Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, fímmtudagur 20. apríl 1989 75. tölublað kaffld hressir Buuja Erilsamt á neyðarvakt dýralækna í höfuðborginni: Svín frá Hlíðarbúinu yfir móðuna miklu á grænu ljósi - verður slátrað á morgun með leyfi undanþágunefndar Baráttufundur BKNE: Verkfall í haust vænlegasta leiðin? í gær var haldinn fjölmennur baráttufundur Bandalags kennarafélaga á Norðurlandi eystra og var Svanhildur Kaaber formaður KÍ gestur fundarins. Hún sagði m.a. að enn hafi ekkert það komið fram sem gæfi tilefni til að halda að kjarabætur til kennara náist fram á næstunni, enda sé heildarrammi BSRB samninganna efstur í huga samninganefndar ríkisins. Fundurinn hófst á því að „raddir kennara“ hljómuðu, þeg- ar fimm kennarar frá skólum á svæðinu héldu tölu um kjaramál- in. Jón Eyfjörð formaður BKNE sagði í ræðu að mótaðar hefðu verið hugmyndir að leiðum til að ná fram bættum kjörunr kennara. Þær væru í sex liðum; að neita að vinna yfirvinnu næsta skólaár, ekki að ráða leiðbeinendur til kennslu sem þýddi að senda þyrfti þriðjung nemenda á Akur- eyri heim næsta vetur, fjöldaupp- sagnir kennara, skipuleg veikindi á heilum svæðum, verkfall næsta haust og að auka framlög í kjara- deilusjóð. Tværsíðustu tillögurn- ar sagði hann oftast vera í um- ræðunni enda væru þær vænleg- astar. „Það er mikilvægt að sýna samstöðu í verki,“ sagði liann. „Ef til verkfalls kemur, þurfum við að standa og falla með kröf- um okkar hvort sem okkur líkar betur eða ver.“ Erlingur Sigurðarson mælti fyrir hönd HÍK-manna 0£ sagði m.a. að nú væri það HIK sem dragi „launavagn“ annarra launamanna, því það sem þeir kæmu til með að ná fram, fengju hinir líka. Þá mælti hann með sameiningu félaganna því þau hefðu ekki efni á að mæta í tveimur fylkingum til leiks. VG Fljótt skipast veður í lofti. Um hádegi í fyrradag voru 95% lík- ur á að bandarísku snillingarn- ir í Harlem Globetrotters sæktu Akureyringa heim næsta laugardag og sýndu listir sínar. I fyrrakvöld var hins vegar Ijóst að af sýningunni getur ekki orðið. Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, segir að ákvörðun um sýn- ingu Harlem Globetrotters á Akureyri hafi verið tekin í fram- haldi orða umboðsmanns liðsins í London. Hann lét þau orð falla í síma sl. þriðjudagsmorgun að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að liðið skellti sér til Akureyrar að kvöldi laugardags og héldi þar Það sem af er verkfalli Dýra- læknafélags Islands hafa 750 eina sýningu. Að sögn Kolbeins sagði umboðsmaðurinn það jafn- framt að endanlegt svar yrði að koma frá umboðsskrifstofu Har- lem Globetrotters í Bandaríkjun- um. Svarið kom kl. 21 á þriðju- dagskvöld og var á þá leið að ekki kæmi til greina að sýna utan Reykjavíkur. Því var borið við að vegna mikils álags á leikmenn þætti ekki rétt að leggja á þá flug landshluta á milli. Þegar svarið barst höfðu Þórs- arar lagt á sig ómælda vinnu og kostnað við undirbúning sýning- arinnar. Þennan kostnað segja forsvarsmenn Þórs að KKÍ verði að gjöra svo vel að greiða. óþh Sjá nánar um málið á síðu 2. undanþágubeiðnir verið af- greiddar frá neyðarþjónustu dýralækna í Reykjavík, en eins og komið hefur fram geta bændur hringt allan sólar- hringinn í síma 91-689545 og leitað eftir aðstoð dýralæknis. Það er síðan sérstakrar undan- þágunefndar að taka afstöðu til þess hvort aðstoð er veitt eða ekki. Að sögn Magnúsar Guðjóns- sonar, formanns Dýralæknafé- lags íslands, hafa forráðamenn svína- og alifuglabúa einnig leit- að eftir undanþágu til að slátra. í þeim tilfellum segir Magnús að trúnaðarmenn félagsins út um allt land hafi farið heim á við- komandi