Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 18

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Fimmtudagur 20. apríl 1989 jr— ' —----------*■““*-------\ Ungmennafélag Skriðuhrepps frumsýnir revíuna „Horft af hólnum“ að Melum Hörgárdal laugardag 22. apríl kl. 21. Dönsk nuddkona í Gamla Lundi um helgina: „Öll veikindi eru vegna ójafnvægis í líkanianum“ Kaffihlaöborð og létt tónlist eftir sýningu. Önnur sýning verður þriðjudag 25. apríl kl. 21. - segir Lune Svargo sem kynnir aðferðir Kínverja á námskeiði um næstu helgi v Verið velkomin! UMF. Skriðuhrepps. J KENNARA- HÁSKÓLI ÍSLANDS Almennt kennara- nám til B. ED.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennara- nám viö Kennaraháskóla íslands er til 5. júní. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Umsækjendur koma til viötals dagana 8.-14. júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á aö gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eöa önnur próf viö lok framhaldsskólastigs svo og náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undir- búning. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyöublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíö, 105 Reykjavík, sími 91-688700. Rektor. Akureyringar og nærsveita- menn fá tækifæri til þess um næstu helgi að kynnast austur- lenskum sjúkdómsgreiningum og lækningum. Þad er danska nuddkonan Lune Svargo sem ætlar að halda námskeið í Gamla Lundi og miðla þar af þekkingu sinni á þessu sviði en hún hefur m.a. dvalið í Ind- landi og er þar í góðu sam- bandi við indverskan gúrú. Svargo hélt nuddnámskeið á Akureyri í fyrra og bera þeir sem á þetta námskeið fóru mikið lof á hana. Dagur innti Svargo eftir þeim aðferðum sem hún ætlar að kynna á þessu námskeiði. „Ég ætla að kynna það sem kallað er austurlensk lækning og sjúkdómsgreining á þann hátt sem Kínverjar nota. Þar fer fólk ekki til læknis eins og hér tíðkast heldur fer það í nuddmeðferð og nálarstungumeðferð. Og þetta fólk fer áður en það verður veikt og borgar þannig fyrir að halda sér frísku með nuddi. Verði það hins vegar veikt þá er nálar- stunguaðferðunum beitt. Hvað sjúkdómsgreininguna varðar þá Nærsveitamenn Úrvaliö alltaf jafn mikiö og þjónustan mjög góö. T.d. hvítlauksstungið lambalæri, sítrónukryddaðu lambahryggur, svínaragú, ásamt mörgu öðru. TILBOÐ ★ TILBOÐ ★ TILBOÐ Nautahakk á abeins Munið eftir salatbarnum vinsæla! Látið sjá ykkur ★ Verið velkomin r Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 eru aðferðir Kínverja talsvert ólíkar því sem við þekkjum. Þeir t.d. skoða tunguna og finna púlsa en þeir finna 12 mismunandi púlsa sem hver og einn er tengd- ur við eitthvert líffæri. Ef við tök- um t.d. nýrað sem dæmi þá líta Kínverjar ekki á nýrun sem líf- færi heldur meira sem orku- straum og finni þeir nteð sjúk- dómsgreiningum sínum að nýrað sé veikt þá annað hvort auka þeir við orkuna eða minnka hana, allt eftir því hvernig þeirn líður. Nuddið er notað til að halda lík- amanum í jafnvægi, halda orku- jafnvægi í líkamanum og það ætla ég að kenna á Akureyri. Ég er fullkomlega sannfærð um að öll veikindi eru tilkomin vegna þess að fólk heldur ekki þessu jafnvægi sem þarf að vera í lík- amanum. Og til að halda þessu jafnvægi er komið inn á margar brautir t.d. hreyfingu og rétt mataræði,“ segir Lune Svargo. Svargo lýsir fjölmörgum aðferðum sem hún þekkir til að ná jafnvægi í líkamanum sem hún telur svo mjög mikilvægt. Flestir þekkja nálarstunguað- ferðina þar sem nálum er stungið á ákveðnum blettum líkamans. Svargo segir að þessa bletti megi einnig nudda með svipuðum árangri. Hún segir að þær aðferð- ir sem hún kynni nú séu mjög auðveldar og þeir sem einu sinni hafi lært þær eigi ekki að geta gleymt þeim aftur. í>á verði þeir sem á námskeiðin komi hæfir til að miðla öðrum af reynslu sinni og kenna. „Þú getur beitt nudd- inu á sjálfan þig t.d. nuddað ákveðna bletti sem þú veist að hafa þýðingu á ákveðin lífæri eða líkamshluta. Þetta er eitthvað sem allir geta lært, á því er eng- inn vafi,“ sagði Lune Svargo. JÓH FERÐAÞJÓNUSTA. BÆNDA Fundur á Hótel KEA föstudaginn 21. apríl kl. 17.00. Paul Richardson formaður FB mætir á fundinn, kynnir flokkun og stuðlun á ferðaþjónustu bænda og svarar fyrirspurnum. Fundurínn er öllum opinn en félagar í Ferða- þjónustu bænda eru sérstaklega hvattir til að mæta. Nánari upplýsingar um fundinn eru veittar hjá Ferðaskrifstofunni Nonna á Akureyri, í síma 27922 eða 25925. AKUREYRARB/ÍR Auglýsing um umferð á Akureyri Aö fengnum tillögum bæjarstjórnar Akureyrar og samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/ 1987 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð á Akureyri. Bifreiöastööur veröa leyföar á Skipagötu 13 á stæðum viö vesturbrún götunnar, þar sem settir veröa upp stööumælar. Einnig verða settir upp stööumælar á 20 stæði í vestustu röð á bifreiða- stæöinu austan Skipagötu. Stöðumælagjaldið hefur verið ákveðið kr. 10 fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur og hámarkstími 1 klst. Ákvæöi auglýsingar þessarrar taka gildi þegar í stað og falla þá jafnframt úr gildi eldri andstæðar reglur um umferö á Akureyri. Lögreglustjórinn á Akureyri, 21. mars 1989. Elías I. Elíasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.