Dagur


Dagur - 17.03.1989, Qupperneq 9

Dagur - 17.03.1989, Qupperneq 9
Föstudagur 17. mars 1989 - DAGUR - 9 Frá Svalbarðseyri - þar starfaði lengi eitt af eistu kaupfélögum landsins. Á Svalbarðseyri var lengi starfrækt nautgripaslátrun. Skömmu eftir stofnun Pöntun- arfélags KSÞ var Þórður í Höfða spurður: „Hver er munur á að versla við KSP eða verslun á Akureyri?“ - Og Pórður svarar og „segir 43% hagnað að versla við KSÞ næstliðið ár miðað við að versla við kaupmenn á Akur- eyri, og mun sú niðurstaða hafa verið ærið umhugsunarefni fátækum bónda með lítinn gjald- eyri- (Egill Áskelsson Byggðir og bú 1963.) Svalbarðseyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1894, og einnig var „Eyrin“ valin til útskipunar á sauðum úr Þingeyj- ar- og Eyjafjarðarsýslum - en sauðir voru þá gjaldeyrir bænda og fluttir lifandi til Englands. „Sauðasalan lagðist hér niður 1906. Varð þá félagið að taka upp sauðfjárslátrun og kjötsölu. - Fyrstu árin var ekkert hús að slátra í, en kjötið saltað í eldri skúrnum. Árið 1908 var byggt sláturhús norðan við skúrana. Fyrstu árin var þó kjöt saltað í gamla skúrnum, þar til byggt var við sláturhúsið, en gærur saltaðar í skúrnum. Árið 1911 keypti félagið verslunar- og íbúðarhús Guðmundar Péturssonar. (Síðar útgerðarm. á Ak. - O.L.) Tók það þá vörubúðina fyrir kram- vöru, en í kjallaranum var höfð kornvara. Þegar sláturhúsið var komið, var formaður, - sem allt- af hafði haft á hendi vöruafhend- ingu, - enn fremur bundinn við sláturhúsið. Varð ekki komist hjá að taka honum til aðstoðar mann um sláturtímann. Síðan var ráð- inn afhendingarmaður um tvo daga í viku. Árið 1933 keypti „Svalbarðs- eyrarfélagið" að hálfu móti KEA Svalbarðseyrina, frystihúsið, (Byggt af Birni Líndal. - O.L.) tvö hús og tvær síldarsöltunar- bryggjur með plönum. Frystihús- kaupin voru félaginu mesta lyfti- stöng vegna kjötsölunnar." - (Svalbarðsstrandarbók.) Það syrti mjög í álinn fyrir félaginu á kreppuárunum eftir 1930. Skuldir manna voru orðnar of miklar við félagið og. víðar hversu sparlega sem lifað var. En vegna þess hve þetta var almennt ástand í landinu var Kreppulána- sjóður stofnaður að tilhlutun stjórnvalda. Fékk félagið þá greiddar skuldir manna að % hlutum en 'A varð að greiðast af sjóðum þess, og þannig flaut reksturinn fram að stríðsárunum. Eins og fyrr segir var Baldvin í Höfða fyrsti formaður pöntunar- félagsins, og jafnframt voru for- menn framkvæmdastjórar þess. Aðrir formenn KSÞ sem pöntun- arfélagsins voru: Friðbjörn Björnsson, Sigurður Sigfús Bjarklind, Ingólfur Bjarnason og Guðni Þorsteinsson. Langlengst var Ingólfur formaður - í 30 ár. Árið 1939 verða þáttaskil í sögu KSÞ. Þá er einstaklings- pöntunum hætt og opnuð dagleg verslun með allar vörur. Finnur Kristjánsson frá Halldórsstöðum er þá ráðinn kaupfélagsstjóri og umbótaframkvæmdir hefjast. Á starfstíma Finns hjá félag- inu, sem mun hafa verið um 14 ár, voru byggð útibú við Vagla- skóg og á Fosshóli, vöruskemmur á Svalbarðseyri, Lómatjörn og Krossi, kartöflugeymsla á Sval- barðseyri og íbúðarhús fyrir kaupfélagsstjóra og fjölskyldu - og er þá það helsta talið. Næstur tók við kaupfélagsstjóra- starfinu Skúli Jónasson frá Húsa- vík, sem hélt áfram framkvæmd- um. Voru þessar helstar á hans starfstíma: Byggðar tvær vöru- skemmur á Svalbarðseyri, slátur- hús, fjárrétt og gærugeymsla á Svalb. og loks verslunarhúsið. Skúli var kaupfélagsstjóri í 16 ár, eða til 1969, en þá tók við í tvö ár Valtýr Kristjánsson í Nesi. Árið 1972 var Karl Gunnlaugs- son á Svalbarðseyri ráðinn kaup- félagsstjóri og var hann það til loka féíagsstarfseminnar 1985. í hans stjórnartíð voru þessar framkvæmdir helstar: Byggð kartöfluverksmiðja, byggt skrif- stofuhúsnæði ofan á verslunar- húsið og skrifara- og hreinlætis- aðstaða við sláturhúsið. Byggt stórt bogaskemmuhús í tengslum við sláturhúsið og byggt við og endurbætt Jakobshús fyrir mötu- neyti