Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 5
FÍmmtucfágur2Ö.' apriDÁÓíLPFt - 5' 60 ár frá upphafi skátastarfs á Sauðárkróki: Tímamótanna minnst - í afmælishófi sem Skátafélagið Eilífsbúar stóð fyrir Á afmælishófínu voru mætfir 7 fclagsforingjar af 11, scm verió hafa frá upp- hafí skátastarfsins á Saudárkróki. Það eru, frá vinstri: Franch Michclsen, 1931-35 og 1940-43, Sigmundur Pálsson, 1959, Sigurður Hclgi Guðmunds- son, 1960, Valur Ingólfsson, 1961, 1969-72, 1973-74 og 1981-84, Sigurður Jónsson, 1972-73, Gunnar Guðjónsson, 1974-81 og Inga H. Andreasscn, sem verið hefur fclagsforingi frá 1985. Tveir félagsforingjar eru látnir, þeir Kristján C. Mugnússon, fyrsti félagsforinginn, frá 1929-30, og sr. Helgi Konráðsson, en hann var foringi 1935-40, 1946-49 og 1957-59. Tveir félags- foringjar gátu ekki verið viðstaddir hófíð, þeir Lúðvig Halldórsson, sem var foringi 1949 og Hreinn Hreinsson, sem var foringi á undan Ingu, frá 1984-85. Fyrir skömmu voru liðin 60 ár frá upphafi skátastarfs á Sauð- árkróki og 16. apríl sl. hélt Skátafélagið Eilífsbúar upp á þau tímamót. Það var Jónas Kristjánsson, héraðslæknir, sem stóð að stofnun Skátafé- lagsins Andvara 22. mars 1929 og var það eingöngu fyrir drengi. Síðar var stofnað kven- skátafélag og hét það Asynjur. Nokkru síðar voru þessi tvö félög sameinuð. Félagið óx og dafnaði, en á stundum var erf- itt að halda starfinu gangandi og að því kom að það lagðist niður í nokkur ár. Félagið var svo endurreist árið 1972 undir nafninu Eilífsbúar og hefur það starfað síðan. Afmælisins var minnst, eins og áður sagði, 16. apríl sl. Skátafé- lagið Eilífsbúar var með opið hús í Gúttó, félagsheimili sfnu, og þar gátu allir komið og kynnst starfsemi skátanna og litið í myndabækur, gamlar fundar- gerðir og fleira sem tengist sögu skátastarfs á Sauðárkróki. Franch Michelsen gerður að fyrsta heiðursfélaga Eilífsbúa Að loknu opnu húsi í Gúttó var haldið afmælishóf í Naustinu, þar sem um 100 velunnarar skáta- starfs voru mættir. Þar hittust gamlir skátar, burtfluttir sem heimamenn, og voru miklir fagn- aðarfundir. Boðið var uppá dýr- indis kaffiveitingar og yfir borð- haldi voru fluttar ræður og skátar sýndu skemmtiatriði. Veislustjóri var Björn Björnsson. í afmælishófinu var Franch Michelsen gerður að fyrsta heið- ursfélaga Eilífsbúa, fyrir braut- ryðjendastarf hans í þágu skáta- hreyfingar á Sauðárkróki, og það var Inga H. Andreassen, félags- foringi Eilífsbúa, sem afhenti Franch skjöld og blóm í viður- kenningarskyni. Franch er einn af stofnendum Andvara og var félagsforingi á árunum 1931-35 og 1940-43. Hann ritstýrði fyrsta félagsblaðinu, Hegranum, og stofnaði og ritstýrði Skátablað- inu. Franch hefur setið í stjórn BÍS og verið ötull í starfi sem Gildisskáti og m.a. verið lands- gildismeistari. Frá því hann flutti frá Sauðárkróki hefur hann haft vakandi auga með skátastarfi á Sauðárkróki og veitt Eilífsbúum ómælda aðstoð. Bærinn gaf 100 þúsund krónur í skálasjóð Franch hélt ræðu í afmælishóf- inu, þar sem hann minntist skáta- starfsins fyrir 60 árum. Þar fengu gestir að heyra hvernig það gekk að halda uppi skátastarfi á þeim tímum, oft við erfiðar aðstæður, sér í lagi á stríðstímum. Kristín Bjarnadóttir, aðstoðar- skátahöföingi, var í hófinu og hún afhenti Ingu H. Andreassen félagsforingja viðurkenningu, Þórshamarinn, fyrir góð störf í þágu