Dagur - 14.03.1989, Síða 10
íí - skéöíi -
íþróttir
Iiverpool nagar hæla toppliðanna
- Arsenal tapaði - Norwich með sterka stöðu - West Ham að falla
Neil Webb hefur hér betur í baráttu við Paul Davis hjá Arsenal og Forest sigraði óvænt í leiknum 3:1.
Eftir leiki helgarinnar á Eng-
landi er baráttan um Englands-
meistaratitilinn nú galopin.
Forskot Arsenal á Norwich er
nú aðeins tvö stig og Norwich á
leik til góða, gegn Southampt-
on á útivelli. Millwall er einnig
með sterka stöðu ásamt Man.
Utd., Coventry og Nottingham
For., en það er Liverpool sem
hefur þotið upp töfluna að
undanförnu og virðist vera að
komast í sitt gamla, góða form.
Arsenal varð fyrir áfalli er liðið
tapaði á heimav.elli gegn Notting-
ham For. Leikmenn Forest léku
mjög vel í fyrri hálfleik og höfðu
yfir í hléi 3:1 og sá munur hefði
getað verið meiri. Fyrsta markið
kom á 7. mín. Nigel Clough skor-
aði eftir að Lee Chapman hafði
skallað boltann til hans. Alan
Smith jafnaði fyrir Arsenal á 13.
mín. eftir hornspyrnu Brian Mar-
wood. Forest komst aftur yfir á
20. mín. er Neil Webb sendi góða
sendingu á Franz Carr er geystist
fram, lék á Tony Adams miðvörð
Arsenal og skoraði af öryggi. 10
mín. fyrir hlé urðu mistök Steve
Bould til þess að Chapman slapp
í gegn, markvörður Arsenal,
John Lukic, braut á honum rétt
utan vítateigs og fékk fyrir það
gult spjald, en úr aukaspyrnunni
skoraði Stuart Pearce fyrirliði
Nottingham For. Mikil barátta
var í síðari hálfleik, en hvorugu
liðinu tókst að bæta við mörkum
þó litlu munaði er Marwood átti
skot í stöng á marki Forest.
Á meðan Arsenal tapaði fyrir
Staðan
1. deild
Arscnal 28 16- 7- 5 53:28 55
Norwich 27 15- 8- 4 40:28 53
Millwall 27 13- 7- 7 40:31 46
Liverpool 25 11- 9- 5 36:20 42
Nott. Forest 25 10-11- 4 37:27 41
Coventry 27 11- 8- 8 35:27 41
Man. Utd. 26 10-10- 6 35:21 40
Dcrby 26 11- 6- 9 30:25 39
Wimbledon 26 11- 5-10 32:31 38
Tottenham 28 10- 9- 9 41:38 37
Everton 26 9- 9- 8 32:29 36
Middlesbro 27 8- 7-12 31:43 31
Aston Villa 27 7-11- 9 35:42 31
Q.P.R. 27 7- 9-11 26:25 30
Luton 26 7- 8-11 28:33 29
Southampton 27 6-12-10 39:51 29
Charlton 28 6-10-12 31:43 28
Sheff. Wed. 27 6- 9-12 22:36 27
Newcastle 26 5- 7-14 23:45 22
West Ham 25 4- 7-14 21:42 19
2. deild
Man. City 33 18- 9- 6 52:28 63
Chelsea 32 17-11- 4 66:34 62
Blackhurn 33 16- 7-10 53:48 55
Watford 32 15- 8- 9 47:34 53
Bournemouth 32 16- 5-11 40:36 53
W.B.A. 3313-13- 7 50:32 52
Stoke 32 14- 9- 9 43:47 51
Ipswich 33 15- 5-13 51:44 50
Swindon 32 13-11- 8 47:38 50
Barnsley 33 12-11-10 44:43 47
Leeds Utd. 33 11-13- 9 42:36 46
C. Palace 31 12-10- 9 48:40 46
Portsmouth 33 12- 9-12 40:38 45
Sunderland 32 11-11-10 41:40 44
I.eieester 33 10-11-12 41:48 41
Plymouth 3311- 7-15 38:47 40
Oxford 33 10- 9-14 46:48 39
Hull 32 10- 8-14 41:48 38
Brighton 33 10- 7-16 45:50 37
Oldham 33 8-13-12 53:53 37
Bradford 33 8-12-13 34:44 36
Shrewsbury 32 5-13-14 26:48 28
Walsall 33 4-11-18 29:56 23
Birmingham 33 4- 9-2019:55 21
Forest tókst Norwich að leggja
hörkutólin hjá Wimbledon að
velli. í fyrri hálfleik hafði
Wimbledon undirtökin og mark
var dæmt af John Fashanu, en í
þeim síðari náði Norwich tökum
á leiknum og þeir Trevor Putney,
Andy Linighan og Mike Phelan
áttu allir stórleik fyrir Norwich.
