Dagur - 25.02.1989, Síða 11

Dagur - 25.02.1989, Síða 11
10 - DAGUR - 25. febrúar 1989 25. febrúar 1989 - DAGUR - 11 „Ég hef alltaf verið ákafamaðura Tryggvi Pálsson kaupmaður á Akureyri í helgarviðtali Tryggvi Pálsson, kaupmaður og fyrrum framkvæmdastjóri Smára hf. á Akureyri, hefur víða tekið til hendinni um dagana. Hann stjórnaði um árabil einu stærsta byggingafyrirtækinu á Akureyri, Smára hf., starfaði sem rafverktaki með eigið fyrirtæki á Norðurlandi, var meðeigandi og stjórnarformaður Malar- og steypustöðvarinnar hf., stofnsetti Norðurfell hf., byggði verslunarmiðstöðvar við Mýrarveg og Sunnuhlíð auk fjölda annarra húsa stórra sem smárra, var á kafi í félagsmálum árum saman í tengslum við hagsmunasamtök rafiðnaðarmanna, tók virkan þátt í stjórnmálum og hafði afskipti af öðrum og ólíkum sviðum félagsmála. í viðtalinu sem hér fer á eftir rifjar Tryggvi upp nokkra þætti ævinnar og viðrar skoðanir sínar á málefnum dagsins í dag í ljósi reynslunnar. Tryggvi varð fimmtugur í fyrra. Hann fæddist 24. sept- ember 1938 á bænum Sólvöllum við Akureyri, en faðir hans, Páll Friðfinnsson byggingameistari, reisti Sólvelli á sínum tíma. Móðir Tryggva heitir Anna Ólafsdóttir. Páll er ættaður úr Hörgárdal en Anna úr Fljótunum. Foreldrar Tryggva fluttu frá Sólvöllum í íbúðarhúsið númer 42 við Munkaþverárstræti á árum síðari heimsstyrj- aldarinnar, um 1944, og þar ólst hann upp. Fjölskyldan flutti árið 1955 í Löngumýri og skömmu síðar setti Tryggvi á fót heimiii með konu sinni Aðalbjörgu Jónsdóttur og hafa þau alla tíð búið á Brekkunni, fyrst í Kringlumýri, síð- ar við Ásveg, við Espilund og nú síðari árin við Grenilund. Pau eiga fjóra syni og eru þeir 12,18, 21 og 25 ára gamlir. Æskuárin voru eins og algengt var á þeim tíma, skóli á vetrum, fyrst Barnaskóli Akureyrar, og sveitadvöl á sumr- um en Tryggvi fór fyrst í sveit til skyldmenna í Skagafirði níu ára gamall. Hjá Eiríki bónda Björnssyni á Arnarfelli var Tryggvi í tvö sumur. Að skyldunámi loknu í Barna- skóla Akureyrar lá leiðin í Gagnfræðaskólann, en gefum nú Tryggva orðið: Alltaf leiðst að bíða eftir að hlutirnir gerist „Mér lá mjög mikið á að komast út í atvinnulífið. Ég hef alltaf verið ákafamaður og leiðist að bíða eftir að hlutirnir gerist. Ég komst að því að ég gæti lokið gagnfræðanámi á þremur vetrum í stað fjögurra með því að taka síðasta vet- urinn í héraðsskóla. Ég fór því vestur í Hrútafjörð og sett- ist í Reykjaskóla og lauk gagnfræðaprófi þaðan á tilskild- um tíma. Ég sparaði mér því eitt ár miðað við jafnaldra mína á Akureyri og komst fyrr út á vinnumarkaðinn. Á sumrin stundaði ég ýmsa vinnu. Fyrst var ég í verka- mannavinnu hjá föður mínum við byggingarvinnu á Akur- eyri, þá eitt sumar á síldveiðum á Stjörnunni sem Kristján P. Guðmundsson gerði út. Pað var engin frægðarför, við komumst á skýrslu á haustdögum með eitthvað um 700 mál og tunnur. Annað sumar var ég á togara, það var á gamla Harðbak með Sæmundi Auðunssyni. Petta var ekki eina reynsla mín af sjónum því ég var smátíma 2. þjónn á 2. farrými Heklunnar gömlu, en þangað réðist ég fyrir at- beina Sigmundar Björnssonar í kjötbúðinni sem seldi kost í strandferðaskipin. Ég fór tvo hringi með Heklunni en þá skall á verkfall þjóna og matreiðslumanna. Þetta var að vetri til og ég fór því heim. Nokkru síðar kom Selfoss til