Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 20. apríl 1989 Fimmtudagur 20. apríl 1989 - DAGUR - 11 „Kerfið getur aldrei komið í stað þeirra sem berjast af eldmóði fyrir sínum mannréttindum“ - spjallað við Jóhann Pétur Sveinsson Málefni fatlaðra eru að margra dómi á krossgötum um þessar mundir. Endur- skoðun á lögum um almannatryggingar hefur staðið yfir um alllangt skeið. Ákvæði í lögum um málefni fatlaðra varðandi Fram- kvæmdasjóð fatlaðra rann út um síðustu áramót. Fatl- aðir krefjast umbóta í menntamálum, atvinnumál- um, húsnæðismálum, ferli- málum, tryggingamálum og heilbrigðismálum. í stefnu- skrá Sjálfsbjargar, Lands- sambands fatlaðra, segir að tíundi hluti hverrar þjóðar sé á einhvern hátt fatlaður. Jóhann Pétur Sveinsson, lög- fræðingur og formaður lands- sambands Sjálfsbjargar, var á ferð um Norðurland um síðustu mánaðamót, en þá heimsótti framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar stjórnir Sjálfsbjargarfélaganna á Akureyri og Húsavík og hélt með þeim fundi. Blaðamaður notaði tækifærið til að spyrja Jóhann Pétur um nokkur atriði sem eru ofarlega á baugi í umræðunni um málefni fatlaðra. - Hvað er að frétta af heima- þjónustumálunum? f*ið hafið lagt mikla áherslu á þau mál undan- farið? „Á síðasta landsþingi var sam- þykkt stefnuskrá fyrir Sjálfs- björg. Hún var unnin eftir sam- þykktum félaganna vítt og breitt um landið. Stefnuskráin hefur verið prentuð og henni dreift um landið. Þar er rætt um nauðsyn á bættri þjónustu á þessu sviði. Á landsþinginu var samþykkt að leggja sérstaka áherslu á heima- þjónustumál, en þau brenna mik- ið á fötluðum, þ.e. þeim sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. í okkar ágæta velferðarþjóðfélagi er það algerlega óviðunandi að fólk sem þarf aðstoð til að sinna daglegum, líkamlegum þörfum, þurfi vegna þess eins að flytjast inn á stofnanir, jafnvel lands- hluta á milli.“ Vonir bundnar við eflingu heimahjúkrunar á Akureyri - Mikið hefur verið rætt um að opinbera stefnan væri að flytja þjónustuna heim til fólksins. Hver er raunveruleikinn? „Petta er auðvitað mismunandi eftir því hvar á landinu viðkom- andi býr. Þessi mál eru hvergi í viðunandi horfi nema á Reykja- víkursvæðinu. Þar er hægt að fá sólarhringsþjónustu, sem er Jóhann Pétur Sveinsson. reyndar fyrst og fremst heima- hjúkrun. Munurinn á heima- hjúkrun og heimilishjálp er sá að hjúkrunin fellur meira undir heil- brigðisgeirann, þ.e. persónuleg og líkamleg aðhlynning við þann fatlaða. Heimilishjálpin felst aðallega í almennum heimilis- störfum, hreingerningum o.fl. sem sá fatlaði getur ekki sinnt, eða þá ekki nema að takmörkuðu leyti. Það er ekki langt síðan að heimahjúkrunin í Reykjavík komst á það stig að verða sólar- hringsþjónusta. Þetta er þjónusta sem á eftir að koma víða um landið, sérstaklega þar sem stærstu byggðakjarnarnir eru. Við bindum sérstakar vonir við Akureyrarbæ í þessu sambandi. Þessi þjónusta hefur verið í upp- byggingu á Akureyri og ljóst er að þörfin er fyrir hendi í bænum. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, ætlar að halda sérstaka Frá fundi framkvæmdastjórnar landssambands Sjálfsbjargar og stjórnar Sjálfsbjargar á Akureyri. Jóhann Pétur Sveinsson er fyrir miöri myndinni. Mynd: EHB námsstefnu um heimaþjónustu- mál, þ.e. heimahjúkrunina og heimilishjálpina, í vor. Við von- umst til að fá sérfróða aðila til að ræða um þessi mál við okkur og munum taka ákvarðanir í fram- haldi af því. Það er nauðsynlegt að komast að niðurstöðu um hvað eigi að gera næst á þessu sviði. Við vitum að þjóðhagslega séð er hagkvæmara að veita einstakl- ingum alla þá þjónustu sem við- komandi þarf á að halda á heimil- inu, frekar en að koma upp dýrri stofnun og kaupa þjónustuna þar. Hins vegar strandar þetta mál að hluta á ríkjandi verka- skiptingu milli ríkis og sveitarfé- laga, þ.e.a.s. sveitarfélög standa að langmestum hluta að kostnaði við heimilisþjónustuna meðan ríkið greiðir alfarið kostnað við stofnanirnar og rekstur þeirra. Sveitarfélögin eru því ekki að koma upp þjónustu við einstakl- inga, þrátt fyrir þjóðhagslega hagkvæmni, þegar þau geta ýtt vandanum yfir á ríkið með því að láta viðkomandi á stofnanir. Sveitarfélögin gera ekkert til að bæta ástandið þegar þau fá ekki peninga á móti frá ríkinu. Hér er um grundvallarvanda að ræða.