Það var Putney sem skoraði eina
mark leiksins, er Roger Josheph
varnarmaður Wimbledon datt
um boltann og Putney lét tæki-
færið sér ekki úr greipum ganga.
Þetta var 1.000 leikur Norwich í
deildakeppnl á heimavelli sínum
og þrátt fyrir að hann hafi ekki
verið fagur á að horfa gætu úrslit-
in reynst Norwich dýrmæt.
Liverpool er nú farið að blanda
sér í baráttuna um efsta sætið og
eins og sjónvarpsáhorfendur sáu
á laugardag leikur liðið nú mjög
góða knattspyrnu. Middles-
brough átti ekki möguleika í
leiknum eftir að Peter Beardsley
hafði skoraði fyrsta mark Liver-
pool á 19. mín. John Barnes
sendi mjög góða sendingu innfyr-
ir vörn Boro og Beardsley skor-
aði af öryggi. Næsta mark var
það besta í leiknum, Steve
Staunton vann boltann í vörn-
inni, Beardsley og Ray Hough-
ton léku í gegn en Stephen Pears
í marki Boro hálfvarði skot
Beardsley, Houghton kom þá
aðvífandi og sendi boltann í
netið. John Aldridge bætti þriðja
markinu við úr mjög þröngu færi
og lagði síðan upp það fjórða fyr-
ir Steve McMahon. Liverpool
hefði hæglega getað unnið stærri
sigur og alls ekki útilokað að liðið
verji titil sinn í vor.
West Ham leikur enn sinn
netta og skemmtilega fótbolta,
en árangurinn er dapurlegur.
Coventry sótti liðið heim á laug-
ardag og tók forystu snemma í
leiknum er dæmd var vítaspyrna
á Phil Parkes markvörð fyrir að
fella David Bennett og Brian
Kilcline skoraði úr vítinu. West
Ham hafði undirtökin í leiknum
allan tímann, en spilið var of
þröngt og skot framherjanna
ekki nógu nákvæm. Leikmenn
Coventry drógu sig til baka og
reyndu að halda fengnum hlut
sem virtist ætla að takast. 15 mín.
fyrir leikslok tókst heimamönn-
um þó að jafna, 'Stuart Slater
vann boltann sem hann síðan
sendi til Paul Ince er skoraði af
stuttu færi. Það verður eftirsjá að
West Ham úr 1. deild ef liðið fell-
ur sem margt bendir til að verði.
Paul Gascoigne leikmaður
Tottenham var yfirburðamaður á
vellinum í leik Tottenham og
Derby. Áhorfendur bauluðu á
hann í hvert sinn er hann snerti
boltann, en hann lét það ekkert á
sig fá. Það virtist þó hafa áhrif á
dómarann sem bókaði Gascoigne
fyrir litla sök, en þetta var fyrsti
leikur hans eftir leikbann. Hann
átti frábæra sendingu inn á Paul
Stewart sem fór illa með færið og
Peter Shilton í marki Derby varði
glæsilega frá Gary Mabbutt.
