Dagur - 21.03.1989, Síða 3

Dagur - 21.03.1989, Síða 3
Þriðjudagur 21. mars 1989 - DAGUR - 3 Hegranes SK-2: Mjög góð sala í Þýskalandi - meðalverð 91 króna fyrir kílóið Hegranes SK-2, togari Útgerð- arfélags Skagfirðinga, seldi sl. laugardag á Þýskalandsmark- að tæp 180 tonn af karfa. Afla- verðmætið var 16,2 milljónir króna og meðalverð um 91 króna, sem er mjög gott miðað við að undanfarnar vikur hefur verðlag á karfanum ekki verið hátt á Þýskalandsmarkaði. Á sama tíma og Hegranesið var með svona góða sölu seldi togari Reyðfirðinga, Snæfugl SU, karfa í Þýskalandi fyrir 12 krón- um lægra méðalverð, þannig að fiskurinn í Hegranesinu hefur verið mjög góður. Skipstjóri á Hegranesi er Júlíus Skúlason. -bjb Sigló hf.: Byija á rækjunni eftir páska „Við erum á fullu við að undir- búa verksmiðjuna svo við get- um byrjað eftir páska,“ sagði Guðmundur Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Sigló hf. Guðmundur sagði að þegar eftir páska ætti að fara að vinna frysta rækju sem kæmi frá Noregi. Sigló hf. hætti niðurlagningu á síld í fyrra, eins og kunnugt er, en mun sjóða niður rækju til út- flutnings. Fyrirtækið stendur illa fjár- hagslega og sagði Guðmundur að stjórn þess stæði í samningavið- ræðum við lánardrottna og aðra sem við sögu kæmu. „Þetta á að takast, að mínu mati, ég er bjartsýnn. Ég býst við því að margir séu verr staddir en við,“ sagði hann. EHB Leifur K. Jóhannesson, forstjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins: Að sögn Leifs K. Jóhannes- sonar, forstjóra Stofnlána- deildar landbúnaðarins, lítur út fyrir að í sumar verði bygg- ingaframkvæmdir til sveita með minnsta móti. Hann segir þetta ekki liggja endanlega fyr- ir en samkvæmt þeim fjölda umsókna sem deildinni hafa borist bendi allt til að lítið verði byggt í sveitum landsins í sumar. Leifur segir að enn gæti nokk- urar óvissu með hversu mikið fjármagn Stofnlánadeild land- búnaðarins hefur úr að spila á þessu ári. Hann segir margt benda til að henni verði nokkuð þröngur stakkur skorinn á árinu, ekki síst vegna þess að endur- greiðslur lána muni að öllum lík- indum ekki skila sér eins og ráð var fyrir gert. Þetta helgast af því að loðdýrabændur hafa fengið frestað afborgunum lausaskulda. Þarna er um verulegar fjárhæðir að ræða. Um síðustu áramót nam þessi tala tæpum 4% af heildar- útlánum Stofnlánadeildar, eða rúmum 186 milljónum króna. Jósavin Gunnarsson, hjá bygg- ingafulltrúa Eyjafjarðarsýslu, segir að heilt yfir megi búast við búist við dauflegri byggingavertíð í eyfirskum sveitum í sumar lakari byggingavertíð í eyfirskum sveitutn í sumar miðað við fyrri ár. Síðasta ár var niðursveifluár í byggingaframkvæmdum og að öllum líkindum verður áfram- haldandi samdráttur á þessu ári. Á síðasta ári voru byggð nokkur fjós og hlöður svo og vélageymsl- ur. Þá var byggt eitt fjárhús á svæðinu í fyrra en slík hús hafa vart verið byggð allt frá árinu 1980. Jósavin segir að í fyrra hafi verið tekinn grunnur af einu minkahúsi en líkur bendi til að það verði ekki byggt upp á þessu ári. Nokkuð öruggt er að ekki verði ráðist í byggingu nýs refa- húss á svæðinu. „Það taiar ekki nokkur inaður um ref á þessum síðustu og verstu tímum," segir Jósavin. Hvað varðar íbúðarhúsabygg- ingar segist Jósavin búast við að þær verði færri í sumar á Eyja- fjarðarsvæðinu en oft áður. „Það hefur verið mjög mikið um íbúð- arhúsabyggingar til sveita á undanförnum árum. Það voru kannski í gangi 5-6 íbúðarhús á sama árinu. En mér sýnist sem þau verði færri í sumar,“ segir Jósavin Gunnarsson. óþh Með spariskírteinum ríkissjóðs getur þú tvöfaldað sparifé þitt að raungildi á aðeins 10 árum Fyrir utan traust og öryggi ber sparifé þitt einnig ríkulega ávöxtun með spariskírteinum ríkis- sjóðs. Þau eru verðtryggð og raunvextir eru 7,0% til fimm ára og 6,8% til átta ára. Þú getur á öruggan hátt tvöfaldað raungildi sparifjár þíns á aðeins 10 árum með spariskírteinum ríkissjóðs. Það vegur enn meira þegar tekið er tillit til þess að spariskírteinin eru tekju- og eignaskatts- frjáls séu þau umfram skuldir eins og á við um innstæður í innlánsstofnunum. Þótt lánstíminn sé ekki liðinn getur öryggi þeirra leikur enginn vafí. Að baki spariskír- teinunum stendur ríkissjóður og þú getur því verið viss um fulla endurgreiðslu sparifjár þíns, ásamt vöxtum, á gjalddaga. Þú færð spariskírteini ríkissjóðs í bönkum, sþarisjóðum og pósthúsum um land allt og hjá helstu verðbréfamiðlurum, svo og í Seðlabanka -v íslands. Einnig er hægt að panta þau í ..................... , ... síma 91-699600, greiða með C-gíróseðli þú selt sparisldrteinin með mjög stutt- I ^ og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. um fyrirvara fyrir milligöngu yfír 100 afgreiðslustaða banka, sparisjóða og > ^ annarra verðbréfamiðlara. Og um — ríkuleg ávöxtunarleið. Sparisldrteini ríkissjóðs RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS Má ætla að verði lítið byggt í sveitum landsins sumarið ’89

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.