Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, laugardagur 11. febrúar 1989 Rafgeymar í bílinn, bátinn, vinnuvélinaN Viðhaldsfríir Veljiö rétt merki þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut • Akurcyri • Sími 22700 Húsavík: Áætlað að vinna við höfnina fyrír 42 milljónir - gatnagerðarframkvæmdir fyrir 2,5 milljónir Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Húsavíkur og bæjarfyrirtækja, sem var til fyrri umræðu í Bæjarstjórn Húsavíkur 31. jan., er reiknað með að helstu framkvæmdir á vegum hafnarsjóðs verði áfangi við Norðurgarðinn sem kosti tæplega 38 milljónir. Einnig að 5 milljónum verði varið til sjóvarna, til að Ijúka grjótvörn framan á veg frá hafnarsvæðinu að Þorvalds- staðaá. Áætlunin gerir ráð fyrir að helstu liðir gjaldfærðrar fjárfest- ingar verði sem hér segir: 4,3 milljónir til Framhaldsskólans, varið til kennslugagna og búnað- ar og lagfæringa á húseigninni Túni. Til Barnaskólans verði var- ið 1,2 milljónum til endurbóta og 500 þúsundum til Tónlistarskól- ans, aðallega til hjóðfærakaupa. í Langholti verði 3 milljónum var- ið til að ganga frá malarnámi, þannig að um helmingur svæðis- ins verði byggingarhæfar lóðir. Ekki er reiknað með öðrum gatnagerðarframkvæmdum en gangstéttagerð við nokkrar götur Húsavík: Töluverð veðurhæð en engar skemmdir Ekki var vitað um nein óhöpp eða skemmdir vegna veðursins aðfaranótt föstudagsins er Dagur hafði samband við lög- reglu og hafnarvörð á Húsa- vík. Að beiðni Almannavarna stóð lögreglan vakt til kl. 5 um morguninn en varð ekki vör við nein vandræði. Vakt var í bátum í Húsavíkur- höfn sem allir voru inni, að tog- urunum undanskildum. Að sögn Halldórs Porvaldssonar hafnar- varðar var töluverð veðurhæð um nóttina. Allt fór vel og vildi Hall- dór þakka það hve vindur var suðlægur, norðvestanátt hafði verið spáð en sem betur fór rætt- ist sú spá ekki þar sem vindur stendur verr á höfnina í þeirri átt. Stórstreymi var og háflóð kl. 1.30. Mikið særok var við höfn- ina á tímabili. IM sem áætlað er að kosti 2,5 millj- ónir. Barnaheimilinu eru áætluð 500 þúsund til kaupa á húsgögn- um, leiktækjum og fleiru og bæj- arskrifstofum 400 þúsund til endurbóta á tölvubúnaði og hús- gögnum. Skíðamannvirkjum eru áætluð 300 þúsund, íþóttavöllum 210 þúsund, tæknideild 150 þús- und og leikvöllum 100 þúsund. Hvað eignfærða fjárfestingu varðar er reiknað með að um 28,7 milljónir þurfi til að ljúka við 5 leiguíbúðir sem nú eru í smíðum, en til athugunar er að Búseti yfirtaki byggingu þessara íbúða að einhverju eða öllu leyti. Til Dvalarheimilis aldraðra er varið um 6,4 milljónum, til heilsugæslustöðvar tæpum 4 milljónum. 2 milljónum til hönnunar nýbyggingar við Barnaskólann og 1 milljón til íþróttahúss. Áhaldahús fær 1,6 milljónir til að endurnýja véla- og tækjakost. Sundlaugin fær 550 þúsund og Safnahúsið 500 þús- und, en fyrirhugað er að hefja byggingu sjóminjasafns á árinu. IM Miklir snjóruðningar eru víða á götum Akureyrar eftir óvenju mikla snjó- komu. Vegheflar og gröfur af ýmsum gerðum hafa verið í stöðugri vinnu við að ryðja göturnar sem sumar voru orðnar næstum því ófærar venjulegum fóiksbflum. Mynd: TLV Atvinnumál sveitakvenna til umræðu á ráðunautafundi: Ágústa á Refsstað boðar pere- strojku í íslenskum landbúnaði Á ráðunautafundi í Reykjavík í gær flutti Ágústa Þorkels- dóttir, bóndi á Refstað í Vopnafirði, erindi þar sem hún boðaði „perestrojku“, nýja hugsun, í íslenskum landbún- aði. Hún ræddi um stöðu Helgarspáin: Gott veður á Norðurlandi Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir bærilegasta veðri á Norðurlandi um helgina og víst þykir mörgum það kærkomin tilbreyting frá lægðafarganinu undanfarið. Það verður hins vegar éljaveður á Suður- og Vesturlandi og eitthvað ná