Dean Saunders náði forystu fyrir
Derby 'eftir hálftíma leik er
snerpan kom honum að góðum
notum. Tottenham tókst þó að
jafna er 15 mín. voru liðnar af
síðari hálfleik, Gascoigne skor-
aði beint úr aukaspyrnu sem
Shilton réð ekki við og þar við
sat.
Everton sigraði Sheffield Wed.
í hundleiðinlegum og lélegum
leik þar sem erfitt var að sjá
hvort liðið léki verr. Þetta var
fyrsti leikurinn sem Everton vinn-
ur síðan um áramót og aðeins
þeir Kevin Ratcliffe, Trevor
Steven og lan Snodin, þar til
hann fór meiddur útaf, léku af
eðlilegri getu. Sheffield liðið var
þó slakara með Sigurð Jónsson
sem sinn skásta mann. Eina mark
leiksins kom á 5. mín., Stuart
McCall vann boltann við vítateig,
Á sunnudag gerðu Aston Villa
og Manchester Utd. marka-
laust jafntefli í 1. deild og fyrir
vikið er Utd. nú í 7. sæti í 1.
deild, en með sigri hefði liðið
komist í 4. sætið.
Man. Utd. getur þó ekki kvart-
að undan úrslitum leiksins því lið
Aston Villa var betri aðilinn í
leiknum. Mikil barátta og kraftur
í leikmönnum í upphafi, en sú
barátta fór að mestu fram á miðj-
unni og ekki oft sem leikmönnum
tókst að brjótast út úr þeirri
hringiðu. Jim Leighton lék mjög
vel í marki Utd. og getur liðið
þakkað honum stigið. Hann
varði mjög vel frá David Platt á
8. mín., Steve Sims miðvörður
Villa átti skalla í þverslá og Mart-
in Keown og Ian Ormondroyd
sendi á Tony Cottee sem skoraði
sigurmark Everton.
Millwall er í þriðja sæti deild-
arinnar og vann góðan sigur á
gervigrasinu í Luton. Jimmy
Carter skoraði bæði mörk Mill-
wall áður en Danny Wilson lag-
aði aðeins stöðuna fyrir Luton
með marki úr vítaspyrnu.
Charlton komst í 2:0 á heima-
velli gegn Southampton, Robert
Lee og Paul Williams skoruðu
mörk liðsins. Rodney Wallace og
Paul Rideout jöfnuðu fyrir
Southampton.
Jim Smith framkvæmdastjóri
Newcastle fékk sitt gamla félag
Q.P.R. í heimsókn og það var
ekki góð sending fyrir hann. Col-
in Clarke sem Q.P.R. keypti fyrir
£800.000 frá Southampton skor-
aði í sínum fyrsta leik með liðinu
og Mark Stein bætti öðru marki
Q.P.R. við. Ray Ranson skoraði
eina mark Newcastle í leiknum.
2. deikl
• Man. City og Chelsea höfðu
sætaskipti á toppi 2. deildar. City
sigraði Leicester 4:2 í átakaleik
þar sem Paul Lake varnarmaður
City var lífgaður við eftir að hafa
gleypt tungu sína í upphafi leiks.
Neil McNab misnotaði víta-
spyrnu fyrir City, en þeir Trevor
Morley þrjú og sjálfsmark Tony
Spearing sáu um mörkin fyrir
misnotuðu góð tækifæri. Mark-
tækifæri Utd. voru ekki mörg né
hættuleg og Lee Butler sem lék í
marki Aston Villa hafði ekki
mikið að gera. Minnstu munaði
að Alan Mclnally hinum mark-
sækna miðherja Villa tækist að
skora 5 mín. fyrir leikslok, með
viðstöðulausu skoti af 18 metra
færi, en Leighton varði frábær-
lega vel. Þegar dómarinn var í
þann mund að flauta til leiksloka
fékk Brian McClair færi fyrir
Utd., en Butler sá við honum.
