Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 20. apríl 1989
Bæjarstjórn Akureyrar:
Breytingar í ráðum og nefiidum
Nokkrar breytingar verða í
nefndum og ráðum á vegum
Akureyrarbæjar vegna brott-
Bæjarstjórn?
Sauðárkróks:
Fundaði með
samgöngu-
málaráðherra
- um varaflug-
vallarmálið
Bæjarstjórn Sauðárkróks átti
sl. sunnudag fund með Stein-
grími J. Sigfússyni samgöngu-
málaráðherra og þar var efst á
blaði flugvallarmálið. Bæjar-
fulltrúar skýrðu ráðherra frá
þeirra sjónarmiðum og þcirri
gagnrýni sem bæjarstjórnin
hefur sett fram á nýjustu
skýrslu flugmálastjórnar um
staðsetningu varaflugvallar
fyrir millilandaflug. Þar hefur
bæjarstjórn viljað meina að
annarleg sjónarmið hafi ráðið í
skýrslugerðinni og það liti út
eins og veriö væri að skrifa
Sauðárkrók út úr myndinni.
Ráðherra brást ókvæða við
þessum ummælum bæjarfulltrúa
og sagðist treysta sínum undir-
mönnum. Eftir að hafa heyrt
málflutning bæjarstjórnar bauðst
Steingrímur tii þess að koma á
viðræðum bæjarstjórnar viö flug-
málastjóra og þá sérfræðinga sem
unnu að skýrslunni, og fá þá
norður á Sauðárkrók til fundar.
Þá gætu þeir fengið að heyra
skýringar bæjarstjórnar á þeirri
gagnrýni sem fram hefur komið
af hennar hálfu. -bjb
flutnings Bergljótar Rafnar, en
hún lét af störfum sem bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um
mánaöamótin síðustu.
Gunnar Ragnars, forseti
bæjarstjórnar, var fjarverandi á
síðasta bæjarstjórnarfundi. Freyr
Ófeigsson, 1. varaforseti bæjar-
stjórnar, las upp tilkynningar um
eftirfarandi breytingar: Guðfinna
Thorlacius verður varamaður í
bæjarráði, Jón Kr. Sólnes verður
aðalmaður í félagsmálaráði,
Guðfinna Thorlacius tekur sæti í
heilbrigðisnefnd, og Sigurður J.
Sigurðsson verður varamaður í
stjórn FSA.
Ein tilkynning barst frá Fram-
sóknarflokknum, en hún er sú að
Jón E. Aspar verður varamaður í
stjórn Krossanesverksmiðjunnar
í stað Vals Arnþórssonar. EHB
Þrátl fyrir misjafnt veður lætur þessi skógarþröstur ckkert raska heimspekilegri ró sinni.
Mynd: TLV
Miðar og veggspjöld úr prentvélunum en engir körfuboltasnillingar:
95% líkumar að morgnl breyttust
í stórt núll með gatí að kvöldi
- KKÍ fær að borga brúsann, segir Einar Viðarsson
Nú er Ijóst að ekkert verður af
sýningu bandarísku körfu-
boltasnillinganna í Harlem
Globetrotters í íþróttahöllinni
á Akureyri næstkomandi laug-
ardag. Samkvæmt orðum Kol-
beins Pálssonar, formanns
Körfuknattleikssambands Is-
lands, er ekki með öllu úti-
lokað að þeir sýni á Akureyri á
sunnudag. Líkur á að það
dæmi gangi upp eru þó hverf-
andi litlar.
Eins og fram kom í Degi í gær
var búið að ganga frá sýningu
Kaupfélagshúsið á Dalvík:
Framkvæmdir hefjast í maí
við byggingu viðbótarhæðar
- Tréverk hf. sér um verkið
stundu ekki á öllu öllu þessu við-
bótarrými að halda. „Það er Ijóst
að þessar framkvæmdir verða að
geta gengið hratt fyrir sig og
stefnt er að því að húsið verði
fokhelt í júlímánuði. Óneitan-
lega fylgir þessu mikið rask, enda
vinnupallar settir upp við húsið
auk þess sem óhjákvæmilega þarf
í einhverja daga að hafa opið nið-
ur á efri hæð hússins," segir
Rögnvaldur Skíði.
