Dagur - 30.05.1989, Side 6
6 -v DAQ UBí-?, Þriðjudagur 30. ma(J989;
V "" ......""......
Uppsalaætt
50. ættarmótið verður haldið 1.-2. júlí.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 3. júní.
Mætum öll. Ættarráð.
Þessir duglegu drengir afhentu Degi kr. 2020,- sem þeir söfnuðu handa Rauða krossi íslands með tombólu sem þeir
héldu á dögunum. Þeir heita, f.v.: Jónas Þór Hafsteinsson, Vignir Stefánsson, Vagn Kristjánsson og Ólafur Órn
Þorgrímsson. Kærar þakkir frá Rauða krossinum. Mynd: ehb
Ástarsögurnar frá
Snorrahúsi njóta
sívaxandi vinsælda.
N1 ú koma út tvær
bækur mánaðarlega
Tilboö tHnjrra áskrifenda!
Útgáfan hefur ákveðið að bjóða nýjum áskrifendum
eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifendur.
Peir geta valið úr eftirtöldum bókum.
Spennusöguflukkurinn:
Morðið í Tauerngöngunum, Þeir dauðu drekka ekki
Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum.
Ástarsöguflokkurínn:
Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður
Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan,
15. Landsþing LHS:
Ákveðnar kröfur gerðar um bún-
að, þjálfun og getu sveitanna
SNORRAHUS
Pósthólf 58 • 602 Akureyri • -s- 96-24222
Á 15. landsþingi Landssambands
hjálparsveita skáta voru sam-
þykktar tillögur að skipun hjálp-
arsveitanna í flokka eftir aldri
þeirra, búnaði, þjálfun og getu.
Flokkunin er miðuð við að hún
verði hvetjandi og einnig eiga
stjórnendur björgunaraðgerða að
sjá með skjótum hætti styrk við-
komandi hjálparsveitar. Hingað
til hefur ekki verið til í landinu
ákveðin skilgreining yfir björgun-
arsveitir önnur en sú, að það sé
hópur manna sem ákveður að
kalla sig björgunarsveit. Með
samþykkt Landsþings hjálpar-
sveitanna, 19.-20. maí 1989, hef-
ur þessu verið breytt.
Ferðamál
á Nordurlandi
Fimmtudaginn 29. júní nk. verður gefið út blað
helgað ferðamálum á Norðurlandi.
Þeir sem áhuga hafa á því að auglýsa í blaðinu, hafi
samband við auglýsingadeild Dags fyrir 16. júní.
Sérstakt ferðablað um Norðurland.
D
auglýsingadeild.
Á þinginu var Ólafur Proppé
kjörinn nýr formaður LHS og tók
hann við af Tryggva Páli Friðriks-
syni, sem nú gegnir starfi félags-
málastjóra LHS. Auk Ólafs eru í
stjórn LHS þeir Arnfinnur
Jónsson, Páll Árnason, Ögmund-
ur Knútsson og Bjarni Axelsson.
Ólafur Proppé, nýkjörinn forntaður LHS, ásamt fulltrúum hjálparsveitann:
á 15. landsjiingi LHS.
Ungmennafélag íslands:
*
Askorun til
íslendinga
A fundi stjórnar UMFl, sem
haldinn var á Laugarvatni helg-
ina 20.-21. maí sl., var mikið rætt
um íslenska framleiðslu og at-
vinnumál. M.a. var eftirfarandi
ályktun samþykkt:
„Með vaxandi atvinnuleysi
eykst mikilvægi innlendrar fram-
leiðslu og verðmætasköpunar.
Pví skorar stjórn UMFÍ á Islend-
inga að kaupa íslenskar vörur og
láta innlenda framleiðslu hafa
forgang á innflutta, enda er hún í
flestum tilvikum fullkomlega
samkeppnisfær. Á þennan hátt
getur hver einstaklingur aukið
atvinnuöryggi, stuðlað að bætt-
um lífskjörum og tryggt þannig
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar.
Jafnframt telur stjórn UMFÍ
það vera skyldu stjórnvalda að
tryggja innlendri framleiðslu við-
unandi rekstrargrundvöll og sam-
keppnisaðstöðu. Þá verður að
gera sömu gæðakröfur til er-
lendrar og innlendrar fram-
leiðslu.14
Ungmennafélag íslands stóð
fyrir umfangsmiklu átaki 1982
sem nefndist „Eflum íslenskt" og
vakti mikla athygli á nauðsyn
þess að styðja við íslenska fram-
leiðslu. I haust er fyrirhugað að
ungmennafélögin efni á ný til
herferðar til styrktar íslenskri
framleiðslu.
Um þessar mundir tekur UMFÍ
þátt í átaki með Félagi íslenskra
iðnrekenda þar sem almenningur
er hvattur til að „velja íslenskt".