Dagur - 20.04.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. apríl 1989 — DAGUR -7
Hvað er að gerast
Hið árlega Kúttmaga-
kvöld á Hótel KEA
- föstudaginn 21. apríl
Hið árlega Kúttmagakvöld
Lionsklúbbsins Hugins á Akur-
eyri verður haldið á Hótel KEA
föstudaginn 21. apríl og hefst kl.
19.30.
Þarna verður boðið upp á
glæsilegt hlaðborð með um 30
tegundum sjávarrétta. f>á verða
skemmtiatriði og gamanmál flutt
á milli ferða á hlaðborðið og
einnig haldið bögglauppboð og
happdrætti. Ræðumaður kvölds-
ins er enginn annar en Jón Örn
Marinósson, hinn stórskemmti-
legi útvarpsmaður.
Rétt er að geta þess að Kútt-
magakvöldið er opið öllum karl-
mönnum en er ekki einskorðað
við Lionsmenn. Húsið opnað kl.
18.30 og miðaverð er kr. 2200.-.
Söngtonleikar í Tónlistar-
skólannin
Sænska sópransöngkonan Berit
Hallqvist heldur tónleika í Tón-
listarskólanum á Akureyri föstu-
daginn 21. apríl kl. 20.30.
Berit syngur lög eftir Schubert,
Strauss, Debussy, Linde,
Rangström, Nystroem, Sjögren
og Hemberg.
Lars G. Fredriksson leikur
með á píanó.
á Akureyri
skeiði.
Sunnudaginn 22. apríl verða
árlegir vortónleikar söngdeildar
Tónlistarskólans á Akureyri, í sal
skólans kl. 20.30.
Þar kom margir nemendur
fram og flytja einsöngslög og
dúetta við píanóundirleik.
Aðgangur að tónleikunum verð-
ur ókeypis.
Leikfélag Akureyrar:
Sólarferð
um helgina
Leikfélag Akureyrar sýnir Sólar-
ferð eftir Guðmund Steinsson
föstudaginn 21. og laugardaginn
22. apríl kl. 20.30 í Samkomu-
húsinu. Þetta er önnur sýningar-
helgi á þessu gamansama leikriti.
Leikstjóri er Hlín Agnarsdótt-
ir, leikmynd gerir Gylfi Gíslason,
Gylfi og Freyja Gylfadóttir liönn-
uðu búninga, Þórólfur Eiríksson
samdi tónlist við leikritið og
Ingvar Björnsson hannaði lýs-
ingu.
Með aðalhlutverk fara þau
Theodór Júlíusson og Anna Sig-
ríður Einarsdóttir. Aðrir leikarar
eru Þráinn Karlsson, Kristbjörg
Kjeld, Marinó Þorsteinsson, Sig-
urveig Jónsdóttir, Margrét Kr.
Pétursdóttir og Ingólfur Björn
Sigurðsson.
Berit Hallqvist hefur hlotið
mikinn frama sem söngvari og
kennari.
Hún hefur farið margar tón-
leikaferðir um Svíþjóð og frum-
flutt verk eftir fjölmörg tónskáld
og einnig sungið inn á hljómplöt-
ur. Hún er söngkennari við Tón-
listarháskólann í Stokkhólmi.
í ferð sinni til Akureyrar mun
hún einnig leiðbeina nemendum
Tónlistarskólans á stuttu nám-
Ungmennafélag Skriðuhrepps:
Frumsýnir „Horft af hólnum“
Ungmennafélag Skriðuhrepps hrepps, með söng, leik og alls
frumsýnir revíuna „Horft af
hólnum“ að Melum í Hörgárdal
laugardaginn 22. apríl kl. 21.00.
I revíunni er gert góðlátlegt
grín að sveitungum Skriðu-
kyns fíflalátum. Að lokinni sýn-
ingu verður kaffihlaðborð og
einnig spiluð létt tónlist.
Önnur sýning á revíunni verð-
ur síðan þriðjudaginn 25. apríl
kl. 21.00.
I Iiinavakan heldur áfram
Húnavakan heldur áfram og í
kvöld, sumardaginn fyrsta, sýnir
Leikfélag Sauðárkróks söng- og
gamanleikinn „Allra meina bót“
eftir Patrek og Pál, í Félagsheim-
ilinu kl. 20.30. Á Hótel Blöndu-
ósi verða svo gömlu dansarnir
stignir frá kl. 22-01 við undirleik
Þóris og félaga. Um miðnætti ætl-
ar Drífa Kristjánsdóttir að
skemmta gestum með söng og
gítarleik.
Annað kvöld mun Leikfélag
Blönduóss sýna „Svartfugl“ kl.
20.30 og á eftir leiksýningu verð-
ur dansleikur, þar sem hljóm-
sveitin Lexía leikur fyrir dansi.
Húnavökunni lýkur síðan á laug-
ardagskvöld með dansleik í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi, þar
sem Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit hans leika.
Hjónanámskeið
Hjónanámskeið verður haldið í
Glerárkirkju næstkomandi laug-
ardag kl. 12-18, en námskeið
þetta féll niður í vetur vegna
veðurs. Þeir sem óska eftir þátt-
töku í námskeiðinu eru beðnir að
Leikfélag Dalvíkur:
Aukasýning
á Dysinni
I kvöld veröur Leikfélag Dal-
víkur meö aukasýningu á Dys-
inni - úr aldaannál eftir Böðv-
ar Guðmundsson í Ungó á
Dalvík.
Uppfærsla LD á Dysinni hefur
fengið mjög góða dóma gagnrýn-
enda og þeirra allt of fáu leikhús-
gesta sem séð hafa sýninguna.
Það er því vissulega full ástæða til
að hvetja fólk til að grípa gæsina
á meðan hún gefst og troðfylla
Ungó á þessari allra síðustu sýn-
ingu á Dysinni norðan heiða.
Um næstu helgi fara aðstand-
endur sýningarinnar suður yfir
heiðar og sýna Dysina í tvígang í
Félagsheimili Kópavogs.
hafa samband við séra Pálma
Matthíasson í Glerárkirkju.
Að sögn Pálma er markmiðið
með námskeiðinu það að gera
gott hjónaband betra, eða góða
sambúð. Námskeiðið er jafnt fyr-
ir gift fólk, fólk í sambúð, trúlof-
að og fólk í sambúðarhugleiðing-
um.
Leiðbeinendur eru sóknar-
prestarnir Birgir Ásgeirsson, Jón
Dalbú Hróbjartsson og Þorvald-
ur Karl Helgason. Þeir hafa allir
verið í sérnámi í hjónaráðgjöf.
Bingó í
KA-heimilimi
Á sunnudaginn verður haldið
bingó í KA heimilinu við Dal-
braut og rennur allur ágóði
beint til reksturs félagsheimil-
isins.
Bingóið er það fyrsta af þrem-
ur sem fyrirhugað er að halda.
Hin verða haldin föstudaginn 28.
apríl og sunnudaginn 30. apríl.
Óhætt er að segja að væntanlegir
vinningshafar verða ekki sviknir
því vinningar eru veglegir.
Stakkar í mörgum gerðum og litum ■ Kakibuxur í miklu úrvali ■ Bolir, stutterma og langerma
Skyrtur í öllum stærðum og gerðum ■ Föt fyrir yngri herrana í ljósum og dökkum litum
Gallabuxur í miklu úrvali, margar tegundir ■ Gallaskyrtur í tveimur litum
Joggingbolir og -buxur á drengi, fimm litir
Peysur úr bómull ■ Stakir kakijakkar á ungu herrana
VersJið bar sem úrvalið er
Gleðilegt
sumar!
°^ANy