Akureyrar og þangað vant- aði messagutta. Ég komst á skipið vegna þess að messinn sem var að hætta var fyrrverandi skólafélagi minn frá Reykjum, en faðir hans var kyndari um borð. Ég tók við messastarfinu en skólafélaginn við kyndarastarfi. Þegar skipið kom til Keflavíkur stakk einn kyndarinn af og ég lét mig hafa það að fara í kyndinguna. Ég sigldi einar þrjár ferðir með Selfossi milli íslands og Evrópu. Þetta var síðari hluta vetrar og við vorum aðallega í áburðarflutningum. Á Selfossi var ég nánast þar til skipið var selt úr landi. Þetta var síðasta kolakynta skipið í íslenska flotanum. Mér féll ekki almennilega við sjómennskuna, maður var svo mikið úr tengslum við sitt fólk. Ég ákvað því að fara í land og komst á samning í rafvirkjun. Ég á fjóra bræður og þeir eru allir smiðir eins og faðir okkar. Eg vildi þræða aðr- ar leiðir og fór að læra hjá Gústaf Jónassyni, raf- virkjameistara, sem þá var á Akureyri. Hjá Gústaf var ég í tvö ár og ntikinn hluta þess tíma var ég „í láni“ hjá raf- lagnadeild KEA. Af sjónum í rafvirkjanám Á þessum árum var verið að rafvæða sveitirnar við Eyja- fjörð, Svarfaðardal, Hörgárdal, Öxnadal, og vann ég mikið á þessu svæði, einnig austur í Aðaldal. Þetta mun hafa ver- ið 1955 til 57. Þessu næst fór ég í vinnu til Keflavíkur og var þá hjá Guðbirni Guðmundssyni, rafvirkjameistara þar. Sveinsprófi í rafvirkjun lauk ég haustið 1959. í Keflavík vann ég við rafmagn og lagnir í bátum og frystihúsum, einnig töluvert á Keflavíkurflugvelli. Leiðin lá aftur til Akureyrar og kom ég til bæjarins um áramótin 1959/60. Ég var fyrst í stað rafvirki hjá Sam- bandsverksmiðjunum með Magnúsi Kristinssyni en eftir hálft ár fór ég til raflagnadeildar KEA. Á þeirra vegum vann ég við að rafvæða Grímsey, Möðrudal á Fjöllum o.fl. Um 1962/3 fór ég að vinna sjálfstætt sem rafvirkjameist- ari. Ég var í þeim rekstri fram um 1970. Vinnan var bæði við að leggja í hús á Akureyri og einnig í sveitum. Á þess- um árum vann ég þó nokkuð fyrir Kaupfélag Norður-Þing- eyinga á Kópaskeri, á Þórshöfn þar sem ég hafði e.k. úti- búsaðstöðu í tvö ár, og á Bakkafirði. Á Bakkafirði vann ég við að endurnýja raflagnir í síldarverksmiðju og einnig við að leggja í nýja verksmiðju sem verið var að reisa á Þórs- höfn á þessum árum, einnig mjólkursamlagið á Þórshöfn o.fl. Engir rafvirkjar voru á svæðinu á þessum tíma og við vorum vel þegnir. Vinnan gaf vel af sér og menn voru ekki að velta fyrir sér hvort væri dagur, kvöld eða helgi heldur var unnið í einni lotu. Þá gerðu menn ekki sömu kröfur til verkefna og eru gerðar í dag, menn spurðu ekki sífellt að því hvað þeir fengju fyrir að vinna í helgarvinnu, aukavinnu o.s.frv. í sveitunum vorum við yfirleitt á jafnaðarkaupi sem byggðist á meðaltalskaupi tíu tímanna og hann var látinn gilda. Raf hf. og samruninn við Smárann Á sínum tíma keyptum við Knútur Valmundsson og Jó- hann Ingólfsson fyrirtæki Gústafs Jónassonar, Raf hf. Rák- um við Raf hf. allt þar til ég geng inn í Smára hf. með raf- verktakafyrirtækið. Fyrstu árin var Raf hf. eiginlega raf- lagnadeild innan Smára. Smári hf. var stofnaður árið 1965 af Steinberg Pálssyni, bróður mínum, og Herði Gíslasyni, húsgagnasmíðameist- ara. Þeir stofnuðu fyrirtækið í gömlum bragga á Gleráreyr- um. Seinna byggðu þeir við Furuvelli 3. Þegar ég kom inn í fyrirtækið