Dagur - 14.03.1989, Side 1
72. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 14. mars 1989
51. tölublað
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599^
Akureyri:
Iikamsárás í Hafiiarstræti
- Rannsóknarlögreglan óskar eftir vitnum
Ráðist var á mann á Akureyri
milli klukkan eitt og tvö
aðfaranótt laugardags og hann
sleginn í andlitið. Atvikið átti
sér stað í Hafnarstræti nálægt
pylsubarnum. Rannsóknarlög-
reglan á Akureyri óskar eftir
vitnum að árásinni.
Maðurinn sem ráðist var á er
aðkomumaður á Akureyri, á
fertugsaldri. Hann skarst nokkuð
í andliti þegar sá sem lýst er eftir
réðist á hann.
í gær slasaðist ungur maður er
hann var við vinnu sína í skinna-
verksmiðju Sambandsins á Akur-
eyri. Hann var að hreinsa hverfi-
stein í gæruslípun fyrirtækisins
þegar lítill steinn, sem notaður er
við hreinsun vélarinnar, kastaðist
af afli í kinnbein hans.
Prír piltar hafa játað innbrot í
Hólabúðina á Akureyri aðfara-
nótt föstudags. Þar stálu þeir
sælgæti en viðurkenndu einnig
innbrot í annað fyrirtæki í
bænum. Þar stálu þeir rúmum 40
þús. kr. EHB
Verðkönnun NAN:
,*mk
■^m
Sumar sælgætisteg-
undir hækka daglega
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis framkvæmdi nýlega
könnun á verði ýmissa vara í
söluturnum og þremur „Nest-
um“ á Akureyri. I greinargerð
með könnuninni frá NAN kem-
ur fram að hækkanir á ýmsum
sælgætistegundum séu að sögn
verslunareigenda daglegur við-
burður um þessar mundir.
Auk sælgætis, var kannað verð
á svokölluðu „sjoppufæði“ svo
sem samlokum, frönskum og
pylsum. Það var Nætursalan sem
oftast var með lægsta verð á sín-
um vörum, eða í sjö tilfellum af
átján en þar á eftir kom Shell-
inesti við Hörgárbraut með
lægsta verð í sex tilfellum. Nánar
er greint frá verðkönnun NAN á
bls. 15 í blaðinu í dag. VG
Sprett úr spori í ískappreiðum íþróttadeildar Léttis á laugardag. ískappreiðarnar áttu að fara fram á Leirutjörn en
ísinn þar var ekki nægilega traustur. Kappreiðarnar fór því fram á Eyjafjarðará. Mynd: tlv
Akureyri:
Slæmt útlit með sumar-
Róleg helgi
ogengiim
ölvunarakstur
- á Húsavík og
Egilsstöðum
Lögreglan á Húsavík og á
Egilsstöðum vissi ekki ann-
að en helgin hefði verið
óhappalaus og fremur róleg
á Norðaustur- og Austur-
landi. Enginn var tekinn fyr-
ir ölvun við akstur á þessum
stöðum um hlegina, eða í
síðustu viku, þrátt fyrir mik-
ið cftirlit.
Lögreglan á Húsavík sagði
að hclgin hefði verið mjög
róleg, þrátt fyrir þrjár sam-
komur í héraði á laugardags-
kvöld. Munu allar samkom-
urnar hafa farið mjög vel fram
en það voru; árshátíð hesta-
manna á Breiðimýri, frumsýn-
ing hjá Leikfélagi Húsavíkur
og jazztónleikar í Félagsheim-
ili Húsavíkur.