þessi él inn á landið. Á laugardag og sunnudag er búist við suðvestan strekkingi á Norðurlandi og skýjað verður með köflum. Hitastig verður rétt undir frostmarki, þ.e. vægt frost, og gangi þessi spá eftir má segja að þetta verði kjörin útivistar- helgi fyrir Norðlendinga. SS Protabú Pólarprjóns hf.: Tvö tílboð bárust í vélamar Á fundi bæjarráðs Blönduóss fyrir skömmu voru opnuð til- boð í vélar í þrotabúi Pólar- prjóns hf., sem voru í eigu Blönduósbæjar. Tvö tilboð bárust, frá Zophanías Zophan- íassyni, umboðs- og heildversl- un á Blönduósi, og Saumastof- unni Drífu hf. á Hvamms- tanga. Verið er að athuga þessi tilboð og óvíst hvenær ákvörð- un verður tekin um hvoru þeirra verður tekið. Búið er að ganga frá öllu öðru í þrotabúi Pólarprjóns, og eru þessar vélar í eigu Blönduósbæj- ar það síðasta sem eftir er að gera upp. -bjb kvenna í sveitum og þá at- vinnumöguleika sem sveita- konur hefðu. Ágústa taldi lítið hafa verið sinnt um að nýta verkkunnáttu sveitakvenna og seiglu til að takast á við vandann. „Vaxtabroddurinn og leynivopnið í baráttunni gegn byggðaröskun er í hönd- um sveitakvenna,“ sagði Ágústa. Ágústa taldi marga atvinnu- möguleika fyrir hendi fyrir sveitakonur. Sumir væru nýttir nú þegar en aðrir ekki. Svarið við þeirri spurningu hvað sveitakon- an gæti gert væri einfalt; allt. Flestar konur í sveitum vilji auka fjölskyldutekjur og langanir kvenna snúist ekki um búrekstur- inn heldur vilji konurnar nota starfshæfni sína óháðar atvinnu eigin- eða sambýlismanna. „Margar hugmyndir hafa komið fram, raunhæfar og óraunhæfar. Margir hafa af stórhug og dugn- aði lagt í nýjan atvinnurekstur í sveitum. En margar góðar hug- myndir hafa lent í salt vegna ótrúlegrar þröngsýni og nei- kvæðra viðbragða. Má þar nefna t.d. hugmyndabanka Stéttar- sambandsins sem fékk nafnið maðkaskrá og nýttist helst mis- vitrum alþingismönnum til spé- skapar í kosningaslag," sagði Ágústa. í erindi sínu vék hún að nokkr- um hugmyndum sem beðið geti kjarkmikilla brautryðjenda s.s. hálmvinnslu, matvælavinnslu, minjagripagerð, ullarvinnslu og dvalarheimili í sveitum. Hún sagði að t.d. mætti úr hálminum flétta líkkistukransa sem hingað til hafa verið fluttir inn. Varðandi matvælavinnslu benti hún á að gæludýrafóður er allt innflutt. Brjóta þyrfti hins vegar þá skoð- un á bak aftur að matvælafram- leiðsla kallaði á stórverksmiðjur. „Pær konur sem hafa hug á að hefja atvinnustarfsemi sem ekki hefur verið stunduð áður í þeirra byggðarlagi þurfa helst á að halda nær ómennskum kjarki og óbilandi trú á verkefnið sem þær ætla að takast á við. Viðbrögð við slíkum hugmyndum eru ótrúlega neikvæð og eina aðstoðin sem veitt er tafarlaust og nánast óumbeðið, er upptalning allra þeirra ljóna sem hugsanlega gætu verið í vegi. Margar þeirra kvenna sem hafa haft samband við mig hafa gugnað fyrir þessari ljónatalningu,“ sagði Ágústa. JÓH Akureyri: 86,5 inilljómr til Verkmenntaskólans Síðasti fundur Bæjarráðs Akureyrar um fjárhagsáætlun 1989 var haldinn á fímmtudag. Bæjarráðsmenn hafa komið sér saman um að leggja áætl- unina fram til endanlegrar afgreiðslu Bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudag. Allmargar breytingar hafa ver- ið gerðir á frumvarpinu að fjár- hagsáætlun milli umræðna í bæj- arstjórn. Minnihlutaflokkarnir tveir eru með nokkrar breytinga- tillögur við áætlunina sem munu koma til afgreiðslu á þriðjudag. Ljóst er að Bæjarráð leggur til að 28 milljónum króna verði var- ið til sundlaugar við Glerárskóla og 86,5 milljónum til fram- kvæmda við Verkmenntaskól- ann, þar af er hlutur Akureyrar- bæjar 30,5 milljónir króna, 10 millj. eru óráðstafað fé frá ríkinu frá fyrra ári, eftirstöðvarnar eru framlag ríkisins á fjárlögum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.