var það af miðlungsstærð með 6 til 8 smiði í vinnu. Fyrstu söluíbúðirnar sem Smárinn byggði voru rað- hús við Lönguhlíð, um 1968. Fljótlega upp úr þessu fór fyrirtækið að stækka. Fyrsta fjölbýlishúsið sem við byggðum stendur á horninu við Þingvallastræti og Mýrarveg, Víðilundur 2-4-6. Þetta var 1972-3 en á sama tíma byggðum við þrjú raðhús við Einilund. Árið 1974 var farið að byggja við Tjarnarlund. Á árabilinu 1974 til 1979 byggðum við þetta 30 til 50 íbúðir á hverju einasta ári. Árlega byggðum við eitt fjölbýlishús, 30 íbúða, t.d. fjögur slík við Tjarnarlund, og að auki eitt fjöl- býlishús fyrir verkamannabústaðakerfið í sama hverfi. í Glerárhverfi fengum við úthlutað óskipulögðu svæði undir ákveðinn fjölda íbúða og í framhaldi af því skipulögðum við Smárahlíðarhúsin númer 1-3-5-7 og 9. Þetta eru fimm lítil fjölbýlishús með 12 til 14 íbúðum hvert. Nokkru síðar byggðum við verkamannabústaði við Keilusíðu. Inn á milli tókum við tilboðsverk og buðum í hitt og þetta hjá bænum til að styrkja reksturinn." - Var það ætlun þín að fara í út í rekstur á byggingafyr- irtæki þegar Raf hf. gekk inn í Smárann? „Nei, ég ætlaði aldrei að fara út í þann „bransa.“ Við sameinuðum fyrirtækin og réðum framkvæmdastjóra. Hugmyndin var sú að koma Smáranum á meiri rekspöl og styrkja stöðu hans en aldrei að gera Smára hf. að einhverj- um risa hér í bæ. En þetta með framkvæmdastjórann gekk ekki upp og það varð úr að ég lét til leiðast að taka að mér starf framkvæmdastjóra árið 1971. Það var jákvætt að vera í atvinnurekstri á uppgangstímum Það var jákvætt að vera í atvinnurekstri á þessum árum, eftirspurn var mikil eftir húsnæði og ýmsar nýjungar að ryðja sér til rúms sem ekki höfðu þekkst áður. Á ég þar við byggingakrana og stór flekamót. Við duttum á þessum árum niður á sænska uppfinningu á sviði byggingamóta, bæði veggja- og loftamót, og er þetta að miklu leyti notað lítið breytt enn þann dag í dag. Við hættum hefðbundnum uppslætti og steypuvinnan gekk mjög hratt fyrir sig í fjöl- býlishúsunum. Tveir vinnuflokkar voru að störfum í einu, einn í loftum og annar í veggjum, og hæðin í hverju stiga- húsi var yfirleitt steypt á einni viku. Við vorum því í þrjár vikur með hverja hæð í þriggja stigaganga húsi og lukum við þriggja hæða blokk á þremur mánuðum. Þessi hraði var algjör nýjung og gerði að verkum að byggingarkostnaður lækkaði mikið. I framhaldi af þessu varð sú hugmynd til hjá okkur að reyna að byggja ódýrar en um leið góðar íbúðir, lausar við íburð og þokkaíega frágengnar. Við urðum að sníða teikningarnar að húsunum töluvert eftir byggingamótunum til að ná hraðanum og vor- um yfirleitt aldrei í neinum vandræðum með að selja íbúð- ir. Það kom fyrir að við vorum með yfir 100 manns á bið- lista og gátum engan veginn annað eftirspurn fyrstu árin. íbúðaverðið hjá okkur þótti einstaklega lágt og ég er sann- færður um að fjöldi Akureyringa hafi eignast íbúðir í þess- um húsum, en þetta sama fólk hefði ekki getað þetta ef verð hefði verð sambærilegt við það sem er í Reykjavík. Undir niðri er maður þó sár yfir því hversu lítinn skilning þetta fékk hjá opinberum aðilum. Við fengum t.d. aldrei framkvæmdalán frá húsnæðis- stofnun þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir. Okkur voru t.d. ekki veittar lóðir fram í tímann fyrr en við fengum svæðið