Lengi hefur staðið til að byggja
nýja vélsmiðju við Bílaverkstæði
Dalvíkur. Þeirri framkvæmd var
slegið á frest á liðnu sumri vegna
þeirrar óvissu sem uppi var
almennt í efnahagsmálum. Ekki
liggur fyrir hvort af byggingunni
verður í sumar en Rögnvaldur
Skíði segir það ekki með öllu úti-
lokað. Stjórn KEA heiur veitt
kaupfélagsstjóra, Magnúsi Gauta
Gautasyni, heimild til fram-
kvæmda þegar fært þykir, en
samkvæmt orðum kaupfélags-
stjóra á fundi Akureyrardeildar
KEA sl. þriöjudagskvöld, verður
að teljast fremur ólíklegt að Bíla-
verkstæði lendi ofarlega á fjár-
festingarlista Kaupfélagsins á
árinu. Magnús Gauti sagði þar að
fjárfestingum, þ.m.t. bygginga-
framkvæmdum, verði haldið í
lágmarki á þessu ári vegna erfiðr-
ar fjárhagsstöðu. óþh
Ákveðið hefur verið að ráðast
1 byggingu einnar hæðar ofan á
bús Kaupfélagsins á Dalvík,
eða „kringlunnar“ eins og
sumir vilja kalla þetta virðu-
lega hús. Framkvæmdir verða
hafnar í maí og mun Tréverk
hf. á Dalvík sjá um þær. Að
sögn Rögnvaldar Skíða Frið-
björnssonar, útibússtjóra, er
stefnt að því að lokið verði við
að gera húsið fokhelt seinni-
partinn í jtílí. Ekki verður
frekar aðhafst á þessu ári og
innréttingar geymdar um
óákveðinn tíma.
Lokið er endurskoðun á teikn-
ingum að þessari viðbótarhæð og
hafa þær verið kynntar í bygg-
inganefnd. Þessi stækkun gefur
um 300 fermetra aukningu á rými
og er hugmyndin að Kaupfélagið
nýti hluta þess undir skrifstofur
en afgangsrýmið verði leigt út.
Að sögn Rögnvaldar Skíða er
þak Kaupfélagshússins mjög illa
farið og lengi hefur staðið til að
fara í endurnýjun þess. Kostnað-
ur við endurbætur þaksins hefðu
fyrirsjáanlega orðið miklar og
litlu meiri en að byggja heila hæð
ofan á húsið. Því þótti rétt að
stíga skrefið til fulls og ráðast í
þessa byggingu þrátt fyrir að
Kaupfélagið þurfi á þessari
Bandaríkjamannanna í íþrótta-
höllinni nk. laugardag kl 20.30 en
seint í fyrrakvöld barst skeyti frá
Bandaríkjunum þar sem um-
boðsmaður liðsins lagðist gegn
sýningu á Akureyri. Forráða-
menn Þórs eru allt annað en
ánægðir með gang þessa máls og
segja að formaður Körfuknatt-
leikssambandsins hafi gengið frá
samkomulagi við félagið um sýn-
inguna. Formaðurinn segist hins
vegar hafa tjáð forráðamönnum
Þórs að 95% líkur væru á að af
sýningunni gæti orðið. Hann seg-
ist hafa tekið skýrt fram að fyrir-
varinn í málinu væri cndanleg
staðfesting frá Bandaríkjunum.
Kolbeinn tekur fram að það eina
sem hafi verið 100% frágengið á
ntilli KKÍ og Þórs hafi veriö
fjármálahliðin, m.a. sú upphæð
sem KKÍ fengi í sinn hlut vegna
sýningar Harlem Globetrotters á
Akureyri.
Kolbeinn Pálsson segir gang
þessa máls hafa verið þann að sl.
mánudagskvöld hafi hann haft tal
af forráðamönnum Þórs í síma
þar sem þeir hafi sýnt áhuga á að
fá snillingana norður yfir heiðar.
Þá var búið að ganga frá tveimur
sýningum í Reykjavík, kl. 15 nk.
laugardag og sunnudag. Kol-
beinn segist hafa tekið vel í mála-
leitan Þórsara og í franthaldi
hennar hringt í umboðsmann
liðsins í London að morgni
þriðjudags. Að sögn Kolbeins
tók umboðsmaðurinn vel í hug-
myndina um sýningu á Akureyri
en hins vegar hafi hann látið þau
orð falla að endanleg staðfesting
eða ákvörðun í málinu yrði að
koma frá aðalumboðsskrifstof-
unni í Bandaríkjunum, og vegna
tímamismunar Evrópu og
Bandaríkjanna myndi hún ekki
liggja fyrir fyrr en kl. 21 í fyrra-
kvöld. „í viðræðum mínum við
Þór sl. þriðjudag kom þessi
fyrirvari glöggt fram og ennfrem-
ur lét ég skýrt koma fram þau orð
umboðsmannsins í London að
hann teldi yfirgnæfandi líkur á að
af þessari sýningu gæti orðið.
Bæði ég og forráðamenn Þórs
voru á því að ef keyra ætti á þetta
mál yrði að taka þá áhættu að
umboðsmaður í Bandaríkjunum
gæfi grænt ljós. Ef við hefðum
beðið eftir svari hefði tíminn ein-
faldlega verið of naumur til
undirbúnings. En ég endurtek að
ég tók skýrt fram með þennan
fyrirvara og að endanlegs svars
væri að vænta frá Bandaríkjun-
um kl. 21 um kvöldið," segir Kol-
beinn.
