Dagur - 30.05.1989, Qupperneq 10
10- DÁGtÍlFÍ - Þriðjudagur 3Ó. mðí ^1)89
1. deild kvenna:
Jafntefll hjá KA
- gegn Stjörnunni 2:2
KA og Stjarnan gerðu jafntefli
2:2 í 1. deild kvenna á KA-
vellinum á laugardaginn. Það
voru Hjördís Ulfarsdóttir og
Inga Birna Hákonardóttir sem
settu mörk KA-stúlknanna.
Frekar leiðinlegt veður, hávaða-
rok og kuldi, settu svip sinn á
leikinn og gerði stúlkunum frekar
erfitt um vik að spila knatt-
spyrnu. Fyrsta markið var líka
gert með hjálp Kára. Stjörnu-
stúlkan Kristín Þorleifsdóttir átti
sendingu langt utan af kanti fyrir
mark KA og inn fór boltinn með
vindinum.
KA-stúlkurnar gáfust ekki upp
og fóru að sækja í sig veðrið.
Skömmu fyrir leikhlé gaf það síð-
an ávöxt er Inga Birna Hákonar-
Hjördís Úlfarsdóttir.
dóttir jafnaði leikinn með lausu
skoti eftir ágætan samleik í gegn-
um Stjörnuvörnina.
Hjördís Úlfarsdóttir kom síð-
an heimastúlkunum yfir 2:1 með
fallegu skoti af 25 metra færi. En
KA-stúlkurnar gleymdu sér í
fagnaðarlátunum og tæplega
tveimur mínútum síðar jöfnuðu
gestirnir með marki Rósu Daggar
Jónsdóttur.
Eftir markið dofnaði yfir leikn-
um og var eins og bæði lið sættu
sig við jafnteflið. Það varð líka
raunin og voru sóknir beggja liða
það sem eftir lifði leiks frekar
máttlausar og lausar við þann
kraft sem hafði einkennt stúlk-
urnar í fyrri hálfleik.
Næsti leikur KA í 1. deild
kvenna er á sunnudaginn á Akra-
nesi og má þar búast við hörku-
leik því Skagastúlkurnar eiga á
að skipa mjög góðu liði. Þórsar-
ar halda suður um heiðar og leika
gegn Stjörnunni í Garðabæ næsta
laugardag.
Þess má svo geta í lokin að
dómari leiksins var ekki alveg
með á nótunum í sambandi við
hve leiktíminn átti að vera
langur. Fyrri hálfleikur var 45
mínútur hjá honum, en í meist-
araflokki kvenna eru einungis
leiknar 40 mínútur. Dómaranum
var bent á þetta í leikhléi og tók
hann þeim ábendingum vel. En
hann gerði sér þá lítið fyrir og
stytti síðari hálfleikinn í 35
mínútur og harðneitaði að láta
leikinn halda lengur áfram, þrátt
fyrir áköf mótmæli beggja liða.
1. deild kvenna:
Blikarnir lögðu Þór
- 3:1 á Akureyri
Þórsarar urðu að sætta sig við
3:1 tap gegn Blikastelpunum í
1. deild kvenna á Þórsvellinum
á sunnudaginn. Það var Ellen
Óskarsdóttir sem skoraði mark
Þórs undir lok leiksins en hún
hafði komið inn á sem vara-
maður eftir leikhlé.
Bæði lið komu upp úr 2. deild í
fyrra en það var greinilegt á öllu
að Kópavogsstelpurnar voru mun
sterkari. Þórsstelpurnar börðust
hins vegar vel og höfðu í fullu tré
við gestina úti á vellinum. Ef
eitthvað var þá sóttu þær öllu
meira í fyrri hálfleiknum, enda
höfðu þær vindinn í bakið. En
það vantaði broddinn í sóknina
og fór því leikurinn að mestu
fram á miðju vallarins.
Ellen Óskarsdóttir kom inn á sem
varamaður og skoraði mark Þórs.
Breiðabliksstúlkurnar náðu
hins vegar að skora eitt mark í
fyrri hálfleik og var það frekar
slysalegt, eins og reyndar öll
mörk liðsins. Eftir hornspyrnu
mistókst varnarmönnum Þórs að
hreinsa frá og Sigrún Ásbergs-
dóttir náði að skora með föstu
skoti frá markteig 1:0. Þannig var
staðan í leikhléi.
Fljótlega í síðari hálfleik bættu
Blikastelpurnar við öðru marki.
Það kom einnig eftir hornspyrnu
og var það sjálfsmark Þórs eftir
að Kristrún Daðadóttir hafði
skallað að markinu. Eftir þetta
^óttu Blikarnir nokkuð að marki
Þórs en fyrirliðinn Kolbrún Jóns-
dóttir í vörninni og Eva Eyþórs-
dóttir í markinu voru öruggar og
stöðvuðu þær allar sóknir gest-
anna.
Undir lok leiksins komu síðan
tvo mörk. Ellen Óskarsdóttir
fékk góða stungusendingu inn
fyrir vörnina, lék á markmanninn
og skoraði örugglega í markið úr
þröngu færi. En Adam var ekki
Íengi í Paradís. Blikarnir tóku
miðju og Kristrún Daðadóttir
skoraði þriðja mark þeirra græn-
klæddu. Margir vildu meina að
brotið hefði verið á Evu í mark-
inu en dómarinn var á öðru máli
og dæmdi mark.
Þrátt fyrir tapið var margt gott
hjá Þórsstelpunum í þessum leik
og var allt annað að sjá til liðsins
en í leiknum gegn KA á dögun-
um. Kolbrún var sterk í vörninni
og einnig átti Eva ágætan leik í
markinu. Ellen kom inn á sem
varamaður og ógnaði vel með
hraða sínum.
íþróttir
Tindastóll
Tindastólsmenn töpuðu fyrsta leiknum sínum í
2. deildinni nú um helgina. En á laugardaginn
taka þeir á móti Einherja frá Vopnafirði og þá
má búast við að Sauðkrækingarnir sýni
klærnar.
Árni Ólason 25 ára, 41 leikur
Björn Björnsson 24 ára, 0 leikir
Gísli Sigurðsson 25 ára, 68 leikir
Hólmar Ástvaldsson 22 ára, 59 leikir
Magnús Jóhannesson 21 árs, 0 leikir
Stefán Pétursson 20 ára, 40 leikir
Árni Stefánsson 35 ára, 53 leikir
Eyjólfur Sverrisson 21 árs, 76 leikir
Guðbjartur Haraldsson 19 ára, 28 leikir
Ingvar Guðfinnsson 24 ára, 21 leikur
Marteinn Guðgeirsson 22 ára, 0 leikir
Sverrir Sverrisson 19 ára, 51 leikur
Bjarni Jóhannsson 31 árs, þjálfari
Eysteinn Kristinsson 24 ára, 22 leikir
Guðbrandur Guðbrandsson 25 ára, 83 leikir
Ingvar Magnússon 29 ára, 4 leikir
Ólafur Adolfsson 22 ára, 15 leikir
Þórhallur Ásmundsson 36 ára, 145 leikir