við Smárahlíð, þá fyrst fundum við að bærinn hefði ein- hvern skilning á málunum. Oft var okkur úthlutað lóðum það seint að við vorum í spreng með að láta teikna húsin. Uppsteypan dróst því oft fram á haustið. Fyrirtækið var í örum vexti og við þurftum stór verkefni m.a. vegna starfs- mannafjöldans. Það var hins vegar svo skrýtið að bærinn leitaði aldrei til okkar að fyrra bragði þegar um tímavinnu verk var að ræða heldur fór þá í „einyrkjana," sem við nefndum svo. Það var eins og stærri fyrirtæki sem vildu gera það gott og uxu hratt væru litin öfundaraugum af bæjarstjórninni. Það þótti greinilega ekki af hinu góða að fyrirtækin yrðu mjög stór og öflug.“ Ódýrar íbúðir voru takmarkið - en verðtryggingin setti strik í reikninginn - Sú gagnrýni heyrðist oft á árunum eftir 1980 að alltof mikið og hratt hefði verið byggt í einu af fjölbýlishúsum á Akureyri á stuttum tíma. Ert þú sammála þessu? „Nei, ég er það ekki, því á þeim árum sem mest var byggt af íbúðum var það í samræmi við spár um þörfina fyrir húsnæði. Fólk bjó almennt mjög þröngt á þeim árum sem við og fleiri fórum að byggja fjölbýlishús og bærinn lít- ið búinn að breytast um langt árabil, eða þar til Bygginga- vöruverslun Tómasar Björnssonar hóf byggingu fjölbýlishúsa syðst í Skarðshlíð. Það var vissulega þörf fyrir íbúðirnar en fólk hafði ekki haft getu til að byggja. Það verður að segj- ast eins og er að sú mikla uppsveifla sem varð í íbúðabygg- ingum hér í bæ varð til þess að fjöldi fólks komst í eigin íbúðir í fjölbýlishúsum, húsnæði sem þetta fólk réði við að borga. Það hefur oft verið sagt að ástandið eftir 1979-’80 hafi verið afleiðing af of miklum húsbyggingum. Mín skoðun er sú að eftir setningu Ólafslaganna um verðtryggingu, eitt- hvað sem fólk vissi ekki hvað var áður, hafi fólk í stórum stíl dregið úr fjárfestingum í íbúðabyggingum. Við vitum vel hvað verðtryggingin hefur gert um dagana. Hér áður var sagt að verið væri að ræna sparifé frá unga og gamla fólkinu með því að hafa neikvæða vexti í bullandi verð- bólgu. Svo kemur verðtrygging og það er með hana eins og margt annað sem að Islendingum snýr, við kunnum ekki að umgangast hana með eðlilegum hætti. Þegar við ákváðum að fara að verðtryggja sparifé gamla og unga fólksins er það gert með þeim hætti að fljótlega voru raunvextir umfram verðbólgu komnir í 15 til 20 prósent! Og þannig stendur dæmið í áraraðir, mönnum sem þessu réðu fannst ekkert tiltökumál þótt fyrirtækin gætu lagt út kostnað upp á 50 til 70 prósent af því fjármagni sem þau voru með að láni í bullandi verðbólgu upp á tugi prósenta! Þetta var ein- mitt það sem gerðist. Gjörbylting varð í kjölfar Ólafslag- anna þegar fólk áttaði sig á hvað peningar voru orðnir dýrir. Þá hætti það að framkvæma, ekki vegna þess að þörfin væri minni fyrir íbúðir heldur uppgötvuðu margir að þeir gætu aldrei staðið undir þeim fjármagnskostnaði sem fylgir verðtryggingunni. Því dró úr framkvæmdum um allt land nema í Reykjavík en þar hefur alla tíð verið haldið uppi framkvæmdum án tillits til ástandsins annars staðar á íslandi." Grátlegt að horfa upp á byggingariðnaðinn á Akureyri í dag - Hvað er þér efst í huga þegar þú berð saman byggingar- iðnaðinn og markaðinn á Akureyri í dag og fyrir 10 árum? „ Mér finnst grátlegt að horfa upp á ástandið í dag. f dag eru flestar íbúðir