Dagur - 02.06.1989, Blaðsíða 1
Stúdentastjörnur
14 kt. gull
Einnig stúdentarammar
fjölbreytt úrval
annarra stúdentagjafa
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Útboð í stjórnhús Blönduvirkjunar:
Tilboði Stíganda á
Blönduósi tekið
- akureyrsk rafVerktakafyrirtæki
misstu af stóru verkefni
Kristinn Einarsson, Vignir Jónasson og Jón Gestsson skoða nýju malbikunarvélina. Mynd: Kl.
Nýtt hlutafélag á Akureyri:
Emstaklingar bjóða upp
á malbikunarframkvæmdir
- samkeppni eða samvinna við sveitarfélög?
Stjórn Landsvirkjunar ákvað á
fundi í gærmorgun að ganga til
samninga við verktakafyrir-
tækið Stíganda hf. á Blönduósi
vegna vinnu við stjórnstöð
Blönduvirkjunar. Þetta var
ákveðið með atkvæðagreiðslu
þar sem finim stjórnarmenn
greiddu því atkvæði að ganga
til samninga við Stíganda, gegn
atkvæðum fjögurra stjórnar-
manna, þ.á.m. stjórnarfor-
mannsins Jóhannesar Nordals,
en minnihluti stjórnarinnar
vildi að S.H. vertakar fengju
verkið samkvæmt tillögu for-
stjóra Landsvirkjunar. Fyrir-
tækin Rafiðn hf. og Ljósgafinn
hf. á Akureyri hefðu orðið
undirverktakar S.H. verktaka
og er talið að þessir rafverk-
takar hafi misst af verkefni upp
á a.m.k. annan tug milljóna
króna.
Þegar tilboð í stjórnstöð
Blönduvirkjunar voru opnuð
kom í Ijós að fsberg hf. var með
lægsta tilboðið, ll 6 milljónir
króna, en ekki þótti fært að taka
því. S.H. verktakar voru næstir
með 126 milljónir króna, þá kom
Stígandi hf. með rúmar 129 millj-
ónir, Hlynur og Björk hf. á Sauð-
árkróki bauð 151 milljón, Foss-
virki hf. 169 milljónir og Hag-
virki hf. voru með hæsta tilboðið,
179 milljónir króna.
í fréttatilkynningu frá Lands-
virkjun segir að allir undirverk-
takar Stíganda hf. séu reykvísk
fyrirtæki. „Maður er nærri orð-
laus yfir svona furðulegri ákvarð-
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
mun á næstu vikum og mánuð-
um vinna mjög markvisst að
úttekt á atvinnumálum á svæð-
inu. Þetta verður gert að til-
hlutan stjórnar félagsins, en
þessi mál báru á góma á tveim-
ur stjórnarfundum í síðasta
mánuði.
Sigurður P. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróunar-
félagsins, segir að kraftar félags-
ins hafi víða verið nýttir á síðustu
árum. Það hefur haft umsjón
með ýmsum námskeiðum, tekið
þátt í stofnun nýrra fyrirtækja,
svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur
félagið hugað að nýjum atvinnu-
tækifærum en áhersla þess hefur
aldrei alfarið beinst að atvinnu-
málunum. „Það má segja að nú
sé kominn tími til að taka
atvinnumálin föstum tökum,“
segir Sigurður. „Við höfum bæði
anatöku. Það var samdóma álit
ráðgjafafyrirtækja, bygginga-
deildar Landsvirkjunar og for-
stjóra og aðstoðarforstjóra stofn-
unarinnar að við ættum að fá
verkið. Álitsgerð þess efnis var
lögð fyrir stjórnina. Þessi álits-
gerð var felld og manni þykir ein-
kennilegt að ykkar m'aður,
Gunnar Ragnars, sem fellir þetta
ásamt fleirum, er í rauninni að
koma í veg fyrir töluvert stóran
samning við Ákureyringa,“ sagði
Jón Ingi Gíslason, framkvæmda-
stjóri S.H. verktaka.
Raftákn hf. sá um tilboðsgerð-
ina fyrir Ljósgjafann og Rafiðn.
Jóhann Sigurðsson hjá Raftákni
segir að grunnverkið sem fyrir-
tækin hafa nú nú misst af næmi tíu
milljónum króna. Þó væri í raun
um mun meira verk að ræða því
oftast væri það svo að þegar raf-
verktakar væru komnir á staðinn
þá bættust við fleiri verkefni, við-
gerðir o.þ.h. sem næmu umtals-
verðum upphæðum. Auk þess
hefði reynslan sýnt að oftast væri
samið við þá verktaka sem fyrir
eru á staðnum um áframhaldandi
vinnu. „Þetta er grátlegt, einkum
í ljósi þess að nú er ekki alltof
mikið um vinnu á þessu sviði á
Akureyri. Menn liafa það á orði
vegna þessa máls að ekkert þýði
fyrir akureyrsk fyrirtæki að
bjóða í slík verk utan bæjarmark-
anna,“ sagði Jóhann.
Ekki náðist samband við
Gunnar Ragnars, fulltrúa Akur-
eyrarbæjar í stjórn Landsvirkjun-
ar, vegna þessa máls í gær. EHB
stundað sóknar- og varnarað-
gerðir, ef svo má segja, en á
næstunni ætlum við fyrst og
fremst að leggja áherslu á sókn-
ina, að finna ný atvinnutækifæri.
Hvort það átak ber árangur,
kemur síðar í ljós,“ sagði Sig-
urður. Hann sagði ennfremur
að ekki bæri að líta svo á að Iðn-
þróunarfélagið óttaðist um
atvinnu á svæðinu á næstu mán-
uðum. Hins vegar teldu menn að
skipuleg úttekt á atvinnuástand-
inu gerði kleift að taka raunhæfar
ákvarðanir um frekari uppbygg-
ingu á sviði atvinnumála.
