Dagur - 17.03.1989, Page 4

Dagur - 17.03.1989, Page 4
c..HU04CJ - 68er aism .VI miggbi^öH 4 - DAGUR - Föstudagur 17. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. S álfsákvörðunarréttur )jóðarmnar er í húfi Miklar umræður hafa skapast um hvalveiðar íslendinga eftir að myndin „Lífsbjörg í Norðurhöfum" var sýnd í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Skiptar skoðanir eru um ágæti myndarinnar og verður ekki tekin afstaða til hennar hér. Hins vegar má fullyrða að myndin hefur orðið til þess að vekja menn til alvarlegrar umhugsunar um stöðu okkar gagnvart samtökum á borð við Græn- friðunga og fá almenning til að taka skýrari afstöðu með eða á móti starfsaðferðum þeirra. Segja má að ef málið snerist eingöngu um það hvort Islendingar ættu að hætta hvalveiðum í vísindaskyni eða ekki, lægi hin rétta ákvörðun í augum uppi: Okkur bæri að hætta þeim þegar í stað, til að koma í veg fyrir að fjárhagslega vel stæð alþjóðasamtök á borð við Grænfriðunga ynnu tjón á útflutningsmörkuðum okkar. Fórna sem sagt minni hagsmunum fyrir meiri. En málið snýst bara ekki um það. Það snýst þvert á móti um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar, þ.e. sjálfsákvörðun- arrétt íslendinga til að ráða sjálfir stærstu auðlindum sínum - fiskimiðunum kringum landið og sókninni í þau. Þetta kom skýrt fram í myndinni „Lífsbjörg í Norðurhöfum" og er tvímælalaust mikilvægasti boð- skapur hennar. í myndinni fékkst óyggjandi staðfesting þess að Grænfriðungar hafa þegar tekið fiskverndunarmál á dagskrá hjá sér. Þar segir Michael G. Nielsen, talsmað- ur Grænfriðunga, orðrétt: „Grænfriðungar hafa lengi barist fyrir verndun sela og hvala en við verðum að fara að líta á vistkerfið í heild sinni. Þess vegna verðum við að líta nánar á fiskveiðar. Við hefjum bráðlega aðgerðir, ekki gegn íslendingum, heldur einbeitum okkur í fyrstu að veiðum í Barentshafinu. “ Það er sem sagt opinberlega staðfest að Grænfriðungar ætla að hafa afskipti af fiskveiðum og þótt þeir taki Barentshafið fyrst, hafa þeir boðað að þeir ætli að líta á ísland í fram- haldinu. íslendingar munu ekki og geta ekki sætt sig við slíka íhlutun. Þess vegna má hvergi hopa í hvala- málinu nú. Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs þings, var spurð að því í umræðuþætti eftir sýningu myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum“, hvort hún teldi að svo gæti farið að Grænfriðungar eða önnur ámóta samtök færu að hlutast til um fiskveiðar okkar. Hún taldi það ólík- legt, þrátt fyrir það sem talsmaður Grænfriðunga sagði í myndinni. En síðan bætti forseti sameinaðs þings við: „En ég skal ekki segja ef íslendingar fara að haga sér á þann veg að sameiginlegir þorskstofnar væru í hættu, þá getur vel verið að Greenpeace kæmi til skjalanna eða einhver önnur umhverfisverndarsamtök. “ Það er með ólíkindum að einn af handhöfum forsetavalds skuli tilbúinn til að leyfa útlendingum að hlutast til um stjórnun þeirrar auðlindar sem íslendingar byggja lífs- afkomu sína fyrst og fremst á. Reyndar er það regin- hneyksli og hefur ekkert með þjóðrækni að gera. Það er deginum ljósara að íslendingar mega ekki gefa þumlung eftir í baráttunni um að fá sjálfir að ráða sókn- inni í stofnana í hafinu kringum ísland. Við stöndum í enn einu landhelgisstríðinu og verðum að vinna sigur -rrú sem fyrr. BB. 1 Hvað er oð gerast „Bigband“- tónleikar á Akureyri og á Húsavík Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur heimsækir Akureyri og Húsavík um næstu helgi. Hljómsveitin er skipuð 18 nemendum á aldrinum 14-17 ára og er Sæbjörn Jónsson stjórnandi hljómsveitarinnar. Léttsveit Tón- menntaskólans var stofnuð fyrir þremur árum og hefur komið all- víða fram í Reykjavík að undan- förnu og lék m.a. í sjónvarpsút- sendingu á Stöð 2 nýverið. Á Akureyri heldur Léttsveit Tónmenntaskólans sameiginlega tónleika með Stórsveit Tónlistar- skólans á Akureyri, laugardaginn 18. mars kl. 17, í Möðruvalla- kjallara Menntaskólans á Akur- eyri. Stjórnandi Stórsveitar Tón- listarskólans á Akureyri er Robert C. Thomas. Sunnudaginn 19. mars heldur Léttsveit Tón- menntaskólans til Húsavíkur og leikur þar ásamt Léttsveit Húsa- víkur á tónleikum kl. 15. Stjórnandi Léttsveitar Húsa- víkur er Keith R. Miles. Nú hefur vélfrysta skautasvæðið við Krókeyri verið rekið frá því í byrjun nóvember. Á þessum fjórum og hálfa mánuði hafa að- eins fallið úr um 25 dagar vegna veðurs, þó að tíðarfar hafi mik- inn hluta tímans verið mjög rysjótt. Alls hefur svellið því ver- ið opið rúmlega 100 daga á þessu tímabili. Yfirleitt