byggðar á félagslegum grunni þar sem ungt fólk ræður ekki við að byggja þrátt fyrir aðstoð almenna byggingakerfisins. Á þeim árum sem fyrirtæki okkar, Smárinn, var í mestum blóma, frá því um 1970 til 1978, var engin þörf fyrir verkamannabústaði nema í litlum mæli. Þá voru verkamannabústaðir byggðir fyrir fólk sem gat ekki einu sinni keypt þessar ódýru íbúðir sem við og fleiri buðum upp á. Þetta er aðeins einn flöturinn á málinu því stór hluti þeirra sem hafa valist til að reka þetta kerfi er alls ekki fær um það, að mínum dómi, vegna þess að þeir eru búnir að gleyma markmiðinu með því að reisa verkamannabústaði. Verkamannabústaðakerfið var upprunalega ætlað því fólki Bygging Verslunarmiðstöðvarinnar við Sunnuhlíð var stórvirki á akureyrskan mælikvarða og stærsta verkefni Smára hf. Tryggvi Pálsson ásamt starfsmönnun Norðurfells hf. Myndin var tekin þegar verslunin var opnuð á nýjum stað í janúarmánuði. sem ekki gat keypt á almennum markaði og það segir sig sjálft að þótt verið sé að byggja fyrir slíka aðila, sem fá að auki lánað allt að 80% af kaupverðinu til 40 eða 45 ára, þá á auðvitað að byggja íbúðir sem laga sig að greiðslugetu þessa lágtekjufólks. Það þarf að borga lánið. En hvað hef- ur verið að gerast hér á Akureyri? Einhver flottustu og dýr- ust raðhúsin sem hafa verið byggð í bænum eru fyrir verka- mannabústaðakerfið norður í Glerárhverfi. Vegna mikilla krafna verkamannabústaðakerfisins voru þær blokkir sem við byggðum fyrir það kerfi 20 til 30% dýrari en þær blokk- ir sem byggðar voru fyrir almennan markað. Það var því ekki verið að hugsa um að byggja ódýrt og spara fyrir lág- tekjufólkið. Það ert ljóst að fólk sem er undir þeim tekju- mörkum sem kerfið gerir ráð fyrir getur engan veginn borgað íbúðirnar þegar þær eru orðnar svona dýrar. Það á að vera regla að þegar byggt er fyrir lágtekjuhópa þá á ekki að byggja raðhús eða einbýlishús fyrir þá heldur á fólkið að sætta sig við að búa í fjölbýlishúsaíbúðum sem hæfa greiðslu- getu þess. Að mínum dómi á ekki að byggja félagslegar íbúðir í dýrum tveggja hæða raðhúsum eða sem einbýlis- hús.“ Norðurfell hf. 15 ára - En víkjum að öðru. Þú hefur sinnt fleiru um dagana en húsbyggingum. Er langt síðan þú fórst út í verslunarrekst- ur? „Á sínum tíma var ég einn þeirra sex aðila sem byggðu og stofnuðu Kaupang við Mýrarveg. Síðan keypti Smári hf. byggingarréttinn vestan við aðalhúsið og byggði þar viðbót. Ég hef verið í verslunarrekstri allt frá árinu 1974 því það ár stofnaði ég ásamt bræðrum mtnum bygginga- vöruverslunina Norðurfell í húsnæði sem ég átti í Kaup- angi. Norðurfell er því 15 ára á þessu ári. Á miðju ári 1986 keyptum ég og fjölskylda mín bræður mína út úr Norður- felli hf. I janúar síðastliðnum flutti Norðurfell í Glerárgötu 32 en það er 860 fermetra hús á fjórum hæðum. Hugmyndin er sú að nýta þrjár hæðir fyrir verslunina. Sjálf verslunin verður á tveimur neðstu hæðunum en á þeirri þriðju er framleiðsla á gluggaköppum og rúllugardínum, auk skrifstofuaðstöðu, kaffistofu og þess háttar. Norðurfell hefur um árabil verið eini framleiðandinn á rúllugardínum og gluggaköppum á Norðurlandi. Þessi flutningur markar tímamót í rekstri Norðurfells. Aðstaðan í Kaupangi var orðin alltof lítil og þröng þar, bæði í versluninni og kjallaranum. Ég hef verið umboðs- maður fyrir Málningu hf. allt frá 1974 og þeir tóku þátt í kaupunum á Glerárgötu 32 á móti mér og fjölskyldu minni. Hugmyndin hjá þeim er að hjálpa okkur til að komast á betri stað með verslunina og jafnframt að ég kaupi hlut Málningar hf. á næstu árum. Þeir eiga ekkert í rekstrinum heldur aðeins í fasteigninni. Þarna hef ég aðstöðu til að bjóða upp á gott vöruúrval og sleppa betur við árstíða- bundnar sveiflur í sölunni. En ég ætla ekki að fara út í verslun með þungavörur, timbur, járn o.