Dagur - 25.02.1989, Page 20

Dagur - 25.02.1989, Page 20
Akureyri, laugardagur 25. febrúar 1989 Stórbætt þjónusta [ Getum smíðað alla vega púströr Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla ísetning á staðnum þÓRSHAMAR HF. Við Tryggvabraut • Akureyri ■ Sími 22700 Forráðamenn Sæplasts hf. verða með sýningarbás á Boston Seafood 7.-9. mars: Þó ekki innan um fisksölu Lindu Sæplast hf. á Dalvík verður með sýningarbás á Boston Seafood sjávarútvegssýning- unni í Boston í Bandaríkjunum 7.-9. mars, sem er stærsta sýn- ing sinnar tegundar í heimin- um. Þar verða um 900 sýnend- ur frá 24 löndum og kaupendur frá 54 löndum. Sæplast hf. hef- ur ekki áður tekið þátt í þessari sýningu en Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri, segir mikil- Ra/no Vill viðræður um Álafosstreflana Sovéska ríkisfyrirtækið Razno hefur sent Álafossi hf. telex þar sem óskað er eftir framalds- viðræðum um kaup á 500-800 þúsund treflum. Að sögn Aðalsteins Helgason- ar, aðstoðarforstjóra Álafoss hf., er um að ræða svipað magn trefla og Razno keypti af fyrirtækinu á sl. ári. Gróft áætlað á verðmæti þessa fjölda trefla að vera um 100 milljónir króna. Fulltrúar frá Álafossi hf. munu fara til Moskvu einhvern næstu daga til viðræðna við þá Razno- menn um treflakaupin. óþh vægt að taka þátt „í þessumj slag“ því einmitt á þessari sýn- ingu hafa erlendir samkeppnis- aðilar Sæplasts hf. verið grimmir við að kynna sína framleiðslu. Fjöldi íslenskra fyrirtækja kynna framleiðslu sína á Boston Seafood og má meðal annars nefna að Útflutningsráð, Lands- samband fiskeldis- og hafbeitar- stöðva og Markaðsnefnd land- búnaðarins verða með sameigin- legan sýningarbás þar sem kynnt- ur verður íslenskur eldislax og bleikja. Sæplast hf. verður með sérbás á sýningunni, eða eins og Pétur Reimarsson orðar það: „Við verðum ekki með öðrum íslendingum á sýningunni. Við ætlum ekki að vera innan um Lindu Pétursdóttur og hennar fisksölu." Auk Boston Seafood mun Sæ- plast hf. taka þátt í sjávarútvegs- sýningum í Glasgow í apríl og Kaupmannahöfn í júní á þessu ári. Sýningin í Kóngsins Kaup- mannahöfn ber heitið „World Fishing" og er sambærileg við sjávarútvegssýninguna í Laugar- dalshöll um árið. Þá eru allar lík- ur á að Sæplast hf. kynni sína framleiðslu á sjávarútvegssýn- ingu á haustmánuðum. Frá þessu hefur þó ekki verið gengið, að sögn Péturs Reimarssonar. óþh Akureyri: Bam varð undir bíl Tæplega tveggja ára gamall drengur varð undir bíl í Vest- ursíðu á Akureyri laust eftir hádegi í gær. Slysið bar að með þeim hætti að bíl var ekið út af stæði við Vestursíðu og var barnið þá und- ir bílnum, án þess að ökumaður yrði þess var. Drengurinn dróst með bílnum rúmlega 400 metra leið en lenti loks undir öðru framhjóli hans. Ökumaður varð þess var og stöðvaði bílinn og var þegar hringt á lögreglu og sjúkra- bifreið. Drengurinn var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri en ekki var ljóst þegar þetta er skrif- að hvort hann er í lífshættu. Hjólið fór yfir bringu drengsins en hann var í þykkum snjógalla og er hann talinn hafa bjargað miklu. Þá varð árekstur á mótum Pingvallastrætis og Vallargerðis í hádeginu í gær. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir eru báðir talsvert skemmdir. BB. „Ævinlega fagnandi“ gætu kálfar Héðins Höskuldssonar bónda á Bólstað í Bárðardal hugsað er þeir fengu gjöfina sína. Hrossið sem hefur fengið inni í fjósi Héðins bíður í rólegheitunum eftir tuggunni. Mynd: tlv Fjárskipti í Svarfaðardal heflast væntanlega í haust: Nokkrir bændur á riðusvæðum eiga rétt á líflömbum í haust - skrifleg pöntun þarf að berast SauðQárveikivörnum fyrir 15. mars Bændur á fjárskiptasvæðum, sem eiga rétt á að taka upp sauðfjárhald að nýju haustið 1989, þurfa að leggja inn pönt- un á líflömbum til Sauðfjár- veikivarna fyrir 15. mars 1989. Um er að ræða svæði þar sem skorið hefur verið niður vegna riðuveiki. Eins og kunnugt er var lokið niðurskurði í Svarfaðardal á sl. hausti og finnst því mörgum bóndanum þar búskapur vera fábreyttur í vetur. Eftir því sem næst verður komist eiga 12-14 svarfdælskir bændur rétt á að hefja sauðfjárbúskap aftur næsta haust að fengnu úttektarvottorði