“ Breytingar á trygginga- löggjöfínni og hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra - Nú standa fyrir dyrum breyt- ingar á tryggingalöggjöfinni. Ákvæði um Framkvæmdasjóð fatlaðra er einnig útrunnið í lög- um um málefni fatlaðra. Hvaða væntingar gerir Sjálfsbjörg í þess- um málum? „Við höfum í mörg ár lagt ríka áherslu á að tryggingalöggjöfin verði endurskoðuð í heild. I því sambandi hafa verið samþykktar margar tillögur og ályktanir til ríkisins. Okkur þótti miður, og í raun allsendis ófullnægjandi, að í þeirri nefnd sem skipuð var til að endurskoða löggjöfina sat enginn fulltrúi fatlaðra, hvorki frá Sjálfs- björg eða Öryrkjabandalagi ís- lands. Við vonum að með tillög- um okkar náist sæmilega heild- stæð löggjöf um almannatrygg- ingar, þar sem verði tekið á mál- unum á nokkuð annan hátt en hingað til. Varðandi Framkvæmdasjóð fatlaðra höfum við, því miður, orðið fyrir vonbrigðum ár eftir ár vegna fjárframlaga í hann. Það virðist vera alveg sama hvaða lög eru sett um málefni fatlaðra, fjárframlög til þess málaflokks eru alltaf svikin jafnóðum. Þetta er mismunandi mikið, ég gæti trúað að framlög í Framkvæmda- sjóðinn væru ekki nema 60 til 70 prósent af því sem lögin kveða á um, án þess að ég hafi reiknað það út nákvæmlega. I sambandi við lögin um mál- efni fatlaðra og launamál þeim tengd vil ég benda á eitt dæmi. Það er vegna launa til foreldra fatlaðra barna, sem vilja sinna börnum sínum sjálfir þar sem hið opinbera býður ekki upp á þjón- ustu við hæfi umræddra barna. Á sínum tíma var settur ákveðinn kauptaxti sem átti að miða við í þessu sambandi, en hann var lægsti taxti í tilteknum launa- flokki. Þessi kauptaxti var síðar felldur niður í samningum og þá lá beint við að túlka lögin þannig að miða ætti við næsta samsvar- andi kauptaxta. Þetta hefur ekki náðst fram, þrátt fyrir áköf mót- mæli Sjálfsbjargar og Öryrkja- bandalags íslands.“ - Sú gagnrýni hefur komið fram að margt af því sem Fram- kvæmdasjóður fatlaðra lætur fé til sé í raun á verksviði mennta- málaráðuneytisins. Hvað segir þú um þetta? „Framkvæmdasjóðurinn á fyrst og fremst að byggja upp stofnanir í samræmi við lög um málefni fatlaðra. í lögunum um sjóðinn er aukaákvæði, sem er óeðlilegt að mörgu leyti, um að úr honum skuli einnig veita fé til verkefna vegna sérkennslu fatl- aðra. Það er óskiljanlegt hvernig þetta ákvæði hefur komist inn í lögin því sérkennsla fatlaðra er aðeins hluti af hinu almenna skólakerfi. Samkvæmt grunnskólalögum er sérkennsla fatlaðra hluti af menntamálum þjóðarinnar í heild. Það er því mjög óeðlilegt að úr sjóði, sem er árlega skertur og vantar stórlega það fjármagn sem hann þarf á að halda, skuli vera tekið fé í þennan málaflokk sérstaklega, en hér er um fjár- frekan lið að ræða.“ - En telur þú að nóg væri að gert ef staðið væri við lögin um fjárframlög til Framkvæmda- sjóðsins? „Ef það hefði verið gert og fjármagn hefði verið látið renna til hans, eins og eðlilegt væri, þá hefði ástandið í málum fatlaðra óneitanlega verið betra. Hvort það væri fullnægjandi skal ég ekki fullyrða um.