Þær raddir gerast nú æ hávær-
ari að þann möguleika beri a ný
að skoða mjög gaumgæfilega að
koma upp stóriðju á Eyjafjarðar-
svæðinu. Sigurður segir að þessar
hugmyndir séu ekki á borði Iðn-
þróunarfélagsins en vissulega
hafi hann heyrt á tal manna í
þessa veru. óþh
Fyrirtækið Bæjarverk hf. er í
eigu þriggja einstaklinga á
Akureyri, Kristins Einarsson-
ar, Jóns Gestssonar og Vignis
Jónassonar. Þetta hlutafélag
var stofnað um rekstur á mal-
bikunartækjum, þannig að nú
situr Akureyrarbær ekki einn
að þeim framkvæmdum og
raunar ætla félagarnir að sinna
Norðurlandi öllu eftir því sem
þeir hafa tök á.
„Nei, við erum kannski ekki
beint í samkeppni við bæinn
heldur höfum við hug á að sinna
þeim verkefnum sem Akureyrar-
bær og önnur sveitarfélög komast
ekki yfir. I rauninni erum við að
kaupa tæki sem bæinn vantar en
hefur ekki efni á og því höfum
við átt í viðræðum við bæjaryfir-
völd um samvinnu," sagði
Kristinn.
Tækin sem um ræðir eru lítil
malbikunarvél, valtari og við-
gerðarpottur, en í þeim potti er
hægt að blanda saman gömlu efni
og nýju og nota það síðan t.d. til
Sverrir hættir
Sverrir Pálsson hefur ákveðið
að láta af störfum sem skóla-
stjóri Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar. Hann tilkynnti þessa
ákvörðun við skólaslit sl. mið-
vikudag og óskaði sama dag
eftir því í bréfi að verða leystur
frá störfum frá og með 1. sept-
ember nk.
Sverrir á 42 ára farsælt starf að
baki við Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar. Hann var þar kennari í 15
ár, frá árinu 1947, og síðar skóla-
stjóri.
„Það verður að koma í ljós
hvað ég tek mér fyrir hendur.
Það er að minnsta kosti ekki ætl-
unin að leggjast í algjört iðju-
leysi,“ sagði Sverrir Pálsson í
| samtali við Dag í gær. óþh
þess að lylla upp í holur í mal-
biki. Einnig er fyrirtækið með
vörubíl.
Þeir sögðu tækin nýtast mjög
vel til að malbika bílastæði og
innkcyrslur, einnig gangstéttir og
þá væri malbikunarvélin tilvalin
til þess að malbika yfir hjólför í
götum, því malbikunarvél bæjar-
ins væri of stór í slík verk. Þeir
töldu vinnubrögð sem viðgengist
Saumastofu Kaupfélags Skag-
firðinga á Hofsósi verður lok-
að frá og með 1. júlí nk. og
framleiðslu hætt. Uppsagnir
starfsfólks saumastofunnar
áttu að taka gildi í gær, 1. júní,
en ákveðið var að framlengja
þær um mánuð. Alls hafa 5
konur unnið á saumastofunni;
2 í heilu starfi og 3 í hálfsdags
starfi. Þess má geta að Sauma-
stofa KS á Hofsósi er eina
saumastofan á landinu sem
hefur saumað íslenska fánann.
Að sögn Trausta J. Helgason-
ar, yfirmanns framleiðslu- og
þjónustusviðs K.S., hefur ekki
verið tekin ákvörðun um hvar
íslenski fáninn verður saumað-
ur í framtíðinni.
Eftir að kaupfélagið hefur lok-
að saumastofunni, er óvíst hvort
einhver annar aðili taki við
rekstrinum, eða framleiðsl-
unni verði hreinlega hætt. „Við
hafa í sambandi við gerð gang-
stétta afar óhagkvæm og seinleg
og segjast geta skilað því verki á
mun hagkvæmari hátt.
„Eg yrði mjög hissa ef við
gerðum það ckki gott með þessu
fyrirtæki. Það vantar svona tæki í
bæinn og við erum tilbúnir fyrir
sumarið," sagði Kristinn, en þeir
félagarnir standa einnig að öðr-
um verktakafyrirtækjum. SS
náum ekki upp þeirri hagræðingu
sem viö þurfum að ná, við getum
ekki keppt við innflutninginn.
Við erum að framleiða þarna
m.a. vinnuföt, sem eru töluvert
mikið dýrari en innflutt föt. Svo
er það að stóru verksmiðjurnar í
Reykjavík ná upp meiri hagræð-
ingu heldur en svona litlar rekstr-
areiningar," sagði Trausti,
aðspurður um ástæður fyrir lok-
un saumastofunnar.
Eins og áður sagði hefur
íslenski fáninn verið saumaður á
Hofsósi, einum staða á landinu.
Á síðasta ári var framleiðsla fán-
ans alls þriðjungur af veltu sauma-
stofunnar. Þótt ótrúlegt megi
virðast, þá hefur saumastofan
þurft að keppa við innflutning á
íslenska fánanum síðustu ár.
Sjálfsagt hugsar margur sem svo
að hægt væri að flytja flest annað
inn í landið, en sjálfan íslenska
þjóðfánann.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar gerir
úttekt á atvinnumálum svæðisins:
Stóriöja ekki á
okkar borði
- segir Sigurður P. Sigmundsson
HofsÓS:
Saumastofu K.S.
lokað 1. júlí
- óvíst hvað verður um
framleiðslu íslenska fánans