skátahreyfingarinnar. Þá steig í ræðustól Þorbjörn Árna- son, forseti bæjarstjórnar Sauð- árkróks, og afhenti fyrir liönd bæjarstjórnar Eilífsbúum 100 þúsund krónur í skálasjóð, til styrktar byggingu skála fyrir félagið. Það var Inga sem tók við þessari gjöf úr hendi Þorbjörns. Fleiri gáfu í þennan sjóð, rn.a. þeir bræður Franch og Ottó Mic- helsen. Franch gaf Eilífsbúum einnig skátahatt, sem Kristján C. Magnússon, fyrsti félagsforingi Andvara, hafði gefið honum og Franch sagðist nú ætla að gefa hann áfram til skátafélagsins. Inga veitti hattinum viðtöku og sagði að hann yrði hengdur upp á góðum stað í Gúttó. „ . . . samvera með krökkum sem púður er í.“ Einnig má geta þess að Óskar Magnússon frá Brekku, einn af stofnendum Andvara fyrir 60 árum, gaf Eilífsbúum trjáplönt- ur, jafn margar og stofnendur Andvara voru. Plönturnar eru teknar úr lundi í Reykjarhóli við Varmahlíð, einmitt þar sem stofnendur komu saman fyrir 60 árum. Trjánum verður plantað niður á Sauðárkróki, og ætlar Óskar að aðstoða skátana við það. Þá flutti Andrés H. Valberg, sá kunni hagyrðingur og gamall Andvari, ræðu eins og honum einum er lagið og kom með eina og eina vísu. Hann rifjaði upp nokkrar skátaútilegur, sem voru farnar viö hinar ýmsu aðstæður, og vakti ræða hans mikla kátínu afmælisgesta. Inga H. Andreasson, félagsfor- ingi, flutti yfirgripsmikla ræðu um stöðu skátastarfs á Sauðár- króki og sagði að lokum: „í lokin langar mig til að beina orðum mínum til þeirra gömlu skáta sem eru hér inni. Hugleiðið í alvöru hvort þið getið ekki komið til starfa á einhvcrn hátt fyrir ykkar gamla félagsskap. Ekki segja nei strax við ykkur sjálf, því þar með eruö þið aö neita ykkur um mjög skemmtilegan hlut, nefnilega samveru með krökkum sem púð- ur er í.“ 90 skátar í Skátafélaginu Eiiífsbúar í Skátafélaginu Eilífsbúar eru nú rúmlega 90 skátar á aldrinum 10- 16 ára, stelpur og strákar, en stelpur í miklum meirihluta. Flokkarnir eru 7, auk dróttskáta- sveitar. Flokksforingjar cru 15, en engir sveitar- eða deildarfor- ingjar eru í félaginu, vegna þess að eldri skátar hafa ekki fengist til starfa. Sem dæmi um þetta varð að vísa öllum 9 ára krökkum frá sl. haust, þar sem ekki tókst að fá foringja. Það þarf því ekki að undra orð Ingu hér að ofan. Auk Ingu Andreassen félagsfor- ingja eru aðrir í stjórn Eilífsbúa, þær Vala Bára Valsdóttir, aðstoðarfélagsforingi, Sigríður Sigmundsdóttir, ritari, Inga Jóna Sigmundsdóttir, gjaldkeri og Arnheiður Njálsdóttir, með- stjórnandi. Afmælishófið í Naustinu hélt áfram næsta dag, en þá var öllum starfandi skátum boðið til veislu. Um 80 skátar sátu þarna að snæðingi og þáðu veitingarnar með þökkum, enda allir í afmæl- isskapi. -bjb /5= » / \, Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. ^PeáíSinyndir Hafnarstræti 98 • Sími 23520 Hofsbót 4 • Sími 23324 W /F= * / Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars mcð þökk fyrir veturinn. Blómaskálinn við Hrafnagil m W /V3I Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. JAPISð AKUTOI Skipagötu 1, sími 96-2561 w /F f Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn sem er að líða. HAGKAUP Akureyri Norðurgötu 62. ^ / Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Mjólkursamlag <» \i w «\ Eimskip óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs suinars EIMSKIP * £

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.