bæi og lagt mat á hvort brýna þörf bæri til slátrunar. „Undanþága til slátrunar hefur verið veitt á grundvelli dýra- verndunarlaga. Það vill segja að ef trúnaðarmenn okkar hafa talið að þéttleiki væri of mikill á svín- um eða hænsnum hefur verið gef- ið leyfi til slátrunar," segir Magnús. Eitt þeirra búa sem sótt hafa um undanþágu til slátrunar er stærsta svínabúið í Eyjafjarðar- sýslu, Hlíð sf. Hraukbæ í Glæsi- bæjarhreppi. T rúnaðarmaður Dýralæknafélagsins, Bárður Guðmundsson, dýralæknir á Húsavík og Valdimar Brynjólfs- son, hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar, heimsóttu Hlíðar- búið í fyrradag og gáfu sitt sam- þykki fyrir slátrun. Búist er við að 60-70 svínum af búinu vcrði slátrað á Akureyri á morgun. Þessi undanþága tekur einungis til slátrunarinnar á morgun. Ef verkfall dregst á langinn þurfa þeir Hlíðarmenn að sækja aftur um undanþágu til slátrunar í næstu viku. Magnús Guðjónsson segir að neyðarvakt dýralækna hafi geng- ið mjög vel. Hann segir að bænd- ur sýni kjarabaráttu dýralækna mikinn skilning. „Það sem okkur líst einna verst á er að peningar til reksturs þessarar neyðarþjón- ustu eru á þrotum. Við höfum ósk- að eftir fjármagni frá landbúnað- arráðuneyti en ekki enn fengið svar. Svo kynni að fara að við þyrftum að leita til bænda um stuðning til starfrækslu neyðar- þjónustunnar,“ segir Magnús. óþh Norðurland: Margar stöður lausar í grumiskólunum Fjórar skólastjórastöður við grunnskóla á Norðurlandi eystra eru lausar til umsóknar nú í vor, en fjölmargar kennarastöður eru einnig laus- ar í unidæminu. Samkvæmt auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu eru skólastjórastöður lausar við Grunnskólann í Grímsey, Hvammshlíðarskóla á Akureyri, Grunnskóla Svalbarðshrepps og Grunnskóla Dalvíkur. Þá munu ýmsar stöður al- mcnnra- og sérgreinakennara vcra lausar við allflesta grunn- skóla í umdæmum fræðsluskrif- stofa Norðurlandsumdæmis cystra og vestra. EHB Auka Búnaðarþing í Reykjavík í gær: Stjómarfrumvarpi um umhverfismál harðlega mótmælt Frumvarp til laga um umhverf- ismál, sem nú liggur fyrir Alþingi, mætti harðri and- stöðu á auka Búnaðarþingi sein haldið var í Reykjavík í gær. Þingið var kallað saman til að álykta um nokkur mál sem komið hafa fram á Alþingi eftir að Búnaðarþing var hald- ið fyrr í vetur. Skemmst er frá því að segja að þingið í gær mælti harðlega gegn lögfest- ingu frumvarpsins um um- hverfismál og lýsti undrun sinni á þeiin málatilbúnaði sem þar sé hafður uppi. Þingfulltrúar á þinginu í gær töldu ekki að nýtt ráðuneyti um umhverfismál væri til bóta. „Nýtt ráðuneyti um umhverfismál stór- eykur miöstýringu í þjóðtelaginu auk þess sem það mun hlaða á sig starfsfólki ef marka má reynslu annarra þjóða. Þá eru umhverf- ismál hérlendis í mörgum tilfell- um önnur en þau sem nágranna- lönd okkar eiga við að stríða og því hreinl ekki sjálfgefið að skipulag þeirra í þessum málum henti hér," segja þingfulltrúar í ályktun sinni. Það atriði í frumvarpinu sem hart var gagnrýnt í gær var að öll meðferð á lífríki sjávar skuli vera áfram undir fagráðuneyti þ.e. sjávarútvegsráðuneytinu á með- an lög um ástand og eftirlit gróð- urs séu sett undir umhverfismála- ráðuneyti og þannig skilin frá landbúnaðarráðuneytinu. „Umhverfismál verða naumast leyst, svo vel fari, á ráðuneytis- stigi, heldur miklu fremur á stofnanastigi og í samvinnu við hina eiginlegu notendur hinna ýmsu náttúrugæða," segja þing- fulltrúar í niðurlagi ályktunar sinnar. JÓH Mikil vonbrigði körfuboltaáhugafólks á Norðurlandi: Ekkert verður af sýningu Globetrotters í Höllinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.