“ - Þær raddir heyrast stundum frá fólki sem hefur starfað lengi í Sjálfsbjörg að framtak félaganna til fjársöfnunar hafi verið drepið niður þegar lögin um Fram- kvæmdasjóðinn voru sett. Áður varð ein króna sem safnaðist allt- af að þremur, ein kom úr Erfða- fjársjóði sem óafturkræfur styrkur, en þriðja krónan var lán til langs tíma. Hvaða skoðun hef- ur þú á þessu? „Auðvitað er það rétt að þegar lögunum var breytt á þá leið að fjármunir sem söfnuðust kölluðu ekki á mótframlög frá ríkinu breyttist viðhorfið, hvað þetta snertir og áhuginn fyrir fjár- söfnunum minnkaði. Hins vegar held ég að það hafi einkennt starfsemi hagsmunasamtakanna og félaganna of mikið að þurfa að berjast fyrir hverri krónu og standa í eilífum söfnunum. Menn fylltust eldmóði í þessu sam- bandi, og það er allra góðra gjalda vert, en þetta er aðeins framkvæmdalegi hlutinn. Það þarf líka að sinna öllum félags- legu þáttunum, sinna baráttumál- unum og finna leiðir til að koma þeim á framfæri. Það er kannski ennþá mikilvægari þáttur en sá' peningalegi.“ - Sjálfsbjörg hlýtur að stefna að því að vera sterkt félag og virkt afl sem berst fyrir málefnum fatlaðra í þjóðfélaginu. Koðnar félagið ekki niður í öllu þessu „ríkisapparati“, svæðisstjórnum o.s.frv.? „Nei, ég held ekki. Það getur auðvitað tekið frumkvæðið frá mönnum ef „apparatið“ verður of stórt og of mikið. En ég held ekki að við sjáum fram á það í okkar ágæta þjóðfélagi, að þótt kerfið sé að sumu leyti gott þá geti það kornið í stað þeirra aðila sem af eldmóði berjast fyrir sín- um mannréttindum.“ EHB Skólar landsins verði vaxtar- broddar skógræktar á íslandi! Sigfús Jónsson bóndi og hug- sjónamaður á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu hefur uni langt árabil ver- ið talsmaður skógræktar á Is- landi. í þessu stutta viðtali seg- ir hann frá þeirri hugmynd sinni að gera skólasetur lands- ins að miðstöðvum skógræktar okkar gróðursnauða lands. - Hvenær varð þessi hugmynd þín til Sigfús? „Vorið 1983 boðuöu 50 ára Lauganemar til samkomu á Hótel Sögu í Reykjavík til að minnast gömlu góðu daganna er við áttum á Laugum veturinn 1932-1933, fyrir réttri hálfri öld. Samkoman skyldi haldin síðasta sunnudag í maí. En þar sem vor- ið var kalt og erfitt bændum sá ég mér ekki fært að yfirgefa bú mitt og storma til Reykjavíkur þótt vissulega væri löngun mín mikil til endurfunda við gamla skóla- félaga, en suma þeirra hafði ég ekki séð frá því er við kvöddumst Sigfús Jónsson, bóndi á Einarsstöð- um. á Laugum voriö 1933." - Löngunin hefur ekki orðið skyldurækni bóndans yfirsterk- ari? „Nei. vorverk bóndans hefta ferðafrelsi hans þótt löngunin sé sterk eins og þarna var. En hugur minn var nú gagntekinn endur- ntinningum veru okkar á Laug- um. Og mér fannst ég ekki geta látið mitt framlag til minningar- fagnaðarins eftir liggja þótt sjálf- ur gæti ég ekki samglaðst með skólasystkinum mínum suður í Reykjavík þennan vordag. Þá flaug mér í hug hvort ekki væri nrögulegt að koma á nemenda- móti okkar 50 ára Lauganema síðar um vorið á Laugum þar sem við gætum fært skólanum gjöf í þakkar- og minningarskyni." - Voru einhverjar líkur á því að slíkt tækist? „Það tókst þótt viö værum komin í „öldungadeildina" eins og ég kalla það. Ég hafði sam- band við séra Hauk Ágústsson sem þá var skólastjóri á Laugum og spurði hánn hvort við mættum heintsækja skólann okkar 12. júní með nokkrar trjáplöntur í farteskinu sem lítinn viröingar- og þakklætisvott til Laugaskóla. Haukur bauð okkur hjartanlega velkomin - „ekki síst vegna gjaf- arinnar" - eins og hann komst að orði. í framhaldi af þessu talaði ég við Finnlaug Snorrason skóla- bróður minn og bað hann að boöa þetta á nemendamótinu á Sögu hvað hann og gerði. Og það var eins og viö manninn mælt að hugmyndinni að mótinu á Laug- um var fagnað og ekki síður þeirri hugmynd minni að gefa Laugaskóla 100 trjáplöntur sem upphaf að veglegri skógrækt á staðnum. Og þarna á Sögu safn- aðist dágóð upphæð til kaupa á plöntunum." - Þið hafið svo hist á Laugum í júní þetta ár? „Já, þann 12. júní