Dagur


Dagur - 08.03.1989, Qupperneq 11

Dagur - 08.03.1989, Qupperneq 11
íþróttir Miðvikudagur 8. mars 1989 - DAGUR - 11 F íslandsmótið í vaxtarrækt: Sigurður Gestsson frá Akureyri er ekki hress með nýjar regiur í sambandi við íslandsmótið í vaxtarrækt. Sigurður ekki með - vegna óánægju með nýjar reglur Sigurður Gestsson frá Akur- eyri, margfaldur íslandsnieist- ari í vaxtarrækt, hefur ákveðið að taka ekki þátt í næsta íslandsmóti í þeirri íþrótt. Astæðan er sú að stjórn Landssambands vaxtarræktar- manna hefur ákveðið að ekki verði keppt í opnum flokki á því Islandsmóti. „Ég er ekki sáttur við þessa ákvörðun og tel að með henni sé haldið aftur af framförum í þess- ari íþróttagrein," sagði Sigurður í samtali við Dag í gær. Ástæðan sem stjórnin gefur upp fyrir þessari ákvörðun er sú að mjög erfitt sé að dæma í þess- um opna flokki vegn þess að keppendur séu misjafnir að þyngd og að undanfarin ár hafi komið upp leiðindi í sambandi við val á sigurvegara. Einnig tel- ur stjórnin að athyglin beinist of mikið að þessum opna flokki á kostnað þyngdarflokkanna. Sigurður er ekki sammála þess- um rökum. Hann segir að í einni stærstu vaxtarræktarkeppni í heimi, Mr. Olympía, sé eingöngu keppt í opnum flokki og þar sigri ekki eingöngu þyngstu kepp- Pepsi-mótið á skíðum: Mikið Qör í Fjallmu - stór hópur frá Akureyri og Dalvík keppti Á vegum Skíöaráös Akureyrar var haldið í Hlíðarfjalli svo- kallað Pepsi-skíðamót fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára. Keppendur voru frá Akureyri og Dalvík en krakkar frá Siglu- firði, sem áttu einnig að taka þátt í mótinu, komust ekki vegna veðurs. Mjög góð þátttaka var í mótinu og voru keppendur hátt á þriðja hundrað. Yngstu þátttakendurnir renndu sér í þrautabrautum en frá níu ára aldri var keppt í svigi hjá bæði strákum og stelpum. En lítum þá á úrslit hjá einstökum aldursflokkum: Stúlkur 9 ára - Svig: 1. Halla Hafbergsdóttir, Ak. 2. Sigríður Jóna Ingadóttir, Ak. 3. María Benediktsdóttir, Ak. Piltar 9 ára - Svig: 1. Sturla Már Bjarnason, Dalv. 2. Óðinn Árnason, Ak. 3. Gísli Hilmarsson, Ak. Stúlkur 10 ára - Svig: 1. Eva Bragadóttir, Dalv. 2. Aðalheiður Reynisdóttir, Ak. 3. Auður Karen Gunnlaugsd., Ak. Piltar 10 ára - Svig: 1. Leifur Sigurðsson, Ak. 2. Benedikt Sigurbjörnsson, Dalv. 3. Hannes Steindórsson, Dalv. Stúlkur 11 ára - Svig: 1. Brynja Þorsteinsdóttir, Ak. 2. Gígja Hjaltadóttir, Ak. Piltar 11 ára - Svig: 1. Fjalar Úlfarsson, Ak. 2. Ásgeir H. Leifsson, Ak. 3. Sveinn Torfason, Dalv. Piltar 12 ára - Svig: 1. Magnús Magnússon, Ak. 2. Elvar Óskarsson, Ak. 3. Ingvar Már Gíslason, Ak. Stúlkur 12 ára - Svig: 1. Helga B. Jónsdóttir, Ak. 2. Regína Gunnarsdóttir, Ak. 3. Ásta Bragadóttir, Dalv. endurnir. í sambandi við athygl- ina sem beinist að opna flokkn- um segir Sigurður að hún sé nauðsynleg til þess að auglýsa upp keppnina. „Við erum í mikilli santkeppni við aðrar íþrótta- greinar unt athygli fjölmiðla og þar með almennings og fólk vill sjá hörkukeppni. Vaxtarræktin er ung keppnisgrein og þar er á brattan að sækja þannig að enn sem komið er eru frekar fáir toppkeppendur í hverjum þyngd- arflokki," segir Sigurður. Sigurður segist alls ekki van- meta andstæðinga sína í 90 kg flokkinum, en þar keppir Sigurð- ur. „Hins vegar tel ég eðlilegt að sigurvegari í hverjum flokki fái að halda áfram til þess að etja kappi við þá efstu í hinum flokk- unum," bætti hann við. Ekki hefur frést um fleiri sem ákveðið hafa að hætta við þátt- töku á mótinu en vaxtarræktar- menn á Akureyri eru flestir ósammála þessari ákvörðun stjórnarinnar. Sigurður segir að mál sín séu í biðstöðu á þessari stundu og ekk- ert sé ákveðið með neinar keppn- ir á næstunni. Hann býst þó við því að keppa á móti erlendis síð- ar á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Visa-Bikarmót 15-16 ára: Kristinn sigraði í stórsvigi á ísafirði Vetur konungur setti strik í reikninginn á Visa-Bikarmót- inu fyrir 15-16 ára skíðanienn á Isafirði um síðustu helgi. Ein- ungis tókst að Ijúka keppni í svigi stúlkna og stórsvigi drengja á laugardag en ekkert var keppt á sunnudeginum. En lítum þá á úrslitin: Svig stúlkna: 1. Sara Halldórsdóttir í. 92.47 2. Unnur Valdimarsdóttir Ó. 94.76 3. Harpa Hauksdóttir A. 100.68 Stórsvig drengja: 1. Kristinn Björnsson Ó. 85.11 2. Jóhann B. Gunnarsson í. 88.04 3. Magnús M. Karlsson A. 88.40 Fimm efstu menn í flokki 9 ára pilta. Sturla Már Bjarnason D, Óðinn Árnason A, Gísli Hilmarsson A, Rúnar Frið- riksson A og Egill Einarsson D. Mynd: tlv Hér sjást Kristinn Björnsson og Unnur Valdimarsdóttir, frá Ólafsflrði, kampakát eftir mótið. Mynd: jb Skíði á Húsavík: Skóbúð Húsavíkur sigraði - í firmakeppni Völsungs Fyrsta skíðamót vetrarins á Húsavík var haldið í Skálamel á laugardaginn. Um var að ræða firmakeppni og tóku 66 keppendur á aldrinum 6-12 ára þátt í mótinu. Sigurvegari á mótinu var Arn- grímur Arnarsson sem keppti fyrir Skóbúð Húsavíkur. Heldur leiðinlegt veður var á laugardag- inn en skíðafæri sæmilegt. IM Handknattleikur/1. deild: KR-KA í kvöld - í Laugardalshöllinni KA keppir í 1. deildinni í handknattleik við KR-inga í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.15. KA liðið vann góðan sigur á Fram á sunnudaginn og er til alls líklegt í leiknum í kvöld. KR-liðið vann nauman sigur ;'f KA á Akureyri fyrr í vetur og má því búast við spennandi viáur- eign í Höllinni í kvöld.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.