Dagur - 21.03.1989, Page 11

Dagur - 21.03.1989, Page 11
hér & þar i Þriðjudagur 21. mars 1989 - DAGUR - 11 Verslunin verður lokuð laugardaginn 25. mars Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400 Reynið að skilja hvort annað! Kötturinn og músin þeirra Soffiu og Fanneyjar, en þær hrepptu 3. verðlaun fyrir sitt framlag. Frístælkeppni í hárgreiðslu: Akureyringar stóðu sig vel Nýlega var haldin keppni í frjálsri hárgreiðslu á Hótel ís- landi í Reykjvík. Þar komu Norðlendingar nokkuð við sögu og unnu til verðlauna. Þrír keppendur frá Akureyri tóku þátt í þessari keppni, öll starfandi á Rakarastofu Sigvalda. Öll hafa þau áður tekið þátt í frístæl keppnum og unnið þar til verðlauna. Það er skemmst frá því að segja að Akureyringarnir stóðu sig með prýði. Inga Lóa Birgis- dóttir hlaut 2. verðlaun hár- skurðarnema, en hún greiddi módeli sínu í líkingu við frelsis- styttu Bandaríkjanna. Soffía Jónsdóttir og Fanney Gunpars- dóttir kepptu saman í há'rskurði meistara og voru-njéð tvö módeJ sem búin voru, sem köttur og mús. Þær Soffía óg Fanney hrepptu 3. verðlaun fyrir sitt framlag. VG Frelsisstytta Bandaríkjanna? Karlar og konur ætlast ekki til hins sama hvort af öðru í hjóna- bandi. - Þessi staðreynd getur skaðað sambúð fólks, því ef væntingar þess til hvors annars eru ekki sambærilegar er voðinn vís. Bandarískur vísindamaður, Dr. Warren Farrell, sendi fyrir nokkru frá sér bók sem kallast „Hvers vegna karlmenn eru eins og þeir eru,“ á ensku er titillinn „Why Men Are the Way They Are.“ í bókinni kemur fram að karlar vilja fallega vaxnar og kyn- þokkafullar konur. Þeim finnst mikilvægt að þær séu skilnings- ríkar á ábyrgarmiklu hlutverki eiginmannsins gagnvart fjöl- skyldunni sem hann sér farborða. Þá gera flestir þá kröfu til kon- unnar að hún annist um heimilið á þrifalegan hátt og sjái um að þörfum barnanna sé fullnægt. Konur vilja, samkvæmt niður- stöðum Dr. Farrells, hlýlega og skilningsríka eiginmenn sem vilja verja frítíma sínum með fjöl- skyldunni. Þær vilja einnig að mennirnir sjái um helminginn af húsverkunum. Margir karlmenn reyna að breyta sér til að uppfylla þessar væntingar. Þeim tekst þó oftast ekki að gera annað en sjá fjöl- skyldunni farborða. Kröfur vinnumarkaðarins eru miklar og karlarnir eiga oft fullt í fangi með að sinna sinni vinnu. Þessi fallega bjalla minnir okkur á lykilatriði hjónabandssælunnar: Skilning, kærleika og umburðarlyndi. Hver er afleiðingin? Konurnar verða óánægðar með mennina sem sýna heimilinu svo litla rækt- arsemi. Karlarnir verða súrir á svip og óhressir með eigin frammi- stöðu. Sumum finnst líka að þeir hafi ekki uppskorið afrakst- ur erfiðis síns með því að fórna öllum öðrum áhugamálum fyrir fjölskylduna. Hver er lausnin? Ef vandinn orsakast af of löngum vinnutíma karlsins getur konan leyst málið með því að gera minni kröfur til veraldlegra gæða. Eiginmaðurinn getur þá hætt að vinna yfirvinnu. Karlinn getur líka lagt sitt af mörkum með því að reyna að uppgötva nýjar hliðar á eigin- konu sinni sem gera hana sér- staka. Aðalatriðið er að hjónin eiga að ræða vandann og reyn’a að skilja hvort annað af einlægni. Ijöld ★ Sveínpokar ★ Balqxíkar Sjónaukar ★ Myndavélar Stúdentagarðar - Alútboð Féiagsstofnun stúdenta (F.S.) á Akureyri óskar eftir tilboöum í hönnun og byggingu á stúdentagöröum á lóö viö norðanverða Skaröshlíö á Akureyri. Lóðin er um 4860 fm aö stærö. Nýtingarhlutfall á lóö- inni er hámark 0,3. Verkinu skal lokið 1. okt. 1989. Útboösgögn veröa afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, 600 Akureyri frá og með 20. mars 1989 gegn 5000,- kr. skilatryggingu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.