Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 20. apríl 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Bráðum kemur betri tíð ... Samkvæmt almanakinu hefur Vetur konung- ur nú kvatt landsmenn að sinni og sumarið gengið í garð. Reynslan hefur þó kennt okk- ur að treysta því varlega að veðurbreytingar fylgi almanakinu nákvæmlega. Frá því er greint í annálum að stundum hafi sumarið látið bíða eftir sér og dæmi eru um að það hafi alls ekki komið. Víða um land er enn talsvert fannfergi og fátt sem bendir til þess að veturinn sé liðinn. Hann hefur frá áramót- um verið afar erfiður um land allt og snjó- þyngsli víða verið meiri en um langt árabil, sérstaklega á Norðurlandi og Vestfjörðum. Af þessum sökum hafa orðið miklar sam- göngutruflanir og vegir og flugleiðir lokast um lengri eða skemmri tíma. íslendingar eru vanir margbreytilegri veðráttu og geta ekki gengið út frá því sem vísu að sumarið sé hlýtt og veturinn kaldur. Það er mismunandi frá ári til árs og þjóðin lagar sig að aðstæðunum hverju sinni. Hins vegar er skammdegið og myrkrið fastur punktur í tilverunni meirihluta ársins og set- ur sín mörk á þjóðlífið. Þess vegna er sumar- dagurinn fyrsti ávallt mikill hátíðisdagur í hugum íslendinga og frá örófi höfum við fagnað komu hans innilega. Þessi dagur gef- ur a.m.k. fyrirheit um að vorið sé á næsta leiti og að framundan sé betri tíð með blóm í haga. Margir trúa því að komandi sumar verði óvenjugott og telja að við eigum það inni hjá veðurguðunum eftir svo harðan vetur. Vonandi gengur það eftir. En þótt sól hækki á lofti er fremur dimmt yfir þjóðlífinu. Miklir erfiðleikar steðja að atvinnulífi landsmanna og ber þar hæst r ekstrarörðugleikar útflutningsfy rirtækj a. Mörg mikilvægustu fyrirtæki þjóðarinnar hafa búið við bullandi taprekstur undanfarin misseri og sjá ekki fram úr aðsteðjandi vanda. Þá er ófriðlegt á vinnumarkaði og viðbúið að vinnudeilur setji svip sinn á þjóð- lífið næstu vikur og mánuði. Það eru því mörg og stór vandamál sem bíða úrlausnar í sumarbyrjun. Þau verða ekki leyst nema með víðtækri samstöðu. Dagur sendir lesendum sínum og lands- mönnum öllum bestu óskir um gleðilegt sumar. BB. á verðbréfomorkoði Reglulegur sparnaöur - Hvernig fimmþúsund krónur verða að tveimur og hálfri milljón Inngangur Síðustu mánuði höfum við lifað samdráttarskeið í lífskjörum hér á landi. Þótt þetta skeið hafi ekki staðið lengi og reynslan segi okk- ur að samdráttarskeið hér á landi hafi sjaldnast verið löng, þá virð- ast allt of margar fjölskyldur, einnig fyrirtæki, vera illa undir það búin að mæta tímabundnum samdrætti í tekjum. Einn liður í viðbúnaði gegn óvæntum áföllum eða breytingum á högum, gæti verið að koma sér upp góðum varasjóði. Reglusemi borgar sig Það reynir mest á reglusemi, ef koma á upp myndarlegum vara- sjóði með skipulögðum og örugg- um hætti. Á meðfylgjandi mynd má sjá áhrif þess að spara kr. 5.000 á mánuði í allt að 20 ár, og fá í raunvexti 7, 9 eða 12% á ári. Neðsta línan sýnir hvernig sparn- aðurinn vex ef við fáuni enga raunvexti á okkar sparnað. Næsta lína fyrir ofan segir okkur að ef við fáum 7% raunvexti á okkar sparnað, þá