Dagur - 25.02.1989, Síða 7
25. febrúar 1989 - DAGUR - 7
Aumingja Birna frænka
(Kafli úr dagbók drengs:) Kæra
dagbók. Dagurinn er búinn að vera
skemmtilegur og ég er bara hress og
kátur núna. Ég var ekkert sendur í
rúmið án þess að fá kvöldmat. Ég
hlýt þá að hafa hagað mér vel. Ekki
fannst Birnu frænku það, en hún hef-
ur ekki ennþá fyrirgefið mér þetta
með hamsturinn. Hún kom í heim-
sókn til mömmu í morgun en fór eig-
inlega strax aftur. Það var nefnilega
svoleiðis að þegar hún hringdi dyra-
bjöllunni þá fór ég til dyra. Ég var
búinn að gleyma því að ég var með
ófreskjugrímuna sem ég notaði á
öskudaginn og þegar ég opnaði rak
Birna upp skerandi gól og ætlaði að
hlaupa í burtu en datt með hausinn
ofan í snjóskafl. Hún hélt víst að ég
væri grimm ófreskja.
Mamma kom hlaupandi þegar hún
heyrði hávaðann og ég get svarið
það að ég sá hana brosa dálítið áður
en hún skammaði mig fyrir að fara til
dyra með ófreskjugrímuna fyrir and-
litinu. Hún bauð Birnu upp á kaffi-
sopa en frænka var svo stressuð að
bollinn skalf og kaffið slettist út um
allt borð. Ég benti henni á að nota
smekk og plastdúk en þá varð hún
ævareið og sagðist ekki vilja vera í
sama húsi og þetta krakkagerpi.
Hún átti víst við mig.
Pabbi kom heim í hádegismat
þegar Birna var að fara. Hann var
voðalega mikið að flýta sér og svo
utan við sig að hann kyssti Birnu í
staðinn fyrir mömmu. Aumingja
Birna roðnaði og blánaði en mamma
hló bara að þessu. Ég held að Birna
hafi síðan farið til Stínu í næsta húsi
til þess að segja henni frá þessum
óþekku feðgum, mér og pabba.
Eftir mat kom Gummi í heimsókn
til mín og við lékum okkur allan
daginn. Það var gaman. Mamma
sagði að það væri gaman að sjá
svona góða drengi en við vorum víst
ekki sérlega góðir þegar litla systir
vildi vera með okkur. Hún er bara
eins árs og rífur allt og tætir. Hún tók
af okkur bílana og þegar við ætluð-
um að taka þá af henni fór hún að
Skæla. Við vildum fá að leika okkur í
friði.
í helgarblaðinu 11. febrúar lögðum
við fram nokkrar spurningar, óskuð-
um eftir svörum og bröndurum og
jafnframt eftir teikningum sem
tengdust Emil í Kattholti. Fallegar
Ijósmyndir af Emil og ídu voru í boði
en vegna dræmrar þátttöku þurfum
við ekki að hugsa frekar um þessar
viðurkenningar. Sjálfsagt hafa for-
eldrar haft margt annað að gera en
að benda börnum sínum á þessa
barnasíðu.
Okkur barst þó svarbréf frá Hörpu
Halldórsdóttur í Þelamerkurskóla
ásamt brandara. Harpa, sem verður
9 ára á morgun, var með svörin við
öllum spurningunum rétt nema hvað
Annars er litla systir ósköp
skemmtileg stundum, sérstaklega
þegar hún sefur.
hún gataði á fyrstu spurningunni.
Rétt svör voru þessi:
1. Emil kallaði húfuna sína pottlu.
2. ída vildi fara upp í fánastöngina til
þess að sjá til Maríönnulundar. 3.
Flestir borða saltkjöt og baunir á
sprengidaginn. 4. Bommi (Hjálmar
Hjálmarsson) stjórnar Töfragluggan-
um. 5. 17 plús 18 er 35. 6. Bæjar-
stjórinn á Akureyri er langhlaupari.
7. Borgarstjórinn í Reykjavík er ekki
kraftlyftingamaður. 8. Ritstjóri Dags
er knattspyrnudómari. 9. Blikkljós
lögreglubíla eru blá.
Við gátum grafið upp fáeinar
myndir sem tengjast Emil í Kattholti
en við óskum enn eftir teikningum til
birtingar í blaðinu.
Svör við spurningum
Haukur 4ra ára teiknaði þessa mynd. Hann gaf þá skýringu að þetta væri Óli
prik sofandi.
Hér er teikning eftir Brynhildi Eggertsdóttur 7 ára. Emil er búinn að hífa ídu
upp í fánastöngina og nú sér hún yfir til Maríönnulundar.
GDÍMHÍ LWS
Á GÖMLUM MERG
VOLVO BM
micHiGnn
uc
Stofnað hefur verið eitt
stærsta fyrirtæki í heiminum í
framleiðslu á þungavinnuvél-
um. Fyrirtækið heitir VME og
er samsteypa VOLVO BM -
MICHIGAN og EUCLID sem allt
eru þekkt merki í vinnuvélaiðn-
aðinum.
AKERMANS gröfufyrirtækið er
einnig í samsteypunni.
VME er því nýr risi á gömlum
merg.
Vinnuvélar af öllum stærðum til allra nota.
Veitum fúslega allar nánari upplýsingar.
Brimborg hf.
Skeifunni 15,
sími 91-685870.
Traust
fyrirtæki
í sókn.