Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 11.02.1989, Blaðsíða 11
^98áf - ÓAQljtf - Í1 Osköp á ég bágt! Fanney Kristinsdóttir 8 ára, Rimasíöu 27a, Akureyri, teiknaði þennan reisulega sveitabæ. Teikningar frá Kattholti - Þrjú börn fá stækkaöa mynd af (du (Kafli úr dagbók drengs:) Kæra dagbók. Núna er ég voðalega reiður. Mamma skammaði mig f kvöld fyrir að setja hamsturinn ofan í rækjurétt- inn hjá Birnu frænku. En það voru skemmtileg hljóðin í Birnu. Hún var samt búin að segja að nú þyrfti hún að fara að hamstra. Mamma sagði líka að ég mætti ekki bora í nefið Veistu svarið? - viðurkenningar í boði Nú ætlum við að bregða á leik. Þið svarið nokkrum spurningum, sendið okkur svörin og a.m.k. einn brandara eða smásögu að auki. í staðinn fá þrjú ykkar viðurkenningu, sem er skemmtileg Ijósmynd af prakkaran- um Emil í Kattholti. Hér koma spurn- ingarnar og sendið svörin í umslagi merkt: Dagur - barnasíða/Strand- gata 31/602 Akureyri, eða komið umslaginu til skila eftir öðrum leið- um. 1. Hvað kallaði Emil húfuna sína? 2. Hvers vegna vildi ída fara upp í fánastöng? 3. Hvað borða flestir á sprengidag- inn? 4. Hver stjórnar Töfraglugganum? 5. Hvað er 17 piús 18? 6. Er bæjarstjórinn á Akureyri langhlaupari? 7. Er borgarstjórinn í Reykjavík kraftlyftingamaður? 8. Er ritstjóri Dags knattspyrnu- dómari? 9. Hvernig eru blikkljós löggubíla á litinn? þegar gestir væru í mat. Þá fór pabbi að rífa sig þegar ég sagði honum að stærðfræðikennarinn minn væri leið- inlegur. Þetta er víst einhver pólitísk- ur vinur pabba, hvað sem það nú þýðir. Ég þurfti að passa litlu systur meðan mamma fór í búðina. Hún orgaði og meig allan tímann. Þetta er óréttlæti. Alltaf verið að skamma mann. Það var samt gaman í skólanum í dag. Ég plataði Nonna alveg ofsa- lega. Um daginn var hann að stríða mér en nú kleip ég hann svo fast í bakið að hann fór að orga og kenn- arinn rak hann út. Það má ekki orga í tímum. Verst hvað Nonni var reiður í frímínútunum. Hann var alltaf að henda í mig snjókúlum. Svo fórum við að slást, en annars vil ég ekkert tala um það. Skólastjórinn hringdi í mömmu. Það var víst ekkert gaman í skólanum. Ég ætla að verða skólastjóri þegar ég verð stór, í þeim skóla sem börn- in hans Nonna verða í. Þá ætla ég alltaf að hringja í Nonna og konuna hans og segja þeim hvað þau eiga ömurlega og óþekka krakka. Svo ætla ég að reka krakkana hans úr skólanum. Þau verða ábyggilega vit- laus eins og Nonni. Ferlega er leiðinlegt að vera send- ur svona í rúmið áður en maður er búinn að borða. Ekkert sjónvarp. Bara beint í rúmið og það á undan litlu systur. Hún er að bulla inni í stofu og allir skemmta sér vel nema ég. Óskaplegt ranglæti er þetta, kæra dagbók. Ég sem er búinn að vera svo stilltur og góður í dag. Allir krakkar þekkja nú systkinin Idu og Emil í Kattholti. Leikritið er sýnt við miklar vinsældir hjá Leikfélagi Akureyrar og börnin sjálf búa til leikrit heima hjá sér og á dagheimil- um. Ég veit að margir krakkar eiga myndir af þessum skemmtilegu persónum í Kattholti og þess vegna langar mig að biðja ykkur að senda mér teikningar af Emil, (du, foreldr- unum, Alfreð, Línu, Maju eða öðrum sem tengjast leikritinu. Munið að láta nafn, aldur og heimilisfang fylgja. Utanáskriftin er: Dagur - barnasíða Strandgata 31 602 Akureyri Við ætlum að veita viðurkenning- ar. Þrjú börn sem senda okkur teikn- ingar af Kattholtsfólkinu fá stækkaða Ijósmynd af ídu í verðlaun. Við eig- um myndir af (du í flaggstönginni og líka þegar hún syngur: „Kisa mín, kisa mín, komdu þér á fætur, þú veist að, þú veist að, það er dimmt um nætur. Litli grís, litli grís, logar glatt á hlóðum, verði kalt, verði kalt, vermdu þig á glóðum. Litla kýr, litla kýr, lindin hornum búna, skyldir þú, skyldir þú, skitið hafa á brúna. Mamma góð, mamma góð, margt er það sem prýðir, þínir skór, þínir skór, þeir eru og víðir. Landslag eftir Telmu 9 ára. Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RfKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.