héraðsdýralæknis um tilskilda sótthreinsun á fjárhúsum og umhverfi húsanna. Búist er við að nálægt 10 bændur í Svarfað- ardal hyggist pantá líflömb fyrir næsta haust síðan er fastlega gert ráð fyrir að mun fleiri óski eftir að kaupa líflömb haustið 1990. En það er á fleiri riðusvæðum en Svarfaðardal sem bændur hafa rétt til þess að panta líflömb fyrir komandi haust. Kjartan Blöndal, hjá Sauðfjárveikivörnum, nefnir nokkra hreppa í Suður og Norð- ur-Þingeyjarsýslum, Keldunes- hrepp, Reykdæla- og Aðaldæla- hrepp. Þetta er þriðja árið sem er fjárlaust á mörgum bæjum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og reyndar tóku nokkrir bændur þar fé að nýju í haust sem leið eftir tveggja ára fjárleysi. Þau lömb voru feng- in af Ströndum og úr Þistilfirði. Kjartan segir ekki ljóst hvert verði leitað eftir kaupum á líf- lömbum. Hann segir að ákvörð- un um það verði tekin á fundi Sauðfjársjúkdómanefndar um mánaðamótin mars-apríl, þegar fyrir liggur hversu mörg lömb bændur óska eftir að kaupa. Kjartan segir ómögulegt að áætla hversu margir þeirra bænda sem höfðu fé fyrir riðuniðurskurð muni leita eftir kaupum á líf- lömbum. En ef miðað er við reynslu síðasta árs má ætla, að sögn Kjartans, að einungis helm- ingur bænda hyggi á fjárbúskap að nýju. óþh Flugleiðir efna til samkeppni meðal listamanna: Útilistaverki valinn staður við Strandgötuna á Akureyri Flugleiðir hf. hafa efnt til samkeppni nieðal listamanna um listsverk sem rísa á sunn- an Strandgötunnar á Akur- eyri. Tillögum í samkeppnina á að skila inn fyrir 3. júní nk. en þann dag verða liðin 52 ár frá því Flugfélag Akureyrar var stofnað en með tilkomu félagsins húfst atvinnuflug á íslandi. Á afmælisstjórnarfundi Flug- leiða hf. sem haldinn var á Akureyri 3. júni 1987 var tekin ákvörðun um að Akureyrarbæ yrði gefið útilistaverk er minriiá upphaf flugs á íslandi með stofnun Flugfélags Akureyrar. Skipulagsstjóri Akurcyrarbæjar var fenginn til að velja lista- verkinu stað og gerði hann til- lögu um að verkið yrði látið standa við Strandgötu eða við Höepfnersbryggju. Dómnefnd var á Akureyri á dögunum og valdi hún listaverkinu stað við Strandgötu. í keppnisgögnum eru lista- mönnum gefnar frjálsar hendur um stærð verksins, form og efn- isval. Heildarverðlaunafé í sam- keppninni er að allt að 600 þús. kr. og þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en 400 þús. kr. Öllum íslenskum listamönnum er heimil þátttaka svo og erlend- um listainönnum búsettum á íslandi. í dómnefndinni eiga sæti: Sigurður Helgason stjórnarfor- maður Flugleiða, Einar Helga- son forstöðumaður hlutdeild- arfyrirtækja Flugleiða, Gunnar Ragnars forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur og Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarmað- ur. JÓH Handbolti íslensku þjóðarinnar: Flykkjast til Frans - bein útsending frá úrslitaleiknum Handboltaæöi eitt heilmikið hefur eina ferðina enn gripið um sig meðal þjóðarinnar og fylgjast menn um land allt sem og á miðunum spenntir með íslensku strákunum í B-heims- meistarkeppninni í handbolta. Sú fer fram í Frakkalandi og á morgun leika Islendingar við landa Bogdans, Pólverja um fyrsta sætið. HSÍ hóf í gær áheitasöfnun sem verður fram haldið til klukk- an 18.00 í dag. Þeir sem vilja heita á piltana geta hringt inn áheit í síma 91-685422. Mikill hugur var í fólki sem blaðið spjallaði við í gær og nú í morg- unsárið lögðu 112 íslendingar utan til Parísar á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar. í gær á morgun kl. 13.00 voru menn á þeim bæ að velta fyrir sér aukaferð, svo mikill var áhugi manna að fylgjast með úrslitaleiknum. Gunnari Kjartanssyni gjald- kera HSÍ var kunnugt um fjölda íslendinga búsettra víðsvegar um Evrópu sem ætluðu að bregða sér á leikinn og giskaði hann á að hópurinn teldi um 4-500 manns, þar af væru tæplega 300 frá ís- landi. Eyþór Karlsson matsveinn á Svalbak EA sagði áhöfnina fylgj- ast stíft með framvindu mála í Frakklandi. „Við fylgjumst með á morgun, svo framarlega sem ekki verður mokfiskerí,“ sagði Eyþór. Bein útsending frá leiknum hefst í Sjónvarpinu á morgun kl. 13.00. mþþ/óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.