Aston Villa sýndi í leiknum að
liðið er of gott til að falla í 2.
deild, en Man. Utd. verður
áreiðanlega að bíða að minnsta
kosti til næsta keppnistímabils
eftir hinum langþráða Englands-
meistaratitli. Þ.L.A.
City. Gary McAllister og Paul
Jaws skoruðu fyrir Leicester.
• Watford komst í 2:0 á útivelli
gegn Chelsea með mörkum Paul
Wilkinson og Iwan Roberts.
Tony Dorigo og Graham Roberts
úr vítaspyrnu jöfnuðu fyrir
Chelsea.
• Blackburn hefur örugglega
fengið nóg af Tommy Tynan hjá
Plymouth, í fyrri leik liðanna
skoraði hann öll fjögur mörk
Plymouth í 4:3 sigri liðsins og
hann skoraði sigurmark Ply-
mouth gegn Blackburn á laugar-
dag.
• W.B.A. náði aðeins jöfnu
gegn Oxford, Colin West skoraði
mark liðsins, en Martin Foyle
skoraði fyrir Oxford.
• Bournemouth sigraði Brad-
ford 3:0 þar sem Luther Blissett
skoraði tvö mörk.
• Gamli jálkurinn John Wark
sem lengi lék með Liverpool
skoraði tvö af mörkum Ipswich í
óvæntum sigri liðsins á Elland
Road í Leeds. Leeds Utd. hefur
gefið eftir í baráttunni að undan-
förnu og verður að fara að taka
sig á ef liðinu á að takast að kom-
ast í úrslitakeppnina.
• Duncan Shearer skoraði sigur-
mark Swindon gegn Hull City og
Swindon á möguleika á 1. deildar
sæti eftir aðeins einn vetur í 2.
deild. Þ.L.A.
Úrslit
l.deíld
Arsenal-Nottingham For. 1:3
Aston Villa-Manchester Utd. 0:0
Charlton-Southampton 2:2
Derby-Tottenham 1:1
Everton-Sheffield Wed. 1:0
Luton-Millwall 1:2
Middlesbrough-Liverpool 0:4
Newcastle-Q.P.R. 1:2
Norwich-Wimbledon 1:0
West Ham-Coventry 1:1
2. deild
Barnslcy-Crystal Palace 1:1
Blackburn-Plymouth 1:2
Bournemouth-Bradford 3:0
Chelsea-Watford 2:2
Leeds Utd.-Ipswich 2:4
Mancbester City-Leicester 4:2
Oxford-W.B.A. 1:1
Portsmouth-Birmingham 1:0
Shrewsbury-Brighton 1:1
Stoke City-Sundcrland 2:0
Swindon-Hull City 1:0
Walsall-Oldhain 2:2
3. deild
Aldershot-Port Vale 2:2
Blackpool-Fulham 0:1
Bolton-Bristol City 2:0
Brentford-Reading 3:2
Bristol Rovers-Chcsterfield 2:1
Gillingham-Cardiff City 1:2
Mansfield-Preston 0:3
Northampton-Wigan 1:1
Notts County-Bury 3:0
Sheffield Utd.-Huddersfield 5:1
Southend-Wolves 3:1
Swansea-Chester 1:1
4. deild
Burnley-Scunthorpe 0:1
Colchester-Crewe 2:1
Doncaster-Darlington 1:0
Exeter-Cambridge 0:3
Grimsby-Stockport 2:0
Hartlepool-Halifax 2:0
Lincoln-Rotherham 0:1
Peterborough-Leyton Orient 0:1
Rochdale-Tranmerc 3:1
Scarborough-Cariislc 0:1
Wrexham-Hereford 1:1
Jafnt á Villa Park
- Aston Villa 0 - Man. Utd. 0