Dagur - 21.03.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 21. mars 1989 56. tölublað
JW
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Bæjarráð Akureyrar:
Samþykkti skuldbreyt-
ingu við Álafoss hf.
Bæjarstjórinn á Akureyri
greindi Bæjarráð fyrir
skömniu frá viðræðum sem
hann hefði átt ásamt bæjar-
ráðsmönnunum Sigurði
Jóhanncssyni og Frey Ófeigs-
syni við forsvarsmenn Álafoss
hf. Bæjarráð samþykkti hinn
16. þ.m. skuldbreytingu á
skuldum Álafoss hf. við
Bæjarsjóð og stofnanir bæjar-
Húsavík:
Slökkviliðið
gabbað
- útkallið kostar
50-100 þúsund
Um gabb var að ræða er
krakki setti brunaboða í gang á
Húsavík á laugardagskvöld kl.
22.30, með þeim afleiðingum
að 14 slökkviliðsmenn mættu á
slökkvistöðina. Slíkt útkall
kostar Húsavíkurbæ 50-100
þúsund krónur. Þetta er í
þriðja sinn síðan í haust sem
brunaboðinn fer í gang án þess
að um eldsvoða sé að ræða, í
eitt skiptið fór brunaboðinn í
gang vegna bilunar en þetta er
í annað sinn sem slökkviliðið
er gabbað á aðeins örfáum
mánuðum.
Gísli Salómonsson slökkviliðs-
stjóri sagði í samtali við Dag að
æskilegt væri að foreldrar brýndu
fyrir börnum sínum að láta
brunaboðann í friði. Það var
aðeins örfáum klukkutímum eftir
gabbið sem Slökkvilið Húsavíkur
var kallað út, og var þá alvara á
ferðum eins og frá segir á öðrum
stað í blaðinu.
Annars var tíðindalítið á
Húsavík um helgina, að sögn lög-
reglu sem ekki vissi um nein önn-
ur óhöpp eða vandræði.
Lögreglan á Egilsstöðum átti
náðuga helgi, nema hvað einn
ökumaður var tekinn vegna
gruns um ölvun við akstur, er það
sá þriðji í þessum mánuði. IM
ins í gegnum Atvinnutrygg-
ingasjóö.
Erfiðleikar útflutningsgreina
og ullariðnaðar sérstaklega hafa
verið mikið til umræðu á undan-
förnum mánuðum. í bókun
Bæjarráðs segir að Álafoss hafi
að undanförnu átt í viðræðum við
helstu lánardrottna sína um
skuldbreytingar þar sem þær eru
liður í fjárhagslegri endurskipu-
lagningu fyrirtækisins. Fulltrúar
Akureyrarbæjar í þessum við-
ræðum hafi kynnt sér þessi áform
og sannfærst um nauðsyn þess
fyrir áframhaldandi rekstur Ála-
foss að slík endurskipulagning
nái fram að ganga. Bæjarráð
samþykkkti skuldbreytinguna í
ljósi þessa, jafnfram var viðræðu-
nefnd Bæjarráðs falið að halda
áfram samningaviðræðum við
fyrirtækið um kaup á Austurhúsi
Gefjunar. EHB
Það er gott að fá eitthvað heitt í kroppinn eftir skíðafcrð, ekki síst þegar veðrið er rysjótt eins og á Dalvík sl.laug-
ardag. Mynd: TLV
Jón Sæmundur Siguijónsson á fimdi með innkaupastjóra Aldi Sud:
Aldi hefltr nú þegar uppfyllt gerða
samninga um kaup á íslenskri rækju
- gæðavandamál standa í vegi fyrir frekari viðskiptum við íslendinga
„Ég tel mig hafa fengið staö-
festingar á þeim fullyrðingum
sem ég hef verið að halda á
lofti hér heima. Og þar að auki
nefndu Aldi-menn allt aðra
ástæðu fyrir riftun samninganna
en mig hafði órað fyrir, þ.e.a.s.
gæðamálin,“ sagði Jón Sæm-
undur Sigurjónsson, alþingis-
maður í gær, þá nýkominn úr
Þýskalandsferð þar sem hann
m.a. hitti Seute, innkaupa-
stjóra Aldi Sud, að máli.
„Við verðum að taka okkur
tak í sambandi við gæðamálin. Ef
við ætlum að vinna nýja markaði
fyrir lagmetið og halda þeim þá
verðum við að hafa gæðamálin í
lagi. Og ég vona að í þessu
aðstoðarátaki sem fara á fram
fyrir lagmetisiðnaðinn, sem ég
ætla að fari nú fram á réttum
forsendum, þá muni þessi gæða-
vandamálin verða tekin til athug-
unar. En það er á hreinu að
hvalamálið spilar mjög litla
„rullu“ í riftun samninganna,“
Búist við að Súlnafell fari til
Hríseyjar seinna í dag
Rækjuverksmiðjan Dögun, Sauðárkróki:
Hilmir Q með
20 tonn af rækju
- eftir fyrsta veiðitúrinn fyrir Dögun
SU, skipið sem til Sauðárkrókshafnar sl.
mánudagsmorgun með 20 tonn
af rækju eftir fyrsta veiðitúrinn
fyrir Dögun. Þykir þetta góður
túr miðað við árstíma. Veitir
þessi afli starfsfólki Dögunar
næga vinnu næstu daga, og
mun Hilmir halda rækjuveið-
unum áfram fyrir fyrirtækiö.