þ.h. Það er nokkur samkeppni í byggingavöruverslun á Akureyri og það er aðeins gott. Hitt er verra og það er til- hneiging sumra Akureyringa til að versla byggingavörur í stólum stíl í Reykjavík, teppi, flísar og parkett, og flytja vöruna til Akureyrar með ærnum tilkostnaði. Þetta er hlut- ur sem kaupmenn á Akureyri þurfa alvarlega að athuga og held ég að við ættum að reyna að efla innflutning beint til bæjarins. Ef þessi verslun fólks í Reykjavík er tilkomin vegna lægra vöruverðs þar, sem ég efast reyndar um, þá verðum við að reyna að koma verðinu niður með því kaupa inn í stærri einingum og losna við milliliðakostnað. En það er mikilvægt að Akureyringar reyni að styðja við verslun- ina í bænum og þar með þau atvinnutækifæri sem hún býð- ur uppá.“ Við stóðum uppi með 40 prósent af eigninni - Verslunarmiðstöðin við Sunnuhlíð var stærsta verkefni Smárans. Fól sú bygging um leið í sér endalok fyrirtækis- ins? „Um 1978 réðist Smárinn í að láta teikna og hanna Verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð. Ég verð að viður- kenna að sú bygging varð eiginlega banabiti Smárans. Mál- ið var þó að ekki var gott að sjá fyrir ákveðna hluti sem þarna gerðust. Við vorum alla tíð að reyna að spá í verð- bólguna til að geta verðlagt íbúðir vegna framkvæmda næsta árs. Okkur þótti þetta ærinn vaiidi, eins og öðrum. Sunnuhlíðin er hönnuð eftir erlendíi fyrirmynd, fólkið gengur inn og sér verslanirnar allt í kring. Þetta þótti á sín- um tíma mikið nýmæli hérlendis, Kringlan í Reykjavík er t.d. byggð á sömu hugmynd og útfærslanysr áþekk. Á þess- um árum hafði ekki verið byggt hús í líkingu við Verslun- armiðstöðina nema þá e.t.v. Glæsibær. Við lögðum þetta dæmi niður fyrir okkur árið 1978 og miðuðum auðvitað við það efnahagsumhverfi sem þá ríkti. Við vorum búnir að selja 70 til 80% af húsnæðinu áður en hafist var handa. Þetta var geysilega stór bygging á akur- eyrskan mælikvarða og hún tók 3-4 ár í byggingu. Fram- kvæmdir byrjuðu vorið 1979 að aflokinni mikilli hönnunar- vinnu en þá komu Ólafslögin til sögunnar. Þegar við vorum komnir af stað með húsið og búnir að steypa kjallarann fóru kaupendurnir að hrynja af okkur. Við vorum í vand- ræðunt því við gátum ekki reynt að hengja rnenn inn á samninga sem þeir gátu ekki borgað. Menn hreinlega gáf- ust unnvörpum upp á að byggja í Verslunarmiðstöðinni þegar þeir sáu hvað þetta kostaði mikla peninga. Við þræluðum Verslunarmiðstöðinni upp og hún var opnuð, nokkurn veginn fullfrágengin, en þann dag áttum við heil 40% í húsinu sem var alveg glórulaust. Við hefðum hugsanlega getað átt 5 til 10%. Okkur gekk ekkert að selja Texti: Egill H. Bragason. „Fjöldi Akureyrínga eignaðist ódýrar og vandaðar íbúðir á þessum árum en íbúðaverð hjá Smára hf. þótti einstaklega lágt. Sjá næstu síðu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.