Lögreglan á Egilsstöðum
sagði helgina hafa verið frem-
ur góða, þó hefði verið hald-
inn unglingadansleikur og
þeim vildu alltaf fylgja leið-
indi, fyllirí og þref. Lögreglan
sagðist ekki sjá neina megin-
breytingu á ölvun við tilkomu
bjórsins og enginn hefði verið
tekinn fyrir ölvun við akstur í
síðustu viku, þrátt fyrir mikiö
eftirlit. IM
vinnu íyrir skólafólk
Atvinnuástandið á Akureyri er
með þeim hætti um þessar
mundir að mjög illa horfir með
sumarvinnu skólafólks. Aðal-
tekjumöguleikar barna og
hátt í 100 manns um hver 10 störf sem bjóðast
unglinga eru fólgnir í sumar-
vinnunni en Ijóst er að nú
munu mörg fyrirtæki halda að
sér höndum í mannaráðning-
um. Vinnuskólinn tekur við
krökkum upp að 15 ára aldri
en það er spurning hvaða
möguleika skólafólk frá 16 ára
aldri hefur á atvinnu í sumar.
„Það er verulega slæmt útlit með
Loðnuveiðar:
Orninn KE á eftir einn túr
2200 tonn til Krossaness á 3 dögum
„Það er slæmt að vera búinn
með kvótann ef önnur törn er
að byrja núna. Þá sitja þeir
einir eftir sem eiga afgangs-
kvóta,“ sagði Helgi Her-
mannsson, stýrimaður á Ernin-
um KE 13, en Örninn lagði í
gær af stað í sína síðustu veiði-
ferð á þessari loðnuvertíð.
I Krossanesverksmiðjunni fóru
Örninn KE með fullfermi. Loðnukvóti skipsins er á þrotum og er það nú í
sinni síðustu veiðiferð á vertíðinni.
hjólin að snúast af krafti um hclg-
ina. Þórður Jónasson EA 350
landaði 675 tonnum á laugardag
og seinna sama dag kom Súíán EÁ
300 til verksmiðjunnar með 790
tonn. í gærmorgun klukkan sjö
kom Örninn KE svo til Krossa-
ness með 750 tonna loðnufarm.
Örninn veiddi loðnuna um átta
mílur frá landi, austan við
Stokksnes. Þaðan var um sól-
arhrings sigling til Eyjafjarðar.
Rétt fyrir helgina og á laugar-
dag fannst mikil loðna skammt
austan við land. Segja má að nú
hafi það gerst sem margir óttuð-
ust; veruleg uppsveifla kemur í
veiðarnar rétt þegar margir feng-
sælustu bátarnir eru búnir með
kvótann. Örninn KE 13 mun að
öllum líkindum fara á rækjuveið-
ar eftir yfirstandandi loðnutúr.
EHB
vinnu skólafólks í sumar. Ég held
að það sé ekki of fast að orði
kveðið. Ég veit um einn vinnu-
stað sem ræður 6-8 unglinga í
vinnu í sumar, en þangað höfðu
borist 80 umsóknir um vinnu,“
sagði Björn Snæbjörnsson hjá
Einingu.
Jóna Steinbergsdóttir, formað-
ur Félags verslunar- og skrif-
stofufólks á Akureyri, tók í sama
streng og sagði að útlitið væri
dökkt. Hún hafði spurnir af því
frá KEA að þar væru ábyggilega
um 100 krakkar um hver 10 störf,
þannig að útlitið væri allt annað
en bjart.
Þau voru sammála um að sveit-
arfélögin þyrftu að fara að hug-
leiða þessi mál í fullri alvöru og
kanna rækilega hvort ekki væri
beinlínis hægt að skapa einhverja
atvinnu fyrir skólafólk. Hvað
Akureyri varðar nefndu þau
umhverfisfegrun, gróðursetningu
og aukna þjónustu við íbúa
bæjarins.
„Bærinn hefur útvegað yngri
krökkunum vinnu í Vinnuskólan-
um en ástandið er mjög alvarlegt
hjá 16-20 ára krökkum. Fæstir
hafa rétt á atvinnuleysisbótum og
þeir sem ekki fá vinnu hafa ekki
að neinu að hverfa. Skólafólk má
teljast mjög heppið ef það fær
vinnu í sumar,“ sagði Björn. SS