Hilmir II
Rækjuverksmiðjan Dögun hf.
á Sauðárkróki tók á leigu, kom
- áhöfrdn á Sólfelli flyst yfir á Súlnafellið
Stefnt er að því að Súlnafell
ÞH-361 fari einhvern næstu
daga í sína fyrstu veiðiferð eftir
að Kaupfélag Eyfirðinga festi
kaup á því. Guðmundur Krist-
jánsson, skipstjóri á Sólfelli
EA-640, tekur við Súlnafellinu
og reiknað er með því að aðrir
í áhöfn Sólfellsins fari einnig
yfir á Súlnafellið.
Guðmundur segist reikna með
að líta á nýja skipið í dag, en það
er bundið við bryggju í Slippstöð-
innni á Akureyri. „Ég býst við að
fara með skipið út í Hrísey
seinnipartinn á morgun (dag).
Þar verður tekinn ís og kassar um
borð og skipið undirbúið fyrir
veiðar. Ef allt gengur að óskum
verðum við að veiðum um pásk-
ana,“ segir Guðmundur.
Ekki er frágengið hvort 9 eða
11 manna áhöfn verður á Súlna-
fellinu. Guðmundur hefur gert
tillögu um að á skipinu verði 9
menn en ekki hefur verið ákveð-
ið hvort það verður niðurstaðan.
„Það kemur mun betur út fyrir
okkur að vera bara 9. Staðreynd-
in er sú að vegna þess hve tekjur
sjómanna hafa minnkað vill
mannskapurinn leggja meira á sig
til þess að fá stærri hlut.“
Guðmundur var á landstíminu
á Sólfellinu í gær þegar Dagur
náði tali af honum. Hann hefur
verið með það skip í um tvö ár og
segir það afburðagott og af því sé
mikil eftirsjá. „Það er mikið eftir
í því skipi. Ég hefði viljað eiga
það,“ segir Guðmundur. -óþh
í febrúar var leyft að veiða 50
tonn af innfjarðarrækju í Skaga-
firði og veiddu þrír bátar rækju
fyrir Dögun. Fram að þeim tíma
var lítið sem ekkert að gera hjá
Dögun. Núna er búið að klára
þennan 50 tonna kvóta og Hilmir
II því tekinn til við veiðarnar.
Tíu manns eru núna í vinnu hjá
Dögun.
Sem kunnugt er þurfti Dögun
að leggja rækjuskipi sínu, Röst
SK-17, með útrunnið haffæris-
skírteini og bíður skipið hinstu
örlaga sinna. Hefur það nú legið
við bryggju í Sauðárkrókshöfn
um hríð og telst varla til mikillar
prýði. -bjb
segir Jón Sæmundur.
Er Jón Sæmundur lagði þá
spurningu fyrir Seute hvort Aldi
muni standa við gerða samninga,
þ.e. að kaupa rækju af íslending-
um fram til mánaðamóta maí-
júní, svaraði innkaupastjórinn
því til að fyrirtækið hafi þegar
staðið við þann samning. Jón
Sæmundur hefur eftir honum að
fyrirtækið hafi samið um kaup á
ákveðnu magni í hverjum mán-
uði en hins vegar hafi fyrirtækið
tekið við allri þessari rækju nú
þegar. Aðspurður segir Jón
Sæmundur að þetta skýri hversu
háar sölutölur séu á lagmeti á
Þýskalandsmarkaði fyrir fyrstu
mánuði þessa árs.
Aldi Sud hefur tekið þá
ákvörðun að selja hér eftir rækju
í gegnsæjum dósum en í þessum
dósum liggur rækjan í saltupp-
lausn. Geymsluþol hennar er 4
vikur og þannig telst hún fersk.
Innkaupastjóri Aldi telur, að
sögn Jóns Sæmundar, að ekkert
standi í vegi fyrir að fyrirtækið
kaupi slíka vöru af íslendingum,
sýni þeir fram á meiri gæði en
hingað til. Þar komi hvalamálið
hvergi nærri.
„Ég er eindregið þeirrar
skoðunar að við eigum að koma
lagmetisiðnaðinum á legg, enda
eigum við völ á góðu hráefni. En
gæðin verða að vera í lagi. Ég hef
kynnst þeim aðferðum sem lag-
metismenn beita við sölu á sinni
vöru og starf þeirra er til fyrir-
myndar. En ef þeir eru með
slæma vöru í höndunum þá er
verið að gera þeim lífið erfiðara
en þeir eiga skilið," segir Jón
Sæmundur.
JÓH