Ekki þarf að orðlengja það að
svar barst frá Bandaríkja-
mönnunum á fyrirfram ákveðn-
um tíma. Svarið var neikvætt og
segir Kolbeinn að því hafi verið
borið við að liðsmenn treystu sér
ekki til að ferðast innan íslands
sökum stífrar dagskrár komandi
daga. „í ljós kom að áætlanir
þeirra höfðu skyndilega breyst.
Þeir áttu að vera með sýningu í
Dusseldorf í V-Þýskalandi á mið-
vikudag eða fimmtudag en nú er
frágengið með sýningu á bæði
mánudag og þriðjudag í Luxem-
borg,“ segir Kolbeinn.
Einar Viðarson hjá Þór segist
ekki geta sætt sig við þá skýringu
að leikmenn Harlem Globetrott-
ers hafi neitað að fljúga frá
Reykjavík til Akureyrar. „Égget
ekki að því gert að mér finnst
þetta mál vera hálf gruggugt,“
segir Einar.
Hann segir að Þórsarar hafi
farið á fullt í undirbúning sýning:
arinnar eftir að formaður KKÍ
hafi sagt að yfirgnæfandi líkur
væri á því að af sýningunni gæti
orðið. Miðar og auglýsingaspjöld
voru prentuð, auglýsingaherferð
skipulögð, gerður auglýsinga-
samningur við fyrirtæki og undir-
búin var dýrindis máltíð fyrir
körfuboltamennina á vegum
bæjarstjórans á Akureyri. „Við
erum búnir að leggja í heilmikinn
kostnað og þann kostnað ætlum
við að láta Körfuknattleiksam-
bandið borga,“ segir Einar.
Heildarkostnaður við sýningu
Harlem Globetrotters á Akureyri
var áætlaður 1,1 milljón króna.
Búið var að semja um 650 þús-
und króna greiðslu til liðsins fyrir
sjálfa sýninguna og náðst höfðu
santningar við Arnarflug unt
flutninga liðsins Reykjavík-
Akureyri-Reykjavík fyrir 132
þúsund krónur. Þá var búið að
ganga frá samningum um 170
þúsund króna greiðslu til Körfu-
knattleikssambandsins vegna
sýningarinnar í íþróttahöllinni
vegna fasts kostnaðar. Einar seg-
ir að Þórsurum hafi gramist mjög
að þurfa að greiða háar fúlgur til
KKI vegna sýningar á Akureyri
en Kolbeinn Pálsson segir að
sambandið hafi verið búið að
leggja í mikinn kostnað vegna
hingaðkomu körfuboltamann-
anna og því hafi alls ekki verið
óeðlilegt þótt þeir hefðu fengið
greiðslu fyrir sýninguna á Akur-
eyri þó svo að Þór hefði að öðru
leyti haft með undirbúning sýn-
ingarinnar að gera.
Kolbeinn Pálsson segist hafa
sent telexskeyti til Bandaríkj-
anna í gær þar sem ítrekuð var
fyrirspurn um hugsanlega sýn-
ingu á Akureyri. Vegna tímamis-
munar var svars ekki að vænta
fyrr en seint í gærkvöld. Ef svar
verður jákvæðara en áður telur
Kolbeinn vissulega koma til
greina að setja á sýningu á Akur-
eyri á sunnudag. Hún kæmi þá í
stað hugsanlegrar aukasýningar
snillinganna í Reykjavík síðdegis
á sunnudag. óþh
Sveitakeppni í bridds:
Norðurlandsmót á Akurevri
síðustu helgina í aprfl
Norðurlandsmót Bridgesam-
bands Norðurlands í sveita-
keppni í bridds fer fram í Fé-
lagsborg á Akureyri dagana
28.-30. apríl n.k.
Alls verða spilaðar 7 umferðir
eftir Monrad-kerfi, 24ra spila
leikir. Mótið hefst kl. 16.00
föstudaginn 28. apríl og verða þá
leiknar tvær umferðir. Síðan
verða spilaðar þrjár umferðir
laugardaginn 29. apríl en mótinu
lýkur sunnudaginn 30. apríl en
þann dag verða spilaðar tvær
umferðir.
Sveitir þurfa að tilkynna þátt-
töku fyrir kl. 12.00 á hádegi laug-
ardaginn 22. apríl. Þeir Örn Ein-
arsson (96-21058) og Stefán
Ragnarsson (96-22175) annast
skráninguna.
Spilafólk á Norðurlandi er
hvatt til að skrá sig hið fyrsta.