Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 8
 MEISTARAFÉLAG BYGGINGAMANNA NORÐURLANDI Hafnarstræti 107 • sími 21022 box 711- 602 Akureyri Meistarar athugið! Aðalfundur MBN verður haldinn að Hótel KEA miðvikudaginn 3. maí 1989 kl. 20.00. Fundurinn verður auglýstur nánar síðar. Meistarar! Tilboðin í farsímana frá Landssam- bandi iðnaðarmanna eru komin. Fáið upplýsing- ar á skrifstofu MBN um verðið. • •• í haust er byggingavörusýning í Kaupmannahöfn (Bella Center). Þetta er ein stærsta vörusýning í Evrópu. Þar er sýnt jafnt kranar, mót sem flísar og innréttingar. MBN er með skipulagða ferð þangað. Þeir sem áhuga hafa á þessari sýningu, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu MBN fyrir 27. apríl, vegna farpantana. ¥ M Framsóknarmenn! Stjórn K.F.N.E. boðar til fundar með stjórnum allra flokksfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra, ásamt þingmönnum Framsóknarflokksins í kjördæminu, framkvæmdastjóra flokksins, ritara og vararitara, laugardaginn 29. apríl nk. kl. 13.00 að Stórutjörnum. Dagskrá auglýst síðar. * «= k. c __JtóteJl- STEFAMÍA Kúreka kvöld Föstudaginn 21. apríl verður haldið KÚREKAKVÖLD með lifandi kúrekatónlist og stemmningu. Matseðill: Landnemasúpa. Bar-B-Q svínarif að hætti Jóns Væna. Lútsterkt kaffi að hætti Morgan Kane. Verð kr. 1.250,- Matur frá kl. 18.00 til 22.00. Eftir mat verða smáréttir á barnum t.d.: Sjávarréttabaka kr. 280,- Kjötbaka kr. 280,- Ostabakkar kr. 250,- pr. mann. Samlokur kr. 280,- FjöriÖ stendur til kl. 03.00. Mætið létt og hress og eigið góða kvöldstund á fallegum stað. Hér eru þau, Margrét Káradóttir og Hákon Þröstur Gunnarsson með Heidi á milli sín. Mynd: tlv „Ekki spyija, bara borða“ - rætt við skiptinema og ijölskyldu hans, en nú er leitað að nýjum flölskyldum fyrir skiptinema Margir halda að það sé mikið mál að taka skiptinema inn á heimili sitt til lengri eða skemmri tíma. Ekki er óeðli- legt að fólk mikli slíkt fyrir sér og hugsi, „aldrei gæti ég þetta.“ Þrátt fyrir þetta al- genga viðhorf er því þannig farið, að þeir sem skella sér út í það að taka til sín skiptineina frá öðru e.t.v. óskyldu landi segjast aldrei koma til með að sjá eftir því. Ungum hjónum á Akureyri, Margréti Káradóttur og Hákoni Þresti Guðmundssyni ásamt börnum þeirra tveimur, 2ja og 4ra ára bættist nýr „fjölskyldu- mcðlimur" í ágúst á síðasta ári. Þar var komin til ársdvalar Heidi Oelkers skiptinemi, 17 ára gömul frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Var mikið ein heima Þar sem um þessar mundir renn- ur út frestur sá sem Akureyrar- deild skiptinemasamtakanna hef- ur til þess að útvega fjölskyldur fyrir skiptinema, ýmist til árs- eða sumardvalar, ákváðum við að biðja þau Margréti, Hákon og Heidi að segja lesendum frá reynslu sinni. Margrét sagði að sig hafi lengi langað til þess að prófa að taka skiptinema þar sem Hákon er sjómaður og hún mikið ein heima. Þau ákváðu því að drífa í þessu og sóttu um. í fyrstu var ætlunin að taka aðeins sumar- nema, en þar sem þörfin á heimili fyrir ársnema var mikil, sam- þykktu þau að taka nema til árs. Kom á óvart hvað allt hefur gengið vel „Við höfum