og starfsfólk. Kartöflu- geymslur voru endurbættar og kétiðnaðaraðstaða innréttuð við frystihúsið. Þá kostaði kaupfélag- ið malbikun á eyrinni við öll helstu hús þess, en aðal aksturs- leiðin um eyrina var malbikuð á vegum hreppsins. Ekki man ég hve lengi Karl hafði verið kaupfélagsstjóri þeg- ar hann á aðalfundi félagsins ósk- aði eftir að láta af starfinu því reksturinn yrði æ erfiðari með vaxandi skuldum og síauknum fjármagnskostnaði. Ekki leist fé- lagsmönnum vel á þetta og mælt- ust til að hann héldi starfinu áfram því ekki mundi verða til bóta að maður öllu ókunnugur tæki við. Það er auðvelt að hafa úrræðin á reiðum höndum eftir á, en þarna virðist að þurft hefði að stinga við fótum og taka rekstur félagsins til rækilegrar umfjöllun- ar. Ljóst var að tekjurnar uxu ekki til jafns við kostnaðinn og það gat ekki endað nema á einn veg - gjaldþroti. Iðnaðarvinnslan brást sem tekjustofn og sauð- fjárslátrunin fór að dragast sam- an og kartöfluuppskeran brást sum árin. Nú er saga KSÞ öll. Það fékk ekki staðist - frekar en fjöldi annarra atvinnu- og þjónustufyr- irtækja - þenslu og okursfjár- magnskerfi auðmangaranna í þjóðfélaginu. Samvinnu- og sameignarfyrir- tæki eins og kaupfélögin eru tengd lífi og starfi hvers félags- manns, og styrkur þeirra og vel- gengni byggist á skilningi og holl- ustu félagsmanna, og svo efna- legri velgengni hvers og eins þeirra. Af sögu KSÞ má draga vissa lærdóma um þetta. Miklar vegalengdir á verslun- arstað voru áþján sveitamanna um aldir, og þess vegna var það einn helsti kostur verslunar og afurðastöðvar á Svalbarðseyri að þangað var styttra að sækja fyrir félagsmenn KSÞ en til Akureyr- ar, sérstaklega þó þeirra austan Vaðlaheiðar. -TClyfjaburðurinn yfir heiðina var hestunum mikil þolraun um vegleysur og oft í svartamyrkri. Menn báru líka þungar byrðar, en höfðu þann kost umfram hestana að geta tyllt sér niður til hvíldar. Félagsmenn KSÞ voru flestir félagar í Kaupfélagi Eyfirðinga einnig, og þangað hefur nú bú- fjárslátrun og fleiri viðskipti KSÞ-bænda flust. Jafnframt hef- ur flutningskostnaður þeirra á búfé og rekstrarvörum aukist sem munar vegalengdinni Sval- barðseyri-Akureyri. I lokin þarf ég að geta þess að Svalbarðsdeild og Höfðahverfis- deild gengu aftur í KSÞ, og auk þeirra stóðu að félaginu þegar það hætti störfum þrjár deildir í Fnjóskadal og tvær við austan- vert Ljósavatnsskarð. Þessi grein er aðeins lauslegt yfirlit um sögu Kaupfélags Suð- ur-Þingeyinga, skrifuð af per- sónulegu þakklæti til félagsins sem ég naut góðs af við rninn búskap um fleiri áratugi. Ég tel að það hafi verið lán fyrir bændur í strangri lífsbaráttu að hafa með sér þessi samtök um verslun og afurðasölu. í þessu yfirliti kann eitthvað að vera missagt og þætti mér gott að sá sem betur veit leiðrétti það. Vatnsleysu, 4/3. 1989, Olgeir Lútersson. Einingarfélagar athugið! Vegna væntanlegs kjörs stjórnar og trúnaöarmanna- ráðs Verkalýðsfélagsins Einingar, hefur uppstill- ingarnefnd félagsins ákveðið að gefa fólki kost á að koma með ábendingar um félaga til þessara trúnað- arstarfa. Skriflegar tillögur skal senda skrifstofu Einingar merkt „Uppstillingarnefnd“ fyrir 23. mars 1989. Uppstillingarnefnd Verkalýðsfélagsins Einingar. Viðskiptavinir athugið Breyttur opnunartími 18. og 22. mars. Laugard. 18. mars opið frá kl. 10-16. Miðvikud. 22. mars opið frá kl. 9-21. Verið velkomin. HAGKÁUP Akureyri FRAMSÖKNARMENN |||I IIII AKUREYRI Bæjarmálafundur verður að Hafnarstræti 90, mánudaginn 20. mars kl. 20.30 ' stundvíslega. Félagar fjölmennið. Stjórnin. II ’aili!! % ÍÍÍOÚ iii ^ nuil HÓTEL KEA Laugardagskvöldið 18. mars Dansleikur Hin sívinsæla hljómsveit INGIMARS EYDAL leikur fyrir dansi ★ Fyrir fermingarveisluna: Rjómatertur, smurbrauðstertur eða snittur Nánari upplýsingar og pantanir teknar í síma 22200 Borðapantanir í sima 22200

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.