómiðar fyrir 15 milljónir - Varðandi atvinnuástandið á land- inu, hverju spáir þú um framtíðina? „Ég tel ekki neina ástæðu til að kvíða framtíðinni. Við búum við ytri erfiðleika, sem er lækkandi verð á útflutningsafurðum okkar, en það verð er samt sem áður hátt og því þurfum við ekki að kvarta. Ýmislegt bendir til að verðið hækki aftur og því sé ég ekki ástæðu til að hengja haus, menn ættu frekar að horfa í kring um sig og reyna að efla at- vinnulífið. Það verður best gert með því að bæta umhverfj atvinnulífsins og búa því betri kjör hvað varðar fjármagnskostnað. Hann er atvinnu- lífinu erfiðastur í dag og það er athyglisvert að við höfum ekki heyrt einn einasta mann koma fram í fjöl- miðlum undanfarin eitt til tvö ár og kvarta yfir að vinnulaun væru há á Islandi, en hinsvegar hafa þessir aðil- ar kvartað verulega yfir fjármagns- kostnaði. Svo það þarf ekki að leiða nein vitni fram um það hvað er fyrst og fremst að í þessu þjóðfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt ómælt langlundargeð við gerð kjara- samninga á undanförnum árum, því hún er kannski eina þjóðfélagsaflið sem hefur viljað knýja niður verð- bólguna í þjóðfélaginu. Hér á Húsavík búum við við tvær undirstöðuatvinnugreinar, eins og þetta þjóðfélag allt. Það er fiskiðnað- urinn og svo er það landbúnaðurinn og sveitirnar sem standa hér að baki þessu bæjarfélagi. Þarna eru ákveðn- ir erfiðleikar á ferðinni, sérstaklega í landbúnaðinum, og óhjákvæmilega bitna þeir á okkur. Við ættum fyrst og fremst að líta til þess að vinna bet- ur úr þeim afurðum sem verða hér til, fiskinum sem berst á land og landbúnaðarafurðunum úr héraðinu. Þetta kostar að vísu fjármuni en ég trúi ekki öðru en tækifæri sé til að gera þetta og auðvitað eigum við fyrst og fremst að leggja fram þessa fjármuni sjálf. Þegar bjátar á í atvinnulífi hinna einstöku staða, hafa þeir uppi kröfur um að ríkið komi til aðstoðar og geri eitthað í atvinnulífs- og efnahagsmálum fyrir þá. Þessi krafa er út af fyrir sig réttmæt, en á sama tíma og Húsvíkingar eyða 15 milljónum í lottómiða á mánuði, og einhverjum fjárhæðum í aðra álíka þarflega hluti, þá geta þeir litið í eig- in barrn um hvort fjármagn sé fyrir hendi til að efla atvinnulífið. Húsa- vík er í rauninni öflugt samfélag og fjárhagslega vel sett miðað við önnur byggðarlög og manni sýnist fólk ekki líða skort hér svona almennt séð. Það er allavega ekki fátæktarmerki að hafa til þess peninga að kaupa lottómiða fyrir 15 milljónir á mán- uði.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.