komum við saman á Laugum og áttum þar góða stund. En ekki varð af gróðursetningu vegna slæms veðurs þennan dag. En þarna fann ég þann brennandi áhuga fólksins fyrir þessari hugmynd að gera skólasetur landsins að gróð- urvinjum íslenskrar náttúru." - Hvenær komust þá plönt- urnar í jörðu? „Þann 16. júní hringdi ísleifur á Vöglum til mín og tilkynnti mér að tímabært væri að sækja jurt- irnar og koma þeim í mold, þær mættu vart bíða lengur. Ég bað hann að senda mér þær og rnann með sem verið gæti verkstjóri við gróðursetninguna. Aöstoðarfólk skyldi ég útvega hér heima. Þótt fátt yrði um aðstoðarmenn gekk mjög vel að koma plöntunum fyrir. en Haukur skólastjóri valdi reitinn." - Hefur þú komiö þessari hug- mynd þinni á framfæri víðar? „Já, og er enn að. I vor á Bændaskólinn á Hvanneyri merkisafmæli. Þá var þess farið á leit við gamla nemendur skólans að þeir gæfu nokkra peningaupp- hæð til byggingar sundlaugar við skólann. Áuðvitað var slíkt sjálfsagt, en þá datt mér einnig í hug að nefna „skólaskógræktar- hugmynd" rnína við frammá- menn skólans. Með aðstoö Hauks Jörundssonar komst hug- myndin til skólayfirvalda á Hvanneyri. Einnig skrifaði ég Magnúsi skólastjóra nokkrar lín- ur um þetta áhugamál mitt 1984. Þeir hafa nú ráðið landslags- arkitekt, Auöi Sveinsdóttur, til að skipuleggja umhverfi skólans m.a. með tilliti til slíkrar skóg- ræktar." - Er það ekki tilfellið að allt of víða sjáist misfagrir „skógarlund- ir“ á Islandi sem líða fyrir skipu- lagsleysi? „Jú, ég vil leggja áherslu á það sem þessir ágætu menn á Hvann- eyri benlu mér á, að fyrsta skref til úrbóta í umhverfismálum sem þessum, á að vera heildarskipu- lag skógræktarsvæðanna, í þcssu tilfelli skólalóðanna og þess lands sem skólunum tilheyrir." - Veröur draumur þinn að veruleika Sigfús? „Það vona ég svo sannarlcga. Ella væri mér það ckki svo mikið kappsmál sem raun ber vitni að koma honum á framfæri. Ég skora á alla forráðamenn skóla að gera skógrækt að föstum liö í skólastarfi íslcnskra ungmenna. Skógrækt ríkisins, skólarnir og héraðsskógræktarfélög leggi til plöntur. Þá ættu þeir að hvetja alla eldri nemendur skóla sinna sem sýna vilja gamla skólanum sínum þakklætisvott að gefa trjáplöntur og gróðursetja þær á nemendamótum. Engin leiö er fljótvirkari og heppilegri til að græða ísland skógi frá fjöru til fjalls en einmitt þessi. Vilji cr allt sem þarf." - Þakka þér fyrir heimsóknina í gamla skólann þinn Sigfús og megi draumur þinn rætast. Laugum í mars 1989, Steinþór Þráinsson skólameistari. ^puming_vikunnar_J^| Ætlar þú að stunda heitu pottana þegar þeir komast í gagnið? (Spurt á Sauðárkróki) Jón Oddur Þórhallsson: „Já, ég ætla að liggja í þeim í allt sumar. Ég verð að vinna í Sundlauginni og það verður ekkert annað gert en að liggja í pottunum, þegar lítið verður að gera. Ég hef beðið mjög spenntur eftir að fá pottana í notkun og það er öruggt að það verður mikil aðsókn í sundlaug- ina þá.“ Árni Bjarnason: „Nei, ég reikna ekki með því, vegna þess að ég á heima það langt inn í sveit að ég fer miklu frekar í baö heima hjá mér. Ég hef prófað heita potta og líkað það ágætlega, en ég fer ekki að keyra 100 kílómetra til þess eins að fara í heita potta.“ Inga Rún Pálmadóttir: „Það gæti bara vel verið, ef ég þef góðan tíma. Eiginlega ætti maður að gefa sér tíma. Ég er alltaf á leiðinni í sund, og það verður kannski frekari hvatning fyrir mig að fara eftir að pottarn- ir koma.“ Örn Sölvi Halldórsson: „Já, ég ætla mér að fara í pott- ana, rétt fyrir golfmót svona til að hressa mig og mýkja fyrir átökin.“ Anna Pála Gísladóttir: „Já, ekki spurning. Ég hef beðið spennt eftir að þeir komist í gagnið. Ég fer ekki vanalega í sund, en pottarnir verða til þess að ég fer miklu oftar í sundlaug- ina.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.