Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 13
töftMiftfegtfr m'>ráþrtlTY9B% -EMféAft -% „Við eigum eitt af bestu landsliðum heims, á því er enginn vafi“ segir Jón. knattleikinn út um landið. En þarf ekki að kynda undir með því að leyfa landsbyggðarfólkinu einnig að njóta þess að sjá landsliðið spila úti á landi? Hvað með að fá landsleiki t.d. á Norðurlandið? „Við höfum farið með mjög marga landsleiki norður á undan- förnum árum og þessir leikir hafa yfirleitt verið vel sóttir. En við urðum fyrir talsverðum von- brigðum með Flugleiðamótið sem haldið var á Norðurlandi í ágúst á síðasta ári þar sem við buðum upp á ólympíumeistara Sovétmanna og fleiri af bestu landsliðum heims. Það er skemmst frá því að segja að aðsókn var dræm að þessu móti sem urðu- okkur sár vonbrigði vegna þess að við vorum á þess- um tíma að undirbúa okkur undir að fá heimsmeistarakeppnina 1995 og töldum að Akureyringar hefðu mikinn áhuga á að fá einn riðil í þeirri keppni." Með leik eins og í Frakklandi hefðum við getað náð bronsi í Seoul Mikil vinna er nú fyrir höndum hjá HSÍ við að undirbúa heims- meistarakeppnina hér á landi árið 1985. Jón Hjaltalín segir að innan skamms verði farið að huga að skipulagi á þessari keppni en mikið verði lagt upp úr því að í tengslum við hana verði ísland kynnt kröftuglega erlendis sem ferðamannaland. „Það er erfitt að segja um hvaða áhrif þessi sigur í Frakk- landi hefur haft á kynningu á ís- landi erlendis. Það er mjög dýrt að stunda kynningarstarfsemi er- lendis og þess vegna er mjög mikilvægt að komast inn í erlcnda þætti með íslenska íþróttamenn sem standa sig vel. Gott dæmi um þetta er úrslita- leikurinn í Frakklandi sem sýnd- ur var í beinni útsendingu um alla Evrópu. Þessi leikur vakti mikla athygli og um leið vekur hann áhuga fólks á landi, menningu og þjóð. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð eftir þennan sigur og mér sýnist hann ekki hafa komið þeim mönnum á óvart sem fylgst höfðu með liði okkar undanfarin ár. Við eigum eitt af bestu lands- liðum heims, á því er enginn vafi og hefðum við leikið svona í Seo- ul þá hefðum við keppt um bronsið og sennilega náð því,“ segir Jón. - Nú velta því margir fyrir sér hvort raunhæft sé að ætla að við getum náð lengra á handbolta- sviðinu, þ.e.a.s. hvað varðar A- karlalandsliðið, með óbreyttu fyrirkomulagi. Er betri árangurs að vænta af áhugamönnum í handknattleik, eins og stór hluti íslenska liðsins er? „Við höfum reynt að gera eins mikið og hægt er, þ.e. leika mikið af æfingaleikjum og slíku. Við höfum leikið yfir 200 lands- leiki á síðustu 5 árum, bæði hér heima og erlendis, og einnig hafa strákarnir stundað mjög stífar æfingar. Til að þeir beri ekki skaða af þessum miklu æfingum höfum við reynt eftir megni að aðstoða þá fjárhagslega en það þarf að sjálfsögðu að tryggja það að hægt sé að bjóða þeim upp á viðunandi aðstæður til þess að þeir leggi sig alla fram." - Hvert væri þitt óskafyrir- komulag í þessum efnum? „Mitt óskafyrirkomulag er ósköp einfalt. Það er að gerð verði stefnumótun í afreksíþrótt- um og að handknattleikurinn verði skilgreindur sem þjóðar- íþrótt okkar íslendinga þar sem við höfum náð frábærum árangri og eigum að geta gert það. Þessu til viðbótar að við fáum meiri stuöning fólksins í landinu og ríkisstjórnar til að geta stundað afreksíþrótt á heimsmæli- kvarða." Treystum því að fólk vilji sjá ísland spila um efsta sæti í Tékkoslóvakíu - Svona í lokin. Hvaða vonir gerirðu þér með þetta fjáröfl- unarátak? „Við treystum á að fólk vilji sjá ísland keppa um eitt af efstu sæt- unum í Tékkóslóvakíu á næsta ári og komast á Olympíuleikana í Barcelona 1992 og heimsmeist- arakeppnina í Svíþjóð 1993. Fólk veit það mjög vel að því betri sem undirbúningurinn er þeim mun betri verður árangurinn. Og þetta kostar peninga. Við feng- um ekki krónu fyrir sjónvarps- sendingarnar frá Frakklandi og það er von okkar að fólk sem fylgdist með þeim sendingum hafi haft gaman af og vil ji styðja við landsliðið. Án fjármagns verður ekki hægt að gera stóra hluti. Fyrstu viðbrögðin lofa góðu. Það hafa fjölmargir einstakling- ar, ekki síst úti á landsbyggðinni, sent okkur háar upphæðir og þar get ég nefnt bónda í Mývatns- sveit sem sendi okkur 50.000 kr. Það munar um állt og við vonum sannarlega að fólk sjá sér fært að styðja við landsliðið því margt smátt gcrir eitt stórt," segir Jón Hjaltalín Magnússon. JÓH Gott kaffi Reyndzi það næst Heildverslun Gunnars Hjaltasonar Reyðarfirði Sími 97-41224

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.