ekki séð eftir því,“ sagði Hákon. Margrét tók undir þetta og sögðust þau alls ekki hafa viljað vera án þessarar reynslu. „Það kom okkur t.d. á óvart hvað allt hefur gengið vel, alveg frá upphafi. Ég átti von á að einhver vandamál kæmu upp í byrjun en Heidi hefur verið svo dugleg sjálf og ákveðin í að standa sig að þetta hefur ekki verið neitt mál. Við værum t.d. alveg til í að gera þetta einhvern- tíma aftur," sagði hún og Há- kon tók undir með lienni. „Það er vissulega hver sinnar gæfu smiður í þessu, en okkur finnst þetta minnsta mál,“ sagði hann. Þau segja aö það sem þarf sé já- kvætt hugarfar. Aðstæðurnar þurfa líka að vera fyrir hendi, en reglur segja t.d. að skiptinemi þurfi ekki sér herbergi. Þá halda margir að það þurfi endalaust að vera að hugsa um að skemmta skiptinemanum og hafa ofan af fyrir honum eins og hann væri gestur, en það er mikill misskiln- ingur. Koma á fram við skipti- nemann eins og hvern annan fjöl- skyldumeðlim. Hann eignast sína eigin vini t.d. í skólanum eins og hver annar unglingur. Hélt að hér væru eskimóar og snjóhús Áður en Heidi kom, vissu Mar- grét og Hákon það eitt um hana sem stóð í umsókn hennar sem þau höfðu fengið senda. Heidi segir að hún hafi hlakkað mikið til að koma. Hún sótti um að komast annað hvort til íslands, Nýja Sjálands eða Þýskalands og þegar svar kom þess efnis að hún kæmist til íslands rann upp fyrir henni að hún vissi ekkért um landið. „Ég hélt eins og aðrir, að hér væru snjóhús og eskimóar, en svo gaf pabbi minn mér bók um ísland sem ég auðvitað las.“ Heidi hefur stundað nám við Verkmennta- skólann á Akureyri í vetur og gengið mjög vel. Hún talar ótrúlega góða íslensku og segja Margrét og Hákon að hún hafi verið ákveðin frá upphafi að læra málið og verið mjög dugleg að læra það. Margt skrýtið á íslandi Við spurðum Heidi hvað hafi komið henni mest á óvart á ís- landi. Það fyrsta sem hún nefndi var hvað krakkar á hennar aldri væru lengi úti um helgar, svo og áfengisnotkun þeirra. Svo þótti henni mjög skrýtið að ungabörn skuli látin sofa úti þó jiað sé brunagaddur. Maturinn var líka framandi oft á tíðum. „Svið eru ágæt ef maður hugsar ekki um hvað maður er að borða. Svo er líka skrýtið að borða lirossakjöt og skyrið er gott.“ Heidi er greinilega hugrökk og þorir að smakka, enda segir hún víst núorðið þegar nýr matur er bor- inn á borð: „Ekki spyrja, bara borða." í sumar fer Heidi aftur heim til Bandaríkjanna. Hún segist vera ákveðin í að koma aft- ur tii íslands seinna. Öll aðstoð þegin Skiptinemasamtökin á Akureyri leita nú að fjölskyldum fyrir skiptinema. Þegar hafa fengist tvær fjölskyldur fyrir sumarnema og ein fyrir ársnema. Þau leita líka að fólki til þess að starfa fyrir félagið, en þar eru næg verkefni fyrirliggjandi. Fjáraflanir fyrir kostnaði vegna skólabóka, ferða- laga, útgáfu fréttabréfs og fleira taka drjúga tíma og því er öll aðstoð þegin. Vonandi hafa þeir sem e.t.v. hafa verið að hugsa um að taka skiptinema nú endanlega gert upp hug sinn. Þeir ættu að hafa samband sem allra fyrst við forsvarsmenn AFS á Akureyri og láta vita af sér. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.