hefur aðsókn almennings að svellinu verið mjög góð, ef veður hefur verið gott. Það hefur háð nokkuð starf- semi þeirra sem æft hafa íshokkí í vetur að ekki hefur verið unnt að fá neina til að keppa við, hvorki hér í bæ eða annars staðar frá. Fjöldi iðkenda í yngri flokk- um hefur samt aukist verulega í vetur. Nú er kominn sá tími árs, þeg- ar sól er komin það hátt að á heiðskírum dögum gætir veru- Iegrar sólbráðar. Það hefur sýnt sig að á slíkum dögum er sólbráð- in það sterk, að engin frysting virðist ráða við slíkt. Laugardagsmorguninn 18. mars verður haldinn stofn- fundur samtaka um gróður- vernd, landgræðslu og land- nýtingu í Hlíðskjálf, Hótel Húsavík kl. 10:30. Stofnfundinum var frestað vegna tímaskorts á fjölsóttri ráð- stefnu sem haldin var á Húsavík 4. mars. Á fundinum verður kjörin undirbúningstjórn sem semja mun lög og gera fjárhags- áætlun fyrir aðalfund samtak- anna. Bæði einstaklingar og fé- lagasamtök geta gerst aðilar að samtökunum en tilgangur þeirra er að sameina krafta áhugaaðila Léttiskonur með kökubasar Kvennadeild hestamannafélags- ins Léttis á Akureyri hyggst standa fyrir kökubasar um helg- ina. Þangað verður upplagt að koma og gera góð kökukaup fyrir páskana því úrvalið verður glæsi- legt, að sögn þeirra Léttis- kvenna. Kökubasarinn verður haldinn í Slysavarnafélagshúsinu við Laxagötu 5 á morgun, laugar- dag og hefst kl. 14.00. Norðurlandsdeild Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF) stendur fyrir kökubasar Því hefur verið ákveðið, að nú frá miðjum mars og fram yfir páska verði aðeins opið fyrir almenning á kvöldin milli kl. 20.15 og 22.15. Eftir sem áður geta einstaklingar og hópar pant- að svellið á öðrum tímum, eftir því sem aðstæður leyfa. Yfirleitt er t.d. svellið í góðu lagi á morgnana, þó að sólin skíni og einnig á öðrum tímum ef það er sólarlaust. Hægt er að panta slíka tíma með því að lesa skilaboð inn á símsvara svæðisins, 27740. Skautafélag Akureyrar. Steingrímur Th. Sigurðsson opnar málverkasýningu í um átak í umhverfismálum á Húsavík. IM Háskólinn á Akureyri, Mennta- skólinn á Akureyri og Vísinda- félag Norðlendinga efna til opin- bers fyrirlestrar á laugardag og sunnudag í Möðruvöllum, húsi Menntaskólans, stofu M 2. Björn Jónsson, læknir frá Swan River í Leikfélag Akureyrar: Virgmía og Emil Leikfélag Akureyrar sýnir Emil í Kattholti á sunnudaginn kl. 15 og kl. 18. Þetta eru allra síðustu sýn- ingar á barnaleikritinu vinsæla. Þá fer sýningum fækkandi á leikritinu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Næstu sýningar á Virginíu verða föstudaginn 17. mars, laug- ardaginn 18. mars, fimmtudaginn 23. mars, laugardaginn 25. mars og mánudaginn annan í páskum. Sýningar hefjast kl. 20.30. Látið þetta áhrifamikla verk ekki framhjá ykkur fara. á morgun, laugardaginn 18. mars kl. 14 í Lóni við Hrísalund. Ágóði mun væntanlega renna til starfsemi deildarinnar. Tveir fundir verða haldnir á vegum deildarinnar í næstu viku á Hótel KEA. Sigríður Ólafs- dóttir þjóðfélagsfræðingur í Reykjavík stendur fyrir fræðslu á báðum þessum fundum. Hún mun fjalla um félagsleg réttindi flogaveikra, segja fréttir af LAUF-félaginu í Reykjavík, segja frá nýjum rannsóknarað- ferðum við greiningu á flogaveiki og einnig svara fyrirspurnum. Fyrri fundurinn verður mánu- daginn 20. mars kl. 20 að Hótel KEA. Sá fundur er eingöngu ætl- aður flogaveikum einstaklingum. Síðari fundurinn verður þriðju- daginn 21. mars kl. 20 að Hótel KEA. Hann er eingöngu ætlaður aðstandendum flogaveikra og öðrum sem áhuga hafa á floga- veiki. Nýir félagar eru velkomnir á fundina. Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri í dag, föstudaginn 17. mars. Þetta er 66. sýning Steingríms og sú fimmta á Ákureyri en hann sýndi þar fyrst árið 1967. Þessi sýning er sérstaklega tileinkuð fóstra Steingríms og vini, Vern- harði Þorsteinssyni, sem fæddist eimitt í Lundi. Sýningin er opin föstudag kl. 18.00-23.30, laugardag og sunnu- dag kl. 14.00-23.30, mánudaginn 20. mars kl. 18.00-23.30 og þriðjudaginn 21. mars kl. 14.00- 23.30. Manitóba, Kanada, mun flytja fyrirlestra um stjarnvísi í Eddum. Fjalla þeir um stjarnfræðilegar skýringar á ýmsum goðsögnum í Snorra-Eddu. Báðir fyrirlestr- arnir hefjast klukkan 14.00. Allir áhugamenn velkomnir. Skautasvæðið við Krókeyri: Opið á kvöldin Húsavík: Átak í umhverfismálum - stofnfundur samtakanna Norðurlandsdeild LAUF: Heldur kökubasar Akureyri: Steingrímur sýnir í Gamla Lundi Stjamvísi í Eddum - opinber fyrirlestur á Akureyri

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.