eigum við rúmlega 2,5 milljónir með vöxt- urn eftir 20 ár. Við skulum athuga að við spörum aðeins sem svarar 1.200 þúsundum á þessum 20 árum. Ef við fengjum 12% vexti á okkar fé, þá ætturn við 4,6 milljónir eftir 20 ára sparnað. Ekki svo slæmt það! Fyrir þann sem er fertugur í dag yrði það notaleg tilfinning að geta gengið að vísum sjóði um sextugt, sem gæti gefið ótal tækifæri. Aðrar upphæðir Úr meðfylgjandi töflu má lesa hvernig sparnaðurinn vex ef spar- aðar væru aðrar upphæðir, þ.e. kr. 8.000,-, kr. 10.000,- eða kr. 15.000,- í 10, 15 eða 20 ár. Hvernig förum við að því að ná þessum marki? Á verðbréfamarkaði, sem og hjá bönkum og sparisjóðum, bjóðast ýmsar leiðir til þess að ávaxta sitt fé. Spariskírteini ríkissjóðs fást fyrir frá kr. 5.000, sömuleiðis bréf einstakra banka eða spari- sjóða, bréf a.m.k. nokkurra verðbréfasjóðanna fást fyrir hvaða upphæð sem er og bankar og sparisjóðir bjóða upp á verð- tryggða reikninga. Að lokum Af þessum dæmum má sjá, að það reynir meira á reglusemi og þolinmæði, en stórar upphæðir þegar byggja á upp góðan vara- sjóð. Góður varasjóður hlýtur að auka öryggi einstaklingsins gagn- vart óvæntum uppákomum og Jón Hallur Pétursson skrifar. áföllum, auk þess sem varasjóð- urinn gerir hann sjálfstæðari gagnvart vinnuveitanda sínum. Eitt heilræði að lokum: Settu þér markmið um sparnað á mánuði sem þú ert nokkuð öruggur um að geta staðið við og þú hefur byggt upp myndarlegan varasjóð áður en þú veist af. (Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands hf.) Sparaöar 5000 krónur á mánuði Tafla: (þús. kr.) Mánaðarlcgur sparnaður Fjöldi ára Ávöxtun umfram verðtryggingu 7% 9% ‘ 12% 10 860 955 1.120 5.000 15 1.564 1.846 2.390 20 2.552 3.217 4.599 10 1.376 1.529 1.792 8.000 15 2.503 2.954 3.807 20 4.083 5.148 7.359 10 1.720 1.911 2.240 10.000 15 3.129 3.693 4.759 20 5.104 6.435 9.199 10 2.580 2.866 3.361 15.000 15 4.693 5.539 7.139 20 7.656 9.652 13.798 Ritröð AB: Saga mannkyns - Annað bindið komið út * Febrúarbók bókaklúbbs AB var 2. bindi hinnar miklu mannkyns- sögu AB. Eru þá komin út ellefu bindi í ritröðinni en samtals verða þau fimmtán. Þetta bindi tekur yfir tímabilið 1200 - 200 fyrir Krist - þúsund ára breytingaskeið í ævi mann- kynsins. Þá skiptir um frá bronsöld til járnaldar. Bindið einskorðar sig við svæðið norðan við miðbaug jarðar frá Kyrrahafi (Kína) vest- ur að Atlantshafi (Róm). Þetta er tímabil stórríkjanna í Kína, Indlandi, Mið-Austurlönd- um. Þau eru að myndast og mótast, aukast að menningu. vinna að útbreiðslu hennar og að meiri menningarlegri einingu. Einveldi er einkennandi stjórn- arfyrirkomulag þessara tíma. Um lýðræði var hvergi að tala nema í Áþenu. Hámenning er í mótun og tek- ur þá stefnu sem hefur haft úrslita- áhrif fyrir menninguna í heimin- um. Myndefni bókarinnar er fjöl- skrúðugt, jafnvel stórkostlegt, enda af nægu að taka því að tímabilið hefur skilið eftir sig mikla arfleifð bæði í listaverkum, handiðnaði, byggingum. Gísli Jónsson íslenskaði bók- ina. Setning og filmuvinna: Prentsmiðjan Oddi hf., Prentun og bókband: Brepols, Belgíu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.